Tíminn - 19.11.1978, Qupperneq 17

Tíminn - 19.11.1978, Qupperneq 17
Sunnudagur 19. nóvember 1978 37 Aöfaranótt 10. nóvember áriö 1938 var eldsprengjum varpaö inn i samkunduhús Gyöinga I stærstu borgum Þýskalands. Þetta var merkiö um, aö hafist skyldi handa gegn Gyöingum. Hópar manna flykktust út á götur og hófu aö brjóta rúöur i verslun- um Gyöinga og á heimilum þeirra. Stormsveitir Nasista- flokksins skipulögöu þessar aögeröir, þótt látiö væri lita svo út, sem um sjálfkrafa hefndaraögerðir þýsku þjóö- arinnar gegn hinum hötuöu Gyöingum væri aö ræöa. Það var enginn vandi aö þekkja hús og verslanir Gyö- inga. Löngu áöur haföi oröiö JUDE veriö skrifaö á glugga i húsum þeirra. Þessi ógnarnótt hlaut siðar heitiö Kristalsnóttin. Nafniö var dregiö af þvi, aö glerbrot huldu mörg hverfi i borgun- um. Rúöur Gyðingaheimila glitruöu i eyðileggingu og hatri vitstola þjóöar. Þessa nótt voru 76 sam- kunduhús brennd til grunna, 800 verslanir Gyöinga voru brenndar og rændar, 171 ibúö- arhús var eyðilagt, þrjátiu manns voru drepnir og 20 000 Gyðingar voru handteknir. 1 oröi kveönu var látiö lita svo út sem þetta væri sjálfkrafa hefndaraðgerð Þjóöverja vegna þess, að 17 ára pólskur Gyöingur haföi ráöist á þýsk- an embættismann i Paris. Almenningsálitiö i heiminum snerist harkalega gegn nasist- um eftir Kristalsnóttina. Nas- istar notuðu vel þetta tækifæri til aö sýna fram á, aö þýska þjóöin væri umkringd fjand- samlegum rikjum, sem vildu vinna henni mein. Eftir aö dró ' v.» v'M'. Glerbrot úr rúöum I verslunum og heimilum Gyöinga þöktu göturn ar aö morgni 11. nóvember 1938 l! . J lí ;; ■ v"*$rS» Kristalsnóttin 10. nóv. 1938 JUDE, Gyöingur, stóö á húsum Gyöinga. úr stríösáhuga Þjóöverja eftir Munchen-samningana og inn- limun Austurrikis varö Kristalsnóttin til ab þjappa Þjóðverjum saman á ný. Hóf- ust nú harkalegri aögerðir gegn Gyöingum en verið hafði (og voru þær þó harðneskju- legar fyrir). 1941 var öllum c Gyðingum skipað að bera Daviðsstjörnuna i barmi, farið var að flytja þá til út- rýmingarbúða, þar, sem tvær milljónir manna voru teknar af lifi og fjórar milljónir aö auki létust vegria illrar meö- ferðar. Kristalsnóttin fyrir fjörutiu árum var merki um, aö gengið skyldi milli bols og höfuðs á Gyðingum i eitt skipti fyrir öll. BOSCH Combi Borvé! 2ja hraöa og meö höggi Tvöfaldri einangrun Stingsög BOSCH Stingsóg m/ Bosch Combi Nytsöm tæki á hvert heimili. Útsölustaöir: Akurvik, Akureyri Bykó Kópavogi, og viöa i verslunum um landið. / utmai tSkqeÍMóon k.f. SUÐURLANDSBRAUT 16 - SÍMI 35200 - 105 REYKJAVlK Vinsamlega sendið mér myndaiista og verð á BOSCH Combi Nafn heimili Grindavík: 20 karlar snúast kringum 30-35 konur Hjá Þorbirni h/f i Grindavík er nú unnið á fullu i sildinni, er lögð áhersla á vinnslu hennar og ekki tekið á móti bolfiski hjá fyrir- tækinu á meðan. Víð söltun vinna um 30-35 konur, en 20 karlmenn snúast i kringum þær og hafa nóg að gera. Fyrirtækiö vinnur einnig aö þvi að marinera sild, en þaö hefur ekki verið gert um árabil. Áætlaö er aö merinera i heild i landinu um 10 þús. tunnur og er reiknaö meö aö hlutur fyrir- tækisins veröi um 1000 til 1500 tunnur. Það er gjarnan gert mikið úr þvi að tekjur söltunarstúlkna séu miklar og raunin mun vera sú að i stuttan tima má ná háum tekjum. Hin almennu vinnu- brögð eru þó oftast þau, aö likja má við hlaup. Þegar litil sild berst, þá vinna konurnar i skorpu og klára söltunina á stuttum tima og útkoman er þá sú, að tekjur á klukkutima verða miklar, en þegar meira berst að og saltað er dag eftir dag veröa afköstin minni, — unnið er jafnt og þétt. Þvi er þó ekki hægt að neita, aö dagkaup- iö verður hátt i stuttu sprett- unum og ná konurnar, ef miöaö er við 1400 kr. á tunnuna, gjarnan um 30 þús. kr. á dag. K.Sn.

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.