Tíminn - 18.05.1979, Page 17

Tíminn - 18.05.1979, Page 17
Föstudagur 18. maf 1979. 17 Ekki á móti kjarnfóður- Tveir ungir bændur, Kristinn Antonsson í Feliskoti og Jóhannes Halldórsson á Litlafljóti ræddu málin I kaffihléinu. gjaldi HEI — A bændafundinum I Ara- tungu nýlega þótti blaöamanni forvitnilegt aö heyra sjónarmiö ungra bænda. Hvernig þeim lit- ist á þær aögeröir, sem fyrir- hugaöar eru til lausnar á sölu- vanda landbúnaöarafuröa, — framleiöslukvóta og kjarn- fóöurskömmtun. Þessir ungu bændur reyndust vera Kristinn Antonsson i Fells- koti og Jóhannes Halldórsson á Litlafljóti. Það kom i ljós aö báðir voru þeir nokkuð uggandi um hvernig breytingarnar mundu koma viö þá vegna vissrar sérstöðu. Jóhannes býr aö nokkru meö föður sinum, en stundar aðra vinnu, aðallega við byggingar i sveitum, meðfram búskapnum. Vildi þó helst snúa sér alfarið að búskapnum. Nýju lögin gera honum nú nær ómögulegt að stækka bústofninn, þannig að hann geti lifað af búskap ein- göngu og jafnframt býst hann viö að byggingaframkvæmdir i sveitum stórminnki, þannig að vinna við það dragist saman lika. ,,En manni finnst hart að þurfa að gefast upp og fara úr sveitinni, þegar maður vill helst vera bóndi”, sagði Jóhannes. „Gæti ekki hætt þó ég vildi”. Hjá Kristni stóðu málin þannig að hann keypti búið af tengdaforeldrum sinum á s.l. Tónlistar félag Vestur Skafta fellssýslu stofnað MIÐVIKUDAGINN 25. april sl. var stofnað Tónlistarfélag Vest- ur-Skaftafellssýslu. Sto&ifund- urinn var haldinn á Kirkjubæj- arklaustri, af áhugamönnum um tónlistarmál, og á fundinn komu 32 menn, austan og vestan Mýrdalssands. Sl. tvo mánuöi hefur tónlistar- kennari veriö starfandi á Kirkjubæjarklaustri. Sá tónlist- aráhugi sem skapast hefur i kringum hann, hefur sett mjög svip sinn á allt menningar- og félagslif, kirkjukórar hafa starfað af krafti, tveir kórar vorustofnaðir viö grunnskólann að Kirkjubæjarklaustri, i fyrsta skipti i sögu skólans, og siöan heftirf jöldi nemenda sótt einka- tima á hin ýmsu hljóðfæri. 1 stjórn Tónlistarfélags Vest- ur-SkaftafellssýsIu eru: Mar- grét Isleifsdóttirformaður, Ein- ar Bárðarson gjaldkeri, Birgir Einarsson ritari, Sigriöur Ólafs- dóttir og Kristín Björnsdóttir meðstjórnendur. (----------------^ Auglýsið í Tímanum v_______ ________J — en í viðbót við 52% áburðar- hækkun vaxa útgjöldin mikið vori. Þau höfðu þá dregið saman bústofn sinn en fram- leiðslukvótinn á að miðast viö afurðir á undanförnum árum og fylgja jörðinni. Kristni leist þvi illa á ef bústofn undanfarinna áa yrði lagður til grundvallar kvóta handa honum, þar sem hann þyrfti að stækka búið til aö geta borgað skuldir sinar. Hann gæti heldur ekki hætt, þar sem hann hefði nú byggt fokhelt ibúðarhús sem enginn mundi kaupa af honum á viðunandi verði eins og nú standa sakir. Kristinn sagðist vera með meðalbú reiknaði þó með af- urðaskerðingu. Hann sagðist geta sætt sig við kjarnfóðurgjald,en þar sem það bættist við 52% verðhækkun á áburði, útgjaldahækkunin nokk- uð mikil. Hann var þvi samþykkur, að eitthvað þyrfti aö gera til að leysa vandann. En hann hefði bara þvi miöur ekki komið auga á neina raunhæfa leið til að draga saman framleiðsluna án þess að tekjurnar minnkuðu. Tekjurnar hefðu til þessa ekki verið of miklar og mættu ekki lækka. Báðir voru þessir ungu bændur uggandi um, að mikið skrifstofubákn þyrfti til að framkvæma þær aðgerðir sem áætlaöar eru og aö „sparnaður- inn færi að stórum hluta i kostnaö við þaö bákn”, eins og þeir sögðu. Langt að bíða á þriðja ár eftir laununum Allir tala um böivun verðbólg- unnar, en þó fer hún sennilega með fáar stéttir eins illa og bændur. Faöir Jóhannesar, Halldór Þórðarson sagðist rétt nýlega hafa verið að fá i hendur lokagreiðslu fyrir kjötinnleggið Í977. Fóður og áburö til þess árs kjötframleiðslu þurftu bændur að greiða áriö 1976-77. Sagðist Halldór gruna að fleiri en bændum þætti langt að biða launa sinna og endurgreiðslu framleiöslukostnaðarins á þriðja ár, ekki sist I slikri óða- verðbólgu. Að visu kæmi upp- gjör fyrir mjólkina talsvert fyrr, þannig að nýlega hefði fengist lokagreiðsla fyrir inn- legg s.l. árs. Halldór sagði góða fundar- sókn i þetta skipti ekkert ný- mæli, bændur fylgdust vel með sinum kjara- og framleiðslu- málum og sæktu vel bænda- fundi. Utlitiö væri þó sérstak- lega alvarlegt nú, þvi áfram- haldandi umframframleiðsla gæti ekki gengið.

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.