Tíminn - 06.05.1979, Síða 14

Tíminn - 06.05.1979, Síða 14
14 Sunnudagur 6. mai 1979. Vilhjálmur Hjálmarsson, fyrrv. ráðherra: Stefnumótun i menningarmál- um? Hvað liður henni? var spurt á Alþingi um daginn. Nokkrar umræður spunnust um þetta. Hugtakið sjálft dálitið á reiki, en ræðumenn sammála að æskilegt væri að skipuleggja sem best stuðning rikisins viö listir og önn- ur menningarmál. Það kom fram i umræðunum, að menntamálaráðherra hefur i hyggju að setja starfshóp til að gefa yfirlit um stöðu þessara mála. Einnig að fyrrverandi menntamálaráðherra hafði sett nefnd til að gera úttekt m.a. á stöðu einstakra listgreina gagn- vart stuðningi hins opinbera. Ég hef oft sagt, að menningar- málastefna Islendinga felist i þvi að rikisvaldið styðji menninguna en stjórni henni ekki! Þetta segir nokkra sögu. Hitt er svo deginum ljósara, að stuðningur hins opin- bera við listir og önnur menningarmál er að hluta lausari i reipunum en æskilegt væri. Umræður þessar voru e.t.v. ekkert merkilegar i sjálfu sér og I slmskeytastil eins og vera ber i fyrirspurnartlma. En vissulega er þörf að ræða þessi mál á Al- þingi — rétt eins og vel tugginn verðbólguvanda! Og ég tók eftir þvi að a.m.k. eitt dagblað, Visir, vakti athygli á umræðunni. Ég hef siðan sett niður á blað punkta þá sem hér fara á eftir. Menningarstofnanir rikisins Rikið eitt sér og einnig ásamt með sveitarfélögunum hefur sett á fót og rekið ýmsar menningar- stofnanir auk skólanna. Þær eiga sinn sessi fjárlögum rikisins. Þar gefur að lita þessi nöfn m.a.: Landsbókasafn Islands, Þjóð- minjasafn Islands, Þjóðskjala- safn Islands, Listasafn Ásgrims Jónssonar, Listasafn Einars Jónssonar, Listasafn Islands, Þjóðleikhúsið, Sinfóniuhljóm- sveitina og Menningarsjóð að ógleymdu Rikisútvarpinu. Þessar stofnanir eru að visu misgamlar, en engin gömul á mælikvarða grannþjóða. — Það leiðir af sögu þjóðarinnar, fátækt og umkomuleysi fyrri tima. Margar þessara stofnana búa við mikið óhagræði vegna þrengsla. Og hin yngsta þeirra, Sinfóniu- hljómsveitin, hefur ekki meira en svo fast land undir fótum, laga- lega og fjárhagslega en er eigi að siður óaðskiljanlegur hluti menningarviðleitni okkar til margra ára. Fyrir utan Rikisútvarpið eru umsvif Þjóðleikhússins langmest fyrirferðar og kosta mesta fjár- muni. Má lika segja að það sé I nánastri snertingu viö fólkið, ekki aðeins i næsta umhverfi, heldur vitt og breitt um landið. Svo er batnandi samgöngum fyrir . að þakka. Þess bera að geta að rikið rekur sjálft eða styður allmarga skóla á listasviðinu. Þar má nefna Mynd- lista- og handiðaskólann, Leik- listarskóla tslands, Tónlistar- skólann í Reykjavik og fjölmarga aðra tónlistarskóla viös vegar um landið. Við stofnun og einnig rekstur margra þessara skóla hefur starf áhugafólks verið frumkrafturinn i verkinu. Menningarmálastyrkir Iþróttireru hvarvetna taldar til menningarmála og hér rekur rik- ið sjálft iþróttakennaraskóla og styður kennslu og þjálfunar- og útbreiðslustörf frjálsu félaganna með árlegum framlögum til rekstursins. Rikið og sveitarfélög eru stór aðili að gerð iþróttamannvirkja sem oft nýtast sameiginlega fyrir skólanema og áhugalið. Þegar allt kemur til alls eru þær fjárhæðir eigi smáar á is- lenskan mælikvarða sem til þess- ara mála renna frá riki og sveitarfélögum. Þátttakendur sjálfir leggja fram ómæld verð- mæti I vinnu og fjármunum. Rikið rekur nokkur meginbóka- söfn eins og fyrr er að vikið en sveitarfélögin sjá um rekstur al- menningsbókasafnanna. Að sumu leyti er örðugra um vik með hvers konar menningar- og félagsstarfsemi i mjög miklu fámenni, m.a. hreinlega af „markaðsástæðum”, ef svo má til orða taka. Reynt er að hlaupa undir bagga með fjárframlögum i ýmsum myndum, bæði 'frá riki og sveitar- félögum. Er svo til ætlast, að bæði fagmenn og áhugafólk njóti góðs af. I leiklisteru veittirstyrkir til fagfélaga i Reykjavik og áAkureyriogtil áhuga- félaga viðs vegar um landið. — Rithöfundar fá nokkurn stuðning i mismunandi formi. — Gengið er út frá þvi að tiltekinn hundraðshluti af bygg- ingarkostnaði skóla skuli renna til listskreytingar. — Kvik- myndagerð nýtur stuðnings samkv. sérstökum lögum. — Listamenn almennt fá beina styrki úr rikissjóði. — Og ýmis menningarfélög fá einnig opin- bera styrki til margvislegrar starfsemi sinnar. Og styrkleysingjar Fáir róma höfðingslund hins opinbera á þessum sviðum (fremur en öðrum!). Er mörgum gjarnt að gera samanburð við önnur lönd. Ég sleppi þvi að sinni. Stundum er það gagnrýnt að rikið skuli innheimta gjöld af að- gangseyri á menningarsamkom- ur. Það læt ég liggja á milli hluta hér — þar er margs að gæta. Vert er að minna á að enda þótt rikið veiti margháttaða fyrir- greiðslu á vettvangi menningar- mála, þá finnast þeir aðilar og eigi fáir sem litilla styrkja njóta eða engra. Má nefna sem dæmi kóra ýmisss konar, suma þraut- þjálfaða.sem að mestu og stund- um öllu leyti bjargast af eigin rammleik. Þá ber stöðugt að hafa i huga þegar fjallað er um þessi mál, að einnig þar sem opinber fjár- stuðningur er verulegur, þá er hann mjög oft aðeins brot kostnaðar. Hugur ber þá hálfa leið og vel það. Slik „framlög” fólksins bera gjarnan launin i sjálfum sér, en eru stórlega þakkarverð engu að siður. Viimutilhögun við gerð fjárlaga Við umræðurnar á Alþingi á dögunum skaut upp kolli hafð- fengu þó riflega dýrtiðarhækkun- ina á sin framlög á fjárlögum fyrir yfirstandandi ár. Hér má sem dæmi nefna, að leiklistin auk Þjóðleikhússins fékk 62 m. kr. á fjárlögum 1979 en 38 m. kr. i fyrra. Þá hækkuðu framlög til Iþróttasjóðs úr 267 m. MENNINGIN OG RÍKIÐ bundinn metingur um frammi- stöðu einstakra rikisstjórna varð- andi framlög til lista og menningarmála. Ég er þeirrar skoðunar og byggi á likum fremur en itarlegri könnun, að hér sé vart um afger- andi mun að ræða. Lengi hefur það verið viðtekin venja að hreyfa ekki.við gerð fjárlagafrumvarps, fjárhæðir til menningarmála nema um stofn- anir rikisins sé að ræða. Reynist siðan oft örðugt að hnika fjár- hæðum til hækkunar við meðferð málsins á Alþingi. Það er föst venja.og hefir verið lengi.að fjárveitinganefnd setur undirnefndir i einstaka mála- flokka, s.s. skólabyggingar, hafnargerðir, sjúkrahús o.s.frv. Þrátt fyrir itrekaðar umleitanir einstakra nefndarmanna á undanförnum árum var það fyrst i vetur, aö sérstök undirnefnd fjallaði um framlög til menningarmála, annarra en skóla. Þetta er áreiðanlega til bóta. Nýja ríkisstjórnin Of snemmt er aö spá um, hvernig núverandi rikisstjórn reynist menningunni. En einstak- ir þættir, leiklist og iþróttir t.d., kr. i 348m. kr. og ný fjárveiting til kvikmyndamála var tekin á fjár- lög. Almennt er sennilega ekki af miklu að státa i menningarfram- lögum hjá núverandi rikisstjórn á fyrsta ári, enda yfirlýst stefna að gæta aðhalds i rikisbúskapnum. Ég vænti hins vegar góös af fram- haldinu, m.a. vegna breyttra vinnubragða á þessu sviði hjá fjárveitinganefnd. En raunar þyrftu ráðuneyti menntamála og fjármála einnig að taka upp ný vinnubrögð við fjárlagagerðina að þvi er menningarmálin varðar, sbr. það sem áður segir um þetta efni. — og síðasta rikisstjórn Samkvæmt töflum sem birtar voru i skýrslu um störf mennta- málaráðuneytisins 1974-1978, hafa ýmis framlög rikisins til lista og annarra menningarmála á fyrri hluta þess timabils fremur gengið saman reiknað á föstu verðlagi. Þessi framlög virtust vera i há- marki 1974. Min reynsla var sú eins og fyrr segir að nálega óger- legt væri að ná fram fullum dýr- tiðarhækkunum á þess háttar framlög á sfðari stigum fjárlaga- afgreiðslunnar, þ.e. hjá fjár- veitinganefnd og Alþingi.

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.