Tíminn - 18.05.1979, Qupperneq 5

Tíminn - 18.05.1979, Qupperneq 5
Föstudagur 18. mal 1979. 5 ||Frá Stangaveiðifélagi Reykjavíkur Skarpar umræður í borgarstjórn 1 tilefni af 40 ára afmæli er félagsmönnum og mökum boðið i afmæliskaffi sunnudag- inn 20. þ.m. kl. 3-5 i félagsheimili Raf- magnsveitu Reykjavikur við Elliðaár. Albert tók sæti forseta JXn.Tr“í,svv»SdS; Stjórn SVFR. GP — Mjög skarpar umræður urðu á fundi borgarstjórnar I gær og höfðu sumir borgarfull- trúar á orði að jafn furðulegar umræður hefðu þeir ekki heyrt i borgarstjórn. Tvö helstu umræðuefni borgarfulltrúa og um leið ágreiningsefni voru breytingar á malbikunarútlagningarvél sem borgin hefur nýlega fest kaup á ogsorphirðing sem Sjöfn Sigurbjörnsdóttir hóf máls á. Lagði hún áherslu á það að sorphirðing Reykjavikur- borgar yrði boðin út og taldi það fyrirkomulag sem nú er haft á bæði dýrt og óhentugt. Gat hún þess einnig að borgarmálaráð Framsóknarflokksins hefði gert, eins oghún sagði, þá sjálf- sögðu ályktun að bjóða ætti út sorphiröingu í Reykjavík. A eftir komu ýmsir borgar- fúlltrúar og sýndist sitt hverjum m.a. sagði Adda Bára Sigfús- dóttir aö I hvert sinn sem Sjöfn heyröi minnst á sorp hlýpi hún yfir til ihaldsins og við þann óvænta liðsauka hresstust borgarfulltrúar Sjálfstæðis- flokksins allir við. var samþykkt meö atkvæðum i- haldsins og Sjafnar Siguröar- dóttur. Inn I umræðurnar um sorp- hirðinguna fléttuðust umræður um malbikunarútlagningarvél en Albert Guðmundsson hafði vakið máls á þessari vél sem dæmi um það hversu fram- kvæmdaráð væri komiö langt út yfir starfssviö sitt. Urðu um- ræður um þessa vél mjög skarp- ar og m.a. tók Sigurjón Péturs- son forseti borgarstjórnar til máls en áður varð hann að skipa annan fundarstjóra i sirín stáð Frh. á bls. 19. Ummæli Vilhjálms snerta ekki aðra starfsmenn í tilefni af ummælum Vil- hjálms Hjálmarssonar á forsfðu Tfmans I gær, fimmtud. 17. maf, þar sem hann sveiar blaða- manni Timans, þykir mér rétt aðtaka fram aðégber vitaskuld ábyrgð á efni blaðsins en ekki einstakir starfsmenn sem rita fréttir af kostgæfni og hafa rétt eftir mönnum orð þeirra. Eins og ég skildi orð Vil- hjálms snerta þau þannig mig einan af starfsmönnum Timans. Ef það er hundsháttur aö greina rétt orð manna og skýra frá áliti þeirra meö því orðalagi sem þeir sjálfir nota i viðtölum, þá verður við það að búa. En blaðamaðurinn, sem tók við- talið við Pál Hermannsson, ber jafnlitla söká oröum Páls og ég berá skömmum Vilhjálms, þótt ég hafi farið rétt með ummæli hans. Aftur á móti er það af og frá að ég fari nokkuð að skammast min fyrir þetta þó að Vilhjálmur Hjálmarsson heimti það. Jón Sigurðsson ritstj. „Verkefni fyrir loðnu- veiðiflotann verði tryggð” — er krafa skipstjóra og eigenda yfirbyggðra loðnuveiðiskipa ESE — Fyrir skömmu héldu eigendur og skipstjórar yfir- byggðra loðnuveiðiskipa sem veriö hafa á netaveiðum, meö sér fund og f ályktun fundarins, sem borist hefur biaðinu segir m.a.: Þessi skip hafa stundaö veiðar með netum frá þvi þau voru byggð og nú á þessari vertið voru þau ein skipa sem stunda þorskveiðar, krafin þess að koma með allan afla aðgerðan og isaðan i kassa. Jafnframt var þeim gert skylt umfram aðra netabáta, að taka öll veiðarfæri með i land, þegar farið var inn til löndunar. Þetta þýðir að net- in voru ekki að veiða i tvo til þrjá daga hverju sinni. Fundurinn lýsir undrun sinni yfir þvi að veiðileyfi til þeirra séu innkölluð á sama tima og verið er að heröa ákvæði um gæði fiskjarins. Það hefur kom- iö I ljós að afli þessara báta hefir verið í algerum sérflokki bæði hvað varðar stærð og gæði og ferskfiskmat verið um 90% i fyrsta flokk þ.e. meðalverð yfir 150 kr. hvert kiló. 25 skip af þessari gerö not- færöu sér netaleyfi að þessu sinni og öfluðu samtals um 4.000 tonn eða sem svarar ársafla eins skuttogara. Til saman- burðar mega t.d. Færeyingar veiða 6.000 tonn af þorski. Nú mun þessum skipum heimilt að veiöa botnlægar tegundir meö þvi að breyta um veiðarfæri. Það hefur hins vegar mjög mik- ínn tilkostnað I för með sér, án þess að skapa aukna fiskifriðun og óséð eins og nú er á málum haldiðhvort leyfi til slikra veiða fást áfram. Við viljum benda á, að þessi skip eiga nú þegar mikið af veiðarfærum, sem þeim er óheimilt að nota svo sem bæöi sildar- og þorskanætur, sem þeim hefur veriö bannað að nota vegna forgangs sem öðrum var veittur. Nú blasir það við að þessi skip eru verkefnalaus þangað til leyft verður að hefja loðnu- veiðar að nýju og sjáum við ekki fram á hvernig eigi að standa að rekstri skipanna þar sem fyrir- sjáanlegt er I ljósi aðgerða stjórnvalda, aö skipin veröa bundin i höfn i a.m.k. 4 mánuði og 400 sjómenn verða atvinnu- lausir sama tima. Fundurinn beinir þvi til stjórnvalda, að nú þegar verði ákveöið með hvaða hætti af- koma þessara aðila veröi tryggð og þau sjái svo um, að þeim verði tryggöur sami réttur til aö nýta sin veiðarfæri og öðrum sjómönnum. Ráðstefna á vegum Jafnréttisráðs: Jafnrétti á vinnu markaðinum HEI — t dag heldur Jafnréttis- ráð ráðstefnu með aöilum vinnumarkaðarins að Hótel Loftleiöum. Ráðstefnan mun fjalla um jafnrétti karla og kvenna á vinnumarkaðinum og er viðleitni Jafnréttisráös f þá átt að jafnrétti komist á i reynd. A dagskrá ráðstefnunnar sem hefst kl. 9,15 verða haldin fjöl- mörg framsöguerindi um eftir- talda málaflokka: Er launamis- rétti milli karla og kvenna — Þátttaka kvenna i stjórnun verkalýðs- og starfsmanna- félaga og gerð kjarasamninga — Atvinna, uppsagnir og At- vinnuleysistryggingasjóður. — Foreldraleyfi v/barnsburðar — Breyttur og/eöa sveiganlegur vinnutlmi — Vinnuálag kvenna og dagvistunarmál. Eftir framsöguerindin verður skipað i starfshópa um eftir- talda málaflokka og að lokum almennar umræður. Lausar stöður við Sjúkrahús Sjúkrahús Skagfirðinga, Sauðárkróki 1 staða ljósmóður er laus frá 1. október. 2 stöður hjúkrunarfræðinga lausar. í sumarafleysingar vantar hjúkrunar- fræðinga og meinatækni. Upplýsingar gefa yfiriæknir og hjúkrunarforstjóri i sima 95-5270. Frá Tónlistarskóla Húsavíkur 3 kennara vantar að skólanum i haust: Str en gj akenn ara Blásarakennara og Pianókennara Upplýsingar gefur skólastjóri i sima 41697 eða 41560 Kennarar Nokkrar almennar kennarastöður lausar við grunnskóla Akraness. Umsóknar- frestur til 1. júni. Skólanefnd. Viljum róða kennara i eftir- heilar að Gagnfræðaskóla Sauðárkróks farandi kennslugreinar: (allt stöður) íslenska Enska Samfélagsgreinar Raungreinar Verzlunargreinar. Nánari upplýsingar veitir skólastjórinn, Friðrik Margeirsson, i sima 95-5382 og for- maður skólanefndar, Jón Ásbergsson, i sima 95-5600. SKÓLANEFNDIN A SAUÐARKRÓKI. Afgreiðslustarf- Lagerstarf Maður óskast til starfa sem fyrst i vara- hlutaverslun. Þarf að hafa einhverja þekkingu á bilahlutum. Þeir er hefðu áhuga, sendi bréf er greini frá aldri, fyrri störfum og hvenær hægt væri að hefja starf, á auglýsingadeild blaðsins merkt „Varahlutir 1979”.

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.