Tíminn - 08.12.1978, Blaðsíða 6
6
Föstudagur 8. desember 1978
r
Ctgefandi Framsóknarflokkurinn
Framkvæmdastjóri: Kristinn Finnbogason. Ritstjórar:
Þórarinn Þórarinsson og Jón Sigurðsson. Auglýsinga-
stjóri: Steingrimur Gislason. Ritstjórnarskrifstofur,
framkvæmdastjórn og augiýsingar Slðumiila 15. Sfmi
86300. — Kvöldsimar blaðamanna: 86562, 86495. Eftir kl.
20.00: 86387. Verð i lausasölu kr. 125.00. Askriftargjald kr.
2.500.00 á mánuði.
Blaðaprent
ERLENT YFIRL1T
Hvers vegna vígbúast
Rússar af slíku kappi?
Vinur er sá er til
vamms segir
Áratugum saman hefur hreyfing islenskra laun-
þega goldið flokkspólitiskrar valdastreitu meðal
forystuliðsins. Nefna mætti fjölmörg dæmi þess að
flokkslegir hagsmunir hafi verið teknir fram yfir
raunverulegan hag alþýðunnar sjálfrar.
Allan þennan tima hefur verið reynt, — og allt of
oft með árangri, — að beita verkalýðshreyfingunni
fyrir flokkspólitiska vagna. Sumum stjórnmála-
mönnum hefur þótt fint að skreyta sig með heitinu
„verkalýðssinni” á kostnað launafólksins sjálfs, og
undarlegir stjórnmálaflokkar þykjast vera
„verkalýðsflokkar” meira að segja.
Ef til vill hefur þessi misnotkun, þessi valda-
streita og þessi uppskafningsháttur aldrei verið
greinilegri en einmitt á þvi ári sem nú er að renna
sitt siðasta skeið. Vafalaust er það rétt, að margir
forystumenn verkalýðshreyfingarinnar hafa fengið
að læra þungbæra lexiu nú á siðustu mánuðum, og
er aðeins sanngirni að viðurkenna það.
En munurinn i málflutningi og viðbrögðum þess-
ara manna við sambærilegum efnahagsaðgerðum
annars vegar á fyrra hluta ársins, hins vegar nú um
þessar mundir, er svo mikill að hann stingur i augu.
Hann er einfaldlega of greinilegur til þess að unnt sé
að leiða hann hjá sér jafnvel þótt menn væru allir af
vilja gerðir.
Ýmislegt bendir til þess að fjöldamörgum laun-
þegum sé nóg boðið. Þannig hefur nú nýlega komið
fram tillaga i einu virðulegasta og sögurikasta
launþegafélagi landsins um að það segi sig úr
Alþýðusambandinu vegna háttalags forystunnar.
í viðtali við Timann segir ritari Hins islenska
prentarafélags svo um flokkspólitikina i forystu
Alþýðusambandsins:
„Mér finnst framkoma þessara manna, alveg sið-
an i febrúar og til þessa dags, sýna okkur að það sé
pólitikin sem algerlega ræður miðstjórn A.S.l.”
Um stjórnarfarið i Alþýðusambandinu segir rit-
ari Prentarafélagsins:
„Þetta á allt að vera afar lýðræðislegt. En það er
þvi miður þannig, að ef einhver sem er i forystu
fyrir verkalýðsfélagi, er ekki i stjórnmálaflokki, þá
er hann hreinlega útilokaður frá allri þátttöku innan
stjórnar A.S.I., vegna þess að þeir treysta ekki
mönnum sem ekki eru i pólitiskum flokkum og taka
ekki flokkspólitiskar ákvarðanir. Þeir eru eiginlega
bara núll i verkalýðshreyfingunni, eins og núna hef-
ur sýnt sig.”
Þessi orð segir einn af forystumönnum fjölmenns
launþegafélags i landinu. Hér er þvi ekki verið að
sverta verkalýðshreyfinguna, heldur er úr hópi
launþeganna sjálfra bent á einn versta veikleika
islensku verkalýðshreyfingarinnar. Það er greini-
legt að verkalýðshreyfingin þarf mikið á sig að
leggja ef hún vill endurheimta það traust og þá
tiltrú fólksins sem hún hefur verið að glata.
JS
Árið 1973 markar söguleg þáttaskil
Brésnjef og Nixon i Washington 1973
Ekki veit ég, né munt þil vita,
hvers vegna Sovétrikin hafa
veriö aö styrkja vopnabúnaB
sinn án afláts i langan tima.
Mikiö hefur veriö um þetta rætt
og hugsaö og mörg fullyröing
hefur sprottiö upp af likum og
ágizkunum. Sumar þeirra sýn-
ast þó ekki ótrúlegar.
Margir fullyröa um þessar
mundir aö takmarkiö sé aö
komast á hliö viö eöa ná fram úr
Bandarikjunum I hernaöar-
mætti, til þess aö geta ráöiö
niöurlögum þeirra einn góöan
veöurdag.
Vera kann aö nokkuö sé hæft
iþessu. Ég fæ ekki betur séö en
aö rétt sé aö Moskva hafi aukiö
útgjöld sin til hernaöar, þegar i
kjölfar hinnar geysilegu niöur-
lægingar sem Kúbudeilan olli,
þegar flugskeyti Sovétrikjanna
sáust og voru mynduö, þegar
veriö var aö flytja þau um
Ermasund til heimahafnar i
Sovétrikjunum. Hvaöa stórveldi
heföi ekki leitt hugann aö þvl aö
efla herstyrk sinn eftir slikan
stór-hnekki 1 aimanna augsýn?
Nei, ekki var aö undra aö þau
gripu til sllks.
En hér mun samt liggja meira
aö baki en eitthvaö sem
Washington hefur gert Moskvu-
mönnum til ama. Ekki má
reikna meö aö allt sem aörar
þjóöir aöhafast þurfi aö miöa aö
þvi aö gera Bandarikjunum sem
flest til óþurftar. Bandarikja-
mönnum hættir oft til þess aö
ofmeta eigiö mikilvægi I augum
annarra þjóöa.
1 þessu sambandi (þaö er aö
segja hvaö Moskva hyggist fyrir
meö vopn sin) varö mér star-
sýnt á fullyröingu I nýlegri út-
gáfu af Economist. Þar var rætt
um hina „stórfelldu áætlun
Sovétrikjanna um byggingu
flugskeyta, sem hafizt heföi
1973”. Hvers vegna 1973? Hvaö
mátti veröa til þess aö valda
sliku átaki viö byggingu flug-
skeyta, einmitt þaö ár? Höföu
Bandarikjamenn gert eitthvaö
sérstakt af sér einmitt þaö áriö?
Nei. Ekki 1973. Meginviöburö-
urinn þá var skyndiárás Egypta
til þess aö endurheimta töpuö.
lönd Araba. En eitthvaö skeöi
áriö áöur, sem hlaut aö hafa
valdiö miklum ótta meöal
Sovétmanna. 1972 var áriö, þeg-
ar Richard Nixon kom öllum 1
opna skjöldu meö þvi aö til-
kynna aö hann ætlaöi til Peking
og þangaö fór hann reyndar.
Sögur um vigbúnaö á landa-
mærum Sovétrikjanna og Kina
eru einkar áhugaveröur. Frá
1963 — 1966 skipuöu Sovétrikin
17 deildum á kinversku landa-
mærin”. Hin mikla menningar-
bylting” braust út i Kina 1965 og
varö höfuö viöfangsefni Kin-
verja næstu fjögur árin. Sovét-
rikin minnkuöu nú liösafla sinn
á landamærunum niöur i 15
deildir.
En áriö 1968 tóku Rauöu varö-
liöarnir aö berja ekki einungis á
klnverskum „afturhaldsmönn-
um”, heldur lika sovéskum
diplómötum, beint fyrir framan
sovéska sendiráöiö. Og landa-
mæraárekstrar áttu sér staö.
Ariö 1969 efldu Sovétrikin liös-
styrk sinn á landamærunum
upp I 21 deild. Þaö ár varö og
atvikiö viö Ussuri fljót, þar sem
miklir skarar kinverskra og
sovéskra deilda áttust viö. 1970
jókst fjöldi sovéskra herdeilda
og varö nú 30, 1972 44 og 1973 45
deildir. Sú hefur talan veriö upp
frá þvi.
Þannig varö 1973 þaö ár, þeg-
ar Sovétrikin komu sér upp
meira liöi á landamærum Kina,
en þau höföu á aö skipa á þeim
landamærum, sem lágu aö rikj-
um NATO I Evrópu. 1973 varö
einnig áriö, þegar Sovétrikin
juku byggingu kjarnorkuflug-
skeyta.
Kinverjar geröu hina fyrstu
árangursriku tilraun slna meö
kjarnavopn áriö 1964. Menning-
arbyltingin ári seinna dró hins
vegar huga þeirra fuilkomlega
frá utanrikismálunum. Enn
steyptu Bandarikin sér á bóla-
kaf I striöiö I Vietnam I mars
1965 og áttu I þvi fram til 1972.
Þannig var Kina meö innan-
rikisvandamál sin og Bandarik-
in meö striö sitt I Vietnam, ekki
neitt sérlega skeinuhætt Sovét-
rikjunum um þær mundir. Bæöi
voru „úr leik”.
En hér varö snögg breyting á
1972. Bandarikin drógu sig út úr
striöinu i Vietnam og gátu aö
nýju fariö aö huga aö stööum á
borö viö Evrópu og Miö-Austur-
lönd. Ótti Kina viö Bandarikin
hvarf meö heimsókn Nixons.
Landiö gat nú einbeitt sér aö
Sovétmönnunum á landamær-
um sinum. Kjarnorkuvopna-
framleiösla þess haföi nú náö
þvi marki aö hægt var aö fram-
leiöa meöal-langdræg flug-
skeyti, sem náö gátu til margra
mikilvægra borga i Sovétrikjun-
um.
Þannig varö 1973 þaö ár, þeg-
ar Moskva þurfti aö hafa á sér
gætur jafnt I austri og vestri,
varö aö gera sér grein fyrir
þeim möguleika aö þau kynnu
aö veröa stórlega á eftir I vlg-
búnaöi, þegar saman kynni aö
renna hernaöarafl Bandarikj-
anna, Vestur-Evrópu, írans og
Kina.
Þetta er hiö skuggalega sam-
safn möguleika, sem Moskva
veröur aö horfast I augu viö.
Yröi rás viöburöanna slik, væri
komiö fram ofurefli, sem færi
langt fram úr þeim styrk, sem
Moskva hefur nú og getur gert
sér nokkra von um aö öölast.
Hér kynni aö vera aö leita hluta
aö ástæöu þess aö Sovétrikin
vigbúast af svo hatramlegu
kappi.
(AM þýddi úr The Christian
Science Monitor)
Brésnjef I hópi rússneskra hershöföingja