Fréttablaðið


Fréttablaðið - 31.08.2006, Qupperneq 26

Fréttablaðið - 31.08.2006, Qupperneq 26
 31. ágúst 2006 FIMMTUDAGUR26 hagur heimilanna „Það hefur komið fyrir að ég hafi keypt of mikinn mat vegna þess að ég var svang- ur í verslunarleiðangrinum. Þetta verður til þess að maður situr uppi með fullan ísskáp af mat sem síðan endar í ruslinu.“ Guðlaugur ræktar yfirleitt kartöflur úti í garði og stefnir einnig að því að rækta þar grænmeti. „Það er stemning í því að taka upp eigin uppskeru á haustin og nýuppteknar kartöflur með smjöri eru herramannsmatur.“ Guðlaugur viðurkennir að hann sé ekki góður í viðgerðum og kallar óhikað á iðnaðar- menn ef þess er þörf. „Það gæti reynst dýrt að láta laga það sem maður reynir að gera sjálfur í kunnáttuleysi.“ GÓÐ HÚSRÁÐ SADDUR AÐ VERSLA ■ Guðlaugur Þór Þórðarson alþingis- maður segist forðast að fara svangur að versla því þá eyði hann í óþarfa. Margir hafa upplifað þá skelfingu sem fylgir því að harði diskurinn á tölvunni hrynur. Viðkvæm persónuleg gögn á borð við myndir, tónlist, myndskeið, skólaglósur og vinnuskjöl geta þannig tapast á svipstundu. Síminn hefur sett á markað nýja miðlæga gagnageymslu sem nefnist Safnið, þar sem viðskiptavinir geta geymt stafræn gögn á öruggan hátt og hægt er að miðla þessum gögnum til annarra á einfaldan og öruggan hátt. Hægt er að nálgast gögnin eftir margvíslegum leiðum, gegnum tölvuna, ADSL sjónvarp og farsíma. Einnig er hægt að vista ljósmyndir í Safninu og hafa myndasýningu í sjónvarpi. Ekki þarf að greiða fyrir geymslurými Safnsins allt að 500 megabit- um. Hægt er að kaupa stærra rými og kostar tveggja gígabita geymsla 290 krónur á mánuði, fimm gígabitar kosta 490 krónur og tíu gígabit- ar kosta 890 krónur. ■ Tölvur og tækni Geymsla stafrænna gagna „Á mánudögum eru alltaf kálbögglar, kjötbollur með hvítkáli sem þessa dagana kemur úr Skólagörðunum,“ segir Össur Skarphéðinsson, þingmaður Samfylkingarinn- ar. „Í gamla daga hjá mömmu var þetta alvöru, þeir voru bundnir með seglgarni og krossbundið fyrir. En núna er ég alltaf að flýta mér, kaupi bara tilbúið fars, sýð kjötbollurnar og svo set ég hvítkálsblöðin ofan í pottinn,“ segir Össur. Össur býr að þeirri reynslu að hafa verið kokkur eitt sumar á sjó. „Ég átti góða frænku á Ísafirði sem lánaði mér mat- reiðslubók Helgu Sig- urðar og ég var kokkur út sumarið. Það er erfiðasta starf sem ég hef unnið á ævi minni, að elda ofan í fjórtan kalla sem allir voru matvandir og síhungraðir,“ segir Össur. Þrátt fyrir gífurlegt magn af grænmeti sem dætur Össurar rækta í skólagörðunum gengur illa að koma kálinu ofan í mannskapinn. „Það er dagskipun að allir á heimilinu verða að minnsta kosti að borða eitt kálblað. Dætur mínar sýna því takmarkaðan skilning að menn eigi að éta þetta líka,“ segir Össur, en segir að það komi ekki að sök því þá lendir það á honum að borða grænmetið. „Maður eru jú alltaf að fá ábendingar um að borða meira grænmeti og kaloríusnautt fæði, það er smá sumarátak í gangi með góðum árangri.“ Össur segir að nóg bragð sé af farsinu og því óþarfi að krydda réttinn, en hann hellir smá ediki í pottinn og bragðbætir kjötbollurnar með bræddu smjöri, í hófi að sjálfsögðu. Með kálbögglunum hefur Össur kartöflur úr skólagörðunum. HVERSDAGSMATUR: ÖSSUR SKARPHÉÐINSSON ÞINGMAÐUR Kálbögglar með skólagarðakáli Útgjöldin > Verð á kjúklingi í febrúar, í krónum á hvert kíló KÁLBÖGGLAR: Kjötfars hvítkál smá balsamedik brætt smjör kartöflur London 9.900 kr. 9.960 kr. 146 kr. Kaupmannahöfn 8.200 kr. 14.890 kr. 167 kr. Reykjavík 10.990 kr. 2.520.000 kr. 180 kr. VERÐ Í ÞREMUR BORGUM (Hvorki var leitað eftir hæsta né lægsta verði. Verð eru með virðisaukaskatti.) Fréttablaðið fór á stúfana á dögunum og lét kanna verð á þremur algengum en ólíkum vörum í heimsborgunum London, Kaup- mannahöfn og Reykjavík. ■ Að þessu sinni var kannað verð á boltanum sem var notaður á hm í knattspyrnu, Nike Air Structure-hlaupaskóm og hálfum lítra af Powerade. 367 556 20 06 20 04 20 02 391 Heimild: Hagstofa Íslands Hægt er að fá starfsmannaskírteini sem er með innbyggðum Bluetooth-búnaði sem gerir starfsmanni mögulegt að svara GSM-símanum sínum í gegnum handfrjálsan búnað. Skírteinið er afar þunnt og einfalt í notkun en býr engu að síður yfir ýmsum möguleikum. Hægt er að hækka og lækka í símanum, vísa símtali frá ef notandi er upptekinn og halda þriggja manna fund í gegnum tækið svo dæmi séu tekin. Einnig er hægt að láta tækið titra lítillega til þess að láta vita um símtal. Taltími er allt að því 40 klukkustundir og hægt er að hlaða tækið með því að tengja það með kapli við tölvu. Hægt er að kaupa þennan búnað í Og Vodafone. ■ Farsímar og tækni Tæknilegt starfsmannaskírteini Um þessar mundir eru flestir Íslendingar búnir að klára sumar- fríin sín. Sumir eru eflaust með samviskubit eftir sældarlíf í sumar- fríinu sem þeir vilja bæta fyrir en flestir vonandi vel hvíldir og fullir orku. Það gæti skýrt þann fjölda sem fjárfestir í líkamsræktarkort- um núna en þetta er annasamasti tími ársins í sölu líkamsræktar- korta. Fréttablaðið kannaði verð á þremur stærstu líkamsræktar- stöðvunum á höfuðborgarsvæðinu. Iceland Spa and fitness, sem Sporthúsið, Baðhúsið, Þrekhúsið og Betrunarhúsið heyra undir, býður upp á sérstakt hausttilboð sem er fjögurra mánaða Fitness- kort á 13.900 krónur. Einnig er hægt að ganga í ISF97 klúbbinn sem hefur 12 mánaða binditíma á 2.990 krónur á mánuði. Tíu pró- senta afsláttur af vörum og þjón- ustu fylgir aðild að ISF97 klúbb- num. Hreyfing heilsurækt er með hausttilboð á þriggja mánaða kort- um á 14.900 krónur. Skólakort með minnst tíu mánaða binditíma er á 2.990 krónur á mánuði. Í Bónus- klúbbnum er hægt að velja milli þriggja mismunandi binditíma. 5.990 krónur eru greiddar á mán- uði fyrir sex mánaða lágmarks- binditíma, 4.400 krónur fyrir 12 mánuði og 5.990 krónur fyrir 36 mánuði. Með aðild að Bónusklúbbi fylgir 17.000 króna kaupauki sem samanstendur af fríum mánuði, vörum og fræðslu. World Class er ekki með nein sérstök hausttilboð. Árskortið kost- ar 47.500 krónur en einnig er hægt að skipta því niður á 12 mánuði þar sem greitt er 4.400 krónur á mán- uði. Sex mánaða kort er á 32.200 krónur. sdg@frettabladid.is Flestir Íslendingar kaupa sér líkamsræktarkort á haustin: Hrista af sér sumarbumbuna VERÐ Í LÍKAMSRÆKT 1 MÁNUÐUR 1. 05 0 1. 17 0 1. 30 01 .0 50 1. 17 0 1. 30 0 17 .9 00 20 .6 90 20 .1 00 ICELAND SPA AND FITNESS HREYFING HEILSURÆKT WORLDCLASS STAKUR TÍMI 3 MÁNUÐIR Algengt er að fyrirtæki bjóði upp á þátttöku í SMS- leikjum þar sem kostur gefst á að vinna vöru eða þjónustu. Eftirvæntingin við þátttöku í happdrætti eða leik getur hleypt skemmtilegri spennu í dag- inn og fæstir telja eftir sér að senda eitt stutt SMS. Það kemur fyrir að tvær grímur renni á fólk þegar auglýsingar í formi SMS-skeyta fara að berast stuttu seinna. Neytendasamtökunum barst nýlega kvörtun frá félagsmanni um að tólf ára dóttir hans hefði fengið SMS-skeyti frá versluninni BT þar sem verið var að auglýsa flatskjá. Félagsmaðurinn sagði að dóttirin fengi reglulega send SMS- skeyti eftir að hafa einu sinn tekið þátt í SMS-leik og velti hann fyrir sér hvort þetta væri lögleg markaðssetning. Neytendasam- tökin sendu fyrirspurn til BT og í svari frá fyrirtækinu D3, sem sér um SMS-þjónustu BT, segir að vörur séu ekki auglýstar með SMS- skeytum heldur sé ætíð um SMS- leik að ræða. Þegar fólk taki þátt í SMS-leik sé það sjálfkrafa skráð í SMS-klúbb og fái í framhaldinu upplýsingar um þá SMS-leiki sem BT bjóði upp á hverju sinni. Í afstöðu Neytendasamtak- anna, sem kemur fram á vef sam- takanna, segir að einkennilegt sé að þeir sem taki þátt í SMS-leik séu sjálfkrafa skáðir í SMS-klúbb. Þó það sé auglýst sérstaklega að þátttaka í SMS-leik þýði sjálf- krafa aðild að SMS-klúbbi BT er hvergi tekið fram hvað nákvæm- lega felst í aðild að slíkum klúbbi né hvernig hægt sé að sleppa við aðild og SMS-áreitið. Í lögum um persónuvernd segir að meðferð persónuupplýsinga, á borð við símanúmer sé aðeins heimil ef hinn skráði hafi veitt ótvírætt samþykki sitt. Einnig segir að við meðferð persónuupp- lýsinga skuli þess gætt að þær séu fengnar í yfirlýstum, skýrum, málefnalegum tilgangi og ekki unnar frekar í öðrum og ósam- rýmanlegum tilangi. Í grein um SMS-markaðsrannsókn á heima- síðu Persónuverndar kemur fram að þegar símanúmers sé aflað með þátttöku í leik eða happdrætti sé tilgangurinn með því að nota það vegna umrædds leiks eða happdrættis og líta megi svo á að samþykki fyrir notkun viðkom- andi númers hafi verið veitt. Notkun símanúmersins síðar verði hins vegar að telja annan og ósamrýmanlegan tilgang og hæpið sé að líta svo á að samþykki sé veitt fyrir notkun símanúmersins við markaðssetningu síðar meir, ef ekki sé tekið fram að það sé ætlunin. Í sömu lögum er kveðið á um fræðsluskyldu ábyrgðaraðila sem aflar persónuupplýsinga og skal hann meðal annars upplýsa hinn skráða um hver sé ábyrgðaraðili, hvert sé markmið söfnunarinnar og hverjum upplýsingarnar verði afhentar. Í fjarskiptalögum segir að notkun tölvupósts, sem SMS-skila- boð falla undir, fyrir beina mark- aðssetningu sé óheimil nema áskrifandi hafi veitt samþykki sitt fyrir fram. Þó sé heimilt að nota tölvupóst- fang við sölu á vörum eða þjón- ustu fyrir beina markaðssetningu á eigin vörum eða þjónustu að því tilskildu að viðskiptavinum sé gefinn kostur á að andmæla slíkri notkun þeim að kostnaðarlausu þegar skráning á sér stað og sömu- leiðis í hvert sinn sem skilaboð eru send. sdg@frettabladid.is Óumbeðið SMS-áreiti TEKIÐ VIÐ SMS-SKILABOÐUM Vilji fólk kvarta vegna óumbeðins SMS-áreitis getur það snúið sér til Persónuverndar eða Póst- og fjarskiptastofnunar.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.