Tíminn - 07.12.1978, Page 19

Tíminn - 07.12.1978, Page 19
Jólablað 1978 19 Den som gemmer Framhald af 41 siðu. kaDaða Löngubril. Þetta haföi lengi verið ráðgert, en vandinn var sá aö ekki færust neinir, þegar sprengingin yrði, sem ætlaö var að eyðileggja vindu- mótorinn. Loks var brugðið á það ráð að láta vörubil staönæm ast við annan brúarendann og var billinn hlaðinn sprengiefni. Þegar hann hefði staðnæmst skyldi láta lita svo út sem um bilun væri að ræða bilstjórinn átti að gæta undir vélarhlffina og kveikja i sprengiefninu um leiö. GjaUarhomum hafði verið komið upp og átti um þau að að- vara fólkaö halda sig frá brúnni sem fólk átti mikið leið um. Brúin var rækilega vöktuð af Þjóðverjum við báða enda. En ekki vildi nú betur til en svo i þetta skipti/að þýskir hermenn komu að og vildu hjálpa bil- stjóranum og ýttu þeir bilnum yfir brúna, þannig að aldrei gafst færi á að kveikja I tundrina Siðar tókst þetta loks með þvi að láta gamla jára- brautarlest stoppa þarna og kostaöi það þá tvö mannslif. Þetta mátti þó kalla billega sloppið á við það, þegar Eng- lendingar sprengdu aðalstöðvar Gestapo i Shell-húsinu. Það sá ég, en ég var þá á gangi á Ráð- hústorginu. Þeir komu á feikna- hraða yfir járnbrautarstööina og köstuöu sprengjunum þannig á Shellhúsið að þær flugu á ská inn i mitt hús en á efstu hæö geymdu Þjóöverjar nefnilega ýmsa fanga sina. Þetta tókst svo aö margir Þjóðverjar biðu bana en fangarnir sluppu. Ein ensku flugvélanna rakst hins vegar á rafmagnsstaur og tókst ekki betur til en svo aðhún lenti á barnqskóla á Friöriksbergi og drap 160 börn að mig minnir.” Allsherjarverkfallið „1943 var gert allsherjarverk- fall f Kaupmannahöfn. Allt stöðvaðistrgas, rafmagn, vatns- veitan, — þaö var ekki hægt að komast leiöar sinnar f þessari stóru borg, svo menn geta I- myndaö sér hvernig ástandiö var. Þetta verkfall stóð I viku. En vandinn var bara sá að ekk- ert var það að koma verkfallinu á, á móts við þann vanda sem þaö var aö leysa þaö aftur. Þjóöverjar voru orðnir svo reiöir út af þessu að þeir hugðu á hefndaraögeröir, þannig aö ef verkamenn hygðust fara til vinnu þá átti bara að stoppa þá. Til þess að leysa verkfallið á þann hátt, að það gæti farið friösamlega fram þá komu leyniblöðin aö góðu gagni.” Geymt handa kettinum „Já, þú spyrö hvar þessi leyniblöð hafi verið prentuö Auövitaö voru þau prentuö nokkuö viðaoghöfðumörg nöfn. En ég kann skemmtilega sögu sem tengist þessu. Svo var mál með vexti að tengdafaöir minn frá fýrra hjónabandi var tó- baksgrósseri og átti villu i Hellerup. Hann var mér einkar riflegur á marga hluti.þar á meöal vindla.sem kom sér vel þegar tekið var aö skammta slikar vik-ur. Þegar frá leiö tók hann samt að spara þessa hluti og svo var komiö að þessa vindla og betra reyktóbak fékk ég ekki nema ég kæmi að heim- sækjahann.Hann átti líka vin- kjallara, þar á meðal mörg gömul og fin vin, og var nokkurs konar safnari á þetta og hélt I þetta. Eitt sinn var ég staddur hjá honum og segi þá við hann: „Den som gemmer til natten, gemmer til katten.” Þessi málsháttur er lfklega o röinn til I sambandi viö mat sem hengdur er út og þvi um likt. En svo var mál meö vexti aö mágur minn haföi prentsmiöju þarna i kjallaranum á villunni, þar sem hann prentaöi leyniblöö/ þótt mér væri alveg ókunnugt um þaö þá. Hins vegar komust Þjóöverjar aö þvi einn daginn og komu I stórum bil, til þess aö uppræta þessa starfsemi sem vænta má. Tengdafaðir minn var þá ekki heima. Hins vegar vildi svo vel til aö þeir fóru húsavillt, fóru fyrst i næstu götu og þangaö sá mágur minn til þeirra og gat foröaö sér til Svi- þjóöar. En Þjóöverjarnir áttuðu sigskjótt á mistökunum og þar sem fuglinn var floginn þegar þeir komu tóku þeir villuna her- skildi.settust þar að og drukku allt hið góða vin tengdaföður mins og reyktu alla hans vindla. Mátti segja ab þarna sannaöist þetta máltæki sem ég gat um, — „Den som gemmer til natten gemmer til katten.” Leiðinlegar og slæmar manneskjur „Meöan Þjóðverjar höföust viö þarna i húsinu var auövitaö tilgangur þeirra að hremma einhverja sem kæmu að sækja leyniblá og reyndar tókst þeim aö ná i tvo eða þrjá. Ekki er gott aö segja eftir hvaba leiöum þeir höfbu upp á andspyrnufólki, en oft áttu leiðinlegar og slæmar mannesk jur þar hlut að máli og ég minnist úrsmiðs nokkurs, sem ég átti skipti við. Ég hafði fariö til hans með vekjara- klukku sem ég átti.forlátagrip, og bað hann aö gera við hana fyrir mig. En þegar ég kem aö ná I klukkuna, kemur á daginn að hann hefur notað úr henni innvolsiö til annarra þarfa við smiðar sinar. Auðvitað var ég ekki sáttur á þetta og ætlaöi að fára að mótmæla en þá hótar þessi úrsmiöur mér Gestapo# hefur vitaö eitthvaö um blöðin sem ég dreifði svo ég varð að láta allt múöur niöur falla.” óvæntir endurfundir , J>aö var á þessum árum að Þjóðverjar og hjálparkokkar þeirra lögðu i rúst hús nokkurt i grennd við mig/ sem var eitt elsta ef ekki elsta húsiö á Ný- höfninni. Þeir höfðu átt i ein- hverjum útistöðum þarna, lik- ega veriö skotiö á móti þeim og þá var ekki aö sökum aö spyrja. Þennan eftirmiödag var húsið sprengt I loft upp. Svo var hins vegar mál meö vexti að yfir dyrum þessa gamla húss var afar fögur og sérkennileg mynd af lambi sem bar fyrir sér fána. Lambið var gyllt og á bláum grunni. Um kvöldiö fór ég út í þeim tilgangi aö vita hvort ég gæti bjargaö þessari merkilegu mynd og ég hafði uppi á brotunum og byr ja aö tina þau saman. Hipo menn voru aö voka I kring um húsið af einhverjum öryggisástæöum og ég fór auövitaö að öllu með mestu gát. Þá kemur til min granni minn sem hét Einar og fer aö forvitnast um hvað ég sé að gera. Aöur en ég get svaraö nokkru fellur á okkur ljós frá luktum Hipo-mannanna og um leið dynjandi skothrið. Skipti engum togum að þeir hæfðu Einar i magann og dó hann þarna. Sjálfur fékk ég skotist i skjól. Þetta var geysilegt áfall ogógleymanlegt og rifjaðist upp á furðulegan hátt áriö 1960 þeg- ar ég var á ferð i Kaupmanna- höfn: Ég hafði tekið mér leigubil og aö venju minni settist ég f fram- sætið hjá bilstjóranum. Þetta var fulloröinn maður og skyndi- lega snýr hann sér að mér og kveöst kannast viö andlitiö á mér. Ég varð hissa og kvaðst ekki þekkja hann, en vegna starfs mins er ég mjög minnis- góður á andlit. Ég hrökk við þegarhannminnti migá atvikiö við rústirnar þetta löngu liðna kvöld. Hér var þá kominn einn Hipo-mannanna,haföi auðvitað setiö inni i nokkur ár en virtist siður en svo iörandi, — helst heyrðist mér hann hreykinn af öllu saman. Ég felldi þegar þettatalbaöhannaöstoppa bil- inn og sté út. Nei, þeir hafa ekk- ert lært og engu gleymt, þessir menn. En ég fáck bjargað myndinni, þótt ekki viti ég hvar hún er nú niðurkomin, sjálfsagt á ein- hverju safni. Þeir hafa endur- byggt þetta hús nú og mynd af gylltu lambi er þar yfir dyrum en þaö er ekki sama myndin.” Þegar Þjóðverjar komu mér til bjargar „Einu sinni komu Þjóöverjar^ mér til bjargar, svo ótrúlegt sem þaö kann aö viröast. Ég haföi tekiö aö mér aö halda erindi um myndlist viö Fredriksholmskanalen þar sem Stúdentafélagið i Kaupmannahöfn haföi fyrir- lestrarsal en ég átti aö tala áfundiþess um þetta efni. Liður nú og biöur og þegar næi dregur hinummikla degifór ég aö ger- ast órólegunenda ekki vanur að tala fyrir áheyrendum og átti von á að þarna yröu um eitt til tvö þúsund manns. Ég fór til Otto Gjelsted,sem skrifaöi um myndlist I Land og Folk, og baö hann að leggja mér liö. En hann vildi ekkert fyrir mig gera og sagði aö úr þvi ég hefði tekið þetta aö mér, þá skyldi ég bara spjara mig. Mér datthelst i hug að halda þarna erindi blaöa- laust, taldi ég gæti flotib á sliku spjalli en óhugur var i mér. Að kvöldi dagsins, þegar ég skyldisvohalda töluna, klukkan var um það bil sex,kemur þá ekki ströng forordning frá Þjóð- verjum um aö allar samkomur séu harðbannaöar frá og með þessum degiogmönnum hvergi heimilt að safnast saman fleiri en tveir eöa þrir I einu. Mikiö varð ég feginn og svei mér ef ég hugsaöi ekki hlýtt til þeirra þetta eina skipti.” Að skipta um hlutverk „ Jæja, ég hef látiö þessar sög- ur flakka svona eins og þær koma upp i hugann. Þetta er sjálfsagt orðiö eins ogheill reyf- ari en það er lika margs að minnast og margt ótaliö, sem heföi kannski flotiö með, ef þú hefðir komiö 1 gær eða á morg- un. Og þá heföi eitthvaö af þvi sem ég sagði þér núna orðiö út- undan. Þaögengur svona, þegar menn taka spjall saman. Ég varð til dæmis áhorfandi aö þvi þegar þeir voru ab skipa út Gyðingum frá Danmörku og flytja þá til Þýskalands. Meðal þeirra var móöir Tegsier, upp- lesarans, gömul kona þá. Það mætti lengi halda áfram. En eins og ég sagði áður þá var gott aö komast heim úr þessu andrúmslofti þvi sumir minna gömlu kunningja áttu eiginlega aldrei gott meö að hætta aölifa þessulifijosa sigút úr allri þessari spennu. Sumir voru reyndar baráttumenn I eölinu og eins og einn vina minna, Glavin, sagöi eftir striðið: ,,Nú byrjar þaö fyrst fyriralvöru,”oghverveit nema hann hafi haft nokkuö rétt fyrir sér. Hann er einn þessara manna sem aldrei láta neitt mannlegt sér óviðkomandi og hefur ekki látiö sig muna um aö vera i fremstu viglinu I barátt- unni gegn Vietnam-striðinu og á hverjum þeim vettvangi þar sem frelsi og mannleg reisn á i vök að verjast. Og þab td ég að sé öfundsvert hlutskipti.” Jólaljós Enn fagnar heimur helgri nótt, á himni stjörnur skina rótt, og kertaljósin lýsa húm á litlum kveik viö barnsins rúm. Og þjáöir gleyma þraut og sorg viö þrönga jötu i Davlðs borg, og eygja bjarma enn af von: — þar er hann fæddur, Mannsins son. Þar öðlast þrá vor mál og mátt og mynd sú tiö er nálgast brátt, og tign þaö líf sem lægst er virt, og leit vor mark, I skuggsjá birt. Þvi hann sem braut ei brákaö strá, hann brýtur fjötra og virki há og gerir frelsiö lýöum ljóst og leggur elsku þeim i brjóst. Og þótt hans biöi þyrnikrans, og þeirra er ganga i fótspor hans, og sálir nisti hörmung hörö, hans hugsjón mun þó sigra á jörö. 0, blessaö ljós, svo löngu slökkt, þú lifir meöan hjarta klökkt af himintrú á heiminn slær: og heimsljós öll þú gerir skær. Þorsteinn Valdimarsson. óskar viðskiptavinum sinum svo og landsmönnum öllum liðnum árum

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.