Tíminn - 08.05.1979, Qupperneq 11
Þriðjudagur 8. mal 1979
11
Vikingslækjarætt:
Ættarmót á
Jónsmessu
NIÐJAR Bjarna Halldórssonar
hreppstjóra á Vikingslæk og
konu hans Guöriöar Eyjólfs-
dóttur efna til ættarmóts á Jóns-
messu I sumar, sunnudaginn 24.
júnl. En á þessu ári, 1979, eru
iiönar þrjár aldir frá fæöingu
Bjarna Halldórssonar.
Komið verður fyrst saman um
hádegisbiliö 24. júni i garöinum
i Gunnarsholti og þaöan veröur
haldiö laust fyrir klukkan 2 um
skamman veg að Keldum, þar
sem fram fer stutt minningarat-
höfn I Keldnakirkjugaröi, en þar
hvlla þau hjónin Bjarni og Guð-
riður.
Að lokinni athöfn á Keldum
verður farið aftur að Gunnars-
holti og efnt þar til skemmti-
dagskrár, en áður en hún hefst,
verður kaffihlé. Er þess vænst,
að menn hafi nesti með sér, þar
sem ekki er gert ráö fyrir veit-
ingum á staðnum.
I góðu veðri verður samkom-
an haldin I garðinum I Gunnars-
holti, en öðrum kosti I hinni
rúmgóðu birgöageymslu hey-
kögglaverksmiðju staðarins.
Meðal skemmtiatriða verður
einsöngur Ellýar Vilhjálms og
Kristins Hallssonar, en jafn-
framt syngur kór og litil
strengjasveit leikur.
Nokkur ávörp veröa flutt, en
slðan verður ætlaður rúmur
timi til að hittast og ræöast við.
Þeir, sem langt eiga að sækja
og kjósa að fara hópferð að
Gunnarsholti og Keldum, geta
pantað far með Austurleiðum I
siðasta lagi 22. júnl I afgreiðslu
þeirra I Umferðarmiðstöðinni i
Reykjavik og Fossnesti á Sel-
fossi. Lagt veröur af stað úr
Reykjavlk kl. 11 f.h. og frá Sel-
fossi kl. 12. Heimferð er áætluð
kl. 18-19.
Grænland hefur nú fengiö heimastjórn. Meðan 21 fallbyssuskot
dundi frá herskipi I hátlöarkveöju, afhenti Margrét Danadrottning
hinum nýkjörna forsætisráöherra, Jonathan Motzfeldt, heima-
stjórnarskilrikin viö viröulega athöfn. Um kvöldið var efnt til veislu
og dansleiks og hér sjást þau taka sporiö, drottningin og ráöherr-
ann.
Vorhátíð skól-
anna í Kópavogi
SKÓLARNIR I Kópavogi munu
nú I fyrsta sinn gangast fyrir
vorhátlö skólanna I bænum dag-
ana 9.-13. mai. Markmiö hátiö-
arinnar er aö gefa nemendum
skólanna tækifæri til aö hittast
og flytja efni sem æft og undir-
búiö hefur veriö I skólunum I
vetur.
Hér er um aö ræöa samhæfða
skemmtidagskrá þar sem kór-
ar, dansflokkar og leikhópar úr
skólunum munu koma fram auk
fjölda hljóöfæraleikara og ann-
arra. Einnig munu jassband
Skólahljómsveitar Kópavogs og
Hornaflokkur Kópavogs taka
þátt I hátlðinni.
Hátiðin verður haldin I
iþróttahúsi Kársnesskóla dag-
ana 9.-13. mai eins og áður er
getið, en fyrstu þrir dagarnir 9,-
11. mai eru eingöngu ætlaðir
nemendum skólanna.
A laugardag 12. mai kl. 14.00
og 16.00 og sunnudag 13. mai kl.
14.00 og 16.00 eru hins vegar for-
eldrar og aðrir bæjarbúar vel-
komnir og eindregið hvattir til
að koma, sjá og heyra.
Mássey
Feiguson:
Álafoss:
Söluhorfur góðar og
framleiðslutímabilið lengt
Eigum óráðstafað nokkrum dráttar-
vélum af hinni nýju glæsilegu 500
línu til afgreiðslu strax. Góðir
greiðsluskiimálar.
Leitið upplýsinga í
kaupfélögunum,
eða beint hjá okkur.
'DíiÁJbkwivéla/v hf
SUÐURLANDSBRAUT 32- REVKJAViK- SiMI 86500
Aðalfundur Álafoss h/f var
haldinn 11. april. t skýrslu
framkvæmdastjóra kom m.a.
fram, að heiídarvelta fyrir-
tækisins nam 2.832 m.kr. á s.l.
ári, þar af nam útflutningur
tæpum 2/3 heildarveltunnar.
Hagnaður af rekstri fyrirtækis-
ins reyndist 56.6 m. kr. eftir af-
skriftir aö upphæö 119 m. kr. og
eftir að áætlað haföi veriö 48. m.
kr. fyrir opinberum gjöldum,
afkoman varö þannig heldur
verri en undanfarin tvö ár, sem
einkum má rekja til mikilla
kostnaöarhækkana hér innan-
lands.
Niðurstööutölur á efnahags-
reikningi voru 3617 m.kr. og
eignir umfram skuldir 850m.kr.
Hins vegar er lausafjárstaðan
sifellt áhyggjuefni eins og hjá
öllum þorra Islenskra fyrir-
tækja, þar sem stöðug
verðbólga kallar á siaukið
rekstrarfé.
Söluhorfur erlendis eru taldar
góðar á yfirstandandi ári. Gert
er ráð fyrir rúmlega 5000 m. kr.
veltu, og að útflutningur veröi
hátt Í4000 m. kr. Fyrirtækið hef-
ur undanfarna mánuði tekiö
þátt I fjölda vörusýninga bæöi I
V-Evrópu og N-Ameriku með
mjöggóðum árangri.M.a. hefur
verið sýnd ný tegund fatnaðar,
sem hentar sem vor og sumar-
klæðnaður. Hafa undirtektir
verið framar öllum vonum og
fjöldi pantana borist. Vonir
standa til að með þessu móti
megi lengja framleiðslutimabil
prjóna- og saumastofanna veru-
lega. Um 20 prjóna- og sauma-
stofur framleiða nú fatnaö, sem
Alafossh/f sérum útflutning á,
og mun láta nærri aö um 400
manns hafi atvinnu við þessi
fyrirtæki auk um 300 starfs-
manna hjá Alafossi h/f.
Þó aö söluhorfur megi telja
mjög góöar valda hinar stöðugu
hækkanir framleiðslukostnaðar
stjórnendum fyrirtækisins
miklum áhyggjum. Verð þarf að
ákveða eitt ár fram i timann.
Ætti öllum að vera ljóst hversu
erfitt og áhættusamt það er
þegar framleiðslukostnaður er
sihækkandi.
Stjórnarformaður Alafoss h/f
er Heimir Hannesson og
framkvæmdast jóri Pétur
Eiriksson.
Heimastjórn-
ardansinn
Leikþátturinn Foreldravandamáliö veröur meöal efnis á vorhátlö skólanna í Kópavogi.
„V0R í BÆ”