Tíminn - 07.12.1978, Side 4
4
Jolablað 1978
leyti endurspeglar þessi saga
ástandiö, spennuna i loftinu,
sem gerBi þaö aö verkum aö i
sambandi viö svona mál þurfti
ekki aö segja sérlega mikiö”.
Barnalán Strobels
„Ég verö aö láta fljóta hér
meö furöulega sögu af Strobel.
Þeir heimsóttu hann einn dag-
inn, Gestapo og Hipo mennirnir
og höföu aö vonum ekki fyrir þvi
aö ber ja aö dyrum eöa gera vart
viö sig á annan hátt, en stóöu
skyndilega inni á eldhúsgólfi hjá
honum. Svo ólánlega vildi til aö
hann var þá meö stóran bunka
af leyniblööum hjá litvarpstæk-
inu i Ibúö sinni, sem komumenn
hlutu aö reka þegar augun I og
hann taldi allt glataö, enda var
gerö nákvæm leit i hverjum
krók og kima. En dóttir hans,
sjö ára gamalt barniö, sá strax
hvaöá feröum var, greip blaöa-
bunkann, stakk honun .undir,
kjólinn sinn og spuröi þessa
karla hvort hún mætti ekki fara
niöur aö leika sér. Þaö leyföu
þeir henni og þannig bjargaöi
hún fóöur sinum frá örlögum,
sem enginn veit hve ill heföu
' oröiö’.’
Heppni og óheppni.
„I þessu starfi var mikiö
komiö undir heppni. Ég minnist
eins félaga okkar, Jiann var
prentari og hét Kuster, var
ákaflega varkárogfór aldrei út,
þangaö sem vin var á boröum,
en á þvi flaskaöi margur.
Kúster átti bróöur, sem var
yfirlæknir viö sjúkrahúsiö á
Bispebjerg og einn dag finnur
hann hjá sér köllun til aö fara i
heimsókn til þessa bróöur sins
sem hann haföi þá ekki séö i
heilt ár. Þegar þangaö kemur
situr Gestapo fyrir á sjúkrahús-
inu, og haföi komiö I þeim er-
indagjöröum aö sækja bróöur-
inn. Bróöirinn haföi hins vegar
flúiö og var kominn til Svlþjóö-
ar, svo Gestapo greip Kúster i
staöinn, heldur en engan. Hann
var sendur i fangabúöir og náöi
sér aldrei eftir vistina þar.
Heföi hann komiö þarna svo
sem tiu mihútum siöar eöa fyrr,
heföi hann aö likindum sloppiö.
Viö félagarnir komum saman
á litlum og afskekktum veit-
ingastaö nokkrum viö Genners-
götu, svo sem einu sinni I viku
frá 4-6, þar sem viö fengum bjór
aö vild, en bjór var oröinn mun-
aöarvara á þessum tima. Staö-
inn rak gömul kona, sem haföi
einhverja hugmynd um hverjir
viö vorum, en spuröi litiö út i
þaö, heldur safnaöi bjór fyrir
okkur og treysti þvi aö öllu væri
óhættmeöoWcurog þá sem voru
á okkar vegum.
En einu sinni geröi ég skyssu.
Eg haföi rekist á mann I Ný-
höfninni, sem bar sig mjög upp
undanbjórleysinu.svo égákvaö
aö taka hann meö mér á þennan
veitingastaö. Gamla konan taldi
öllu óhætt og lauk upp öllum
skápum. Viö drukkum aö vild,
þar til maöurinn segir aö þetta
sé sannarlega paradis. Þá verö-
ur mér hugsaö aö nú hafi ég
hlaupiö á mig, aö koma svona
upp um staöinn. Þvi lagöi ég
mig fram um aö hella manninn
svo fullan aö hann mundi ekki
finna staöinn aftur og þaö tókst.
Hann fann hann aldrei aftur og
þráspuröi mig samt eftir hvar
hann heföi veriö meö mér
þennan dásamlega dag.
ALVEG NYTT
BERLIN-SOF ASETTIÐ
Gefur ýmsa möguleika. Þú ræður hvort þú hefur það sem
venjulegt sófasett, raðsett eða hornsófasett, þvi hægt er að fá
stólana án arma með einum eða tveimur örmum og horn,
þannig að þú ræður hvernig þú raðar þvi saman.
VERIÐ
VELKOMIN
Ofstæki
„Aö mörgu kynlegu hlaut
maöur aö komast um Dani á
þessum árum, ein eins og kunn-
ugt er eru þeir mjög friösamt
fólk. Þaö kom hins vegar fram
þarna, aö þeir gátu orðiö svo of-
stopafullir ogóövægirvegna t.d.
Hipo mannanna, aö ég varö
beinlinis hræddur viö þá. Þaö
kom meöal annars fyrir aö einn
Hipomannanna var hengdur
upp i ljósastaur og geltur um
miöjan dag.
Þaö var aö mörgu leyti léttir I
striöslok aö komast heim frá
þessu, þvl sumir af mönnunum
gátu hreint alls ekki hætt aö lifa
I þessu andrúmslofti, en voru
alltaf viö þaö bundnir. Þetta var
heimur þar sem rætt var saman
ádulmáli ogfingramáli. Þaöaö
brjóta eldspytu táknaöi til dæm-
is aö sá væri i hættu, sem rætt
var um þá stundina eöa aö hann
skyldi settur úr leik. Ég minnist
einsmanns sem var þarna i Ný-
höfninniograk nokkra vörubila,
meö viöskiptum viö Þjóöverja.
Slikir menn voru kallaöir
„Værne-mager”, og voru ekki
vinsælir, frekar en aörir sem
högnuöust á þessu ástandi.
Þessi maöur var á fimmtugs-
aldri og nú var ákveöiö aö binda
enda á starfsemi hans og eyöi-
leggja fyrirtæki hans.
Deginum áöur en til skarar
skyldilátiö skriöa, fórum viö til
hans, ég og kona kunningja
mins eins, og sögöum honum frá
aö hann mætti eiga von á aö hitt
og annaö kynni aö henda hann,
en hann var alls óhræddur.
Hann kvaöst tvisvar hafa lent I
sjávarháska og komist einn af,
hrapaö I fjöllum og þvi um líkt
og lét sem ekkert væri. Svo var
þaö daginn eftir aö öllum hans
bilum var rænt og þeim steypt I
höfnina, ásamt ýmsum hlutum
sem þessu heyröu til.
Þetta var aö degi til og aö
sumarlagi og maöurinn haföi
fariö til Noiöur-Sjálands þenn-
an dag, á baöströnd sem þar
var. Þá vill ekki betur eöa verr
til en svo.aö hann dettur af
bretti, þar sem hann ætlar aö
hlaupa I sjóinn, og hálsbrýtur
sig, hvorki meira né minna.
Þannig frétti hann aldrei af her-
virkinu á bilunum. En ekkjan
mátti horfa upp á þetta allt og
taka viö tilkynningunni um lát
hans. Af þessu held ég aö þaö
sjáist aö ekki borgar sig aö
stæra sig mikiö.”
Kamban hefði átt að
fara með þeim
„1 sambandi viö þetta ofstæki
sem sumir voru haldnir, dettur
manni auövitaö i hug Guömund-
ur Kamban og afdrif hans. Ég
hitti I sumar I Kaupmannahöfn
sjíkiarvott aö þvi þegar hann
var drepinn.
Um þessar mundir var þeim
mönnum safnaö saman, sem
einhver grunur lék á aö heföu
haft samskipti viö Þjóöverjana,
og ég tek fram aö ekki þurfti
meira til en aö einhverntima
heföi sést til manns sitia aö
kampavinsflösku meö einhverj-
um Þjóöverja. Þaö var alveg
nóg. Mönnum var safnaö saman
ávörubila ogekiö um göturnar
og á þaö var ósköp aö horfa, þvi
þaö var æpt aö þeim og grýtt i
þá grjótieöarusli.Þeir komu aö
Kamban á heimili hansogsögöu
honum aö koma meö sér, en
hann hefur auövitaö ekki viljaö
fara á vörubilinn, svona stoítur
maöur, og tregöaöist þvi viö. Þá
skutu þeir hann, en ég efast ym
aö þaö hafi veriö ætlun þeirra,
aö þeir hafi fremur ætlaö aö
særa hann. Meö suma þessa
menn var. fariö I kjallarann á
Charlotteiiborg og þaöan sluppu
flestir fljótlega út aftur. Heföi
Kamban látiö sig hafa þaö aö
fara meö þeim, heföi varla neitt
hent hann frekar.”
Oft munaði mjóu
„Oft munaöi mjóu aö viö
hlypum á okkur. Ég minnist
þess til dæmis,aö eitt sinn sat ég
á veitingahúsi i Nýhöfninni, og
vék sér þá aö okkur maöur, sem
var hinn kumpánlegasti, spuröi
hvort ekki mætti gefa okkur
bjórog þess slags. Auövitaö þág-
um viö þaö. Maöurinnsettist hjá
okkur og byrjaöi þegar aö fara
niörandi oröum um Þjóöverja
og sverta þá á alla lund. En þá
varö mér litiö á afgreiöslustúlk-
una þarna, sem fylgdist meö
þessu og þekkti föstu gestina
þarna, ogsé aö hún sendir mér
þetta voöalega augnaráö, sem
auövitaö þýddi, aö þessi væri
ókunnur og ég ætti aö gæta min
á þessum manni. Sem betur fór
geröi ég þaö lika, því seinna
komiljósaö þetta varútsendari
Gestapo.
Mér er lika i minni skáldiö
Otto Gjelsted. Hann fór stund-
um á túr og þar meö var ekkert
striö lengur til i hans augum.
Eitt sinn kom hann til konu
minnar, þegar ég var úti aö
dreifa blööum. Konanmfn segir
honum hvaö ég sé aö gera og
hefur hann þá engin orö um, en
hringir heim til Ellen Kirk syst-
urHans Kirk, sem þá var i fel-
um, þekktur rithöfundur og
blaöamaður hjá Land og Folk.
Þegar hún svarar i simann,
spyr hún Gjelsted þegar, hvar
hann sé niöur kominn og hann
segist vera hjá Ölafssyni i
Nyhafn 63, — (hann var alltaf
svo nákvæmur) — og bætir siö-
an viö: „Olafsson er ude aö
hænge kommunistiske plakater
op”.Þetta haföi núgetaödregiö
slóöa á eftir sér þar sem Þjóö-
verjar vildu mikiö gefa fyrir aö
náKirkoghafa vafalaust hleraö
simaiin. Viökomum honum loks
til Svlþjóöar, þótt hann v$eri
annars ekki pólitiskur maöur,
enhann geröi kvæöi og visur um
Hitler og Þjóöverja og gat
veriö hættulegur. Ég man aö
eitt sinn vár ég aö fylgja honum
heim og á Kóngsins Nýjatorgi
voru þá Þjóöverjar meö horna-
blástur. Hann stoppaöi einn af
þeim og byrjaöi aö syngja Inter-
nationalinn. En hann var dálit-
iö laglaus og þvi gátu þeir ekki
heyrt aö þaö væri þejta lag.
Þegar Gjelsted sér aö þetta
dugar ekki, tekur hann þaö ráö
aö gera rómverskamerkiö, aö
snúa þumalfingri niöur. Siöan
slær hann saman hælum og seg-
ir á þýsku, en hann var mikill
málamaöur og talaöi meöal
annars grisku: „Mitleid” (Ég
vorkenni ykkur) Og þetta skiidi
Þjóöverjinn auövitaö og spyr
hvers vegna. — „Warum?”
„Das werden Sie spáter
verstehen lernen können”,
svarar Gelsted og arkar burt, en
sá þýski góndi á eftir honum.”
Ómissandi fyrir visind-
in.
„Annar eftirminnilegur vinur
minn var Glavin, mjög fær
efnafræðingur, sem settur haföi
veriö inn 1940, en sleppt
skömmu siöar og þá fenginn
passi upp á aö hann væri ómiss-
andi fyrir visindin. Glavin þessi
bjó til pakkningarsprengiefni
fyrir BOBA, þá deild and-
spyrnuhreyfingarinnar, sem sá
um skemmdarverkastarfsem-
ina m.a. vegna „Riffelsyndi-
katet”. Hann framleiddi
sprengiefnið á rannsóknarstof-
unni, þar sem hannvann, en þaö
var á Bioteknisk
Kemi-laboratori, skammt frá
Jóns Sigurössonar húsinu. Ég
haföi varla neina hugmynd um
hvaö hann var aö fást viö, aö
ööru leyö en þvi aö eitt sinn
varö slys þarna hjá honum, I
sambandi viö sprengiefni. EÍn
Glavin var afar slyngur maöur,
bæöi málamaöur og þannig
geröur aö menn trúöu gjarna
þvisem hann sagöi, svo ekki dró
þetta neinn slóöa á eftir sér.”
BOBA
„Eins og ég sagöi var BOBA
sú deild sem sá um alla
skemmdarverkastarfsemi en I
henni tók ég engan þátt. Meöal
þeir ra vorumargir ágætir menn
svo sem Folmer Bentsson. Hann
afrekaöi þaö aö koma öllum
dönskum dráttarbátum til Svi-
þjóöar svo ekki var hægt aö
snúa viö skipum I höfninni, og
þeim tókst lika aö sökkva
skipum skammt frá brúnni og
loka höfninni þannig um tima.
Ég minnist Jæss þegar þeim
tókst aö sprengja upp svo-
Framhald á 19. siöu.
SMIDJUVEGI6 SÍMI44544