Tíminn - 07.12.1978, Page 12

Tíminn - 07.12.1978, Page 12
12 Jólablað 1978 Hvernig var þjóðlífið fyrir 50 árum? Mannf jöldi i landinu var þá um 108 jíúsund manns/ þ.e. tæpur helmingur þess sem nú er. Vegir voru ófullkomnir og mörg vötn.stór og smá;óbrúuð. Bifreiðar i land- inu þá tæplega 600 en eru nú 70-80 þúsund# svo að á 50 árum hefur fjöldi bifreiða a.m.k. 120 faldast. Strandferðir skipa voru strjálar. Islendingar áttu þá enga flugvél, en um þær mundir voru gerðar til- raunir með innanlandsflug á tveimur litlum flug- vélum/ er teknar voru á leigu frá Þýskalandi. Þá var samt farið að undirbúa aiþingishátíð er halda skyldi á Þingvöllum og bjartsýni var almenn um framtíð lands og þjóðar. Alþingistíöindi frá árinu 1928 eru þykkar bækur er sýna að þjóðmálaumræð- ur voru miklar. Það þótti nokkrum tíðindum sæta hér d landi á árinu. 1928, aö þá var ráðist í þaö aö reisa héraösskóla á Laugarvatni. Og var það nokkuö á dagskrá hjá stjórnmálamönnum. Sunn- lendingar höfðu þá um skeið rætt um það og keppt að þvi marki að koma á slikum skóla og koma ýmsir menn þar við sögu. Hjónin á Laugarvatni, Böðvar hreppstjóri MagnUsson og kona hans Ingunn Magnús- dóttir tókuaf skarið um staðar- val með þvi að leggja fram til skólaseturs hina fallegu og gæðariku jörð, Laugarvatn. Jónas Jónsson þáverandi dóms- kirkju- og kennslumála- ráöherra beitti sér eindregiö fyrir stofnun skólans. Hann var sem ráðherra að hrinda I fram- kvæmd hugsjónamáli. Hann • hafði m.a. 15 árum fyrr ritað i Skinfaxa um það.að i nokkrum héruðum landsins ætti aö stofna skóla sem hann nefndi þá þjóð- skóla. Takmark slikra skóla ætti einkum að vera aö vekja til lifsþaðdáömagnsem er I æsku- mönnum og fá þeim vopn I hendur i lífsbaráttuna og kunn- áttu til að beita þeim. Séra Jakob Ó. Lárusson var fyrsti skólastjóri héraðsskólans á Laugarvatni en gegndi þvi starfi einungis eitt ár. Hann hafði einnig alllöngu áður en hann varö skólastjóri ritað um þaö.að á Islandi þyrfti aö reisa lýðháskóla i hverjum lands- fjóröungi. I þeirri grein sagði hann m.a.: Ég hugsa mér skól- ana sem sameiginleg heimili æskulýösins, uppsprettu sannr- ar menntunar. Ég hugsa mér skólana sem græöireit sam- eiginlegra áhugamála æsku- lýðsins. Unga fólkiö ætti þar aö fá trú á landið og áhuga fyrir framtið þess og þjóðarinnar. Og ættjarðarástin ætti að gróöur- setja i hugskoti hvers nemanda jafnhliöa þeim nýgræöingi er hann sjálfur gróöursetti. Þegar Laugarvatnsskóli var stofnaöur var ég á unglings- aldri, átti þá eins og æ siöan heimili á Hnappavöllum I öræfasveit. Ég réðst i það sumariö 1928 að sækja um skólavist i hinni nýju mennta- stofnun og fékk góö svör við þeirri málaleitun. Um haustið kom aö þvi aö ég yrði að takast á hendur ferö að heiman suður aö Laugarvatni. Um þessar mundir var póstur fluttur um Skaftafellssýslur landveg á hestum. Póstleiöin skiptist á Prestbakka á Siöu þannig,aö annar pósturinn fór þaðan austur aö Hólum I Hornafiröi en hinn suður aö Garðsauka I Hvol- hreppi.Sá dagur kom um haust- ið, aö ég tóktraustanhest heima á Hnappavölium, lagði upp í langferð og hafði aö fylgdar- manni póstinn.sem kom austan úr Hornafirði og átti leið út á Siöu. Póstur að þessu sinni var Þorlákur Þorláksson sem annaöist póstflutninginn fyrir Héraðsskólinn að Laugarvatni: aður fyrir fimmtíu árum. I greininni segir Páll frá því er skólinn var stofn- hönd Hannesar á Núpsstað. A fyrsta degi feröar minnar var farið að Skaftafelli. Annan dag- inn fórum viö útyfir Skeiðarár- sandað Kálfafelli í Fljótshverfi. Þar frétti ég að hinn reyndi ferðamaður Helgi Bjarnason á Núpum ætlaöi daginn eftir að leggja á stað i ferð til Vikur. Þótti mér mikið happ að fá aö verða honum samferða. A Núpum skildu leiöir okkar Þor- láks pósts,en stundu siöar hófst ferö okkar Helga. Þann dag á þriðja degi ferðar minnar, lá leiðin aö Hrifunesi i Skaftár- tungu. A fjórða degi fór ég þaðan yfir Mýrdalssand til Vik- ur. Þá varHelgi á Núpum kom- inn á leiðarenda en leiö min var ekki nærri hálfnuð. A fimmta . degi ferðarinnar lagði ég upp frá Vik og fékk samfylgd úr Mýrdal að Hrútafelli. Þegar ég nálgaðist Seljaland siðla dags, hittiégriöandimann sem ætlaði til Reykjavikur. Hann var kunnugur á þessum slóðum og valdi okkur gististað i Hamra- göröum. Þaðan var lagt á staö árla morguns til Fljótshliöar. Þegar viö komum að Teigi var þar fólksbill albúinn til Reykja- vikurferöar. Ég varö farþegi I bilnum ásamt fleirum en samdi um það I Teigi að hesti minum yrði komiö i veg fyrir Siöupóst og hann fenginn til að hafa hest- inn með sér i næstu ferð austur frá Garösauka. Að kvöldi þessa dags kom ég til Reykjavikur i fyrsta sinn á ævinni og hafði þá feröast samfellt sex daga. Þá átti ég enn eftir að fara allt að 100 km austur að Laugarvatni. Ég komst i fólksbil frá Reykja- vik að Svinavatni i Grimsnesi. Siðasta spölinn þaðan fékk ég sæti i vörubil er var á leið til Laugarvatnsskóla. Laugarvatnsskóli var settur I fyrsta sinn 1. nóvember 1928. Allmörgum mönnum bæði úr Reykjavik og af Suöurlandi hafti verið boðiö til skóla- setningar. Veður var hiö versta um morguninn og komu þvi miklu færri en ella. Þó munu hafa veriö viöstaddir skólasetn- ingu um 150 manns. Athöfnin hófst með söng og ræðu er Böövar Magnússon ( formaður skólanefndar flutti. Þvi næst setti skólastjóri skólann meö ræðu. Að þvi búnu töluöu Magnús Torfason sýslumaður, Jörundur Brynjólfsson alþingis- maður, Aöalsteinn Sigmunds- son skólastjóri og Gisli bóndi á Reykjum I Hraungeröishreppi. Lýstu allar ræöurnar eindregn- um hlýhug til skólans og fógn- uðu yfir þvi aö skólamáliö á Suðurlandi væri nú til lykta leitt. A milli ræðanna voru sungin ættjarðarljóð. Jónas Jónsson dóms- kirkju- og kennslumálaráðherra haföi sem fleiri ætlað að vera viö- staddur skólasetninguæn veöur hamlaöi ferðalagi yfir Hellis- heiði daginn.sem skólinn var settur. Hann bætti það upp með myndarbrag skömmu siðar. Nvjar menntir minna af pi Hinn 6. nóvember að kvöldi komu nokkrar bifreiðar úr Reykjavík heim I hlað á Laugarvatni og voru þar far- þegar um 30 menn frá Reykja- vik. Gistu þeir i skólanum um nóttina. Hinn 7. nóvember hófst hin eiginlega vigsla skólans. Var þá fyrst sungiö kvæði eftir Þorstein skáld Gíslason. Þá flutti ráðherra ræðu um skólann , þar sem hann m.a. skýrði frá ýmsum fyrirætlunum um fram- tið hans. Guðjón Samúelsson húsameistari sýndi uppdrætti af skólahúsinu og skýröi þá. Auk þeirra fluttu ræður Guðmundur Björnsson landlæknir, Guö- mundur Finnbogason lands- bókavörður, Asgeir Asgeirsson fræðslumálastjóri, Magnús Kjaran stórkaupmaður og Guð- brandur Magnússon forstjóri. Formaður skólanefndar og skólastjóri þökkuðu gestum komuna. Að lokum voru sungin ættjarðarljóö. Allmargt manna úr nágrenni skólans sótti sam- komu þessa. Fóru gestirnir siðan heim aftur aö kvöldi. - Páll Þorsteinsson á Hnappa- völlum segir hér frá stofn- un héraðs- skóians á Laugarvatni fyrir fimmtíu árum 0 Páll Þorsteinsson, fyrrver- andi alþingismaöur Dr. Guömundur Finnbogason sagði i ræöu sinni á Laugarvatni m.a.: ,,Þeir sem nú á timum hafa mest áhrif á hugsunarhátt einstaklingsins eru ef til vili ekki þeir sern hann umgengst mest að likamlegum návistum. Þaö geta verið menn sem hann hefir aldrei séö eða eru dauöir fyrir löngu. Og maður sem hefir litil áhrif á þá sem næstir hon- um búa, getur stundum veriö voldugur maður langt i burtu — með ritum sinum. En af þessu viðtæka sálufélagifiem lestur og skrift leiða til, stafa hættur sem vert er að gera sér ljósar. Það eru sömu hættur sem talaö er um aö séu i stórborgunum, hætturnar sem stafa af þvi aö misjafn sauður er i mörgu fé, hættur af vondum félagsskap. Sá sem ekki kann greinarmun góðs og ills eða hallast þangað, er siður skyldi,getur i stórborg- inni farið verr en i fásinninu. Hættan af lestrarkunnáttunni er sú, að hún setur lesandahn jafn auðveldlega i samband við það sem versterog viðþað sem best er i heimi bókmenntanna. Eina ráöiðsem hugsanlegt er að dugi, hvort heldur er til að varna þvi aö menn fari i hundana i stór- borginni eða i bókmenntunum ér að gera þá næma fyrir mis- mun góðs og ills, kenna þeim aö greinahollt frá óhollu^agurt frá ljótu,satt frá lognu. Hér er hið mikla hlutverk skólanna að kenna mönnum að lesa sér til gagns og þar með að velja sér andlegan félagsskap.” Guðmundur Björnsson land- læknir sagði i ræöu sinni m.a.: „011 skólamál eru heilbrigðis- mál,þvl unglingaskólarnir eiga að verða gróðrarstöð fyrir likamlega og andlega hreysti og heilbrigði hverrar uppvaxandi kynslóðar... Unglingaskólarnir i sveitum hljóta að vera og verða Yfirlitsmynd frá Laugarvatni: Nú er þar ööru visi útlits en þegar héraösskólinn var stofnaöur

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.