Fréttablaðið - 31.08.2006, Síða 33

Fréttablaðið - 31.08.2006, Síða 33
FIMMTUDAGUR 31. ágúst 2006 Á hverju ári og í hverri árstíð er einhver klæðnaður eða fylgihlut- ur meira ómissandi en annar. Í fyrra voru það pilsin víðu, í sumar espadrillur en í vetur er það gamli góði rykfrakkinn sem er ómissandi. Hann á sér hins vegar langa sögu en það var Eng- lendingurinn Thomas Burberry, stofnandi Burberry-fyrirtækis- ins, sem fann upp þennan fatnað árið 1870. Frakkinn var úr sterku efni sem ekki krumpaðist og var að auki vatnshelt, hugsað fyrir þá sem stunduðu veiðar. Þetta efni var ofið sérstaklega þétt og Burberry fékk seinna einkaleyfi á það. Efnið hlaut nafnið gabardín og átti langa lífdaga fyrir sér. Í lok nítjándu aldar var efnið notað fyrir enska herinn í Suður- Afríku en endanleg útgáfa ryk- frakkans kemur þó ekki fram fyrr en í heimstyrjöldinni fyrri undir nafninu ,,trench coat“ sem þýðir í raun skotgrafarfrakki, og dró nafn sitt af skotgröfum her- mannanna þar sem þeir notuðu þessa frakka. Á þessum tíma fylgdi honum belti með járn- hringjum sem voru til þess að hengja í handsprengjur.Uppruni og nafngift rykfrakkans er því langt frá því að vera rómantísk. Frakkinn þótti svo upplögð yfir- höfn að hermennirnir skiluðu ekki frökkunum eftir stríð. Þetta hratt af stað nýrri tísku og aðrir fataframleiðendur fóru að hanna frakka. Burberry hélt þó sér- stöðu sinni og kynnti árið 1924 hið fræga skoska köflótta fóður sem enn í dag er sérkenni Bur- berrys. Rykfrakkinn varð eins og gallabuxurnar ómissandi í klæðaskápinn, notaður af konum og körlum, í seinni tíð í ótrúleg- um litum og sniðum. Líklega má þó segja að kvikmyndaiðnaður- inn hafi átt sinn þátt í að gera þessa flík svo vinsæla. Gary Cooper reið á vaðið 1935 í Today we Live. Humphrey Bogart var ógleymanlegur í Casablanca 1942, Meryl Streep var í einum í Kramer gegn Kramer og Brad Pitt skellir sér meira að segja í frakka í Ocean’s Twelve á síðasta ári. Þær eru líka óteljandi stjörn- urnar sem hafa í gegnum tíðina látið sjá sig í ,,trench coat“ eins og Greta Garbo, Katherine Hep- burn, Jane Fonda og Catherine Deneuve, svo einhverjar séu nefndar. Í dag eru það frægustu hönn- uðir í heimi tískunnar sem hafa tekið að láni gamlar hugmyndir Thomas Burberry og endur- hanna á hverju ári nýjar útgáfur af rykfrökkum. Einna duglegast- ur er Jean-Paul Gaultier sem hefur frá 1983 hannað fjölmarga frakka, allt frá stuttum til síðra, aðra í kjólformi, enn aðra boleró. Annar sem í vetur hefur hannað nýjan frakka er Karl Lagerfeld hjá Chanel. Svo er auðvitað hægt að fá sér einn á 70 evrur hjá H&M sem á hverju ári býður upp á nýja frakka. bergthor.bjarnason@wanadoo.fr Skotgrafarfrakkinn ómissandi Þetta kemur fram í Forbes tímaritinu en þetta er annað árið í röð sem hún trónir á toppnum. Giesele Bundschen, sem nýlega varð 26 ára, hefur verið áberandi bæði í tískutímaritum og slúður- blöðum á síðustu árum. Hún hefur landað hverjum risasamningnum á fætur öðrum og ekki skemmdi samband hennar við leikarann Leon- ardo DiCaprio sem blöðin þreytast seint á að fjalla um hvort sé enn í gangi. Útlit er fyrir frekari annir hjá Bundchen. Næst flýgur hún til Sao Polo í myndatöku fyrir Nivea. Í kjöl- farið situr hún fyrir í auglýsinga- herferðum fyrirtækja á borð við Liverpool, Stefanel og Tug. Sam- kvæmt heimasíðu Vogue gengur sá orðrómur að hún muni einnig skrifa undir samning við stóran skart- gripaframleiðanda sem einnig mun fela í sér hönnun á hennar eigin línu. Bundchen er um þessar mundir í Porto Alagre í Brasilíu ásamt systur sinni sem nýverið eignaðist barn. Hún ætti að hafa efni á ágætis skírnargjöf. - tg Bundchen þénar mest Giesele Bundchen er hæst launaðasta og ein áhrifamesta fyrirsætan í dag að mati Forbes. NORDICPHOTO/GETTY IMAGES MIKIÐ ER UM NÝJUNGAR Í VARA- GLOSSUM OG -BLÝÖNTUM HJÁ LANCOME. Juicy Gelée varaglossið frá Lancome er selt í litlum sætum krukkum og er fáanlegt í mörgum litum. Olían í glossinu er mjög glans- andi og meira fljótandi og klístrast ekki eins og þær olíur sem nú eru notaðar í varagloss. Olían tryggir mýkt varanna og glossið tryggir rakagjöf í fjórar klukkustundir. Einnig eru komnar nýjar tegundir af Juicy Tubes glossi; Juicy Tubes Plump, Juicy Tubes Swirl, sem er gloss með þremur mismunandi litum, og Juicy Tubes Pure. Enn fremur eru átta nýir og ferskir litir komnir á markað í Contour Pro varablýönt- unum. - lkg Nýtt á varirnar frá Lancôme Contour Pro varablýantur. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM Úr háborg tískunnar BERGÞÓR BJARNASON SKRIFAR FRÁ PARÍS Síðumúla 3, s.553 7355 Undirföt-Sundföt-Náttföt 30-60% afsláttur Síðustu dagar útsölunnar Við spáum úlpuveðri Týr barnaúlpa, verð frá 10.290 kr. 5.145 kr. Hanskar 990 kr. 495 kr. Trefill 1.450 kr. 500 kr. Faxafeni 12, 108 Reykjavík. Opið 8-18 virka daga og 10-16 laugardaga. SPÖNGINNI S: 587 0740 MJÓDDINNI S: 557 1291 GLÆSIBÆ S: 553 7060 BORGARNESI S: 437 1240 Stærðir 36-41 verð kr: 9.695.- Stærðir 37-40.1/2 verð kr: 9.995.- Stærðir 36-41 verð kr: 4.545.- Stærðir 40-46 verð kr: 3.995.- SKÓR NÝ VERSLUN SPÖNGINNI Velkomin Þægilegur, saumlaus og fallegur fatnaður. S. Gunnbjörnsson ehf. Nýtt á Íslandi! NO STRESS Lífræn og rakagefandi sturtusápa fyrir allar hú›ger›ir 1 dálkur 9.9.2005 15:18 Page 3 1 dálkur 9.9.2005 15:18 Page 3 550 5000 AUGLÝSINGASÍMI
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.