Tíminn - 18.05.1979, Qupperneq 11
10
Föstudagur 18. mai 1979.
Föstudagur 18. mai 1979.
11
l'í! 1 >| J ii (
Útdráttur úr ræðu Steingrims Hermannssonar við eldhúsdagsumræður á Alþingi i gærkveldi:
„Forðast ber bein afskipti ríkisvalds af vinnudeilum
— Rikisvaldið verður þó að gripa i taumana þegar I algjört óefni stefnir
Herra forseti, góöir Is-
lendingar.
Þessi rikisstjdrn sem nú situr
og mynduð var fyrir aöeins
rúmum átta og hálfum mánuöi,
setti sér sjálf þaö meginmarkmiö
að vinna aö hjöönun verðbólg-
unnar I markvissum áföngum.
Þrátt fyrir mikið fylgistap I siö-
ustu kosningum, taldi Fram-
sóknarflokkurinn þaö skyldusina
aö taka þátt i sliku starfi. Sérhver
stjórnmálaflokkur ber þá ábyrgö
gagnvart sinum kjósendum og
þjóðinni.
Þetta grundvallaratriöi
stjórnarsamstarfsins er itarlega
rakiö I samstarfsyfirlýsingu
stjórnarflokkanna. Þar kemur
fram, aö stjórnarflokkarnir settu
sér aö vinna aö hjöönun veröbólg-
unnar i nánu samstarfi viö aöila
vinnumarkaöarins og jafnframt
þannig aö ekki hlytist af atvinnu-
leysi eöa skeröing á kaupmætti
launa, einkum lægri og meöal-
launa. Okkur framsóknar-
mönnum var aö sjálfsögöu ljóst,
aö þennan gullna meðalveg yröi
erfitt aö rata. Til þess aö þaö
megi takast þarf fullkomin heil-
indi allra samstarfsflokka, þor og
festu.
t þeim lögum felst
nánast bylting
Rikisstjórnin hóf aðgerðir sinar
á sviöi efnahagsmála meö ráö-
stöfunum 1. sept. sl. Þær höföu
fyrst og fremst þaö markmið aö
koma i veg fyrir það atvinnuleysi
og hrun sem viö blasti. Þjóöar-
skútan haföi þá nánast veriö
stjórnlaus i 2 mánuöi á meöan
unnið var aö myndun rikis-
stjórnar. Má segja aö þá hafi rikt
hiö frjálsa markaöskerfi, sem
Sjálfstæðisflokkurinn boöar nú.
Þessum aögeröum var jafnframt
ætlaö aö skapa nokkuö svigrúm
til varanlegri ráöstafana 1.
desember.
Stærsti áfangi i viðureign rikis-
stjórnarinnar viö veröbólguna
náöist þó tvimælalaust með sam-
þykkt laga um stjórn efnahags-
máia o.fl. 7. april sl. Viö fram-
sóknarmenn lögöum mikla vinnu
i undirbúning þess máls. Stefna
Framsóknarftokksins i efnahags-
málum varútfæröitarlega af sér-
fróöum mönnum og gefin út I sér-
riti. Viö framsóknarmenn vildum
að meö slikri löggjöf yröu mörkuö
afgerandi timamót i stjórn efna-
hagsmála. Þótt við meðferö
málsins hjá stjórnarflokkunum
væri nokkuð dregiö úr ýmsum
mikilvægum atriöum. I tillögum
okkar, hygg ég, að með sanni
megi segja, aö i þessum lögum
felist nánast bylting ef þau veröa
framkvæmd eins og vera ber.
Meö þeim er leitast viö aö tryggja
festu i stjórn rikisfjármála og
gerð fjárfestingar- og lánsfjár-
áætlunar i samræmi viö okkar
tillögur. Tillaga okkar fram-
sóknarmanna um gjörbreytt
vaxta- og verðtryggingakerfi náöi
einnig fram aö gangasvo eitthvað
sé nefnt. Meö henni er gert ráö
fyrir lágum vöxtum en fullri
verötryggingu, sem bætist viö
höfuöstólinn og dreifist þvi yfir
lánstimabiliö. Gert er ráö fyrir
þvl, aö þettafyrsta skref i' þessum
eftium komi til framkvæmda um
næstu mánaöamót. Hygg ég aö i
þessu felist markveröari breyting
en margir gera sér grein fyrir.
Meö þessum lögum fékkst einnig
fram nokkur lagfæring á þvi visi-
tölukerfi sem viö tslendingar bú-
um viö. Viö framsóknarmenn
teljum þetta kerfi einhverja
mestu meinsemd okkar verð-
bólguþjóðfélags. Engriþjóö hefur
tekist aö búa viö slikar vixlverk-
anir launa og verðlags. Viö fögn-
um þeim breytingum sem fengust
en hörmum hins vegar, aö ekki
var lengra gengiö t.d. meö þvi aö
taka útúr vísitölunni basöi óbeina
skatta og niöurgreiöslur.
Lög um stjórn efnahagsmála
o.fl. boöa fyrst og fremst viönám
gegn veröbólgu á breiðum grund-
vellimeö samræmdum aögeröum
á mörgum sviöum og til langs
tima.
Grunnkaupsfrysting
hefur mistekist
Annar mikilvægur þáttur i
viöureigninni viö veröbólguna
kemur fram i samstarfsyfirlýs-
ingu stjórnarftokkanna þar sem
segir: „Rikisstjórnin mun leita
eftir samkomulagi viö samtök
launafólks um skipan launamála
fram til 1. desember 1979 á þeim
grundvelli, aö samningarnir frá
1977 veröi framlengdir til þess
tima án breytinga á grunnkaupi”.
Frysting grunnkaups átti þannig
aö vera enn einn þáttur i' sam-
ræmdum aögeröum gegn verö-
bólgunni.
Norömenn gripu til þess ráös
viö svipaöar aöstæöur en þó stór-
um minni veröbólgu, aö frysta
kaup og verölag til tveggja ára.
Aö sjálfsögöu hefðum viö ekki
siöur átt aö gera hiö sama. Um
þaö náöist hins vegar ekki sam-
staöa i' verki, og nú, eftir aö
Bandalag starfsmanna rikis og
bæja hefur fellt samkomulag þaö,
sem gert var viö rikisstjórnina, er
ljóst aö þessi grunnkaupsfrysting
hefur mistekist.
Alvarlegast I þessari skriöu
launahækkana eru þó kröfur
þeirra sem betri kjör hafa i þjóö-
félaginu um stórhækkuö grunn-
laun. öllum hlýtur aö vera ljóst
að þeim sem lægri launin hafa
veröur ekki neitað um aö minnsta
kosti eins mikla hækkun grunn-
laun a o g slikir hópar kunna aö fá.
Annaö samræmist ekki þeirri
stefnu rikisstjórnarinnar aö
tryggja kaupmátt lægri launa.
Ekki verður neitaö aö verö-
hækkanir á opinberri þjónustu
hafa veriö alltof miklar. Viö verð-
hækkanir sem eru af ertendum
toga spunnar veröur ekki ráöið(en
égget ekki varistþeirriskoöun aö
litillar viöleitni gæti hjá ýmsum
opinberum stofnunum til þess aö
draga úr reksturskostnaöi. Slikar
hækkanir fá launþegar aö visu
bættar meö visitöluhækkun launa
en þær hljóta að draga úr trausti
almennings á þvi aö takast muni
aö draga úr veröbólgunni.
Stefnt verði að nýjum
heildarsamningum í
jan. 1980.
öllum hlýtur aö vera ljóst aö
framhald þess ástands,sem nú
rikir og ég hef rakiö* getur ekki
leitt til annars en nýrrar holskeflu
óöaveröbólgu og öngþveitis i
þjóöfélaginu. Það getur þessi
rikisstjórn ekki látiö afskipta-
laust. Þvi hefur Framsóknar-
flokkurinn lagt eftirgreindar
tillögur fram i rikisstjórninni:
1. Ekki verði hvikaö frá mark-
miöum um hjöönun veröbólgu i
markvissum áföngum en staöan
endurmetin meö tilliti til breyttra
aöstæöna. Gerö veröi áætlun til
eins árs þar sem m.a. komi fram
áætlaöar, ársfjórðungslega visi-
töluhadckanir launa. Óhjákvæmi-
legar hækkanir á verölagi og
þjónustu veröi athugaöar árs-
fjórðungslega og aldrei leyföar
hærri en sem nemur áætlaöri
visitöluhækkun launa.
2. Meb lögum veröi ákveðið:
2.1. Almenn hækkun grunnlauna
um 3%.
2.2. Aö aðrar grunnkaupshækk-
anir verði ekki leyfðar til ára-
móta.
2.3. Aö þak verði sett á visitölu-
bætur til áramóta þannig aö
fullar bætur veröi greiddar upp
aö kr. 400.000 en jöfn krónutala
eftir það.
3. Þegar veröi rætt viö deilu-
aöila um frestun verkfalla og
Marteinn Björnsson:
í merki kerfisins
By ggingastofnun landbún-
aöarins hefur nú nýverið byrjaö
aö kynna bændum, sem hún á að
vinna fyrir, og okkur bygginga-
fulltrúunum, sem hún á aö aö-
stoða, hvernig vinnubrögðum
hennar sé háttaö. Um þaö er
ekkert nema gott aö segja. Þaö
mætti hafa gerst fyrr.
Byggingastofnun landbún-
aöarins, áöur Teiknistofa land-
búnaöarins var I árdaga, þegar
hún var stofnuö.ekki talin nema
eins eöa tveggja manna verk og
þvi ekki skiptanleg á lands-
hluta. Verksviöiö var og er aö
aöstoða bændur viö útvegun
teikninga, svo og aö aöstoða
okkur byggingarfulltrúa land-
búnaöarins eftir aö viö komum
til sögunnar. Nú er stofnunin
samkvæmt Parkinsons lögmáli
að veröa aö kerfi, sem stefnir I
áttina aö þvi ab veröa sjálfu sér
fullnægjandi, ogfyrsta skrefið á
brautinni er aö gleyma
ástæöunni fyrir uppruna sinum.
Rugluðust þeir
á fyrsta aprfl?
Nú virðist forstöðumaöurinn
telja aö vöxtur stofnunarinnar
sé ekki nægilega hraður og vanti
til þess f jármagn og mannskap.
Helsta ráöiö aö hans dómi er, aö
þvi er viröist, þaö, aö hætta aö
taka á móti verkefnum einhvern
hluta árs. Og segir i Dagbiaöinu
á laugardaginn aö svo hafi veriö
„undanfarin ár”.
Ekki var okkur bygginga-
fulltrúunum tilkynnt þetta meö
fyrirvara, svo viö veröum
væntanlega nokkuð siðbúnir til
aö bæta úr þessum skorti á
þjónustu, svona fyrsta áriö, en
það fer allt sem má. Égvarösvo
hissa þegar ég fékk þessa til-
kynningu aö ég hélt aö þeir
hefðu ruglast á fyrsta april i
Reykjavikinni og hringdi i
framkvæmdastjöra Stofnlána-
deildarinnar tilaö spyrja. Hann
kvað þetta ekki gert I samráöi
viö sig, enda heföi hann aldrei
heyrt um þetta fyrr en þá i sim-
anum. Hvaö þá I fyrra eða
hitteöfýrra? Mér er aö öörum
leiðum tjáö að ráðuneytiö sé
ekki betur búið aö upplýsingum.
Þetta eru þó þeir aöilar sem
borga brúsann, standa I sam-
einingu undir rekstri Bygginga-
stofnunar landbúnaöarins. O já,
kerfiö er á góöri leið.
Forstööumáöur Bygginga-
stofnunarinnar telur i
fyrrnefndu Dagblaöi aö lokun á
verkbeiönir i mai—júni sé gerð i
þjónustuskyni viö þá húsbyggj-
endur er hunsuðu aö skila teikn-
ingum meö lánaumsókn sinni
fýrir 15. sept. síðastl. og hafi
hunsaö það til þessa. Ekki skal
ég lasta þaö aö tekiö sé tillit til
þeirra brotlegu, en þó ætla ég að
þeir sem reglunum fylgja eigi
lika nokkurn rétt. Og þeir sem
ætla aö sækja um lán og leggja
meö teikningar, eins og reglur
segja fýrir um, fyrir 15. sept.
næstkomandi, þeir mega fara
aö tygja sig hvaö liöur. Þaö hef-
ur aldrei veriö bannað, né skoö-
aö sem réttinda missir, aö
byggja án þess aö taka lán.
Þessum mönnum fjölgar nú meö
hækkandi verðtryggingum lána.
Þeir byrja venjulega fyrirvara-
litiö snemma á slætti, þegar
sýnt er hver sprettan veröur og
hægt aö áætia afkomu meö tilliti
til haustfjárráöa. Þeir eiga lika
rétt á fyrirgreiöslu, einnig I
mai—júni.
Verður að afsakast
með ókunnugleika.
Svo eru til aðrir menn sem
þurfa aö .endurnýja gömul
gripahús, sem standa og eru i
fasteignamati, en þurfa helst aö
standa uns ný hús veröa tekin I
notkun. Núverandi lánahömlun
á þá sem hafa meira en ákveöið
magn af húsum i fasteignamati,
þó aö þau séu ekki til
frambúöar, hefur valdiö ýmsum
erfiðleikum og margir þessara
manna sækja ekki um lán fyrr
en sýnt er hvenær þeir geta rifið
gömlu kofana.
Byrjunartimi er sami hjá
þessum mönnum og þeim sem
ekki ætla aö sækja um lán og
réttur ætti að vera hinn sami.
Þetta virðist vanta i hugmynda-
flug forstööumanns Byggingar-
stofnunarinnar og veröur þaö aö
afsakast meö ókunnugleika og
þvi,aö mennirnireru af holdi og
blóði, en ekki kerfishluti.
Sex manna tæknistofnun,
staösett viö Hlemm ásamt með
þó nokkrum feröakostnaöi, er
hreint dálitiö fyrirtaáii. Viö i
hinum ýmsu landshlutum, sem
njótum þessarar fyrirgreiöslu,
vildum gjarnan fá að vita hvab
teikningarnar raunverulega
kosta. Það er ótrúlegt aö rikið
og Stofnlánadeildin greiði
stöðugt hækkandi kostnað viö
Byggingastofnunina án þess að
bera það saman viö það sem
stofnunin skilar, þar sem þáft^
væri ekki nema rétt aö rfkis-
valdið sýndi einhvern lit á þvi aö
dreifa störfum út um lands-
byggðina. Jafnvægi i byggö
landsins og allt þaö.
Viröisteölilegt aötekiöyröi til
gaumgæfilegrar athugunar
hvort landshlutarnir, hver að
sinum parti, sæju sér fært að
taka viöh’ónnun sinna teikninga
á sambærilegu veröi og nú er,
svo aö bankinn og rikið yröu
ekki fyrir auknum tilkostnaði.
Það ætti ekkiaöskaða neinn, þó
máliö væri skoöað.
verkbanna til áramóta gegn þvi
aö grunnlaun hækki um 3% og
sáttanefndir verði skipaöar. Ef
ekki næst samkomulag um slikt
fresti rikisstjórnin verkföllum og
verkbönnum til áramóta meðlög-
um.
4. Sérstakur skyldusparnaður
veröi ákveðinn á hæstu laun.
5. Hert veröi stórlega á öllum
sparnaöi i rikisrekstri með
endurskoöun á starfsemi rlkis-
stofnana.
6. Hraöaö verði framkvæmd
ákvæða i lögum um stjórn efna-
hagsmála, o.fl., m.a. ákvæöi um
verðtryggingu inn- og útlána.
7. Samráð stjórnvalda við sam-
tök launafólks, sjómanna, bænda
og atvinnurekenda verði þegar
aukiö og framkvæmt I samræmi
viö II. kafla laga um stjórn efna-
hagsmála o.fl. Fjallað verði um
þau mál, sem i þeim kafla eru
talin en sérstaklega þó:
7.1. Um þær aðgerðir sem aö
framan eru taldar.
7.2. Um gerö kjarasamninga,
m.a. einföldun og samræmingu.
7.3. Um endurskoðun visitöl-
unnar, m.a.hvernig visitölubætur
veröi greiddar á laun.
8. Stefnt verði aö nýjum heildar-
samningum um kaup og kjör,
sem taki gildi i janúar 1980 og
gildi til tveggja ára. •
Prófsteinninn á vilja og
getu rikisstjómarinnar
Þessar tiilögur hafa veriö
ræddar I rikisstjórninni. Sam-
komulag varð um aö skipa sátta-
nefnd i vinnudeilu farmanna og
mjólkurfræöinga við atvinnurek-
endur, bjóða 3% grunnkaups-
hækkun og fara fram á frestun
verkfalla og verkbanns. Beiðni
um frestun hefur veriö haftiaö.
Harma ég það. Sýnir þaö lltínn
vilja til þess aö takmarka þaö
tjón sem þjóöfélagiö veröur fyrir
af þessum deilum. Ástandiö er
hins vegar oröiö þaö alvarlegt að
sáttanefndir hafa takmarkaðan
tíma. Hlýtur fljótlega á þaö að
reyna, hvort samkomulag næst
eða rikisstjórnin hefur kjark til aö
taka á þeim málum. Þaö er próf-
steinninn á vilja og getu rikis-
stjórnarinnar til þess að hafa
hemilá veröbólgunni. Á þaö mun
Framsóknarflokkurinn lát'a
reyna, ef nauðsynlegt veröur.
Framsóknarflokkurinn telur aö
foröast beri I lengstu lög bein af-
skipti rikisvaldsins af vinnudeil-
um. Rikisvaldið veröur þó aö
gripa I taumana þegar i algjört
óefni stefnir.
Það er einlæg von okkar fram-
sóknarmanna aö samkomulag
megi takast I yfirstandandi
vinnudeilum ogaöilar fallist á aö
fresta ágreiningsmálum þar til
nýir heildarsamningar hafa veriö
geröir. Viö leggjum til aö þaö
veröi þegar i janúar nk. Er meö
þvi satt aö segja, ekki til mikils
mælst.
Gengið hefur treglega
að koma ýmsum á Al-
þingi i skilning um eðli
þessa vandamáls
Þótt efnahagsmálin haf i liklega
tekiö mestan tima þingsins hafa
landbúnaðarmálin þó ekki verið
þar langt á eftir. Þvi veldur þaö
alvarlega ástand sem skapast
hefur vegna sölutregðu erlendis á
umframframleiöslu á nautgripa-
og sauöfjárafuröum. Þaö heftir
þvi miöur ekki veriö á valdi
bændastéttarinnar aö koma i veg
fyrir þessa þróun. Alþingi hefúr
þar tilnúneitað að veitanauösyn-
legar heimildir til þess að sporna
gegn aukinni framleiöslu. Jafn-
framt er þaö staðreynd að þessir
erfiðleikar stafa ekki siöur af
óhagstæöri verðlagsþróun og
miklum niðurgreiðslum erlendis
en aukinni framleiöslu innan-
lands. Af þessum ástæöum blasir
nú viö bændum tekjuskeröing
sem nemur um 1.2 milljónum
króna á meðalbú ofan á þau harð-
indi sem rikja.
Min stefna hefur veriö og er sú
að rikissjóður dragi úr tekju-
skeröingunni en bændur skuld-
bindi sig hins vegar til þess aö
draga svo úr framleiöslunni að
hún veröi vel innan þeirra marka
sem verötrygging rikissjóðs sam-
kvæmt lögum ákveður. Þetta er
vandasamt mál og aö þvi verður
að vinna með gát. Annars getur
hlotist af stórtjón sem kosta
mundi þjóðfélagiö ótalda
milljarða t.d. I byggðaröskun.
Anægjulegt hefúr veriö aö um
þessa stefnubreytingu hefur
náöst viötæk samstaða við
bændur. Hins vegar hefúr gengiö
treglega aö koma ýmsum á Al-
þingi I skilning um eöli þessa
vandamáls. T.d. hlýtur Slik
stefnubreyting, sem felur i sér
mikinn samdrátt i landbúnaðar-
framleiöslunni aö vera nánast
vonlaus efskeröa á tekjur bænda
um 1.2 milljónir króna I ár ofan á
allt annaö.
Þrátt fyrir þetta hefur tekist að
fá mikilvæga löggjöf samþykkta I
vetur. Nefni ég breytingu á
Framleiösluráöslögum, lög um
forfallaþjónustu, lög um lausa-
skuldir bænda, breytingu á jarö-
ræktarlögum og væntanlega lög
um beina samninga bænda viö
rikisvaldiö og tillögu tíl þings-
ályktunar um stefnumörkun i
landbúnaöi.
Á þetta mun reyna
næstu vikur eða jafnvel
daga
Góöir hlustendur. Þvi veröur
ekki neitaö aö þessi vetur á þingi
hefur veriö stormasamur.
Stjórnarsamstarfiö hefur heldur
ekki gengiö hljóöalaust. Þvi hefur
fyrst og fremst valdiö gifurleg
tortryggni á milli Alþýöuflokks og
Alþýöubandalags. Forystuhlut-
verk okkar framsóknarmanna
hefur ekki veriö auövelt viö
þessar aöstæöur. Þetta verður aö
breytast, ef rikisstjórninni á að
auönast aö ná þvi markmiði, sem
hún setti sér aö draga úr verö-
bólgunni markvisst og örugglega.
Til þess þarf kjark og dug sam-
stæðrar rikisstjórnar ekki sist viö
þær aöstæöur, sem skapast hafa i
þjóöfélaginu.
Á þetta mun reyna næstu vikur
eöa jafnvel daga. Ekki vil ég óska
þjóöinni þess aö þurfa aö þola hiö
óhefta markaðskerfi Sjálfstæöis-
flokksins. Viö skulum þvi vona aö
þetta takist.
tónlist
Árni Kristjánsson
HLJÓMLEIKAR þeirra Erlings
Biöndal Bengtssonar og Árna
Kristjánssonar i Þjóöleikhúsinu
sl. laugardag (12. maD voru fá-
heyrö skemmtun , þvi þar fór
saman frábær tónlist og viðeig-
andi umhverfi. Þeir, em nú eru
aö nálgast miöjan aldur, muna
vart þá tiö er sinfóniuhljómleik-
ar voru haldnir i Þjóöleikhús-
inu, og þeir sem yngri eru, alls
ekki.En þaö var vel til fundiö aö
halda þessa tónleika þeirra
Arna og Blöndals Bengtssonar
þarna, og ætti jafnan að gera,
þegar mikiö liggur við. — Þjóö-
leikhúsiö er neftiilega allt öðru
visi hús aö flestu leyti en biósal-
ir borgarinnar, þótt góöir séu til
sins brúks. Enda hjálpaðist hið
hátiölega umhverfi og frábæra
tónlist við aö gera hljómleikana
aö mjög svo eftirminnilegum
atburöi.
Fyrir mér er Árni Kristjáns-
son „grand old man” núlifandi
islenskra hljómlistarmanna, af
pianóleik hans jafnt sem per-
sónu stafar töfrum hins há-
Erling Blöndal Bengtsson
menntaöa kúltúrmanns, enda er
þaö jafnan meiri háttar viö-
buröur þegar hann tekur þátt i
hljómleikum Arni skrifaði lika
hljómleikanóturnar i þetta sinn,
þetta eru orð hans um fyrsta
verkiö á efnisskránni, sónötu i
a-moll, „Aroeggione”, eftir
Schubert: „Aroeggione (guitare
d’amour) nefndist hljóðfaéri,
sem austurriskur fiölusmiður,
Staufer aö nafni, bjó til áriö
1823. Þaöliktisteinna helst kné-
fiölu, en bar þó ýmis einkenni
gitarsins, var mittismjótt,
grannvaxiö og gitarstrengjaö,
en þó strokið meö boga. Schu-
bert gaf þessu nýja hljóðfæri óö
með verki þvi, sem hér verður
flytt, „Arpeggione-sónötunni”.
sem svo er kölluö, en hljóöfæriö
sjálft liföi aöeins skamma hrið
þótt þaö eignaöist ódauölega
sál. Knéfiölan túlkar jafnan
söng þessa löngu horfna
hljóöfæris”.
fJæst lék Erling Blöndal
Bengtsson c-moll einleikssvitu
Bachs fýrir knéfiðlu, nr. 5, sem
ber yfirskriftina „Suite discord-
able” vegna þess, að stilling
a-strengs hljóöfærisins er lækk-
uö, þá hún er leikin. Erling
Blöndal Bengtsson hefur oft áö-
ur flutt þessareinleikssvitur hér
á landi, en þaö gerir hann aldrei
of oft, svo frábær tónlist sem
þær eru. Knéfiðlarar mega
sannarlega vera þakklátir Jó-
hanni Sebastianog Pablo Casals
fyrir svíturnar, og aðrir Islend-
ingar Erling Blöndal Bengtsson
að auki.
Sónata Debussys fyrir kné-
fiölu og pianó varþriöja á efnis-
skránni. Hún átti aö vera ein af
sex sónötum, sem skáldið ætlaði
aösemja, en entist ekki aldur til
aö ljúka nema þremur. Arni
Kristjánsson segir i skránni, aö
þærhafiallaroröiö til á árunum
1915-1917, er heimsstyrjöldin
stóð sem hæst og Þjóðverjar
skutu úr fallbyssum sinum á
Parisarborg. „Var það mikil
skapraun hinu deyjandi skáldi
að heyra sprengjuhriðina dynja
á fæðingarborg sinni meðan
hann orti þessi hinstu tónljóð
sin. Þessar „frönsku sónötur”
eru engan veginn klassiskar að
formi til og gætu eins kallast
strengleikar eða einfaldlega
brotaspil, svo laust kveðnar
sem þær eru. Skiptast á i' þeim
stutt hljómblik, ljóöhvörf og
millispil, oger allt á hverfanda
hveli. Tilfinningin ein tengir
brotin saman. 1 millikafla selló-
sónötunnar er, að sögn, trúöur-
inn Perrot látinn heitast I bræði
við mánann, meöan hann stíllir
mandóliniö sitt til kvöldlokk-
unnar”.
Næst flutti Erling Blöndal
Bengtsson „Serenade” fyrir
einleiksselló (ort 1949) eftir
Hans Werner Henze, þýskt tón-
skáld. Serenaöa þessi er likust
rimiausu ljóöi aö uppbyggingu,
meö stuttum hendingum: gott
verk og frábærlega flutt.
Og siöast á skránni voru til-
brigði eftir Martínu um stef
eftír Rossini, fyrir selló og
pianó. Það var vist Martinu sem
sagt var um, aö hann heföi
aldrei samiö leiðinlegt verk, og
mér vitanlega hefur ekkert
heyrsthérá Islandi sem afsanni
þá fullyrðingu. Skráin segir, aö
tilbrigöi þessi hafi Martinu
samiö áriö 1942 i viröingar- og
vináttuskyni viö sellósnillinginn
Gregor Piatigorsky, sem var
aöalkennari Erlings Blöndals
Bengtsonar.
Og loks fluttu þeir þrjú auka-
lög.
Bók hins fræga breska undir-
leikara, Gerald Moore, heitir
„Am I too loud?” — spila ég of
hátt? — sem liklega er skelfing
undirleikara, og ýmist eru són-
ötur, sem og sönglög, skrifuö
fyrir tvö jafnráö hljóöfæri, eöa
fyrir hljóöfæri meö undirleik.
Sónöturnar þrjár fyrir knéfiðlu
og pianó, sem þarna voru leikn-
ar, tilheyröu allra siöari flokkn-
um — meöal sónata, sem tíl-
heyra fyrri flokknum, eru fiðlu-
og knéfiölusónötur Beethovens
og Brahms. Sellóið var sem sagt
alltaf aðalhljóöfærið á þessum
tónleikum, einsog til var ætlast,
en samspil þeirra félaga var
frábært. Þegar miklir hljómlist-
armenn leika saman, færast
þeir ennþá i aukana, og þannig
fundust mér þessir 13. hljóm-
leikar Tónlistarfélagsins á laug-
ardaginn.
15.5.
Sigurður Steinþórsson
Blöndal Bengtsson
og Árni Kristjánsson
Stúdentagarður —
Hjónagarður
Félagsstofnun stúdenta auglýsir:
1. Laus herbergi á Gamla og Nýja Garði
fyrir stúdenta við nám i Háskóla islands.
Herbergin leigjast frá og með 1. septem-
ber eða 1. október n.k. Umsóknarfrestur
er til 1. júli n.k.
2. Tveggja herbergja ibúðir i Hjónagörð-
um við Suðurgötu.íbúðirnar eru lausar frá
1. ágúst og 1. september n.k.
Mánaðarleiga ibúðar er nú kr. 30 þús. en
mun hækka 1. september. Kostnaður
vegna rafmagns og hita er ekki innifalinn.
Leiga og áætlaður kostnaður vegna raf-
magns og hita, a.m.k. kr. 12 þús. greiðist
fyrirfram fyrir 10. hvers mánaðar, mánuð
i senn. Við undirskrift leigusamnings ber
að greiða leigutryggingu sem samsvarar
mánaðarleigu.Trygging endurgreiðist við
lok leigutima. Umsóknarfrestur er til 15.
júni n.k. Umsóknareyðublöð liggja
frammi á skrifstofu Félagsstofnunar stú-
denta, sem jafnframt veitir frekari upp-
lýsingar.
Félagsstofnun stúdenta
Stúdentaheimilinu við Hringbraut.
Simi 16482.