Fréttablaðið - 06.10.2006, Page 31

Fréttablaðið - 06.10.2006, Page 31
FÖSTUDAGUR 6. október 2006 Hið ilmandi og lífrænt ræktaða apakaffi er komið á markað á Íslandi. Apakaffið er lífrænt ræktað úrvalskaffi úr arabica-baunum frá eldfjallahlíðum Panama. Kaffið er nefnt eftir hettuapanum sem heldur til á kaffiekrum á eldfjallasvæðinu í Paso Ancho. Ávextir kryddaðir ýmsum smádýrum eru eftirlætisréttur apanna en á haustin étur hann kaffibaunir. Þannig hjálpar apinn vexti og viðgangi skógarins með því að dreifa fræj- um kaffitrjánna. Apinn nýtur einnig verndar bændanna enda þeim gagnlegur. Hefðbundin kaffirækt í Panama fer fram undir laufkrónum hitabeltistrjánna, sem skapa góðar aðstæður og vernda gegn sníkjudýrum. Uppskeran sem notuð er í apakaffið er sérval- in og aðeins lítið magn er brennt í hvert sinn til að tryggja ferskleika. Apakaffið var valið besta lífrænt ræktaða kaff- ið í heiminum árið 2005 og lenti í öðru sæti sem eitt sérstæðasta kaffið í heiminum í ár. Síðastliðin fimm ár hefur það verið valið ein af bestu kaffitegundunum á alþjóðlegu kaffi- smökkunarsýningunni sem haldin er í Panama í apríl ár hvert. Apakaffið er aðeins til í takmörkuðu upp- lagi hér á landi en í öllum heiminum eru aðeins framleidd um 30 þúsund kíló á ári. Kaffið er hægt að nálgast í verslunum Hagkaupa, í Nóa- túni, Samkaupum-Úrvali, Fjarðarkaupum og Aðalkaupum. Ræktað í eldfjallahlíðum Apakaffið heitir eftir hettuapanum sem gæðir sér á kaffibaunum á haustin og dreifir þannig fræjum kaffitrjánna. *Miðað við innflutning á sykri árið 2005 og áætlaða heildarsölu á harðfiski á Íslandi á ársgrundvelli. Þá innbyrðir þú 136 grömm af sykri á dag, en aðeins 1 gramm af hollum og góðum harðfiski eða bitafiski* Engin rotvarnarefni Náttúrulegt Prótín Omega 3 fitusýrur Steinefni Frostþurrkað Kaloríusnautt Gæðafiskur Fæst í 10-11, Hagkaup og Skeljungsbúðunum Gullfiskur Fæst í Bónus ES SE M M Nýtt frá Te & Kaffi Þú finnur kaffi við þitt hæfi frá Te & Kaffi í verslunum um land allt. stundin bragðið stemningin R O Y A L

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.