Tíminn - 22.06.1979, Blaðsíða 8

Tíminn - 22.06.1979, Blaðsíða 8
8 Föstudagur 22. júnl 1979 Alternatorar t Ford Bronco, Maverick, Chevrolet Nova, Blaser, Dodge Dart, Play mouth. Wagoneer Land-Rover, Ford Cortina, Sunbeam, Flat, Datsun, Toyota, VW, ofl. ofl. Verð frá 19.800.- 'Einnig: Startarar, Cut-Out, Anker, Bendixar, Segulrofar, Mi&stöðvamótorar ofl. i margar tcg. bifreiða. Póstsendum. Bílaraf h.f. S. 24700. Borgartúm 19. ÚTBOÐ Kennaraháskóli Islands Tilboö óskast I aö steypa upp og fullgera að utan nýbygg- ingu Kennaraháskóla tslands viö Stakkahllð. Verkinu skal að fullu lokið 1. ágúst 1981. Útboðsgögn veröa afhent á skrifstofu vorri gegn 75.000.- kr. skilatryggingu. Tilboð verða opnuð á sama staö, þriðjudaginn 10. júll kl. 11.00 f.h. INNKAUPASTOFNUN RÍKISINS BORGARTÚNI 7 SÍMI 26844 PÓSTHÓLF 1441 TELEX 2006 FJ* Hj ólbarðasólun, hj ólbarðasala og öll hjólbarða-þjönusta bíú er rétti timinn til að senda okkur hjólbaröa til solningar Eigum fyrirliggjandi flestar stœrðir hjólbaróa, sólaða og nýja Mjög gott verð Fljót og góð þjónusta PÓSTSENDUM UM LAND ALLT VINNI STOFAftE HF Skipholt 35 105 REYKJAVÍK slmi 31055 gott urval a góóu verÓi BÆNDUR! SUM ARBÚSTAÐAEIGENDUR! GIRÐIÐ GARÐA OG TÚN GIRÐINGAREFNI í ÚRVALI fódur grafrx girðintprefni Hmjólkurfélag REYKJAVÍ KUR Laugavegur sími111 25 Um nokkrar sýningar í bænum Sú var tíðin að mynd- listarsýningar voru eink- um haldnar á haustin. Besti timinn var um líkt leyti og kartöflugrösin f éllu og menn komu suður eftir síldarleysið norður í landi, eða eftir þrældóm- inn þar, þegar síldarár voru. Ekki svo að skilja að myndlistinni í landinu væri haidið uppi af fólki sem átti kartöflugarða, eða fór á síld. Menn í bænum voru aðeins upp- teknir við annað, og á öðrum stöðum á sumrin, og sýningar því haldnar þegar allir, eða flestir, voru heima hjá sér, en það var á haustin. Siguröur Jónsson Siggi flug En eins og ferðamannatiminn er að lengjast, er sýningatimi myndlistarmanna aö lengjast. Þaö er kominn 17. júní og þaö standa samt yfir margar sýn- ingar á myndverkum i Reykja- vik og skal nú getið um þrjár þeirra, og reyndar hina fjóröu lika: Siguröur Jónsson, eða Siggi flug, er gömul flughetja eins og allir vita. Hann er Eyrbekking- ur að ætt, fæddur árið 1910. Siguröur hóf flugnám i Þýska- landi innanviö tvitugt og lauk atvinnuflugprófi árið 1930. Hann hefur flugmannskír- teini nr. 1, og verður þvl að telj- ast meö réttu fyrsti flugmaöur okkar, eöa atvinnuflugmaður- inn. Sigurður Jónsson vann ævi- starf sitt i fluginu. Fyrst flaug hann merkilegum og -einkenni- legum flugvélum Flugfélags Is- lands númer II og III, en starf- aði síðan við loftferöaeftirlit, eftir að embætti flugmálastjóra var stofnaö, en lét af störfum nú fyrir skömmu, eftir langan starfsdag á 99 ára reglunni. Siguröur Jónsson hefur ávallt stundaö myndlist, eða teikningu I hjáverkum. Þekktasta mynd hans mun vera tússmynd af Út- vegsbankanum (Islandsbanka) einsog hann leit út fyrir þaklyft- inguna, eða áður en hann fór á hausinn og var gerður að rlkis- banka. Sú mynd var fjölfölduð (prentuö) i 50 eintökum og er þvi til víða. Frummyndin er í eigu Út- vegsbankans, hefur mér verið sagt. Sigurður Jónsson heldur sig dálitið viö bankakerfið I mynd- listinni. Hann er t.d. meö seöla- bankastjórana alla þrjá og eru þeir úr fötum úr ekta peningum. Þetta eru frumlegar myndir. Alúö viö teikningu Lika hefur Sigurður teiknaö marga fræga menn aðra, og eru myndirnar vel unnar innan slns ramma. Reynt er aö ná svip manna, þannig að þeir þekkist, en þeir liggja hins vegar ekki undir neinu listrænu fargi, bera ekki I sér skelfingu, mikla gleði eða annað er sálina varðar. Þetta eru myndir um jafnaðar- geðið. Sigurður hefur fengist við teikningu lengur en flug og er þá mikið sagt. Handbragðiö er gott og vandað. Ég veit ekki hvort hann var varfærinn flugmaður, en tel það vlst. I myndlistinni tekur hann alla vega ekki mikla áhættu. Besta myndin á sýningunni finnst mér vera Þingvallamynd, þar sem hann bregður út af vananum og eykur styrkleik- ann. Það er ekki minnsti efi á þvl, að Sigurður Jónsson hefði getað náð talsvert langt sem mynd- listarmaöur, ef hann hefði lagt það fyrir sig, það er að segja ef mælt er i elju og handlagni, og það er vissulega þess virði að heimsækja þennan gamla flug- kappa og myndirnar hans á Skúlagötu 61, en sýningunni lýk- ur 24. júní.. List á rannsóknarplani Það er orðið langt siðan menn byrjuðu aö velta fyrir sér linum og formum og sambandinu við augað, eða sjónskynjunina og miðtaugakerfið. Þaö gerði Pythagoras, griski heim- spekingurinn og stærð- fræöingurinn, enda voru Grikkir snemma i hópi þeirra er skildu linuna innilegar og betur en aðr- ir menn, og er húsagerðarlist þeirra til vitnis um það, auk framfara i reikningi. Enn gera menn tilraunir á þessu sviöi. Mest þó sérvitring- ar, en nú hefur veriö hér sýn- ingin MAXIMAL — MINIMAL, en þar er á ferðinni alþjóölegur hópur manna, er fæst við linu- rannsóknir, eða konstruktiva kúnst. Þeir hafa einhvern veginn fundið hverir aðra með hjálp linunnar, en samt virðist þetta einkennilegur likburður á göml- um hugmyndum, að ekki sé nú meira sagt. Nú hafa nokkrir þessara manna myndaö ferðafélag um konstruktiva list, þar sem sýn- ing á allmörgum verkum er send landa á milli til aö kynna verkefnið, og heimsókninni til Islands lauk um siöustu helgi, 17. júni. Þetta eru verk eftir menn frá ýmsum löndum, en einn Is- lendingur, Hörður Agústsson, á verk á sýningunni. Jafnvel þótt játað sé að ekkert sé nýtt undir sólinni, var gaman að koma þarna. Sum verkin eru nær stærðfræði eöa ljóðgerö en myndlist, en það er alveg sama, kemur út á eitt. Vönduð vinnu- brögð auka virðingu manna fyr- ir tilrauninni sem slikri. Þetta er ekki spurning um rétt eða rangt, heldur hvort umhugsun á linum og formum á þennan hátt á I raun og veru erindi við ann- að fólk en höfundana sjálfa. I heimi bókmenntanna er þetta stafrófskver, eða hluti af þvi, og sem myndlist hljótum við að deila um það, hvort þetta sé myndlist, eða hluti af undir- stöðu hennar. Allavega var þó fróðlegt að sjá þessa sýningu, þótt varla teljist hún ögrandi. Torfan í Torfunni og kerfinu Magnús Tómasson, mynd- listarmaður hefur opnað mynd- listarsýningu i Torfunni. Magnús hefur þá sérstöðu, að hann hafði á slnum tima vinnu- stofu I Landlæknishúsinu við Amtmannsstig og málaði þá Torfuna mikið. Nú hefur hann Hörður Agústsson Magnus Tómasson dregið þessar myndir fram, en þær munu gerðar á árunum 1962-1963. Eru þetta pastelmyndir, eða kritarmyndir og málverk. Jafnframt er þarna trúboðs- stöð fyrir Torfusamtökin, sem berjast fyrir því, að það sem ó- brunnið er af Torfunni hljóti ei- lifa varðveislu og komist á launaskrá hjá rikinu, eða á bæ- inn. Um þaö mál veröur ekki fjall- að hér, en úrslit hljóta þó að fást I þessu máli innan skamms tima, þrátt fyrir að minni menningaráhugi sé greinilega hjá þessari stjórn og borgar- stjórn en hjá fyrri rikis- og borgarstjórnum, þótt einkenni- lega hljómi. Allar rikisstjórnir kvarta um peningaleysi, þegar menningar- mál eru annars vegar, en þessi, hefur ásamt borgarstjórn, greinilega áhuga á að ganga milli bols og höfuðs á listinni i landinu, með þvi aö þrengja að henni á öllum sviöum. Um þetta getum viö nefnt fjöl- mörg dæmi. Vörugjöld eru lögð á myndlistarvörur, listasafnið er auralaust og getur fátt keypt af myndum. Menningar- sjóður er sveltur og borgarleik- húsiö er aðeins jörð með hold- rosuna út. Sjóösupptaka handa Alþýðuleikhúsinu á kostnað annarrar leikstarfsemi i land- inu breytir þar engu um, en er til dæmis um menningaráhug- ann. Það nýjasta er svo það, að bankar landsins fá myndlistina ókeypis hjá Alþýðusambandinu (Alþýðubankinn), en sú var tið- in að bankar og aðrar peninga- stofnanir landsins voru meðal þeirra er einna helst gátu keypt myndlistarverk af listamönn- um. En núna fær Alþýðubank- inn sumsé finar myndir hjá Al- þýðusambandinu fyrir ekkert og má gera ráð fyrir að fram- haldið verði siðan það, að ríkis- bankarnir fái sínar myndir úr Listasafni tslands. Þvi var fleygt hér um árið að Alþýðubankinn yrði öflug pen- ingastofnun, sem meðal annars gæti ávaxtaö sjóöi verkalýðs- hreyfingarinnar, átvinnuleysis- tryggingasjóöi og fl. en ekkert af þessu hefur skeð, en i staöinn eru myndir sem Ragnar i Smára og Margrét, ekkja Þór- bergs Þórðarsonar, gáfu verka- mönnum,eina innleggiö i banka alþýðunnar. Ef þetta er ekki að fara inn á verksviö annarra, þá er málið ekki rétt skilið. En þetta var nú útúrdúr um afstöðu valdamanna til menn- ingarmála. Vikjum nú aftur aö Torfunni, þar sem sýning Magnúsar Tómassonar stendur, eða hang- ir uppi. Magnús kemur þarna dálltið á óvart, einkum þar sem hann hefur verið aö fást við annaö á undanförnum árum. Ekki er það samt alveg nýtt að frammúrstefnumenn sýni „venjulegar” myndir. T.d. sýndi Kristján Guðmundsson, „venjuleg” málverk I vor, en hann hefur helgað sig heim- spekilegri verkum I mörg ár. Myndir Magnúsar eru hinar ljúfustu, þótt æskuverk séu köll- uð, en Magnús mun fyrst hafa sýnt myndir aðeins 17 ára gam- all. MyndTr fians eru flestar um Bernhöftstorfuna, viðlag við ákveðið stef. Þarna var gaman að koma, bæði til að sjá myndirnar, en húsakynnin eru hentug fyrir smámuni og smærri sýningar, og eins hitt að það er fróðlegt að koma i hús angistarinnar, Bern- höftshúsið, sem nú rambar á barmi glötunar, eins og svo margt I voru annars indæla landi. Sýningin I Bernhöftshúsi verður opin til 26. júni næstkom- andi. . Jónas Guðmundsson

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.