Tíminn - 06.05.1979, Síða 20

Tíminn - 06.05.1979, Síða 20
20 Sunnudagur 6. mai 1979. Prýðistré pálmarnir Fáeinir pálmar eru rætaöir til skrauts innanhiíss á Islandi. Okkurþykja þeir tilkomumiklar plöntur, en þó eru þeir aöeins svipur hjá sjón hér noröurfrá, eins og eölilegt er, þvi aö suöræn- ir eru þeir aö uppruna. All- margir islenskir farmenn og feröafólkhefurséöhin reisulegu pálmatré i heimkynnum sinum, suöur I heitum löndum. Þar eru pálmar mjög mikilvægir fyrir milljónir manna. 1 hitabeltinu hafa jafnvel heilar þjóöir lifaö aö mestu á pálmunum öldum saman. Þeir veita skugga fyrir brennandi hitabeltissólskininu i eyöimerkurvinjunum, þar sem fá önnur tré þrifast. Pálmar gefa af sér smiöaviö, æta ávexti, trefjar til vefnaöar 1 fatnaö, mottur, hatta o.s. frv. Úrpálmum er unnin pálmaolia, sykur, vino.fi. Betel er aö miklu leyti ga-t úr hnetum betelpálm- ans og er nokkurs konar hita- beltistóbak. Viö þekkjum vel sumar afuröir nokkurra pálma- tegunda, einkum döölupálmans og sagópálmans. En f jöldi ann- arra gagnsamlegra pálma vex i hitabeltinu og heittempruöum löndum. Má segja aö mörgum manninum þar séu pálmarnir matur ogdrykkur, klæöi, húsog heimili. Bolur flestra pálma er grann- ur og greinalaus. Ber hann krónu tiltölulega fárra en oft mjög stórra laufblaöa i toppinn, oftast hátt uppi, þvi aö margir pálmar eru hávaxnir og spengi- legir. Þeir eru mjög ólikir okkar norrænu fjölgreinóttu, bolmiklu trjám i öllu útliti. Pálmabolir eru mjög ósléttir, þaktir blaöförum og leifum blaöa og blaöstilka, er smám saman hafa falliö. Blöö margra pálma eru risavaxin jafnvel 3—6 m á lengd, og eru annaö hvort fjaöurskipt —fjaöurpálm- ar — eöa handklofin — blævængspálmar. (Sjá mynd). Geta flipareöa smábleölar eins blaös skipt hundruöum. Pálma- krónur stækka ekki likt og lauf- krónur norrænna trjáa, þvi aö gömui blöö falla i staö hinna nýju sem upp vaxa. Pálmabolir gildna heldur ekki teljandi meö aldrinum, en eru alla ævi grannir og spengilegir. Bolir 20 m hárra kókospálma eru t.d. ekki nema 25—30 cm I þvermál, enda hallast þeir oft fyrir vindi. Döölupálminn er nokkru þrek- vaxnari. 1 norölægum löndum gefur stundum aö lita vöxtulega pálma i gróöurhúsum, kirkjum og samkomusölum, mann- hæöarháa eöa meir. En I ibúöarhúsum eru helst ræktaöar smávaxnar tegundir, sem þola stofuloftiö sæmilega. Suma er óhætt aö flytja likt og húsgögn Dvergpálmi (Chamaerops humilis) HOWEA BELMOREA Kentiapálmi (Hawea belmoreana) og geta staöiö i sömu pottunum árum saman. Hiti á vel viö þá og flestir þurfa góöa birtu, en þola þó ekki illa sterkt sólskin. Skuggaþolnar tegundir eru einnig til. Pálmar þurfa mikiö vatn á sumrin og hafa margir gott af vökvun meö áburöarlegi (blómaáburöi) hálfsmánaöar- lega. Ef vöxtur veröur um of meö timanum, má taka jurtirn- ar uppúr pottunum og skera af þeim meö beittum hnif. Moldin skal vera frjósöm, biönduö dálitlu af fingeröri möl. Hér veröa nefndar fáeinar tegundir fremur harögeröra Ingólfur Damðsson: GRÓÐUR OG GARÐAR ________________J Sólarlag og döölupálmar á Mallorca stofupálma, sem reynandi eru: Dvergpálmi (Chamaerops humilis) er eini pálminn sem vex villtur i Evrópu. Hann er blævængspálmi meö grágræn blöö. Þolir vel talsveröan svala. Veröur um eöa yfir 1 m á hæöúti i náttúrunni, en sjaldan meir en 50—90 cm i jurtapotti inni I stofu. Glæsipálmi (Chamaedorea elegans) er aft- ur á móti fjaöur pálmi frá Mexikó, sem viöa erlendis er ræktaöur i stofum, og þykir mjög fagur. Stundum koma ljósgul blóm út úr hliö stofnsins, þegar pálminn er oröinn nokk- urra árá gamall, 10—16 bleölar á blaöi hverju. Skyldar tegundir t.d. C. pumiiaeinnig I ræktun — og veröur 50—90 cm á hæö. LIÖ- ur best I um 15° hita á vetrum. Hafa gott af úöun á blööin á sumrin. Einhver algeng- asti pálmi innanhúss er Kentiapálmi (Hawea belmoreana og frændi hans H. fosteriana), báðir skuggapálm- ar, en geta sviðnaö I sterku sól- skini. Þola talsverðan svala. Getur oröið á annan metra á hæö. Eru stundum gróöursettir þrir saman ipotti. Kókospálma- tegund ein (eða skyld) Cocos Weddelliana (Syagrus Weddelliana) er sums staöar ræktuö inni — og þykir hin feg- ursta. Vex hægt, en þrifst jafn- vel i norður glugga. Þarf 18—20° hita á veturna. Rótarklumpur- inn má aldrei þorna. Þolir aö vatn standi stundum I undir- skálinni. Hefur mjög gott af úö- un á blööin, einkum i miö- stöövarhituöum stofum. Ber 30-45 cm löng blöð á dökk- frefjóttum stofni. Þetta voru nokkur dæmi. Döölupálma getiö þiö lika reynt aö rækta, setja einfald- lega niöur döölusteina 1 raka mold I hlýju herbergi. Blööin eru stínn og stingandi. Oft þarf fljótlega aö hafa pottaskipti á ungum pálmum, helst á vorin, og gæta þess aö skemma ekki ræturnar. Þrýsta skal moldinni vel aö rótarkekkinum. Seinna þarf ekkiaö hafa oft pottaskipti. Pálmar þurfa jafna vökvun og auðvitað mest vatn á sumrin. Fáir þola aö vatn standi i undirskálinni. Ræktun innipálma fer vax- andi erlendis. Erfitter aö fjölga pálmum I heimahúsum og eru þvi plönturnar venjulega keypt- ar i gróðrastöðvum. Sá má pálmafræi og leggja þaö þá fyrst I bleyti svo sem sólar- tffing. Fræiö þarf aö vera nýtt. Oft skipt um potta á ungu fræplöntunni. Fáeinum pálmum er hægt aö fjölga meö rótar- sprotum. Kókospálmategund (Cocus Weddelliana) Blævængspáimi (Dvergpálmi) t.v. Fjaöurpálmi (Döölupálmi) t.h.

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.