Tíminn - 19.11.1978, Síða 4

Tíminn - 19.11.1978, Síða 4
24 Sunnudagur 19. nóvember 1978 Benjamin Franklin Turn Sjálfstæöishallarinnar PHILADELPHIA ENDURREIST Sjálfstæði Bandarikjanna var lýst yfir i Philadelphia 1776, þar átti fyrsta þing ný- lendnanna aðsetur og þar var hæstiréttur Bandarikjanna fyrstu árin eftir að hann var settur á stofn. 1 Philadelphia eru fjölmargar minjar frá fyrstu árum sjálfstæðisins,merkust er Sjálfstæðisklukkan sem hringt var þegar lýst hafði verið yfir sjálfstæði. Þar er lika Sjálfstæðishöllin, standmyndir ýmissa fyrstu leiðtoga hinna ungu lýðvelda og fjölmargt annað. Sjálfstæðisklukkan er merkur minja- gripur en hefur verið harla misheppnuð sem klukka. Hún er steypt i Lundúnum árið 1752 og kom i hana brestur er henni var hringt i fyrsta sinn. Tókst að gera við hana og var henni siðan hringt 16 sinnum. Loks brast hún með öllu 1846, er henni var hringt á afmælisdegi Washingtons. Þjóðgarðastofnunin bandariska hefur nú varið 30 milljónum dollara til þess að endurbyggja miðbik Philadelphia i sama stil og var 1776. Hafa mörg hús verið rifin og önnur endurbyggð i þessu skyni. $8$ '«r Sjálfstæöisklukkan

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.