Tíminn - 26.01.1979, Blaðsíða 7
Föstudagur 26. janúar 1979
7
r
Enginn niitimamaður kemst
hjá þvl að afla sér orku til
upphitunar húsa sinna, suðu,
lýsingar og annarra heimilis-
þarfa. Þessar nauðsynjar eru
okkur Islendingum állka mikil-
vægar og loftið sem við drögum
að okkur eða fæðan, sem við
leggjum okkur til munns.
öllum finnst eðlilegt og sjálf-
sagt, að mikilvægar innlendar
neysluvörur, eins og kjöt og
mjólkurvörur, séu seldar á
sama verði um allt land. Sama
gildir um bensin og ollur, og er
jöfnun verðs þessara vara
mikilvægt spor I þá átt að j afna
lífskjör manna. En orka til al-
mennra heimilisþarfa, eldunar,
lýsingar og upphitunar er seld
landsmönnum á mjög mismun-
andi veröi þrátt fyrir nokkra
viðleitni til aö jafna þann
kostnað meö veröjöfnunargjöld-
um raforku og svokölluðum
ollustyrk til húsahitunar.
Verðjöfnun orku til
heimilisþarfa.
Fyrir slðustu jól urðu allmikl-
ar umræður á Alþingi, I fjöl-
miðlum og manna á meðal um
hækkun verðjöfnunargjalds á
raforku. Komu þar ýmis mis-
munandi sjónarmiö fram, enda
eðlilegt, að menn hafi misjafnar
hugmyndir um lausn þess
vandamáls, sem mismunandi
orkuverð eftir landshlutum
vissulega er. Hitt er lakara, ef
þær skoðanir, sem menn mynda
sér, byggjast ekki á þekkingu á
málinu og ef tilvillekki heldur á
löngun til hlutlægrar skoðana-
myndunar.
Mér finnst rétt að taka fram
áður en lengra er haldið, að ég
tel að allt orkuverð til heimilis-
nota, þar með talið til upphitun-
ar húsa, eigi aö vera þaö sama
um allt land. Astæðurnar fyrir
þessu tel ég nákvæmlega þær
sömu og eru fyrir þvi, að til
dæmis laun opinberra starfs-
manna eru ákvörðuð án tillits til
búsetu, og almenn laun eru nær
þau sömu um allt land. Mis-
munandi orkuverð hefur svo af-
gerandi áhrif á afkomu manna,
að ég tel réttlætismál að meöan
orkuverðið er svo misjafnt sem
raun ber vitni, ætti tvlmæla-
laust að taka tillit til þess við
álagningu beinna skatta til
rlkisins. Raunar er þaö svo nú,
að þeir sem dýrasta orku nota
til heimilisþarfa greiða hærri
skatt af henni til rlkisins en þeir
sem hagkvæmari orkukaupa
njóta.
•rsfvel
MORGUNBLADIÐ, LAUGARDAGUR 30. DEl
_____ ækkun verðjöfnun-|
óréttiát skatthei"'t*)fargjalds á raforku
i liggur
tyqr Alþingijrumvarp
Hlaðinu hefur borizt eítirfar raforkuverði hjá notendum Raf- en stjórnvöid hafa þó valið í
Midi frá P-#-------—---------n,~ ---------:*~ ~ —1 ■ ■'—- ....
Um orkusölu
og réttlæti
Alþýðublaðið og orku-
verðið.
t einum leiðara Alþýðublaðs-
ins nú fyrir jólin, sem bar yfir-
s k rif t i n a „Ór é 111á t
skattheimta”, er tekin mjög
hörð afstaða gegn hækkuðu
verðjöfnunargjaldi á rafmagni.
Leiðarahöfundurinn varpar
fram þeirri eölilegu spurningu,
hvers vegna „sumum er gert að
bera kostnað af raforkunotkun
en öðrum ekki”. Svarsins telur
leiðarahöfundur ekki þörf að
leita langt, það hefur hann
heimatilbúið: Erfiö afkoma
Rafmagnsveitna rikisins er að
kenna of lágu verði á raforku til
bænda. Rafmagnsveiturnar
verði að leiðrétta taxta sina og
hækka verð til bænda áður en
„óréttlæti og aumingjaskapur”
komi fram I hækkun verðjöfn-
unargjalds.
I ágætri grein sem Kristján
Jónsson, rafmagnsveitustjóri
skrifaði i Morgunblaðið 30.
desember sl. gerir hann mark-
taxtasölu Rafmagnsveitnanna
að umræðuefni, en við þann
taxta er átt i umtalaöri Alþýðu-
blaðsgrein. Þar kemur fram
„að stefna stjórnvalda hefur
verið sú að miða húshitunar-
kostnað með rafhitun við oliu-
verð að teknu tilliti til ollu-
styrks, þannig aö húshitun með
rafmagni verði ekki hærri en
með ollu”. Enn fremur segir
hann um marktaxtann: „Við
itrekaða athugun á samsetningu
notkunar hans kemur I ljós að sé
reiknaö með heimilisnotkun á
heimilistaxta, súgþurrkun á
súgþurrkunartaxta og afgang-
inn af notkuninni fari til húshit-
unar, þá er verðið til hitunar ca.
7-8% lægra en á almennum hit-
unartaxta. Hagkvæmni Raf-
magnsveitnanna við að selja
samkvæmt marktaxtanum er
hins vegar margföld miðaö við
þennan mismun vegna hag-
kvæmari nýtingartimaog þar af
leiöandi hagstæðari innkaupa á
raforkunni I heildsölu, betri nýt-
ingu dreifikerfa I sveitum,
fækkunar orkumæla hjá not-
anda, einfaldara kerfis hjá not-
anda o.fl.”
Þetta er dómur rafmagns-
veitustjóra um hagkvæmari
orkusölu á marktaxta. Óhag-
ræðiðfyrir kaupandann er eink-
um það, að hann þarf að nota
raforkuna mjög jafnt til að ná
lágu verði á kilóvattsstund og
sú orka er tiltölulega dýr, sem
bæta þarf viö þegar orkunotkun
þarf af einhverjum ástæðum að
vera sérstaklega mikil og um-
fram það sem samið er um föst
kaup á.
Ekki sýnist mögulegt sam-
kvæmt þessum upplýsingum að
hækka marktaxtann sérstak-
lega til að bjarga f járhag Rarik.
Tæpast mundi það a.m.k. þjóna
réttlætinu, sem Alþýðublaðs-
leiðarahöfundurinn gerir sér
svo tíðrætt um.
Orkuverð og skattlagn-
ing.
t tengslum við fýrrnefnda
grein Kristjáns Jónssonar I
Morgunblaðinu er birt tafla yfir
verð til heimilisnotkunar hjá
þrem rafveitum. Miðað við 3000
kilóvattastunda ársnotkun og
verð það sem nú gildir kostar
heimilisnotkunin Akranesfjöl-
skylduna kr. 51.750, Reykja-
vikurfjölskylduna kr. 59.460 og
þá fjölskyldu sem kaupir af
Rafmagnsveitum rlkisins kr.
111.750 I þessu er 13%
verðjöfnunargjald og 20% sölu-
skattur sem leggst með meira
en tvöföldum krónufjölda á
viðskiptavin Rarik miðað við
Akranessbúann. Þessi munur
framfærslukostnaðar er vissu-
lega mikill, hvort sem hann er
mældur i krónum eða prósentu-
tölum. En þó er þessi munur
smáræöi miðað við muninn á
húshitunarkostnaði. Samkvæmt
grein Kristjáns Jónssonar er
rafhitun með þilofnum hjá
Rarik um 250% hærri en upphit-
un með heitu vatni I Reykjavlk.
Um krónutölu er ekki rætt, en
mérer persónulega kunnugt um
sveitaheimili, sem notaöi á sl.
ári raforku til hitunar, heimilis-
nota og búskapar fyrir sem
svarar 823 þús krónum á núver-
andi verði. Samkvæmt
verðlagsgrundvelli landbún-
aðarvara fást greiddar I verði
landbúnaöarframleiðslu þessa
bónda ca. kr. 200 þús. Ekki
skiptir orkuverðið þennan mann
litlu máli.
Þá er fyllsta ástæða að vekja
athygliá nauösyn þessaðhvetja
húseigendur, sérstaklega á
þeim svæðum sem nota dýra
upphitunarorku, til að einangra
betur hús sln. Til þessa þyrfti
t.d. Húsnæðismálastofnunin að
bjóöa sérstök lán. Slík fjárfest-
ing væri áreiðanlega hagkvæm
bæði fyrir þjóðina og
einstaklinga.
Niðurstöður.
Vegna strjálbýlis hlýtur dreif-
ing raforku að vera dýr hér á
landi. Enn er dreifingunni
ólokið allmargir sveitabæir
blða langþráöra og bráðnauð-
synlegra úrbóta I þessu efni.
Bilanir siöustu vikna sýna
áþreifanlega, að endurnýjun
dreifikerfisins er brýnt nauö-
synjamál, enda margar dreifi-
linur gamlar. Jafnframt endur-
nýjuninni þarfaöbreyta einfasa
llnum I þriggja fasa og ekki má
gleyma þvi að sú vara, sem
einfasa llna flytur er til muna
dýrari i notkun en þriggja fasa
raforkan og er þess vegna ekki
sambærileg að gæðum.
Til þessara verka þarf mikla
fjármuni. Er ekki orðið tíma-
bært að ræða i fullri alvöru um
eitt orkubú þjóðarinnar, sem
sjái landsmönnum á skipulegan
hátt fyrir orkuþörfum til heim-
ilisnota, upphitunar, atvinnu-
fyrirtækja og annarra nauðsyn-
legra og arðbærra nota? Slíkt
fyrirkomulag mála kostar
mikla skipulagsbreytingu. Hún
kostar vilja ogskilning almenn-
ings og yfirvalda. Auövitað
mundi þetta lika hækka fram-
færslukostnað á ýmsum þeim
svæðum, þar sem hann er nú
lægstur, en vegna þess hve fáir
þeir eru, sem nú búa við dýrustu
orkuna, mun hækkunin hjá hin-
um naumast veröa mjög tilfinn-
anleg.
Skólafélag Menntaskólans
á ísafirði:
Sumir eru
jafnarí
en aðrir
Þegar landsfeöurnir tala til
þjóðarinnar á tyllidögum ræða
þeir jafnan mikið um þaö,
hversu dýrölegt þaö sé aö
byggja þetta land, svo til allir
hlutir margfalt fiálkomnari en
annars staðar, og það sem ekki
sé þegar orðið fullkomið stefni I
það minnsta hraðbyri að þvi
marki. Þá er gjarnan minnst á
jafnrétti til náms og að á Islandi
sé engin stéttaskipting. „Þjóðin
er eins og ein stór f jölskylda” er
jafnan viðkvæðið. Allir eru
sagðir standa jafntað vígi, hafa
jafna möguleika til náms og at-
vinnu. Væri þetta rétt, hlytu
þeir sem ekki tekst að afla sér
menntunar að vera heimskari
en aðrir, enda er þvi haldið
fram.
En þetta er ekki rétt. A Is-
landi er ekki jafnrétti til náms.
Það er ekki rétt að allir hafi
jafna möguleika til aö afla sér
menntunar. Dreifbýlisung-
menni hafa mun minni mögu-
leika til að ljúka námi en þau
sem geta sótt skóla I heima-
byggö sinni og geta þar af leið-
andi verið i fæði hjá foreldrum
sínum. Þetta veröur slðan til
þess, að þaö eru börn sem ekki
þurfa að fara að heiman I skóla
sem fá mesta menntun og
valdastööurnar i þjóðfélaginu.
Tilefni þessara skrifa er
reyndar það, aö vekja athygli á
einum þeim kostnaðarlið náms-
manna sem ekki hvað sist við-
heldur þessu ástandi, þ.e. mötu-
neytiskostnaði i menntaskólum.
Eins og hlutun er nú háttaö,
greiða mötunautar I mennta-
skólamötuneytum allan kostnað
við rekstur þeirra, þ.e. bæði
hráefni og laun starfsfólksins.
Þetta veröur það mikil upphæð
á hvern og einn að það verður
ekki svo auöhlaupið að þvl aö
vinna fyrir þvi yfir sumartlm-
ann, ef menn ætla lika að eiga
fyrir fötum, skólabókum og öðr-
um nauðsynlegum hlutum. 1
vetur er t.d. gert ráð fyrir
60.000.-króna kostnaðiá mánuði
á mötunaut I mötuneyti
Menntaskólans á Isafirði.
Þetta þykir okkur há upphæð,
— svo há aö ekki verður við
unað. Sömu sögu er aö segja úr
öörum menntaskólum þar sem
mötuneyti eru starfrækt.
Kostnaður á mann er svipaður,
og allt aö 40% af upphæöinni eru
laun starfsfólks.
Þaö er þvl sanngjörn krafa
Landssambands mennta- og
fjölbrautarskólanema að rikiö
greiöi allan launakostnaö
starfsfólks I mötuneytum skól-
anna. An þess er tómt mál aö
tala um jafnrétti til náms á ts-
landi.Með þessum háa kostnaði
er veriö að tryggja það að börn
dreifbýlisfólks verði aldrei
annaö en láglaunafólk, sem
sagt, að viðhalda óþolandi mis-
rétti.