Tíminn - 01.02.1979, Blaðsíða 5
Fimmtudagur 1. febrúar 1979
5
Steingrimur Hermannsson ráðherra á fundi í Kópavogi
Hlálegt ef ekki næst
samstaða
Fjölmenni var á fundinum i Kópavogi. (TímamyndRóbert)
„Ef rikisstjórninni tekst ekki
að ná fram þvi meginmarkmiði
sínu að minnka verðbóiguna i
landinu á hún að fara frá völd-
um”, sagði Steingrimur
Hermannsson dóms- og land-
búnaðarráðherra i upphafi ræöu
sinnar á fundi framsóknar-
manna i Kópavogi i fyrra kvöld.
Það kom fram I ræðu Stein-
grims að enn er ekki ljóst hvort
það tekst að ná samkomulagi
innan rikisstjórnarinnar um að-
geröir og frambúðarstefnu i
efnahagsmálum. Ráðherra-
nefndin hefði lagt mikla vinnu I
öll þessi mál, og væri þegar
komið samkomulag um veiga-
mikla þætti, en það myndi skýr-
ast nU á næstunni hvort endan-
legt og alhliða samkomulag
tækist.
Steingrimur Hermannsson.
væri ekki skynsamlegt að binda
öll atriði efnahagsmálanna i
lögum. Mörg atriði ættu miklu
fremur heima i stjórnvalds-
ákvöröunum, reglugerðum og
öðrum aðgerðum.
„Tillögur Alþýöuflokksins um
lögbindingu ýmissa þátta, svo
sem peningamagns, launa og
verðlags, eru óvenjulegar og ill-
framkvæmanlegar. Tillögur
Alþýðubandalagsins eru hins
vegar miklu almennari stefnu-
mið til langs tima”, sagöi Stein-
grimur m.a.
,,Ég hef alltaf verið bjartsýnn
þangað til komið er fram af
brúninni”, sagði Steingrlmur.
,,0g ég er það enn. Nú veröur aö
nást niðurstaða, og hún hlýtur
að verða málamiðlun byggð á
tilslökun allra.”
Það kom fram I máli ráöherr-
ans að I rlkisstjórninni yrðu nú
um mánaðamótin lögð fram
drög að tillögum, frumvörpum
og ábendingum sem byggð
verða á vinnu ráðherranefndar-
innar. Sérstaklega verða lögð
fram ýmis efnisatriði sem lúta
að félagslegum umbótum en
ekki eiga heima i lagafrum-
varpi um efnahagsmálin.
1 lok ræðu sinnar sagði Stein-
grimur Hermannsson m.a.:
,,Það er svo langt komið i
samkomulagsátt að það væri
hlálegt ef ekki tækist að ná fullri
samstöðu. Enn er eftir mikil-
vægt gat, sem er vlsitölubinding
launa, og ekki ljóst hver afstaða
samstarfsflokkanna veröur að
lokum i þvi máli. Ef ekki næst
samstaða veröur það af ein-
hverjum öðrum ástæðum en
þeim sem lúta að meginmálun-
um nú. Þá virðist það ljóst aö
innviðir sigurflokkanna frá
liðnu sumri eru þegar orönir svo
fúnir aö þeir halda ekki lengur.
Enginn töfrasproti er til sem
leysir vandann, heldur aðeins
viðtæk samstaða. Þetta er mjög
alvarleg tilraun sem nú stendur
yfir. Ef illa fer sé ég ekki annað
en stjórnleysi muni taka við,
a.m.k. um nokkurt skeið. Og
skilningurinn á málunum er
meiri nú en nokkru sinni fyrr,
ekki sist meðal almennings”,
sagöi Steingrimur Hermanns-
son aö lokum.
„Hornsteinn stjórnarsam-
starfsins eru samráðin við aðila
vinnumarkaðarins, en þau hafa
að mestu leyti beinst aö laun-
þegasamtökunum”, sagði
Steingrimur.
Steingrímur rakti störf ráö-
herranefndarinnar og geröi
grein fýrir þeim hugmyndum
sem fram hafa komið af hálfu
stjórnarflokkanna. Hann tók
fram að ýmislegt væri álitlegt I
tillögum hinna stjórnarflokk-
anna, en þyrfti töluverörar
vinnu til að ganga ýtarlega og
rækilega frá þvi. Hins vegar
heföu framsóknarmenn kosiö
aðvinna betur og nákvæmar að
sinum tillögum.
Steingrimur Hermannsson
rakti efni tillagna framsóknar-
manna og tók það sérstaklega
framaðsamkvæmt eðli málsins
Sjálfstæðismenn
í borgarstjórn:
Flytja tillögu
um rýmri
opnunartíma
veitingahúsa
Kás — Á fundi borgarstjórnar i
kvöid verður tekin fyrir tillaga
frá borgarfulltrúum Sjálfstæðis-
fiokksins um rýmri opnunartima
veitingahúsa. Er i henni gert ráð
fyrir þvi að veitingahúsum veröi
heimUtað hafa opið frá þvi kl. sex
á morgnana tU kl. þrjú eftir mið-
nætti, og þvi beint til dóms- og
kirkjumálaráðuneytisins, að
regiugerð um sölu og veitingar
áfengis verði breytt meö hliðsjón
af fyrrgreindum breytingum sem
lagt er til að gerðar verði á lög-
reglusamþykkt Reykjavöcur.
I greinargerð með tillögunni
segir m.a.: „Með tillögu þeirri,
sem hér er flutt um breytingu á
lögreglusamþykkt, er gert ráð
fyrir þvi, aö veitingahúsum sé I
sjálfsvald sett, hvenær þau hafa
opiö innan þess tbnaramma, sem
reglugerðin setur. Þau geti þá
hleyptgestuminneftirkl. 23.30 og
æskiíegt væri einnig, að lokunar-
tima þeirra yrði nokkuð dreift.
Nú loka nánast allir skemmtistað-
ir á sama tima, en það skapar
margvislega erfiðleika, i umferö,
og leigubílavandræði eru mikil á
þessum ti'ma um helgar. Ef húsin
hættu ekki öll á sama tima, eru
llkur á, að leigubifreiðastjórum
veittist auðveldara að sinna gest-
um veitingahúsa en nú er um
helgar.
Nú loka þau veitingahús, sem
hafa dans á boðstólum, kl. 2.00
um helgar. Lenging opnunartima
þeirra er likleg til aö koma í veg
fyrir hvimleið veisluhöld I heima-
húsum, sem ofthefjast að loknum
lokunartima veitingahúsa. Þessi
breytta regla, ef samþykkt
veröur, er þvi liklegri til aö hafa
áhrif til bóta á bæjarbrag
Er bíllinn þinn ryóvarinn og hefur þú látió
endurryóverja hann meó reglulegu milli-
bili eóa hefur þú gerst sekur um hiróu-
leysi og látió reka á reióanum ?
Góó ryóvörn er ein besta og ódýrasta
trygging sem hver bileigandi getur haft
til þess aóvióhalda góóu útliti og háu
endursöluverói bilsins
Þú ættir aó slá á þráóinn eóa koma og
vió munum - aó sjálfsögu - veita þér allar
þær upplýsingar sem þú óskar eftir varó-
andi ryóvörnina og þá ábyrgó sem henni
fylgir
sprautaó inn i afturbretti
sprautaó i gólf
enginn staóur sleppur
Tectyl tryggir gæóin
^ Ryóvarnarskálinn
Sigtúni 5 — Simi 19400 — Pósthólf 220