Tíminn - 16.02.1979, Blaðsíða 2

Tíminn - 16.02.1979, Blaðsíða 2
2 Föstudagur 16. febrúar 1979 Sovétríkin og Bandaríkin deila um sendiráðsmálin í Afghanistan og íran Bandaríkjamenn flytja bandaríska ríkis- borgara frá íran Washington — Moskva/Reuter — Walter Mondale varaforseti Bandarikjanna mun samkvæmt ósk Carters Bandaríkjaforseta flýta sér heim úr skiða- leyfi til að taka við stjórn mála i Washington á meðan Carter er i opinberri heimsókn i Mexikó. Astæöa heimkvaöningar Mondale er alvarlegt ástand mála 1 Miöausturlöndum aö áliti Bandarikjamanna sem hyggjast á laugardaginn hefja fjöldflutn- ing bandarlskra ríkisborgara frá Iran. Einnig fer sambúöin viö Sovétrlkin versnandi vegna sendiráösmálanna, annars vegar morösins á bandariska sendi- herranum I Afghanistan og hins vegar árásarinnar á bandarlska sendiráöiö I Teheran, en Sovét- menn telja aö Bandarikjastjórn sé af fullkomnu ranglæti aö reyna aö draga þá inn I málin. Sendiherra Sovétrikjanna I Bandarikjunum, Anatoly Dobrynin, var I gær kallaöur á fund I utanrlkisráöuneytinu bandarlska og honum fengin mótmæli viö afskiptum sovéskra ráögjafa I Kabul er skipulagt hafi árásir lögreglunnar þar I borg á hótel þaö sem bandariska sendi- herranum, Adolf Dubs, var haldiö I glslingu, en hann var skotinn af rænginjum slnum á meöan á árásinni stóö. Samkvæmt frásögn bandarlskra stjórnarfulltrúa höföu sovésku ráögjafarnir neitaö Waldheim spáir slæmu ári 1979: Efast um samkomulags- vilja pjóðarleiðtoga Sameinuðu þjóðirn- ar/Reuter — Kurt Wald- heim framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna hélt i gær sinn fyrsta blaðamannafund á árinu og lét þá i ljós nokkrar áhyggjur yfir þróun heimsmála og spáði einnig alvarlegri oliu- kreppu á næstunni. Sagöi Waldheim aö hver svo sem stefna íransstjórnar yröi i olluframleiöslumálum hefö: framleiösla legiö niöri þar svc lengi og ætti svo langt I land aö ní fullum afköstum, aö von bráöai hlyti alvarlegur olluskortur al segja til sin I heiminum. Waldheim spáöi slæmu ári I ár hvaö tæki til alþjóöastjórnmála og kvaö mörg vandamál óleyst og ekki bjartar horfur á aö tækist yfirleitt aö leysa þau. Gagnrýndi hann aöildarrlki Sameinuöu þjóö- anna fyrir skort á samningavilja aö hafa samvinnu viö bandarlska sendiráöiö og haft tilmæli Cyrus- ar Vance utanrikisráöherra Bandarlkjanna um aö fara aö öllu meö gát aö engu. Jody Powell, talsmaöur Hvlta hússins, sagöi I gær aö mál þetta mundi engin áhrif hafa á SALT- viöræöur Bandrikjamanna og Sovétmanna en þaö væri Ihalds- sömum þingmönnum kærkomiö sem staöfesting á þvi aö Sovét- mönnum væri I engu aö treysta. Tass fréttastofan I Sovétríkjun- um sagöi ekki frá mótmælum Bandarlkjastjórnar I gær en greindi frá fréttunum I vestræn- um blööum og sagöi aö þær væru fullar af lygum og Sovétmenn heföu hvergi nálægt þessu komiö. Tass fréttatofan greindi hins vegar frá árásinni á sendiráö Bandarlkjanna I Teheran og sagði þar um, aö atburöurinn væri settur á sviö og til þess ætl- aöur að gefa Bandarikjaher ástæöu til afskipta i Iran. Var þessum fréttaflutningi mótmælt af hálfu bandariska sendiráösins I Moskvu. Eins og áöur greinir hafa Bandarlkjamenn nú I hyggju aö flytja bandarlska þegna I Iran á brott og hafa þeir samiö viö stjórnvöld I Tyrklandi um lend- ingarleyfi og aöstööu þar fyrir Mondale fimm stórar þyrlur og sex Herculesflutningavélar er notað- ar verða I þessu skyni. Flutn- ingarnir hefjast á laugardag og er búist viö að minnsta kosti 1700 Bandarikjamenn af.7 þúsund I landinu veröi fluttir á brott. Tass fréttastofan hefur greint frá þessum fyrirætlunum og bent á möguleikann á að þessar vélar veröi notaöar til að hafa afskipti af Iransmálum. í Bandarlkjunum var hins vegar haft eftir tals- mönnum I utanrikisráöuneytinu að Bandarfkjastjórn heföi aövar- að Sovétstjórnina um þaö aö senda þyrfti nokkuö af bandarisk- um hergögnum til Iran til aö nota viö brottflutning Bandarikja- mannanna. Waldheim ekki sérlega bjartsýnn. og kvaö þaö oröiö algengt i seinni tíö aö þjóöir væru ekki tilbúnar aö semja um vandamál sln fyrr en þaö væri oröið of seint og allt komiðihnút. Ekki tilgreindi hann nein riki en orörétt sagöi hann: „Ég hef miklar áhyggjur af þvl hvort yfirleitt sé pólitiskur vilji til aö leysa vandamál meöal þjóöar- leiötoga nú á tlmum”. Sovétmenn vilja samvinnu við Japani í Síberíu Tokyo/Reuter — Sovétrikin báöu I gær Japan um aöstoö og samvinnu um vinnslu náttúru- auölinda austast i Sovétrikj- unum eöa Siberiu. Ósk Sovétmanna kom fram á þriggja daga fundi sérstakrar japanskrar-sovéskrar efna- hagssamvinnunefndar sem hóf störf sin I gær I fýrsta sinn eftir nokkurt hlé er varö þegar Jap- anir undirrituöu vináttu- og samvinnusáttmála viö Kina þvert ofan I mótmæli Sovét- stjórnarinnar. Japanskur talsmaöur sagöi fréttamönnum i gær aö sam- vinna sú sem Sovétmenn æsktu væri um sjö stór verkefni I Slberi'u og þar á meöal kopar- vinnslu, asbestvinnslu og pappirs- og stálframleiöslu. Ósk Sovétmanna gengur út á aö selja Japönum framleiöslu frá þessum fyrirtækjum á til- tölulega hagstæöu veröi gegn lánafyrirgreiöslu og tækniaö- stoö. Forsetl Tsad flúinn tíl Frakka — uppreisnarmenn sækja á Paris/Reuter — Forseti Tsad, Felix Malloum, virð- ist hafa sagt af sér og hefur leitað skjóls hjá frönsku setuliði i landinu hermdu áreiðanlegar heimildir i gærkvöldi. Af Malloum hefur tekið viö hershöföingi aö nafni Wadal Abdelkader Kamougue, fyrrver- andi utanrlkisráöherra landsins, og stjórnar nú vörninni gegn uppreisnarmönnum á vegum Hissene Habre forsætisráöherra. Tsad er nýfrjálst rlki I Miö- ERLENDAR FRETTIR Umsjón: Kjartan Jónasson Afriku og íyrrverandi nýlenda Frakka sem halda þar enn nokk- urt setuliö. Atök hófust I landinu á mánudaginn þegar stuönings- menn Habre forsætisráðherra og fyrrverandi skæruliöaleiötoga gerðu árás á höll forsetans, Malloum, og flugvöllinn I höfuö- borginni N’Djamena. Fylgismenn Habre viröast nú enn sækja á I höfuðborginni og vopnahlé, sem franska setuliöinu tókst aö koma á I fyrradag, stóö ekki nema nokkrar klukkustund- ir. Á meöan vopnahléö stóö tókst þó setuliöinu aö koma úr landi um 1000 frönskum ríkisborgurum er dvöldu I Tsad. Eins og áöur segir hefur Malloum forseti nú leitað á náöir setuliösins sem heldur sig á flug- vellinum I N’Djamena. Sagöi Valery Giscard Frakklandsfor- seti á blaöamannafundi I gær aö franska herliðiö heföi ekki og mundi ekki skipta sér af átökun- um I landinu. Hermenn Frakka I landinu eru um 2000 og voru þeir sendir þang- aö I fyrra til aö hjálpa stjórnvöld- um aö berjast viö skæruliöasam- tök I landinu er nutu dyggilegs stuönings Libýu. Leiötogi skæru- liöanna þá var Habre sem slöan yfirgaf samtökin og varö for- sætisráöherra landsins. Siöan hefur sletst upp á vinskap hans og Malloum forseta og leiöir hann nú aö nýju byltingaröfl I landinu. Frakkar gáfu Tsad sjálfstæöi áriö 1960 og I ræöu sinni I gær sagöi Frakklandsforseti aö einhverja pólitiska lausn þyrfti aö finna I þessu samheldnislausa rlki. Taldi hann aö best færi á þvl aö stuöla aö nokkurri valddreif- ingu I landinu þannig aö uppreisnarmenn I noröur- og suöurhlutum landsins fengju meiri sjálfstjórn en nú er án þess aö rikiseiningunni yröi sundraö. Vletnamskir flóttamenn fá hæli á mannlausum eyjum Jakarta/Reuter — Nokkur vestræn riki hafa komið sér saman um hagkvæma iausn tii bráöabirgöa á þeim vanda er til dæmis Thailand og Malasia eiga viö aö etja og stafar af flóttamannastraum frá Víet- nam. Hugmynd rlkjanna er að gera nokkrar afskekktar og mannlausar eyjar aö mót- tökustöðum flóttamannanna og þaöan væri slöan hægt aö koma þeim áleiðis til fram- tlöaraöseturs I rikjum er taka vildu viö þeim. Hugmyndin er ennfremur aö Sameinuöu þjóðirnar kosti uppihald fólks- ins á þessum eyjum. Um þessar mundir eru meira en 130 þúsund flótta- menn frá Indóklna IThailandi, um 52 þúsund i Malasiu og nokkurþúsund á Filippseyjum og I Indónesiu. Hafa rlki þessi óbærilegan kostnaö af flótta- mönnunum enda ekki efnuö.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.