Fréttablaðið - 31.08.2006, Side 77

Fréttablaðið - 31.08.2006, Side 77
FIMMTUDAGUR 31. ágúst 2006 41 Hljómsveitin Reykjavík! rekur smiðshöggið á sumartónleikaröð tímaritsins The Reykjavik Grape- vine og útgáfufélagsins Smekk- leysu og leikur í húsakynnum þess síðarnefnda síðdegis í dag. Þeim til fulltingis verður Slugs ásamt Bent og félögum. Að vanda verða tvennir tónleik- ar, þeir fyrri kl. 17 á Klapparstíg 27 og hinir síðari á Café Amsterdam í Hafnarstræti kl. 21 í kvöld. Í tilkynningu frá sveitinni er þess getið að þeir piltar séu í einkar góðu formi, hættir að slíta strengi en rífi þess í stað áhorfendur í sig með trylltum látum og er haft eftir Bóasi Hallgrímssyni, söngvara sveitarinnar, að hann muni persónu- lega mæta heim til þeirra sem ekki láti sjá sig á Café Amsterdam. Smiðshögg á sumarið HLJÓMSVEITIN REYKJAVIK! Hamhleypur á sviði. Gísli Örn Garðarsson, Nína Dögg Filippusdóttir og Ingvar E. Sig- urðsson, félagar úr leikhópnum Vesturporti, taka þátt í uppsetn- ingu Lyric Hammersmith leik- hússins í London á Hamskiptunum eftir Franz Kafka en Gísli Örn er jafnframt leikstjóri verksins ásamt David Farr en þeir gera aðlögun sögunnar í sameiningu. Verkið verður frumsýnt í byrjun október en í viðtali við nýjasta tímaritið Reykjavík Mag kemur fram að þrátt fyrir að Vesturport hafi frá stofnun einnig notið vel- gengni erlendis sé þetta í fyrsta sinn sem svo margir af félögum þess taki þátt í uppsetningu sem er í eðli sínu „bresk“. Auk þeirra þriggja kemur leikmyndahönnuð- urinn Börkur Jónsson einnig að sýningunni. Framhald er einnig á farsælu samstarfi Vesturports og tónlist- armannsins Nicks Cave sem semur músík fyrir verkið ásamt Warren Ellis, félaga sínum úr hljómsveitinni The Bad Seeds. Það er skammt stórra högga í millum hjá leikhópnum en nú í byrjun september verður kvik- myndin Börn frumsýnd en hún er unnin af Vesturporti í Ragnars Bragasonar en síðar í vetur verð- ur systurmynd hennar, Foreldrar, frumsýnd. - khh Hamskipti Vesturportsfélaga GÍSLI ÖRN GARÐARSSON Leikur Gregor Samsa í Hamskiptunum eftir Kafka. Upplýsingar í síma: 561 5620 Vornámskeið hefst 30. apríl Kennsla hefst 12. September Upplýsingar í síma 5615620 frá kl.14-18 www.ballett.is Ken sl fst 1 septe er Upplý r í síma 5615 l 2-17 ww .schballett.is Sálin flytur sérvalin lög úr söngvasafni sínu með fulltingi aðstoðarhljóð- færaleikara. Lögin eru útsett sérstaklega með hliðsjón af hinum rómaða Gospelkór Reykjavíkur, undir stjórn Óskars Einarssonar. Miðasala hefst föstud. 25. ágúst. Sölustaðir: Esso Ártúnshöfða og Fossvogi, miði.is, Skífan og BT. hans Jóns míns GOSPELKÓR REYKJAVÍKUR Stórtónleikar Laugardalsh öll 15. september ÁSAMT Einstök og ógleyman leg kvöldstund ! Edgar Smá ri & Ómar Guðj óns hita upp Aðeins selt í sæti - miðamagn takmarkað!

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.