Tíminn - 01.12.1978, Blaðsíða 7

Tíminn - 01.12.1978, Blaðsíða 7
Föstudagur 1. desember 1978 miiitiBijii' Er betta ..hinn nvi ferski bvtur” — að halda sér stöðugt í sviðsljósinu? Kaflar úr þingræðu- um þingsályktun- artillögu um sérstakt gjald á veiðileyfi sem seld eru útlendingum Framsögumaöur fyrir þessari þingsályktunartillögu, háttvirt- ur þm. Arni Gunnarsson, gat þess f lok framsöguræöu sinnar, aöhannværi aö gangafrá frum- varpi og mundi leggja þaö frm á Alþingi einhvern næsta dag, um sama efni og felst I þessari tillögu, sem hann var þá aö tala fyrir og er hér mi til umræöu. Þessi þingsályktunartillaga er um þaö, aö fela hæstvirtri rikisstjórn aö láta semja frum- varp um ákveöin afmörkuö efnisatriöi. En um leiö og háttvirtur þm. talar fyrir þessari tillögu, getur hann þess, aö hann sé nú búinn aö vinna þetta verkefni. Hver er þá tilgangurinn meö þessum tillöguflutningi? Ég hef átt sæti hér á Alþingi i rúman áratug, en ég minnist þess ekki, aö á þeim tlma hafi veriö haföur í frammi slikur málatilbúnaöur og ég hygg aö lengi megi leita, til aö finna dæmi þess. Háttvirtir alþingismenn hafa tvo möguleika á aö flytja mál hér á hinu háa Alþingi i álykt- unarformi eöa frumvarpsformi. Sé máliö flókiö og vandasamt, viss atriöi sem þarf aö rannsaka, álitamál um hvernig aö málinu skuli standa til aö ná þeim markmiöum, er flutnings- maöur eöa flutningsmenn stefna aö, þá er aö jafnaöi ályktunarleiöin valin. Sé á hinn bóginn máliö einfalt er rökrétt aö setja máliö fram i frum- varpsformi. En aö flytja sama mál eftir báöum þessum leiöum, og þaö samtimis, hygg ég aö sé einsdæmi. Enda sé ég ekki annan tilgang meö þvf en þann aö reyna aö vera sem mest i sviösljósinu. En er þaö nú alveg einhlitt, aö í öllum tilfellum sé ávinningur aö þvi? Eöa hafa mál nú aö undanförnu þróast á þann veg, aö a.m.k. sumir hátt virtir þingmenn séu farnir aö trúa þvi, aö þaö sem skipti máli I stjórnmálabaráttu sé aö flytja nógu mörg mál, tala og skrifa nógu mikiö, hvaö sem innihald- inu liöur. — Er þetta „hinn nýi ferski þytur”, sem fer um þjóölif iö, og á aö sögn sumra aö þeyta I burtu öllum óhreinind- um út i hafsauga? Þessi þingsályktunartillaga gefur ekki tilefni til mikilla um- ræöna.Hún er um þaö eitt, aö Alþingi álykti aö fela rflcis- stjórninni aö undirbúa löggjöf um aö leggja áerstakt gjald á veiöileyfi, sem seld eru útlend- ingum til veiöa I islenskum lax- veiöiám. Og aö gjaldiö renni I rflcissjóö og skal fjármunanna, sem þannig aflast, variö til tilrauna meö fiskirækt I sjó og vötnum. Tillagan er um þaö eitt, aö gjald skuli lagt á veiöileyfi, þegar erlendir menn eiga I hlut, og svo til hvers eigi aö nota þá fjármuni, sem inn koma meö þessari fyrirhuguöu gjaldtöku. — En þvi ekki sömu reglur um silunginn f ám og vötnum, hvers á hann aö gjalda aö dæmast til aö veröa bráö erlendra manna? Ekki leyndi sér hvaö fyrir háttvirtum flutningsmönnum þessarar tillögu vakir meö henni, ef marka má framsögu- ræöu þá, sem háttvirtur fyrsti flutningsmaöur fíutti fyrir henni. — Þaö er ekki af umhyggju fyrir landeigendum, þaö kom berlega i ljós hjá háttvirtum framsögumanni, og hefur ef til vill engum komiö þaö á óvart. Umhyggjan var fyrir þeim Islendingum, sem þessa iþrótt stunda, veiöileyfin eru oröin ofdýrfyrir þá. Þaöveröur aö dómi þessara háttvirtu þing- manna aö gera veiöileyfin þaö ódýr, aö lslendingar geti hver sem er veitt sér þennan munaö, aö~veiöa lax. Framboö og eft- irspurn eiga ekki aö ráöa verö- inu á veiöileyfunum eins og á fjármagninu. Háttvirtur framsögumaöur talaöi um slæm gjaldeyrisskil vegna seldra veiöileyfa og nefndi tölur f þvi sambandi. Hann ræddi um, aö þörf væri á aöláta koma framhvaöaf þess- um gjaldeyrisé skilaö. Ég veit ekki betur en þaö sé hlutverk Seölabankans aö fylgjast meö öllum gjaldeyrisskilum, og ég held aö háttvirtur þingmaöur ætti aö benda Seölabankanum á þessar grunsemdir sem hann ber I brjósti og óska eftir betra eftirliti i þessum efnum. Stefán Valgeirsson alþingismaður Mér er mikil forvitni á aö vita hvernig háttvirtur flutn- ingsmaöur hyggst tryggja þaö, aö erlendir laxyeiöimenn veröi látnir borga hinn fyrirhugaöa skatt. Mér skilst aö þaö sé hugsaö þannig, aö ef Islending- ur kaupir veiöileyfiö, þá eigi hann aö fá þaö fyrir verulega minna verö, en ef erlendur maöur á i hlut. Og aö þessi verömunur hlýtur aö eiga aö vera verulegur, þar sem hann á aö sögn háttvirts framsögu- manns aö veröa til þess aö ásókn erlendra manna f laxár okkar minnki til muna frá þvi sem veriö hefur. Og hver á aö hafa á hendi sölu á veiöileyfum hér I framtföinni, svo þaö veröi öruggt aö enginn erlendur maöur komist i islenska laxveiöiá, nema hafa borgaö skattinn hans Arna? A ef til vill aö setja upp nýja stofnun, sem heföi meö aö gera sölu á öllum laxveiöileyfum i allar ár i landinu, sem einhver von er um aö iax gangi í. Og halda háttvirtir flutningsmenn, aö þó slik skipan komist á, aö öruggt yröi aö enginn erlendur maöur komist f lax, án þess aö borga skattinn? Eöa er á til vill veriö aö semja nýtt frumvarp um aö setja á stofn nýja sveit lögreglumanna, sem mundi ef tíl vill ganga undir nafninu Lax- veiöilögregla rikisins, og ætti þá aö hafa þaö verkefni aö fylgjast meö þvi aö enginn erlendur maöur renni fyrir lax nema hafa áöur borgaö skattinn. Nema þó aö von sé á einni þingsályktunartillögunni enn þess efnis aö öllum erlendum mönnum sé bannaö aö koma til Islands yfir laxveiöitimann, nema hann sýni viö komuna til landsins aö hann sé búinn aö kaupa laxveiöileyfi meö sérstökum skattstimpli. Sem sagt, aö á laxveiöitlmanum komist enginn erlendur maöur inn i landiö, nema hann sýndi laxveiöivegabréf. Ég sé ekki aörar leiöir færar, ef þessi bráösnjalla hugmynd á aö komast til framkvæmda. Annað hvort fjölmenna laxa- lögreglu eöa banna erlendum mönnum aögang aö landinu, nema þeim sem hafa lax- veiöivegabréf. Auövitaö eru báöar þessarleiöir áhugaverðar i meira lagi. Þvi engum getur dottiö I hug, og sist háttvirtum framsögu- manni, aö leiöa landa sina i þvillka freistni, aö skapa hver j- um sem er möguleika á aö kaupa veiöileyfi fyrir erlenda laxveiöimenn, vini sina aö nafn- inu til, og bjóöa þeim í laxveiöi, geta þannig veriö I laxveiöi sjálfir nokkra daga a.m.k. Fá siöan erlendan gjaldeyri fyrir ómakiö, sem engin leiö er aö gera grein fyrir og þvi ekki hægt aö skila I banka. Ef til vill er ekki sú stund langt undan, aö ýmsir landar okkar hafa mögu- leika á aö eyöa sumarfrii sinu i laxveiöar án þess aö aö kosti mikiö I krónum taliö. Væri þaö ekki snjallt og göfugt verkefni aö koma þvi I framkvæmd? Væri þaö undarlegt þó sú spurning sé farin aö gerast nokkuö áleitin, hvort háttvirtir alþingismenn, a.m.k. flestir þeirra, beri ekki meiri viröingu fyrir starfi sinu, sjálfum sér og ekki sist þessari stofnun, Alþingi tslendinga, en þaö aö eyöa tíma þingsins I umræöu um mál af þessu tagi? Björn Bergsteinn Christensen heitir hann og hann hefur veriö framkvæmdastjóri Sambands jóskra búnaöarfélaga siöan 1964 og er þaö enn. I dag er Björn sextugur. En þvi aö geta þess I islenskudagblaöi? Af þvl aö þaö er vel viðeigandi, hann er að hálfu Islendingur. Björnfæddist I Borgarnesi þann 16. nóvember 1918 en fluttist meö foreldrum sinum til Danmerkur fjögurra ára aö aldri. Móöir Björns hét Sigrlður Er- lendsdóttir, hún var frá Vik i Mýrdal en faðirinn danskur, þess vegna er Björn auövitaö danskur borgari þótt náin skyldmenni eigi hér á landi, m.a. eru þeir systkinasynir hann og Erlendur forstjórí SIS. Björnlauk prófi sem kandidat Ibúvisindum áriö 1943 og hefur siöan stundaö störf sem ráöu- nautur, skólastjóri búnaöar- skóla og ritstjóri landshluta- málgagns landbúnaöarins, og um siðastliöin 14 ár hefur hann gegnt framkvæmdastjórastarfi sam ba nds-búnaöar félag anna jósku og þar veriö oddviti stór- stigra framkvæmda og fram- fara á flestum sviöum landbún- aöarins. Hann hefur helgað landbún- aöinum alla krafta sina alit frá æskuskeiöi ogernú merkisbergi 77.000 bænda i 91 búnaöarfélagi um gjörvallt Jótland, ásamt fjölgreindum athöfnum ráöu- nautahópsins sem eru i tengsl- um, beint og óbeint, viö miö- stöövar félagsskaparins. Meöal stærstu hlutverka hans er forsjá hinna árlegu búfjár- Björn Bergstein Christensen viö hin nýreistu miklu musteri sambands jóskra búnaöarfélaga viö Arhus. sýninga, sem ætiö krefjast mik- ils undirbúnings og starfsliös, er telur hátt á annaö hundraö manns, kandidata, ráöunauta, og tæknifræöinga. Kerfun félagsskaparins og starfanna vekur eftirtekt vitt um lönd og langtimum saman er meginhlutverk Björns aö sinna heimsóknum útlendinga, er koma til Danmerkur til þess að kynna sér hiö trausta og þróttmikla félagsstarf, sem rómaö er langt út fyrir landa- mæri Danmerkur. Viöurkennt er aö aldrei hefur þróun þeirra efna verið örari en einmitt í for- sjá Björns. Ætt sinni og uppruna hefur Björn knýtt heiöurssveig með ævistarfi, sem enn á von- andi langan veg og bjartan i framsýn, og getum viö vel veriö þekkt fyrir aö beina bestu ósk- um til hálf-Islendingsins austan Atlantshafsins viö þessi tima- mörk á ævi hans. 16.nóv.l978 Gisli Kristjáiisson !■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■'

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.