Tíminn - 06.05.1979, Blaðsíða 6

Tíminn - 06.05.1979, Blaðsíða 6
6 Sunnudagur 6. mai 1979. Otgefandi Framsóknarflokkurinn Framk vaemdast jóri: Jóhann H. Jónsson. Ritstjórar: Þórarinn Þórarinsson og Jón Sigurösson. Auglýsinga- stjóri: Steingrimur Gislason. Ritstjórnarskrifstofur, framkvæmdastjórn og auglýsingar SiOumúla 15. Sími 86300. — Kvöldsimar blaOamanna: 86562, 86495. Eftir kl. 20.00 : 86387. Verö i lausasölu kr. 150.00. Askriftargjald kl. 3.000.00 — á mánuOi. Blaöaprent V_____________________________________________________________J Ný landbúnaðar- stefna Sú stefna i landbúnaðarmálum, sem Framsókn- arflokkurinn mótaði fyrir 60 árum, reyndist land- búnaðinum mikil lyftistöng á næstu áratugum. Kjarni hennar var að styrkja bændur til að taka aukna þekkingu og tækni i þjónustu sina, án þess að það leiddi til of mikils rekstrarkostnaðar við bú- reksturinn. Þetta var m.a. gert með þvi að tryggja landbúnaðinum hagstæð lánskjör. Landbúnaðurinn hefur þá sérstöðu að skila yfirleitt ekki skyndiarði, en jöfnum og öruggum á lengri tima. Þess vegna er það viðurkennd regla um allan heim, að landbúnað- urinn eigi að njóta lengri lána og lægri vaxta en flestar atvinnugreinar aðrar. Á stjórnarárum Sjálfstæðisflokksins og Alþýðu- flokksins á árunum 1960-1971 var landbúnaðarstefn- unni gerbreytt. Lánskjör voru gerð óhagstæðari og ýtti þetta og annað mjög undir stóraukinn rekstrar- kostnað búanna, sem leiddi til hærra útsöluverðs á landbúnaðarvörum. Til þess að vega gegn þessu voru teknar upp niðurgreiðslur og útflutningsbætur i sivaxandi mæli. Það var þvi orðið ljóst, þegar dró að lokum við- reisnartimabilsins, að þörf var orðin fyrir nýja stefnu i landbúnaðarmálum. I grein, sem birtist i Timanum24. ágúst 1969, voru dregin saman nokkur meginatriði hinnar nýju stefnu, sem þyrfti að koma til sögunnar. Þar sagði á þessa leið: „1. Dregið verði úr rekstrarkostnaði búanna með lengingu stofnlána og lækkun vaxta. Rekstrarlán verði aukin. Greiddir verði niður ýmsir kostnaðar- liðir, t.d. áburður. 2. Löggjöf um ýms framlög til landbúnaðarins verði endurskoðuð og þetta fé gert hreyfanlegra samkvæmt tillögum bændasamtakanna þannig að það renni þangað hverju sinni, sem þörfin er mest. 3. Samtök bænda hafi forustu um að skipuleggja framleiðsluna þannig, að markaðsmöguleikar nýt- ist sem bezt á hverjum tima, reynt verði að komast hjá langvarandi offramleiðslu i einstökum greinum og kappsamlega verði unnið að markaðsleit. 4. Efld verði hvers konar rannsókna- og tilrauna- starfsemi i þágu landbúnaðarins, búnaðarfræðsla aukin á öllum stigum og auknar kröfur gerðar til þekkingar bænda i samræmi við tækniþróun nútim- ans. 5. Hafizt verði skipulega handa um félagsræktun og ýmsan félagsbúskap, þar sem þvi verður komið við, jafnhliða þvi, sem treyst sé og efld sú samvinna bænda, sem þegar er fyrir hendi”. Þótt Framsóknarflokkurinn hafi átt aðild að rikisstjórnum á áttunda áratugnum, hefur ekki ver- ið pólitisk aðstaða til að koma þessum sjónarmiðum fram, nema að takmörkuðu leyti. Þess vegna hefur skapazt hið erfiða ástand i landbúnaðarmálum, sem nú er glimt við og einkennist m.a. af mjög miklum niðurgreiðslum og útflutningsuppbótum. Um margt eru þau sjónarmið, sem eru greind hér að framan, keimlik hinni upphaflegu landbúnaðar- stefnu Framsóknarflokksins. Vert er að minna á, að meðan henni var fylgt, blómgaðist landbúnaðurinn án niðurborgana og útflutningsuppbóta. Þ.Þ. Erlent yfirlit Ecuador fær ungan álitlegan forseta Lýðræöisstjórn verður endurreist þar Jaime Roldós 1 LOK aprfl fór fram forseta- kosning í Ecuador og vann ungur maöur Jaime Roldo’s Aguilera, yfirburöasigur. Hann fékk rúmlega 995 þiís. atkvæöi af 1.444 þús. greiddra atkvæöa. Næstur honum kom frambjóö- andi hershöföingjastjórnarinn- ar, sem hefur fariö meö völd undanfarin sjö ár. Fylgi Roldós reyndist þaö mikiö aö ósennilegt þykir aö hershöföingjarnir reyni aö hindra valdatöku hans eins og nokkuö var óttast fyrir- fram. Roldós hagaði lika kosningabaráttu sinni þannig aö hann reyndi aö komast hjá þvi að styggja hershöföingjana. Mjög breytingasamt hefur veriö I stjórnmálum Ecuador síöustu áratugina. Lýöræöis- stjórnir og hershöföingjastjórn- ir hafaskiptztá um völdin. Einn maöur, Jose Maria Velasco Ibarra.hefur sett mestan svip á stjórnmálabaráttuna. Hann hefur fimm sinnum náö kosningu sem forseti.en aöeins einu sinni setiö kjörtimabiliö á enda. Fjórum sinnum hefur herinn steypt honum af stóli, en það hefur ekki dregiö úr vin- sældum hans. Ariö 1970 hugöist Ibarra koma í veg fyrir ihlutun hersins og tók sér einræðisvald. Þetta dugöi honum þó ekki, þvi aö 1972 tók herinn völdin og rak hann úr landi. Hann dvelst nú i útleg^85 ára gamall. Þrátt fyrir aldurinn hugöi hann á framboð. en herinn kom i veg fyrir það meö þeirri breytingu á stjórnar- skránni aö fyrrverandi forsetar mættu ekki bjóöa sig fram. HERINN geröi jafnframt aöra breytingu á stjórnar- skránni. Húnvarsú,aðeingöngu þeir, sem ættu ecuadoriska borgara sem foreldra, mættu gefa kost á sér til framboðs. Þetta var gert til aö koma í veg fyrir aö Assad Bucaram gæti boðiö sig fram.en foreldrar hans eru frá Libanon. Bucaram haföi verið borgarstjóri i Guayaquil, stærstu borg Ecuador og unnið sér þar miklar vinsældir. Flokkaskipting i Ecuador hefur oft byggt á eins konar sam- keppni milli tveggja aöalborga landsins eða höfuöborgarinnar Quito og Guayaquil. Höfuðborg- in hefur verið höfuövigi hinna ihaldsömu en Guayaquil hinna róttæku. í forsetakosningunum hefur Guayaquil oftast veitt bet- ur, enda fjölmennari. Þegar hershöfðingjastjórnin haföi hindraö framboö Bucarams meö framangreind- um hætti,ákvað hann aö bjóða fram eins konar staögengil. Ef staögengillinn næöi kosningu yröihannaðeins forseti aönafni tilen Bucaram yröi sá sem réöi. Fyrir valinu varö litt þekktur lögfræðingur og háskólakenn- ari, Jaime Roldós, sem var tengdur Bucaram á þann hátt, aö kona Roldós var náfrænka Bucarams. I fyrstu var þetta talið vonlitið framboð,en Roldós reyndist mun snjallari áróðurs- maöur en flestir höföu átt von á. Hann var lika hvergi nærri eins róttækur I innanlandsmálum og Bucaram,en flokkur þeirra er félagslyndur umbótaflokkur, sem ekki hallast nema litillega aö sósialisma. Þetta vann Roldós fylgi miöstéttarmanna, sem Bucaram haföi ekki notiö. Áfstaða þeirra i utanrlkismál- um fór ekki heldur saman. Bucaram er harður and- kommúnisti og hlynntur Banda- rikjunum. Roldóslýsti sig fylgj- andi óháöri stefnu I utanrikis- málum. Jafnframt vildi hann draga úr áhrifum Bandarikj- anna i Ecuador, þótt hann vildi halda áfram góöri sambúö viö þau. í forsetakosningunum, sem fóru fram i júli siðastl. náöi eng- inn frambjóöandanna tilskild- um meirihluta, en Roldós fékk flest atkvæöi. Akveöiö var þvi að efna til kosninga að nýju og fóru þær fram i siöasta mánuöi eins og áður segir. Þar fékk Roldós yfirgnæfandi meirihluta. Svo vel hafði honum tekizt að kynna sig, en hann er mikill ræöugarpur og leggur málin mjög greinilega fyrir. Fyrst og fremst hafði hann þó aflaö sér trausts með ábyrgum mál- flutningi. t siðari kosningunum hafði Roldós aðeins einn keppinaut, borgarstjórann i' Quito, en hann var i framboði fyrir hers- höfðingjana. Roldós átti aðal- fylgi sitt í Guayaquil. VIÐ valdatöku Roldós veröur Ecuador þriöja riki Suöur-Ame- riku sem býr við lýðræöisstjórn. Hin eru Venezuela og Kólombía. Taliö er að Carter hafi mjög hvatt hershöföingjastjórnina til þess aö efna til lýöræöislegra kosninga. Þaö hefur lika veriö siöur hershöföingjanna í Ecua- dor að fara aldrei lengi meö völd í einu. Jafnframt forseta- kosningunum fóru fram þing- kosningar og fékk flokkur Roldós öruggan meirihluta. Þótt Roldós væri upphaflega bobinn fram sem staðgengili Bucarams þykir liklegast að hann ætli sér nú völdin sjálfur, enda hefur hann fullkomlega unniö til þess. Roldóser 38ára gamall,fædd- ur 5. nóv. 1940. Hann var af- buröa námsmaöur, sem alltaf var hæstur I bekk sinum. Jafn- framt var hann helzti forustu- maöur I félagsmálum skóla- systkina sinna. Eins og áður segir er hann giftur náfrænku Bucarams og eiga þau þrjú börn. Þótt Ecuador sé á margan hátt náttúruauöugt land, hefur rikt þar mikil kyrrstaða og fá- tækt. Indiánar eru i miklum meirihlutaogbúaviö stórum lé- legri kjör en aörir landsmenn. Veruleg breyting tii bóta hefur oröiöiEcuadorsiöan 1972, en þá hófst þar oliuvinnsla I stórum stil. 1 kjölfar þess hafa fylgt miklu meiri framfarir en áöur. Ibúar I Ecuador eru um sjö milljónir. Þ.Þ. ECUADOR Uppdráttur af Ecuador

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.