Fréttablaðið - 31.08.2006, Blaðsíða 52
■■■■ { eldhús og bað } ■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■12
Fallegar baðmottur geta sett mikinn
svip á baðherbergið. Einnig er hægt
að fá handklæði og þvottapoka í stíl
við motturnar og jafnvel ýmsa smá-
hluti í sama lit svo allt passi saman.
Skemmtilegt er að hafa mottur og
annað smálegt í öðrum lit en er á
innréttingum og flísum til þess að
lífga upp á baðherbergið. Þykkar,
fallegar og litríka baðmottur fást
víða og þurfa alls ekki að kosta svo
mikið.
Fallegar og notalegar á baðið
Fátt er óþægilegra á morgnana en að koma hálfsofandi inn á bað og stíga á ískaldar
gólfflísar. Þykkar og góðar mottur geta verið ágætis leið til að forðast gólfkuldann.
Einfalt er að halda baðherberginu
smekklegu með nokkrum fallegum
vel völdum hlutum. Eftirfarandi
atriði ber að hafa í huga þegar
keyptir eru munir inn á baðherberg-
ið sem bæði skreyta og gera gagn.
1. Hafðu handklæðin bara í einum
eða tveimur litum, og haltu þig við
sama mynstrið. Annars lítur bað-
herbergið út eins og þvottahús.
Baðmottan ætti að vera í stíl við
handklæðin.
2. Vandaðu valið á sturtuhenginu.
Gegnsætt sturtuhengi opnar og
stækkar lítið baðherbergi, á meðan
litað þarf að samræmast litasam-
setningunni.
3. Hengdu upp hillu fyrir ofan
klósettið fyrir hluti eins og
samanbrotna þvottapoka. Notaðu
litlar körfur fyrir hluti eins og sápur
eða auka rakblöð.
4. Settu pappírsþurrkur í körfu sem
er í stíl við tannburstaglasið og
sápudiskinn.
Gott andrúmsloft
á baðherberginu
Ormsson, Smáralind.
4.490 krónur.
FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM
Ormsson, Smáralind.
4.990 krónur.
Tekk Company, Bæjarlind.
2.900 krónur.
Tekk Company, Bæjarlind.
5.900 krónur.
Habitat, Askalind.
3.900 krónur.
Debenhams, Smáralind.
3.290 krónur.
1 dálkur 9.9.2005 15:22 Page 10