Fréttablaðið - 31.08.2006, Síða 36
[ ]
Stefnt er að því að taka upp
nýja heilsustefnu í grunnskóla
Sveitarfélagsins Voga til að
bæta þjónustu við íbúa enn
frekar.
„Í leikskólanum hefur heilsu-
stefna verið rekin um nokkurt
skeið, sem miðar að því að bæta
mataræði og efla hreyfingu meðal
leikskólabarna. Okkur þótti kjörið
að innleiða það í grunnskólann
vegna þess hversu vel hefur tek-
ist til,“ segir Róbert Ragnarsson,
bæjarstjóri Sveitarfélagsins Voga,
um nýju heilsustefnuna sem áætl-
að er að taka upp í skólanum á
þessu ári.
„Líkt og í leikskólanum viljum
við draga úr neyslu sykurs og unn-
inna matvara án þess þó að fara út
í einhverjar öfgar,“ heldur Róbert
áfram. „Með því móti viljum við
huga að fjölbreyttu mataræði og
hafa fasta matmálstíma, sem eru
jafnframt nýttir til að skapa
róandi andrúmsloft og ná fram
ákveðnum aga í skólastarfinu,“
bætir hann við.
Að sögn Róberts hefur meiri
áhersla verið lögð á hreyfingu í
leikskólanum heldur en almennt
tíðkast og það verði tekið upp í
grunnskólanum. „Grunnskólabörn
eru þegar í mikilli hreyfingu, bæði
í íþróttakennslu og sundi, en okkur
langar til að leggja enn meira upp
úr henni,“ útskýrir hann og segir
að meðal annars verði ókeypis í
sund fyrir börn og ungmenni undir
18 ára aldri.
„Stefnan byggir á þeirri heild-
arhugmynd að sveitarfélagið sé
fjölskylduvænt samfélag,“ segir
Róbert. „Hluti af því er að gera
Voga fyrsta sveitarfélagið sem
býður grunnskólabörnum upp á
gjaldfrjálsa máltíð í hádeginu.
Við vonumst eftir því að foreldr-
ar geti þannig nýtt peninginn
sem sparast, um 30.000 kr., í
íþróttir og tómstundir barnanna.
Þetta er því í raun ákveðin skatta-
lækkun á fjölskyldufólk.“
Róbert segir að miklar vonir
séu bundnar við tilraunina, bæði
innan sveitarfélagsins sem og
annarra skólafélaga þar sem
fulltrúar bíði spenntir eftir því
að sjá hvernig til takist að inn-
leiða nýju stefnuna.
roald@frettabladid.is
Betra fjölskyldusamfélag
Róbert vill bæta enn frekar þjónustuna við íbúa Sveitarfélagsins Voga. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN
Nýjar rannsóknir benda til
þess að D-vítamínríkt fæði
hjálpi til við að styrkja beinin.
Gerð var rannsókn á 230 mið-
aldra og eldri karlmönnum í Sví-
þjóð þar sem rannsökuð voru
líkamleg áhrif af D-vítamínríkri
fæðu. Niðurstöðurnar bentu til
þess að karlmennirnir sem fengu
nóg af D-vítamíni úr fæðu sinni
voru að jafnaði með sterkari
bein en þeir sem borðuðu D-vít-
amínsnauðari fæðu. Svo virðist
sem D-vítamínið nýtist þeim
best sem virðast vera með ætt-
artengda áhættu á beingisnun.
Hingað til hefur verið talið að
mannfólkið fái D-vítamín að
mestu leyti frá sólarljósi en D-
vítamín í fæðu hafi minna að
segja. Sænska rannsóknin sýnir
nú fram á að nauðsynlegt er að
gæta að D-vítamínmagni í fæð-
unni enda hefur vítamínið
jákvæð áhrif á beinin í líkaman-
um. - jóa
D-vítamín styrkir bein
Ný rannsókn sýnir fram á mikilvægi þess að neyta D-vítamínríkrar fæðu.
NORDICPHOTOS/GETTYIMAGES
Góður koddi er mikilvægur fyrir góðan svefn. Fjölmargar
tegundir kodda fást í verslunum og því ætti hver og einn að
finna einhvern við sitt hæfi.
Sænskt bóluefni gegn alnæmi
lofar góðu.
Sænskir vísindamenn segja niður-
stöður rannsóknar á bóluefni gegn
alnæmi lofa góðu. Bóluefnið er
öruggt og fékk svörun frá ónæm-
iskerfi líkamans í 90 prósentum
tilfella þeirra fjörutíu Svía sem
tóku þátt í tilrauninni.
Um er að ræða svokallað DNA-
mótefni sem virkjar ónæmiskerfi
líkamans og leiðir það af sér að
annað mótefni myndast sem hjálp-
ar til við að styrkja ónæmiskerfið.
Rannsóknir eru enn á fyrstu stig-
um og er meðal annars verið að
athuga þær aukaverkanir sem
bóluefnið kann að valda.
Bóluefni
gegn alnæmi
Fyrstu rannsóknir á bóluefni gegn alnæmi
lofa góðu.
Kíktu á www.volare.is