Tíminn - 08.05.1979, Qupperneq 9

Tíminn - 08.05.1979, Qupperneq 9
Þriöjudagur 8. mal 1979 9 Steingrimur Hermannsson dómsmálaráðherra: Leita ber að öðrum leiðum en fangelsun sem refsingu í hegningar- málum Hér á eftir fara kaflar úr þingræðu Steingrlms Her- mannssonar dómsmálaráð- herra, er hann fylgdi skýrsiu sinni um meðferð dómsmála úr hlaði fyrir skömmu. Veitir dómendum að- hald Þegar fyrrv. dómsmálaráð- herra mælti fyrir samsvarandi skýrslu á slðasta þingi lýsti hann þeirri von sinni, að það yrði framvegis árviss atburður, að slik skýrsla yrði lögð fyrir Alþingi. Tek ég undir þessi orð. Þeir sem gerst þekkja eru sam- mála um það, að skýrslan frá i fyrrahafi almennt rekið á eftir málum i dómskerfinu, þannig að hún hefur ekki aðeins veitt þingmönnum og öllum almenn- ingi upplýsingar um gang ein- stakra dómsmála heldur hefur hún einnig veitt dómendum visst aðhald. Þótt dómstólarnir séu og eigi að vera sjálfstæðar stofnanir i þjóðfélaginu, þá er það sjálfsögð krafa þjóðfélags- þegnanna, að dómsmál gangi hratt og örugglega fyrir sig, þótt ekki megi gleyma þvl, að meginmarkmið málsmeð- ferðarinnar sé, að fá sem rétt- asta niðurstööu I hverju máli. Skýrsla sú sem hér liggur fyrir tekur eins og sú fyrri að- eins til dómsmála i svokallaðri þrengri merkingu. Það er einkamála og sakamála, sem svo eru nefnd. Hún tekur ekki til fógeta-, uppboðs- eöa skipta- gerða. Full ástæða væri til þess, að taka þær með næst þegar skýrsla af þessu tagi verður gerð, þótt það sé vissum vand- kvæðum bundið og mikil vinna. Seinagangur of mikill Samkvæmt skýrslunni var samtals 106 einkamálum, sem þingfest voru fyrir 1. okt 1976, enn ólokiö þann 1. okt. 1978. Eru það heldur færri mál en fram kom i skýrslunni,.sem lögð var fram á slðasta þingi, þvi þá voru mál, sem verið höfðu til með- ferðar 2 ár eða lengur, alls 113. Ýmsar ástæður liggja til þess, að yfir 100 mál dragast svo á langinn, sem raun ber vitni. Að minum dómi er ekki ástæða til þess hér, að rekja þær ástæður lið fyrir liö, en þær helstu eru fjarvistir eða veikindi aðila, vitna eða lögmanna. Þvi er þó ekki að neita, að seinagangur seturof mikinn svip á málsmeð- ferð hjá einstökum embættum eða einstökum dómurum. Við þvi siðarnefnda verður að sjálf- sögðu að bregðast eins og vikið verður að hér á eftir. Vinnuálag óhóflegt Sé litið til sakamála, þá hefur fremur sigið á ógæfuhliðina en hitt frá þvl 1 fyrra. Samkv. skýrslunni var 346 málum enn ólokið 1. okt. 1978, þar sem á- kæra á hendur sakborningi eða sakborningum hafði verið gefin út fyrir 1. jan. það ár. Ari áður haföi 239 málum verið ólokið, þegarliðiðhöfðu 10 mánuðir eða Steingrfmur Hermannsson landbúnaðar- og dómsmálaráðherra lengri tlmi frá útgáfu kæru. Aukningin nemur þvi u.þ.b. 45%, sem er allt of mikið. A- stæðurnar eru enn sem fyrr þær sömu, fjarvistir eða veikindi þeirra, sem hlut eiga að máli. Þessi dráttur á málsmeðferð veröur þó ekki réttlættur með þvi einu. Staðreyndin er sú, að sums staðar er vinnuálag á dómendum óhóflega mikið, en ofaná það bætist að þvi er virð- ist skortur á hagkvæmnisskipu- lagi og vinnubrögðum. Þeim úrþeim eftir þvi sem unnt hefur verið. 1 framhaldi af þvl hafa verið geröar ráöstafanir til að flýta málsmeðferð hjá einstök- um embættum og aðrar slíkar ráðstafanir eru fyrirhugaðar. Með þessu er stefnt að þvi aö það heyri innan fáeinna ára til algerra undantekninga, að meö- ferð einkamála dragist lengur en tvö ár fyrir undirrétti og meðferö sakamála lengur en eitt ár. Það má segja ,að það eru þau markmið, sem viö erum að ,,Meö þessu er stefnt aö þvl aö þaöheyri innan fáeinna ára til algerra undantekninga, aö meöferö einkamála dragist lengur en tvö ár fyrir undir- rétti og meöferö sakamála lengur en eitt ár." þætti hefur að mlnum dómi verið gefinn of litill gaumur, þegar rætt hefur verið um úr- bætur I dómskerfinu. reyna aö setja okkur I þeim endurbótum, sem unnið er að á sviði dómsmála. Ég vil upplýsa það hér, að „Atimabilinu 1. marstil31. des. 1978 hélt fullnustumats- nefnd 22 fundi og tók alls 155 crindi til afgreiöslu. Beiönir um náöun voru alls 112. Mælti nefndin meö náöun I 44 skipti. Beiönir um reynslulausn reyndust alls 33. Mælt var meö reynslulausn I 17 skipti Loks bárust 7 beiðnir um uppreisn æru. Mælt var meö æruupp- reisn I 5 skipti af þessum 7.” Ráðstafanir til að flýta málsmeðferð Þegar spurst var fyrir um gang einstakra dómsmála við undirbúning þeirrar skýrslu, sem hér er til umræðu, var þess óskað, að hlutaðeigandi dóm- endur eða fulltrúar þeirra bentu á hvaðeina það sem þeir teldu horfa til aukinnar hagkvæmni við rekstur dómsmála og hraðað gæti gangi þeirra. All- mörg svör bárust við þessari fyrirspurn og hefur verið unnið gerð hefur veriö á þvi sérstök könnun, hvort ekki sé unnt að hraða meðferð mála hjá em- bætti rikissaksóknara. Rétt er að taka það fram, að sú könnun hefur farið fram I fullu samráði við rikissaksóknara og aðra starfsmenn embættisins. Til þessarar könnunar hafa verið fengnir sérfróðir menn I verk- skipulagningu og er skýrsla frá þessum aðilum nú væntanleg eftir örfáa daga. Samhliða þvi að ný gjald- þrotalög tóku gildi um siðustu áramót, hafa verið geröar ráð- stafanir til að hraða meðferð gjaldþrotamála. Ekki er enn komið i ljós, hvort sú veröur raunin. En enginn vafi leikur á þvl að tilkoma hinna nýju laga er stórt framfaraskref á þessu sviöi. Hið sama er að segja um tilkomu hinna nýju þing- lýsingarlaga. Þau eru aftur á móti ekki nema fyrsta skrefið I þá átt að færa framkvæmd þinglýsingar fram til nútlmans, ef svo má að oröi komast. Ég býst við þvf að þeir séu fleiri en ég sem telja, aö vinnubrögð öll við þinglýsingar séu fremur fornfáleg. Að þessu er nú unnið I beinu framhaldi af gildistöku laganna. Þarna er i athugun að taka upp nýja tækni eins og t.d. svokallaðar microfilmur eða jafnvel tölvuskráningu, en hins er þó að gæta, að allar sllkar breytingar eru mjög kostnaðar- samar. Störf fullnustumats- nefndar Ég vil koma hér á framfæri nokkrum upplýsingum um störf svonefndrar fullnustumats- nefndar, sem tók til starfa þann 1. mars 1978. 1 þeirri nefnd eiga sæti Jónatan Þórmundsson prófessor, Ólafur Ólafsson land- læknir og Jónas Jónasson for- maður Sambands lögreglu- manna. Nefndin metur allar þær umsóknir er dómsmála- ráðuneytinu berast um reynslu- lausn úr fangelsi, náðun og upp- reisn æru. Slðan nefndin tók til starfa hefur að jafnaði verið farið eftir umsögnum hennar viö úrlausn sllkra mála. Á tlmabilinu 1. mars til 31. des. 1978 hélt fullnustunefnd 22 fundi og tók alls Í55 erindi til af- greiðslu. Beiðnirum náðun voru Framhald á bls. 23. Lagafrumvarp: Beinir samningar bænda og rfldsvalds —um verðlags-, framleiðslu- og önnur hagsmunamál landbúnaðarins Fruravarp um Sinfóníuna SS — Steingrlmur Hermannsson landbúnaðarráðherra hefur lagt fram á Alþingi frumvarp til laga um breytingu á lögum um FramleiOsluráO landbúnaöar- ins, verOskráningu, verömiölun og sölu á landbúnaöarvörum o.fl. Fer frumvarp landbúnaðar- ráðherra hér á eftir I heild sinni: l.gr. 5. gr. laganna orðist svo: Nefnd sex manna, tilnefiid af samtökum framleiðenda og rlkisstjórninni skal á grundvelli ákvæða 4. gr. ákveða afurða- verð til framleíðenda ’og "verð landbúnaðarvara i heildsölu og smásölu samkvæmt" nánari ákvæðum laga þessara. Af hálfu framleiðenda tilnefnir stjórn Stéttarsambands bænda tvo menn í nefndina en Fram- leiðsluráð landbúnaðarins einn mann. Ríkisstjórnin tilnefnir þrjá menn. Fulltrúar rlkisins I nefndinni skulu auk þess sem þeir gæta þess að fylgt sé ákvæðum4. gr., gætahagsmuna neytenda i landinu og er rlkis- stjórninni rétt að velja þá, með tilliti til þess. Tilnefningu full- trúa iSexmannanefnd skal lokið 15. júlí ár hvert. Hagstofustjóri og forstöðu- maður Búreikningastofunnar skulu vera nefndinni til að- stoðar. 2. gr. 3. málsgrein 6. gr. orðist svo: Náist ekki meirihluti I Sex- mannanefnd varðandi ákvörðun verðlagsgrundvallar sam- kvæmt 1. málsgrein þessarar greinar, eða varðandi verðlagn- ingu söluvara samkvæmt 2. málsgrein þessarar greinar, skal vlsa ágreiningnum til þriggja manna yfirnefndar er fellir fullnaðarúrskurð. Hvor nefndarhluti Sexmannanefndar tilnefnir einn mann I nefndina þó ekki úr hópi nefndarmanna, en oddamaður skal tilnefndur af nefndinni i heild. Fái enginn stuðning meirihluta Sexmanna- nefndar sem oddamaður, til- nefnir hæstiréttur oddamann- inn. Skipa skal varamenn á sama hátt. 3. gr. 1 stað orðsins „neytenda” i 7. gr. komi „rikisstjórnarinnar”. 4. gr. Lög þessi öðlast þegar gildi. í 1. gr. er meginbreytingin sú að gert er ráð fyrir að ríkis- stjórnin skipi þrjá menn I nefnd- ina I stað Alþýðusambands Is- lands, Landssambands iðnaðarmanna og Sjómannafé- lags Reykjavikur, sem sam- kvæmt gildandi lögum hafa rétt til að tilnefna einn mann hvert I Sexmannanefnd. 1 2. gr. eru felld niður ákvæði um starf sáttasemjara i þessum málum, en gert ráð fyrir að ágreiningsefnum sé vísað beint til yfirnefndar. 13. gr. er 7. gr. breytt til sam- ræmis við það að gert er ráð fyrir að rikisstjórnin verði aðili að Sexmannanefnd i stað neyt- enda áður. SS . Lagt hefur veriöfram á Al- þingi lagafrumvarp um Sin- fóniuhljómsveit tslands. I 1. gr. segir aö „Sinfóníu- hljómsveit íslands er sjálfstæð stofnun meö sérstakan fjárhag og lýtur sérstakri stjórn. Mál- efni hennar heyra undir menntamálaráðuneytið”. 2. gr. fjallar um hlutverk hljómsveitarinnar. en hún er svohljóðandi: „Starf Sinfónluhljómsveitar- innar miði að þvi aö auðga tón- menningu Islendinga með þvi að efla áhuga og þekkingu á aðri tónlist, Islenskri og erlendri, og að auðvelda mönnum að njóta hennar, m.a. með hljómlistar- flutningi víös vegar um landiö. Tengja ber starf hljómsveit- arinnar tónlistarkennslu I land- inu svo sem kostur er.” I 3. gr. er kveðiö a um, að eftirtaldir aðilar greiði stofn- og rekstrarkostnað Sinfónluhljóm- sveitarinnar I eftirgreindum hlutföllum: a) Rlkissjóður 50% b) Rikisútvarp 25% c) BorgarsjóðurReykjavikur, bæjarsjóður Kópavogs, Hafnar- fjarðar, Garðabæjar og Sel- tjarnarness 25%. Frumvarpið er alls 12 grein- ar.

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.