Tíminn - 08.12.1978, Blaðsíða 11

Tíminn - 08.12.1978, Blaðsíða 11
Föstudagur 8. desember 1978 ir Ástír og Stefán Júllusson: Arni Birting- ur og skutlan i skálanum. örn.og örlygur, Rvik. 1978 152 bls. Þegar þessi saga hefst eru þeii; viriirnir og poppstjörnurnar ArniBirtingur og Jobbi tromma áleiðnoröur til Akureyrar. Þeir taka benzin i Lindarskála, sem sagður er i Hjallasveit. Þar hrií st Arni svo af stúlkunni, sem afgreiðir benzin, að hann snýr aftur til þess að skoða hana nán- ar. Skömmu siðar, að Akur- eyrardvölinni lokinni, kemur hann i Lindarskála að nóttu og veöur auövitað beint upp i rúm hjá stelpunni. Undir morgun lendir hann 1 þeirri raun aö henda dauöadrukknum mági slnum niöur stiga, en sá hafði nánast keypt stelpukindiná fyrir brennivin handa fööur hennar árið áður. Er nú skemmst frá þvi að segja, að i Lindarskála er allt I heljarþröminni sökum drykkjuskapar karlsins föður stúlkunnar: en poppstjarnan kannráö viðþvi. Hann sezt upp hjá þeim feðginum, fær tromm- arann vin sirin með sér og á undraskömmum tima gera þeir, ásamt stúlkunni, Lindarskála að vinsælasta táningastað landsins. Popparinn veröur að manni og undir haust er hann jafnvel reiðubúinn að láta aö eindregnum óskum móður sinn- ar, sem er fin frú i Reykjavik og á sér þann draum mestan að sonur hennar fari i háskólann. Vandinnmesti er þá sá, að Arni vill fá stúlkuna Rósu með sér, enhúnerhikandi viðaöhalda til höfuöborgarinnar og skilja fööur sinn eftir. Þann vanda leysir höfundur svo einfaldlega I siöasta kafla með þvi að láta Lindarskála brenna, sennilega vegna ikveikju, og karlinn inni. Þannig er söguþráðurinn I stuttu máli. Stefán Júlíusson ætlar auðsjáanlega að skrifa fyrir unglinga, og velur sér söguefni, sem ættiað vera þeim hugstætt. Söguefnið er i sjálfu sér alls ekki slæmt þótt það risti grunnt og veröi tæpast talið uppbyggjandi eða þroskandi. Arni Birtingur verður að manni, finnur sjálfan sig meö hjálp ástarinnar. Þetta mun eiga að vera meginboðskapur bókar- innar. En ósköp ristir hann grunnf. Drengurinn þarf ekkert að leggja á sig til þess að kom- ast til manns. Stelpan liggur hundflöt fyrir honum Ifyrstu at- rennu, og til þess að rétta við fjárhag Lindarskála þarf hann ekki annaö en aö hringja I pabba, sem er „bissness- maður” í Reykjavik, og slá hann um milljón. Það kemur að visu fram, að drengur telur sig hafa unnið óskaplega mikið, en sú vinna virðist mér ekki ýkja sannfærandi. Það sem eftir stendur er, að unglingar erulika fólk, fólk meðhæfileika, dugnað og sjálfstæöa hugsun, — jafnvel þeir, sem ekki eru sammála for- eldrunum. Ekki má láta hjá llöa að minnast Utillega á málfar höf- undar. Það reynir hann auösjáanlega að aðlaga smekk unglinga. Gallinn er sá, að mér viröist þetta svokallaða „unglingamál” ýkt um of. A köflum er Isienzku máli beinlin- is misþyrmt. Lýsingarorð eru ofnotuðogaUs'kynsorðskripi og ambögur vaða uppi svoáðjafn- vel unglingar mun eiga erfitt méð að skilja hvaö verið er aö fara á stundum. Það er oTðinn siður aö hneykslastTá málfari ungs'fólks, og sumir tala jafnvel um aérstakt „Unglittgamál”. Vissulegá heyrir maður margt skrýtið af munni unglinga, ekki síöur en þeir, sem eidrimru, enhér er unglingum ofgert. Þeir eru mjög fáir, ef nokkrir, sem tala eins og söguhetjurnar I þessari bók. Hins vegar geta höfundar, sem leika sér að þvl að skrifa á máli, eins og alltof viöa sést I þessari skáldsögu Stefáns Júliussoar, beinlinis oiðiö til þess að skaða málfar ungs fólks og þá íslenzka tungu um leið. Þá er verr af staö fariö en heima setiö. Jón Þ. Þór. Þar er matar- holan BORGFIRZK BLANDA SagnirogfróðleikurúrMýra- og Borgarf jarðarsýslum. 248 blaðsiður, II. bindi. Safnið hefur Bragi Þóröarson. Hörpuútgáfan 1978. Þaö er vlst nokkuð algengt, að fyrsta bindi safnrita sé veigamest, en svo þynnist mjöð- urinn, eftir þvi sem á llður. Þannig varö undirrituðum á að hugsa, þegar hann las annað bindið af Borgfirzkri blöndu, sem komiö er útfyrir nokkru, og hér veröur rætt lltillega um. 1 þessu bindi Borgfirzkrar blöndu eru ekki jafnveigamiklar frásagnir og f fyrra bindinu, — þegar á heildina er litið — og visnaþáttur Sigurðar frá Haukagili er bragðminni en I fyrra. (Nú er ekki nein Ragn- heiður Magnúsdóttir sem yrkir ágætt kvæöi til Guömundar Böövarssonar). Og nóg um að- finnslur að sinni. Greinin sú arna átti aldrei að verða eitthvert neikvæðinöldur. Með framanskráöum orðum er ekki verið að halda þvi fram, að Borgfirzk blanda II sé léleg bók. Siður en svo. Vlst eru þar margar minnisveröar frásagnir af ýmsu tagi, þótt hér veröi að- eins hægt að minnast á fáar ein- ar. Þá verður einna fyrst fyrir grein Guðlaugar ólafsdóttur. Up ps k ur ðurinn i ba östo funni, en þar segir frá því, þegar Jón Blöndal læknir skar mann upp við sullaveiki og bjargaði þannig lifi hans. Skurðstofan var baðstofan á bænum, og skuröarborðið fjárhúshurð, „sem ekki var. notuö þessa stundina”. Slik og þvillk afreks- verk lækna I dreifbýli Islands voru vist ekki einsdæmi fyrr á dögum, og fengur er I hverri frásögn af þessu tagi, sem bjargast frá glötun. Persónuþættir eru nokkrir, og all-misjafnir. Veigamestur er þátturinn um Guðmund ólafs- son á Fitjum i Skorradal, hinn mikla búnaðarfrömuð og jarð- ræktarmann, sem tvimælalaust var marga áratugi á undan samtfð sinni, eins og sagt er i upphafi þáttarins um hann. Þóröur Kristleifsson á þakkir skildar fyrir að semja þennan þátt, og Hörpuútgáfan vann gott og þarft verk mei þvi aö birta þáttinn- Slikir menn sem Guömundur Ólafsson koma okkur sannarlega við, þótt þeir hafi „búiðundir grænum sveröi um hriö” í»egar hugaö er að öðrum persónum, sem sérstakir þséttir eru um I Borgfirzkri blöndu, verður. alnbogabarniö Kristin Tómasdóttir minnisstæðust. Jón Helgason ritstjóri hefur skrifað þann þátt, — og mikið má vera, ef Kristin gamla Tómasdóttir hefur ekki veriö kveikjan að kvæði er sá hinn sami Jón Helgason orti fyrir „margt löngu” og birtist i Borgfirzkum ljóðum fyrir rúmum þrjátiu ár- um. Eðlilegt má teljast að birta i þessari bók þættina um Ólaf gossara og Eyjólf ljóstoll, — en viö erum búin aö heyra og lesa svo margt um báða þessa heiöursmenn, að frásagnír af þeim eru ekki lengur nýnæmi. Aðan varþessgetið, að visna- þátturinn I Borgfirzkri blöndu II væri bragðminni en sá sem birt- ist i fyrsta bindinu, 1977. Þessi ummæli má ekki skilja á þann veg, að hér sé ekki lika góðar visur aðfinna. Gamanþótti mér aö visunum, sem þeir sendu hvor öörum, Ándrés i Siðumúla og Vilhjálmur Hjálmarsson, fýrrverandi mentamálaráðhérra, enda er tilefni þeirra visna dálitiö kank- vislegt. Og Jakob Jónsson bóndi á Varmalæk I Borgarfiröi sýnir enn að hann er ekki neinn aukvisi á vettvangi lausavls- unnarl Hann kveöur svo I Borg- firzkri blöndu II: Oft man ég helst þá heilsar áriðnýja er horfi ég bæði fram og ögn tilbaka svo marga synd sem mér láðist að drýgja og márga sem ég þyrfti að endurtaka. Þessa visu þarf ekki að skýra fyrir þeim sem vita hvaö snjpll kveðskapiir er.. Fyrst farið er ,að~ taia um gamansamt' efni I Borgfirzkri blöndu má ekki gleymast að nefria bréfaskipti Dóms- og kirkjumálaráöuneytisins i Reykjavik annars vegar og Daviðs Þorsteinssonar, bónda og hreppsnefndaroddvita á Arnbjargarlæk hins vegar. Þau eru öldungis bráðskemmileg, og undarlegt má það heita ef satt er, aðráðuneytismennhafitalið sér misboðiöogað þeir hafi ekki kunnað að taka gamansemi borgfirska bóndans. En það veröur að vlsu aldrei sannað, þvl að ekki hafa fundist þau bréf, sem heföu getaö tekiö af öll tvimæli um þaö — og nú eru fjórir áralugir liðnir siöan viröulegt ráöuneyti I Reykjavlk skipaði látinn mann i stöðu for- manns áfengisvarnarnefndar I Þverárhliö. Frásöguþættir eru margir i þessaribók, ein§og vera berum sllkt rit. Flestir eru þeir á einhvern hátt athyglisverðir, og varla kemur fyrir aö sögumen n misbjóði trúgirni lesenda.s.inna. Þó held ég aö telja verði aö það sé gert I ferðaþætti einum nær bókarlokum. Þar er sagt frá veiðiferð á Arnarvatnsheiði. Veiöimenn eru tveir, bát þeirra fyllir af vatni. og siðan hvolfir nonum og mennirnir lenda auð- vitað báðir I vatninu. Og nú er best aö gefa sögumanni oröiö: „Þvl veröur ekki með oiðum lýst hvað mér sárnáði við sjálf- an mig: Ef ég hefði munaö strax eftir þvi að ég kunni aö synda, hefði ég bjargaö okkur báðum upp i hólmann ásamt bátnum.” (Bls. 228) Sem sagt: 1 bráðum lifsháska man hann ekki að hann kann að synda!! („Það hefur löngum veriö mln veika bliö að ég hef veriö gleym- inn..”).Já, getur vel verið, — en er þetta nú samt ekki heldur ótrúleg gleymska? Hefðu þaö ekki orðiö gersamlega ósjálfráð Framhald á bls. 21. m m v II M II SSii !vÁy m m m ÍÍÍS; ©Bi III nýjung árg. 1979 CROWN 5100 Tæki sem beðið var eftir Verð: 188.780 Tilboð 1) Staðgreiðsla með 4% staðgreiðsluaf- slætti eða heyrnatæki stereo. 5. hver kaupandi sem staðgreiðir fær tölvuúr 2) 60% út og rest 2 mán. vaxtalaust. 3) 50% út og rest á 3 mán. Model — 5100 1979 Sambyggt hljómtæki með: 1) MAGNARA: 20 wött musik 2) ÚTVARPI: FM stereo, LW, MW. 3) SEGULBANDSTÆKI: með sjálfvirkri upptöku. 4) PLÖTUSPILARI: fyrir allar plötur. 5) TVEIR HATALARAR FYLGJA. BUÐIN Skipholti 19. Sími 29800.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.