Tíminn - 24.11.1978, Síða 14
14
Föstudagur 24. ndvember 1978
Alexander Stefánsson:
Fólksbílar
#Jeppar
13009 23340
BILALEIGAN EKILL
EINHOLTI4
Mjög alvarlegur aðstöðumunur
sveitarfélaga, er reka taeilsu-
gæslustöðvar
- en eru ekki
í beinum
tengslum við
sjúkrahús
Alexander Stefánsson
A Alþingi fyrir skömmu voru
teknar til umræðu fyrirspurnir
Alexanders Stefánssonar (F) til
heilbrigðisráöherra. Þegar Alex-
ander fylgdi fyrirspurnum sinum
úr hlaöi flutti hann eftirfarandi
ræðu:
„Lögin um heilbrigöisþjónustu,
nr. 56 1973, sem tóku gildi 1. jan
1974, mörkuðu áreiðanlega djúp
og heillarlk spor til framfara á
þessu sviði. Megintilgangur lag-
annakemur fram i 1. gr. þeirra:
Allir landsmenn skulu eiga kost á
fullkomnustu heilbrigðisþjón-
ustu, sem á hverjum tlma eru tök
á að veita til verndar andlegri,
líkamlegri og félagslegri heil-
brigði. —• Einn mikilvægasti þátt-
ur laganna, ekki slst fyrir lands-
byggðina, er III. kaflinn, um
heilsugæslu, en heilsugæsla
merkir I lögunum heilsuverndar-
starf og allt lækningastarf sem
unniö er vegna heilbrigðra og
sjúkra sem ekki dveljast á
sjúkrahúsum. 1 samræmi við lög-
in frá 1973 var hafist handa um
byggingu heilsugæslustööva víös^
vegar um land og læknisbústaðir
teknir undir lögin þar sem það
var framkvæmanlegt.
Eftir gildistöku eldri laganna
frá 1. jan. 1974 var fastlega gert
ráö fyrir aö settar yrðu reglu-
geröir um framkvæmd laganna,
um ýmsa mikilvæga rekstrar-
þætti, t.d. um 19.-22. gr., og var
mjög eftir þvi leitað. Þetta var
hins vegar ekki gert, hverju sem
um er aö kenna. Uröu fljótlega
árekstrar um það milli sveitarfé-
laga annars vegar og sjúkrasam-
laga og heilbrrn. hins vegar,
hvernig túlka bæri kostnaðar-
hluta I rekstri heilsugæslustööv-
anna. Kom strax I ljós að útgjöld
sveitarfélaga viö rekstur heilsu-
gæslustööva, sem eru án tengsla
við sjúkrahús, yrðu nær óviö-
ráðanleg, þar sem engir tekju-
stofnar voru til að mæta þessum
auknu útgjöldum. Þar viö bættist
að sum sjúkrasamlögin töldu sig
ekki eiga að greiða til heilsu-
gæslustöövanna neinn hluta
rekstrar. Heilbrrn. neitaði
greiðslum til þátttöku i rekstri
fyrir árið 1976. Sem sýnishorn af
þessari afstööu rn. vil ég lesa hér
bréf sem ein heilsugæslustöðin
fékk 19. des. 1977 vegna rekstrar
þessarar stöðvar áriö 1976, með
leyfi hæstv. vorseta:
„Þar sem einsýnt er nú að f jár-
lög veröa afgreidd án þess að
fjárveiting fáist til aö taka þátt I
kostnaði heilsugæslustöðva við
viðhald og áhöld og tækjakaup i
daglegum rekstri, endursendast
hér nieð þeir reikningar sem
þessu rn. voru sendir með bréfi
24. mars s.l. Fjárlaga- og hag-
sýslustofnun hvarflar ekki frá
þeim skilningi slnum, að rlkis-
sjóður eigi engan þátt að taka i
greiðslu þessa kostnaðar.”
Hv. Alþ. tók lögin til endursköp-
unar á slðasta þingi og afgreiddi
þau sem lög 5. mai 1978. Breyt-
ingar uröu ekki til bóta fyrir
sveitarfélögin. Var ekki tekiö til-
lit til ákveðinna óska og tillagna
stjórnar Sambands isl. sveitarfé-
lagaum ýmis mikilvæg atriöi. SU
breyting var þó gerð, að ríkið
greiddi 50% af viðhaldskostnaði
og endurnýjunarkostnaði fast-
eigna og tækja heilsugæslustöðv-
anna, þrátt fyrir að eignarhluti
rikisins sé 85%.
Eins og ég hef áður sagt er að-
stöðumunur þeirra sveitarfélaga,
er eiga að reka heilsugæslustööv-
ar, eneruekki Ibeinum tengslum
við sjúkrahús, mjög alvarlegur.
Þessi rekstrarkostnaöur veröur á
þessu ári á bilinu 15-20 þús. á
hvern Ibúa, auk þess hluti sveit-
arfélaganna i rekstri sjúkrasam-
laga.Éggetnefntsemdæmi Höfn
I Hornafiröi, Borgarnes, Ólafsvik
ogfleiristaði. Þessi greiðslubyrði
er óveruleg hjá þeim sveitar- og
bæjarfélögum þar sem heilsu-
gæslustöðvareruvið sjúkrahúsin.
Þar greiöir rikið nær allt. A þessu
þarf aö ráða bót. Þess vegna hef
ég lagt fram eftirfarandi fyrir-
spurnir:
■l) Hvenær má vænta þess,
að gefnar veröi Ut reglugerðir
samkv. lögum um beiibrigðis-
þjónustu, sbr. nú 2. mgr. 19.
gr. laga nr. 57/1978?
2) Hvernig er háttað
greiöslum sjúkrasamlaga tii
heilsugæslustööva og lækna
he il sugæsius töðva ?
■ 3) Hefur verið sett gjaldskrá
um greiðslu sjúkrasamlaga til
heils ugæsiustöðva samkv. 20.
gr. laga nr. 57/1978, sbr. áður
lög nr. 56/1973, um heilbrigðis-
þjónustu?
■ 4) Hvað liður gerð áætlunar
um byggingu heilbrigðisstofn-
ana, samkv. 33. gr. laga um
heilbrigðisþjónustu og hver
eða hverjir taka ákvarðanir
um stærð og gerð slikra stofn-
ana, þ.á.m. bústaöa fyrir
lækna og hjúkrunarfólk?
alþingi
■ 5) Eru væntanlegar ráðstaf-
anir af hálfu heilbrigðisráðu-
neytisins til að jafna þann
mikla aðstööumun sveitarfé-
laga, sem er varðandi greiðslu
kostnaðar við rekstur þeirra
heilsugæslustöðva, sem ekki
eru reknar I beinum tengslum
við sjúkrahús?
1 svari sinu við 1. spurningunni
sagði heilbrigðisráöherra,
Magnús H. Magnusson, m.a.:
Þaðeruaðmlnu mati aöallega
tvær reglugeröir, sem nauðsyn-
legt er að setja sem allra fyrst
samkv. nefndum lögum um heil-
brigöisþjónustu, þá fyrri samkv.
19. gr. og þá slöari samkv. 24. gr.
119. gr. segir svo: „Ráöherra set-
ur með reglugerð ákvæði um
stærð heislugæslustöövar og
fyrirkomulag, læknafjölda og
annaö sérmenntað starfslið,
tækjabúnað og starfsháttu og
fyrirkomulag heilsuverndar-
starfs á hverjum staö, þ.á.m. um
móttöku sjúklinga utan stöðva.
Ráðh. getur með reglugerð
ákveðið aö fjölga stöðvum I um-
dæmum að höfðu samráði við
landlækni og hlutaöeigandi heil-
brigöismálaráð”.
Fljótlega eftir setningu eldri
laganna, sem gildi tóku 1. jan.
1974, var starfshópi frá heilbrrn.
og landlækni undir forystu land-
læknis falið aö semja reglugerö i
samræmi við þessa grein. AIl-
mikiö starf var unnið aö reglu-
gerðasmlð ogkomu fram drög að
reglugerð á árinu 1975, en I þeirri
reglugerð voru tekin saman I eitt
mál ýmis ákveöin reglugerðar-
atriöi samkv. lagagr. og þar aö
auki ýmis fyrirmæli um vinnu-
fyrirkomulag og vinnumáta, sem
vafasamt var aö ætti heima i
slikri reglugerð. Reglugeröinni
var þvi ekki að fullu lokiö. Þaö
var ekki fyrr en á s.l. ári, að
reglugeröardrögin voru send til
umsagnar lækna á heilsugæslu-
stöðvum og komu til umræöu á
aöalfundi Læknafélags Islands.
Égmun gera ráðstafanir til þess,
að aftur verði hafist handa um
reglugerðarsmiðina og þá verði
notast við þau drög, sem fyrir
liggja, og þeim breytt i samræmi
við þá reynslu sem fengist hefur
af rekstri heilsugæslustöðva.
1 svari slnu viö 2. og 3. spurn-
ingu sagði ráðherra m.a.:
Meðan lög um heilbrigðisþjón-
ustu, nr. 56 frá 1973 voru I gildi
var sjúkrasamlögum ekki skylt
að greiða fyrir önnur störf á
heilsugæslustöö en þau sem lækn-
ar unnu, og þá samkv. samning-
unrsem Læknafélag Islands geroi
fyrir hönd lækna við Trygginga-
stofnun rikisins. Meö breytingu á
þessum lögum, nr. 57 frá 1978, var
gert ráð fyrir að ráðh. setti gjald-
skrá um greiðslu sjúkrasamlaga
fyrir rannsóknir og meðferð
veitta á heilsugæslustöö aöra en
læknishjálp. Þessi gjaldskrá hef-
ur enn ekki verið sett, en ég tel að
það þurfi að vinna bráðan bug að
þvl, þar sem hér er um aö ræöa
verulegt hagsmunamál sveitarfé-
laganna, eins og kom fram hjá
hv. fyrirspyrjanda — þeirra
sveitarfélags sem stöðvarnar
reka. Inn I núgildandi lög kom
skylda sjúkrasamlaga til aö
greiöa fyrir þær rannsóknir og
meðferð sem hér um ræðir. Ég
mun þvi stefna aö þvl, að gjald-
skrá komist I notkun frá og með
næstu áramótum. 1 áætlunum
Tryggingastofnunar rikisins og
sjúkrasamlaga fyrir yfirstand-
andi ár er ekki áætlað fé til þess-
ara greiðslna, enda tóku lögin
ekki gildi fyrr en 20. mai á þessu
ári.
Um hvernig háttaö sé greiösl-
um sjúkrasamlaga til lækna, verð
ég aö vlsa til þeirra samninga
sem geröir hafa verið við lækna-
félögin um þessi störf. Þeir samn-
ingareru m jög sundurliðaðir, þar
sem hér er um gjaldskrársamn-
inga að ræða og læknar fá
greiðslu fyrir einstök verk, viðtöl
og rannsóknir sem þeir fram-
kvæma sjálfir, auk þess sem þeir
fá ákveðna greiðslu fyrir allar
gerðir sem þeir fara til sjúklinga.
Samningar þessir eru gerðir af
fulltrúum Tryggingastofnunar
rikisins, fjmrn. og heilbrn. á
hverjum tima og auk þess stað-
festir af rikisstj.
I svari viö 4. spurningu sagði
ráðherra m.a.:
1 núgildandi lögum er gert ráö
fyrir þvi, að áætlun, sem ráðh.
lætur gera um byggingu heil-
brigðisstofnana, verði gerð I sam-
ráði við viökomandi heilbrigðis-
málaráð, landlækni og I samráði
við fjárlaga- og hagsýslustofnun-
ina. Gert er ráð fyrir þvi, að for-
menn heilbrigöismálaráða veröi
kvaddir til fundar nú fljótlega
eftir aö fjárlagaírv. veröur lagt
fyrir Alþ. Eitt af þeim málum,
sem tekið veröur fyrir á fundi rn.
meðformönnum heilbrigðismála-
ráða, er það, hvernig staðið verö-
ur að þeirri áætlun, sem hér um
ræðir. Enda þótt áætlun hafi ekki
verið gerö samkv. fyrri lögum, þá
verður að benda á aö I grg. þeirri,
sem hæstv. fyrrv. heilbrrh. lagði
fyrir Alþ. I ársbyrjun 1977, er
Magnús H. Magnússon
mjög Itarlega rakið hvaða stofn-
anir þurfi að byggja vegna heilsu-
gæslu og sem embættisbústaði
samkv. lögum. Þar var gerð itar-
leg greiri fyrir þvi, um hve mikið
verkefni hér væri að ræða. Hins
vegar hefur við gerö f járlaga ekki
veriö gerð áætlun lengra fram i
timann en til fjögurra ára og þá
fyrst og fremst áætlun um
greiðslustreymi til þeirra fram-
kvæmda, sem hafnar hafa verið,
og till. um aðrar framkvæmdir,
sem rn. ográðh.hafa talið aö ættu
aö hafa forgang. Rn. hefur á
hverjum tima sent fjárlaga- og
hagsýslustofnun áætlun slna
a.m.k. 2-3 ár fram i tímann, en
áætlunin hefur ekki verið birt. Nú
þegar ákvæöi eru komin inn í lög
um aö áætlun þessa eigi aö gera i
samráði við fjárlaga- og hag-
sýslustoínun, sé ég ekkert þvi til
fyrirstöðu, að undinn veröi aö þvi
bráður bugur að gera áætlunina
eins og lögin gera ráö fyrir og
endurskoða hana árlega og leggja
hana fram við gerð fjárl. A það
ber þó að líta, að það er ekki gert
ráð fyrir að þessi áætlun sé samþ.
af Alþ. og verður hún því á hverj-
um tíma að taka mið af gerö f jár-
lagafrv.
1 svari sínu við 5. spurn. sagði
ráðherra n.a.:
Við endurskoðun laga um heil-
brigöisþjónustu var tekiö tállit til
þess kostnaðar, sem sveitarfélög
bera vegna reksturs heilsugæslu-
stöðva, svo sem áður greinir og
um er rætt I 20. gr. laganna, þar
sem ráöh. er gert að skyldu að
setja gjaldskrá um greiðslu
sjúkrasamlaga fyrir rannsóknir
og meöferð veitta á heilsugæslu-
stöö. Um það, hvort væntanlegar
séu aörar ráðstafanir af hálfu
heilbrn. til að jafna þann aöstöðu-
mun sveitarfélaga, sem er varö-
andi greiðslu kostnaðar á rekstri
heilsugæslustööva, sem ekki eru
reknar i beinum tengslum við
sjúkrahús, þá er þvl til að svara,
að ráöstafanir, sem rn. telur
þurfa að gera, eru þær, að kostn-
aöur við heilsugæslustöðvar sé
ekki færður á sjúrkahúsrekstur-
inn þannig yfir á sjúkratrygg-
ingar, heldur sé gerö gangskör aö
þvi aö þær stofnanir, sem bæði
hýsa sjúkrahús og heilsugæslu-
stöð, verði aö skilja sundur rekst-
ur sinn þannig að eölilegur og
hæfilegur kostnaður af heilsu-
gæsluþjónustunni komi á sveitar-
félögin I sama mæli og þar sem
heilsugæslustöðvar eru reknar
sjálfstætt.
Enginnvafi erá þvi.aöþað hef-
ur verið tilhneiging hjá sumum
sveitarstjórnarmönnum til aö
minnka kostnaö heilsugæslunnar
á kostnað s júkrahúsanna. Hér tel
ég að rn. þurfi að fara i saumana
og kanna hvernig þvl verður best
við komið aö þessi kostnaöar-
skipting veröi eins og lögin gera
ráð fyrir. Hv. fyrirspyrjandi má
þvi vænta ráðstafana af hálfu rn.
sem aö þessu stefna. Auk þess
mun gjaldskráin, sem áöur getur
og gildi á að taka frá næstu ára-
mótum, létta talsveröum kostn-
aði af þeim sveitarfélögum sem
reka heilsugæslustöövar.