Fréttablaðið - 06.10.2006, Page 32

Fréttablaðið - 06.10.2006, Page 32
 6. október 2006 FÖSTUDAGUR4 Flestir bera fram kaffi með eftirréttum þegar staðið er fyrir matarboði. En af hverju ekki að læra að gera kaffi- drykki sem eru sjálfir eftirrétt- irnir. Unnsteinn Jóhannsson er meðlimur í landsliði kaffibarþjóna og kann því nokkuð vel til verka við kaffivélina. Hann vinnur hjá Te og kaffi og hjálp- ar landanum að seðja kaffiþörf sína dags daglega. Unnsteinn segir kaffi- menningu á Íslandi verða sífellt fjölsbreyttari. „Fólk er alveg búið að átta sig á því að espressó er drykkur en ekki skot,“ segir Unnsteinn og hlær. „Fólk er líka duglegra að nýta sér kaffið eitt og sér sem eftirrétt,“ bætir Unnsteinn við. „Ég held það ætti líka að leita meira til okkar í Te og kaffi verslununum og fá leiðbein- ingar um hvað er hægt að gera og heyra um allar þær vörur sem eru á boðstólum. Til dæmis eigum við mikið úrval af sírópi sem gerir mikið fyrir cafe latte. Einnig má bræða appelsínusúkkulaði í mjólk og bæta við espressó, það er svo margt hægt að gera.“ Í bókabúðum og á netinu er hægt að nálgast uppskriftabækur, með alls kyns kaffiuppskriftum, vilji menn prófa sig áfram. Hér koma þó nokkrar uppskriftir frá Unnsteini sem koma lesendum upp á kaffi- bragðið. Bara tíu dropa takk HVÍTT SVISS MOKKA „Hér er notað hvítt súkkulaði, Cafe tassé eða annað súkkulaði, sem er brætt í mjólk. Í eitt glas er notaður einfaldur espressó eða bara eftir smekk hversu mikið kaffibragð fólk vill hafa. Súkkulaðið fer heitt ofan í glasið og kaffið þar á eftir. Hvíta súkkulaðið gerir það að verkum að þessi drykkur verður svolítið sætur þannig að fólk verður að prófa sig áfram. Síðan má toppa drykkinn með rjóma og setja síróp ofan á rjómann.“ KAFFIFRAUÐ „Þetta er kannski aðeins flóknara og krefst smá þolinmæði að ná fullri leikni. Maður notar um einn fimmta af matarlími sem er sett í kalt vatn. Þegar búið er að kæla matarlímið þá er því blandað saman við tvo klaka og fjórfaldan espressó og sett í rjómasprautu. Sprautunni er lokað og hrist vel. Notið tvö gashylki. Leyfið fyrra gashylkinu að klárast ofan í, takið það í burtu, setið hitt á, hristið og þá ertu kominn með frauðið. Þetta er rosalega gott kaffifrauð. Síðan set ég vanillurjóma/tíramísúsósu ofan á. Í þá sósu nota ég Irish cream eða tíramísúsíróp, fínt að nota eina eða tvær matskeiðar af sírópinu, blandið saman við rjóma og vanillukrem og hrærið saman. Svo má setja kremið í sprautu til að sprauta ofan á frauðið.“ Unnsteinn Jóhannsson, kaffibarþjónn hjá Te og Kaffi, segir lítið mál að gera góða kaffidrykki sem standa einir og sér sem eftirrétt- ir. FRÉTTABLAÐIÐ/HÖRÐUR ÍSSÓSA À LA UNNSTEINN „Þetta er alls ekki flókin uppskrift. Ég notaði dökkt súkkulaði, Cafe tassé, miða við svona hálfa plötu á manninn og set einfaldan espressó út í. Svo er bara að margfalda eftir fjölda matargesta. Síðan notaði ég ís ársins 2005, sem er Mjúkís frá Kjörís með karamellusósu og kexkúlum, en hann hentar rosalega vel með sósunni.“ - leggur heiminn að vörum þér Njóttu ilmandi kaffisopans frá Kaffitári. Við höfum lagt allan okkar metnað í að hann gleðji þig. Veldu þitt bragð og styrkleika í kaffihúsum okkar og verslunum um land allt. www.kaffitar.is H 2 hö nn un

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.