Tíminn - 06.05.1979, Page 19

Tíminn - 06.05.1979, Page 19
Sunnudagur 6. mai 1979. 19 mmmm mmm tslendingar reyna að fylgja öðrum þjóðum I lifsgæðakapp- hlaupinu, sækja tækni til stór- þjóðanna, stofnanir til Norður- landa og skoðanir til Sviþjóðar og svo er að aðlaga öll ósköpin eldi og isum, eins og erlendir menn gjarnan orða það,þvi land okkar er um margt frábrugðið öðrum löndum: það sem er ein- falt i útlöndum, jafnvei sjálfsagt er nær óhugsandi hér veðrátt- unnar vegna, eða sakir fá- mennis. Skemmtibátar Ein tegund af iþróttum heldri manna i öðrum löndum, sem er 1 raun og veru margra alda gömul, hefur nú aðeins náö fót- festu á tslandi en það eru skemmtisiglingar. Samt er hér nógur sjór, kolblár sjór vellur og kraúmar við landið, lemur þaö og skekur daginn út og dag- inn inn en sjór okkar er samt i vanstilltara lagi til þess að hér megi bregða sér I bátsferðir, jafnvel dvelja vikum saman i skemmtibáti með alla fjölskyld- una eins og unnt er að gera á meginlandi Evrópu og við Miö- jarðarhafið en i skemmti- siglingalegu tilliti er Miöjarðar- hafiö og Atlantshafið með Eystrasalti og Norðursjó með- töldum eitt hafsvæði — þannig séð og við bætast svo mörg hundruð kilómetra löng stórfljót og vatnasvæði sem eru leik- vangur sólbrúnna skemmtisjó- manna sem bera i svip sinum velliðan — og eigum viö að segja hetjulegan ævintýrablæ á stundum. I erlendri grein um skemmti- siglingamenn sem ég las i fyrra var sagt ofurlltið frá þessum skemmtisjómönnum, afrekum þeirra og llfsvenjum. Sumir Færaskakið er vfst ekki beinlfnis skemmtisjómennska, f þá veru er menn dreymir um 1 Miöjarðarhafinu en þeir sem gerst þekkja telja skakið hámark sannrar sjómennsku — og einhverja þá mestu heilsubót sem unnt sé að fá á vorum dögum — og það gefur oft tals- vert i aðra hönd lika. lega langtum hentugra til skemmtisiglinga en okkar. Þar eru djúpir firðir og logn eru mikil. ísland er aftur á móti vind- rass, þar sem skelfingin er helsti förunautur manna á smá- skipum, já og svo auðvitaö kuld- inn og ekkert er i raun og veru hægt að fara á báti nema út og JÓNAS GUÐMUNDSSON: skip sem fara má á á milli landa að sumarlagi og hefur það verið gert margsinnis. Út breiddasta skemmtisjómennsk- an mun þó enn vera færaskakið eða trillan, sálarskip þessarar þjóðar, en margir landvinnandi menn eiga lif sitt og hamingju undir þvi að komast á skak eða fuglaveiðar vor,sumar og haust og eru það allskonar menn, sýslumenn.flugmenn, leikarar: allskonar menn sem halda ekki I sýningarhöllinni við Ártúns- höfða eru þeir með báta sina og tæki til kynningar fyrir almenn- ing og getur þar að lita allar mögulegar gerðir báta, — en þarna eru til sýnis sportbátar, fiskibátar, trillur, seglbátar, vatnabátar, gúmmibátar og jafnvel loftpúðabátar. Enn- fremur öryggistæki, siglinga- tæki, vélar, dýptarmælar, tal- stöðvar og allt mögulegt, sem hugurinn girnist, ef maður á bát, þar að auki hlifðarfatnaður og fleira, sem of langt er upp að telja. Það er skemmtilegt að skoöa leið sina á bátasýningu Snar- fara, en henni lýkur 6. mai næst- komandi. Öryggi smáskipa Vanur sjómaður sér að mörg skemmtiskipin eru gerð fyrir augað auk annars. Það er i sjálfu sér ekki ávallt slæmt, þvl skip sem gleður augað (skrokk- lag) eru yfirleitt lika sjófær i besta lagi. Flugvélar eru falleg- ar, einfaldlega af þvi að ljótar flugvélar geta ekki flogið eða gera það með þvilikum erfiöis- munum, að not af þeim eru tak- mörkuð. Skemmtiskip í sýningarhöll sigla — en aðrir eru oftast i höfn að drekka viski eða bjór og að segja af sér sögur. Skemmtibáturinn er öðrum þræði samgöngutæki en i hinum afþreyingartæki og dvalar- staður, en i báðum tilfellum er hann draumur um eitthvað óskilgreint,eggjandi og lokkandi i senn. A Islandi hefur skemmtibáta- list verið stunduö af örfáum mönnum um áratuga skeið. Samt hefur skemmtibáturinn ekki hlotið viðllka útbreiðslu hér á landi og i nágrannalöndum okkar. Til dæmis má fullyrða að skemm tisnekkjur Græn- lendinga séu langtum fleiri en okkar Islendinga. Þeirra land eða réttara sagt sjór er nefni- heim aftur, tveggja til fjögurra tima ferð og aðstaðan i landi er ehgin. a.m.k. ekki miðaö við það sem viöa er erlendis, þar sem skemmtisjómaðurinn er sjálfsagður maður hvar sem er, og honum er tekið tveim hönd- um. Færaskak og sálarskip Þó eru ekki allir sammála um að ekki sé unnt að stunda skemmtisjómennsku á tslandi. Nokkrir menn eiga hraðbáta og eða skútur. Sumir litlar skeljar, en til eru svo að segja haffær vatni nema þeir komist á sjóinn annað slagið sér til hugar- hægðar — og stundum til nokk- urs ábata lika. Listamenn eru heldur ekki undanskildir. Ási i Bæ er á skaki núna,en hann veikist hvert vor og hefur gert það lengi. En til eru menn sem telja að hér við land megi vel gera út skemmtiskip. Þeir skipta tug- um ef ekki hundruðum. Þeir eru með sýningu núna.en félag þeirra Snarfari er að berj- ast við yfirvöldin um bætta að- stööu eða viðurkenningu á þess- ari nýju iþróttagrein, sigling- Mikil vinna er við smábátaútgerð og þaö er hálft lffið hjá mörgum. Steinbeck hefur gert bátasmiðum, sem aldrei ætluðu sér raunveru- lega á sjó, ógleymanleg skil. þessa sýningu og framtakið er lofsvert. Það kemur lika i ljós að smiði skemmtibáta er orðin innlend starfsgrein (trefjagler og fl.) og verður ekki séð annaö en að margt glæsilegt farið hafi verið hannað og smiöað af inn- lendum framleiöendum. Ekki eru allir þessir bátar dýrir, kosta nokkur hundruð þúsund upp I 15-20 milljónir króna — og allt þar á milli og hver veit nema Snarfaramönn- um takist að gera þessa Iþrótta- grein vinsæla eins og hún svo sannarlega er I nágrannalönd- um okkar. Draumurinn um hafið.um eig- ið skip með nýtt land fyrir stafni er áleitinn. Einn mann hittum við.sem ætlaði að kaupa stóran bát og fara með hann til Miðjaðarhafsins, búa þar og njóta lifsins en þar eru snekkjur og skemmtiskip jafn sjálfsagð- ur hlutur og bill eða sumarbú- staður er á Islandi. Þeir sem áhuga hafa á siglingum — og eru ekki byrjaðir, ættu endilega að leggja Hraðbátur á fullri ferð En skemmtimenn sem leggja á hafið þurfa á sama hátt og aðrir sæfarar aö huga að öryggi sinu og annarra. Þarna voru fá- ein notuð skip til sýnis en mis- jafnt var að sjá sjómennskublæ- inn,haffærnina bæöi I fylgifé og skipagerðum. Einkum ofbauð manni að sjá hinar miklu yfir- byggingar. Slik skip hljóta að taka á sig mikið I sterkum vindi. Innmerktur hraði á spjöld sýna aðafl þessara skipa er oft mikiö en hvernig þau bregöast viö I ill- viöri er annað mál. Ég veit ekki hvaða lifplögg þeir i Snarfara setja sér og félögum sinum, en ef skemmti- siglingar eiga að verða viður- kennd iþróttagrein þarf að setja bátum allsherjarreglu um búnað. Munaður er góður en nauösynjar eru undirstaðan. Yfir sýningu Snarfara er eftirvænting og gleði i senn og það er einmitt forsenda skemmtisiglinga.en hafiö er úfiö og geðvont við ísland og iþrótt- ina ber að samræma skapgerö þess og duttlungum. Jónas Guðmundsson

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.