Tíminn - 08.05.1979, Page 7
Eru útflutningsbætur
bara fyrir bændur?
í þeirri umræöu og skrifum
um landbúnaöarmál, sem i
gangi hafa veriö aö
undanförnu, hefur rauöi þráö-
urinn veriö offramleiösla og þau
vandamál bænda, sem af þvl
stafa að veröa að flytja út land-
búnaöarvörur meira en 10% út-
flutningsbótaréttinum nemur,
og skal ég ekki gera lltiö úr
þeim vanda. Þó um orsakir
hans megi deila, veröur þaö
ekki gert i þessu greinarkomi,
heldur velt fyrir sér þeirri
spurningu, hvort þetta sé aöeins
vandi bændastéttarinar og
henni beri þvi einni aö axla þá
byröi sem af þessu leiöir.
1 frumvarpi þvl til laga um
stefnumörkun I landbúnaði sem
landbúnaöarráðherra hefur lagt
fyrir Alþingi, er gert ráö fyrir
þvi i greinargerö aö minnka
sauðfjárframleiöslu um 18-20%
á næstu 5 árum.
Fljótt á litið sýnist þetta nú
ekki neitt risastökk, en ef viö at-
hugum þetta aöeins nánar og
reynum aö gera okkur grein
fyrir umfangi þessarar minnk-
unar, með þvi aö setja þetta inn
I þeldcta mynd, þá sýnist mér
þetta vera nokkurn veginn
sama magn ogframleiösia Slát-
urfélags Suöurlandsí SS). Ef ég
man rétt var heildarslátrun
sauðfjár á öllu landinu rúm
1.000.000 (ein miiljón) á siðasta
hausti, en slátrun SS hýgg ég
hafa verið nærri 180.000 fjár.
Nú er SS aö flestu leyti mjög
gott fyrirtæki til viömiöunar I
þessu sambandi vegna fjöl-
þættrar vinnslu. Aö visubyggist
hluti þeirrar framleiöslu á
nauta- hrossa- ogsvinaafurðum,
en á móti kemur aö ullarvinnsla
og ullarúrvinnsla er engin, og
þykir mér liklegt aö þetta jafn-
aöi sig upp, þannig aö viö getum
gefiö okkur þaö, aö SS sé dæmi-
gert fyrirtæki til aö sýna okkur
hvað þaö eru margir sem hafa
beint llfsframfæri af landbúnað-
arframleiöslunni utan beinnar
framleiöshi á búvörum. Nú er I
ársskýrslu SS gefiöupp aö fast-
ráönir starfsmenn I árslok 1977
séu 549. Nýrri tölur eru mér ekki
handbærar. Þá vantar I mynd-
ina lausráöiö fólk I sláturtíö og
þætti mér ekki óliklegt að það
væru 150-200 ársverk, þannig aö
gera megi ráö fyrir aö vinnu-
aflsþörf þessara 18-20 prósenta
af sauðfjárframleiðslu landsins
sé nálægt 700-750 ársverk fyrir
utan vinnu bænda og þeirra
fólks. Þá er eftir aö taka inn i
myndina alla þá margvislegu
þjónustu sem þetta fyrírtæki
þarf aö kaupa af öörum, svo
sem vélaviðgeröir, alls konar
viöhald húsa og fasteigna,
verslunar- og bankaþjónustu,
póst og sima, skatta og aörar
samfélagsgreiöslur, og margt
fleira sem ég kann ekki upp aö
telja.
Hefur þjóðfélagið
efni á þessu?
Til marks um þaö aö þjóðfé-
lagiö meti þörf þessa fólks til
llfsframfæris ekki siöur en okk-
ar bændanna, eigenda fyrirtæk-
isins, má taka sem dæmi aö
verö á meöallambagærutil okk-
ar á aö vera 1996 kr. samkvæmt
l.des.grundvelli 1978 (14 kg dl),
en loösútuð kostar sama gær á
útflutningsveröi 4858 kr. miðaö
viö verð 1/4 ’79.
Vilji nú einhver fá eina slika
gæru keypta I t.d. feröamanna-
verslun, kostar hún orðiö 11-13
þúsund kr. eöa hefur fimm- til
sexfaldast frá veröi bóndans.
Við þessa meöhöndlun, ef viö
lltum á ull og kjöt, verður sama
uppi á teningnum þó ekki veröi
rakiö nánar núa.
Þvl spyr ég: Hefur þjóöfé-
lagiö efni á þessari minnkun?
Hvar eru atvinnutækifæri fyrir
allan þennan fjölda af fólki?
Kostar minna aö skapa ný at-
vinnutækifæri handa þessum
fólksfjölda i viöbót viö þá |
bændafækkun sem þessu óhjá-
kvæmilega fylgir heldur en aö ,
greiöa þessar útflutningsbætur,
þó slæmar séu?
Mitt svar er hiklaust nei, og
skal þaö nú rökstutt aöeins nán-
ar. Ég tel mikinn hluta,þessa
vanda stafa af verðbólguþróun
innanlands, sem er I engu sam- '
ræmi viö verðlag I markaös-
löndum okkar. Auk þess hefi ég ,
sterka trú á þvl aö i markaös-
málum sé hægt aö gera stóra
hluti. ífyrsta lagi aö nýta betur i
okkar innanlandsmarkaö. Mér I
finnst þaö t.d. ekki vandalaust |
fyrir yfirstjórn sölumála land-!
búnaöarins aö skortur skuli
vera á landbúnaöarvörum I ein-:
stökum byggöarlögum eins og
bænaskrá húsmæöranna áFlat- ’
eyri til Búnaöarþings ber meö
sér. Þar aö auki hefi ég rök-’
studdan grun um aö þetta sé þvl
miöur ekki einsdæmi.
1 öörulagi: Hvernig er háttað
matarkaupum Islensku flugfé-
laganna? Er það satt sem fram
kom á fjölmennum fundi I Ár-
nesi I vetur hjá einum starfs-
manni Flugleiða, að mestallur
matur I Islenska millilandaflug-
iösé keyptur tilbúinn ogpakkaö-
ur erlendis frá? Ef satt og rétt
var þarna frá greint er ekki ein-
ungis um að ræöa æöi stóran
matvælamarkaö, heldur sýnist
rrjiér þarna ónotuö atvinnutæki-
færi sem verulegu máli skipta
fyrir þjóöina.
í þriðja lagi hefi ég þá skoöun
aö ekki sé nógu vel aö markaös-
málum okkar staöiö. Þó margt
hafi veriðgert, þá má lengi gera
betur. Þegar það er auk þess
vitaö aö þóknun til útflutnings-
Lágafelli
aöila er óháö því veröi sem fyrir
vöruna fæst á erlendum mörk-
uðu, vantar i dæmiö eölilegan
fjárhagslegan hvata svo besta
árangurs sé aö vænta.
1 fjórða lagi þróun nýrra
vörutegunda og hefi ég I þvl
sambandi heyrt minnst á
lambaskinku þar sem lamba-
frampartar eru hráefnið. Sjálf-
sagt væri margt fleira hægt að
reyna.
1 fimmta og siöasta lagi vil ég
benda á þá staðreynd að hér sit-
ur æði fjölmennt erlent herliö i
landi, og þó ég sé ósáttur viö
veru þess hér á landi, finnst
mér það lágmarkskrafa að það
fari eftir landslögum og ekki sé
leyfður innflutningur búvöru
þangað. Gæti þaö m.a. oröiö til
þess aö draga úr möguleikum á
smygli á vörum út af Vellinum,
þvl ef mig rangminnir ekki þvi
meir, skýrðu blööin frá þvi I vet-
ur að hluti af smygluðu svina-
skinkunnihafi veriö þaöan kom-
in.
í stað samdráttar
nýjar sóknárleiðir
Nú segir vafalaust einhver aö
svona dæmi sé óraunhæft,
vegna þess að svona yröi þetta
aldrei framkvæmt. Það er aö
vísu alveg rétt, enda tilgangur
minn meö þessum hugleiöing-
um sá einn aö sýna fram á mik-
ilvægi landbúnaöarins I at-
vinnusköpun þjóðarinnar, eöa
meö öörum oröum aö benda á
hvaö margir hafa sitt raunveru-
lega lifsframfæriaf landbúnaöi,
þannig aö veröi dregið úr fram-
leiöslu, hefur þaö áhrif á at-
vinnu fjölda fólks á ýmsum
sviðum þjóölifsins.
Ég vona aö sú vinstri stjórn,
sem nú situr aö völdum, feti I
fótspor rikisstjórnar Hermanns
Jónassonar, sem mynduö var
1934, og I staö samdráttar og
kreppu veröi leitaö nýrra leiöa
og úrræöa og þar meö snúiö
vörn I sókn.
Nokkrar hugleið-
ingar um dóms-
og afbrotamál
r
— Þvl þokast heimurinn svo
hægt fram? spyr Wergeland
einhvers staöar. Viöa um lönd
hafa þó oröiö framfarir og nokk-
ur þróun, meö tilliti til dóma og
refsinga. Hins vegar má segja
aö nokkur reynsla sé þegar
komin á þessi mál víöa I hinum
svokölluðu velferöarrlkjum á
hugtökunum: meðferð og refs-
ing.
Vitrir afbrotafræöingar hafa
sagt aö dómstólarnir ættu aö
hafa refsisjónarmiöið I fyrsta
sæti, en ættu hins vegar ekki aö
hafa neins konar meðferðarsjón
armiö. Hiö fyrra sjónarmiöiö
þekkja þeir, en ekki hiö slöara.
Þaö sýnir sig nefnilega aö
árangur refsingarinnar veröur
nokkurn veginn sá sami, hvort
sem refsimeðhöndlun viökom-
andi sakbornings er mild eða
ströng, góö eöa slæm.
En þrátt fyrir tregöu okkar á
að viöurkenna meöferöarsjón-
armiöiö, höfum viö I dómskerf-
inu haldiö áfram aö fresta
ákærum og gefa reynslulausnir,
og einnig höfum viö frestaö
dómsúttektum og fleira I þess-
um dúr. En margt af þessu
meðferðarprógrammi dóm -
stólanna mistekst, og ástæöan
til bjartsýni minnkar I hlutfalli
við þessi mistök, og þeir sem
koma fram meö nýjar meöferö
arhugmyndir og tillögur eru oft
ekki vel séöir af þeim samferöa-
mönnum okkar sem kalla sig
raunsæismenn.
En hvaö um þaö: Astandið i
þessum málum er ekki gott. Um
þaö getum viö veriö sammála,
og þaö er margt sem þarf aö
gerast I þessum málum, og á aö
gerast. Svariö á ekki aö vera
haröari refsingar viö auknum
afbrotum, heldur þarf aö byggja
upp aukna þjónustu I samfélag-
inu sem kemur afbrotamönnum
að gagni og er þeim til góös á
þann hátt að endurmennta og
endurhæfa þá. Viö veröum allt-
af aö vera opin gagnvart nýjum
hugmyndum og aöferöum sem
aörar menningarþjóðir nota I
þessu skyni.
Þá ber okkur aö leggja meiri
áherslu á aö sinna hverjum ein-
stökum innan þessa hóps og
reyna aö leysa hans persónu-
legu vandamál eftir þvi sem viö
getum. Viö veröum aö lita á
þetta sem einn liö I varanlegri
þróun sem viö öll erum þátt-
takendur I. Viö þekkjum ekki
Helgi
Gunnarsson
forstööumaöur,
Litla-Hrauni
endastig þessarar þróunar, en
ef viö teljum aö þessi þróun hafi
engan enda, þá erum viö nærri
þvl rétta.
Viö ættum aö keppa aö þvi
marki aö byggja hér upp þjóöfé-
lag sem sjálft reynir aö draga
úr afbrotum meö ýmsum fyrir-
byggjandi aögeröum, og I ööru
lagi þróa fram þaö refsikerfi
sem getur unniö réttlátlega og
er I takt viö menningarlegar
venjur okkar og setur
manneskjuleg verömæti ein-
staklingsins I fyrsta sæti, og
inniheldur I þriðja lagi ákveön-
ar tillögur og gefur nýja mögu-
leika á meöferö afbrotamanna.
Ekkert þekkt þjóöfélagskerfi
hefur komist hjá afbrotum, og
viö getum slegiö föstu aö okkar
þjóöfélag getur aö ööru jöfnu
talistgottþjóðfélag, einnig hvaö
afbrot snertir, þrátt fyrir aö
umfang þeirra sé blásiö upp
stundum. Viö getum einnig
slegiö þvt föstu aö viö lifum I
landi þar sem þjóöfélagslega
hættulegir afbrotamenn eru
sjaldhittnir.
En ef viö ætlum aö vinna
fyrirbyggjandi starf I þessum
málum, verðum viö aö leysa
betur llfsafkomu þessara, sem
viö getum kallaö „hina veiku
hópa” þjóöfélagsins, og þá á ég
þar fyrst og fremst viö
afbrotamenn svo og alkóhólista,
en oft er þarna um sömu menn
aö ræöa.
Hvaö afbrotamenn varðar
getum viö komiö upp fyrir-
byggjandi aögeröum miklu vlö-
ar og meira en viö gerum I dag:
Meö þjófabjöllukerfi verslana,
betri læsingum, meö þvi aö
setja vaktmenn til gæslu bygg-
inga, þar sem mikil verömæti
eru geymd, viö getum sett
stýrislása I bifreiöar okkar, viö
getum passaö betur upp á aö
loka dyrum og gluggum I
Framhald á bls. 23.