Tíminn - 06.07.1979, Qupperneq 3

Tíminn - 06.07.1979, Qupperneq 3
Föstudagur 6. júli 1979 3 Fleiri útlendingar til landsins en i fyrra KEF — Nokkru fleiri farþegar hafa komiö til Islands meö skip- um og flugvélum fyrstu sex mán- uöi þessa árs en á sama tima i fyrra. A timabilinu janúar til og meö júni hafa 31164 útlendingar komiötii landsins en á sama tima I fyrra komu 30501. Á sama tima- bili f fyrra komu 27774 isiending- ar til landsins en 27870 á fyrstu sex mánuöum þessa árs. Af erlendum farþegum komu flestir frá Bandarikjunum eöa 2661. Næstir i rööinni voru V-Þjóöverjar eöa 1793 og þá Norömenn, 1490. Siöan Sviar, 1412, og þá Danir, 1306. Formaður Snarfara: Bátarnir nægí- lega vel búnir KEJ — Einvigiö mikla f sjórallinu '79 heldur áfram og i morgun áttu bátarnir tveir aö halda upp frá Akureyriáleiöis tii isafjaröar þar sem gist verður I nótt. A ýmsu gengur i rallinu og fékk meöal annars annar báturinn, Signý, á sig siæman hnút á leiöinni frá Noröfirði til Raufarhafnar. Hafsteinn Sveinsson formaöur Snarfara sem ásamt Dagblaöinu og FR standa aö sjórallinu sagöi i samtali viö Tfmann i gær aö þaö væri ekki rétt aö bátarnir væru illa búnir til rallsins. Sagöi hann aö þeir væru mjög vel biínir miö- aö viö stærö og aö sfnu mati full- færirikeppnisem þessaþó sjólag væri ekki alltaf upp á þaö besta viö Island. 1 Timanum I gær sagöi aö fimm bátar heföu lagt af staö firá Reykjavik. Rétt er aö fimm bátar voru skráöir til keppni en aldrei lögöu fleiri bátar en þrir upp frá Reykjavik og þar af einn upp á von og óvon og heltist úr lestinni við Vestmannaeyjar. Hússtj órnarskólanu á Varmalandi slitið II GO — Hússtjórnarskólanum á Varmalandi var slitiö 1. júni s .1. Skólinn starfaöi i 9 mánuöi og sóttu hann 36 nemendur viös vegar aö af landinu. 32 luku prófi og hæstu einkunn hlaut Vilborg Eiriksdóttir frá Brim- nesi, Fáskrúösfiröi. Auk þess sá skólinn um kennslu I heimilis- fræöum fyrir unglinga úr Grunnskólanum á Varmalandi. Skólinn mun starfa meö svip- uöu móti og veriöhefuren námiö þó samræmt námi á hússtjórn- arbrautum fjölbrautaskóla, eft- ir þvf sem unntreynist, svo auö- veldara verði aö meta þaö til framhaldsnáms. Erindi um málefm vangefinna Eins og kunnugt er átti Styrktarfélag vangefinna tuttugu ára afmæli á s.l. ári í þvi tilefni var m.a. efnt til erindaflutnings i útvarpi um málefni vangefinna. Vegna fjölda áskorana hafa er- gefin út indi þessi n ú verið gefin út i fjöl- ritaöri útgáfu og eru fáanleg á skrifstofu Styrktafélags vangef- inna.Laugavegi 11 og á skrifstofu Landssamtaka Þroskahjálpar, Hátúni 4a. Olíuhituð hús I Reykjavlk: Kannaðir verði möguleikar á ralhit- un eða hitaveitu Kás — Borgarráö hefur samþykkt meö hliösjón af sihækkandi oliu- veröi aö fela borgarverkfræöingi, Þóröi Þorbjarnarsyni, aö gera itarlega könnun á möguleikum þess aö taka upp rafhitun eöa hitaveitu I þeim húsum I Reykja- vik, sem nú eru hituö upp meö oliu. Hefur undanfariö veriö lögö áhersla á að flýta þeim hitaveitu- framkvæmdum sem á döfinni eru sem mest, þ.e. i Reykjavik. A þaö bæði viö um hitaveituvæðingu nýrra hverfa sem I byggingu eru og eldri hverfa sem út undan hafa verið, hingaö til. Er þess skemmst að minnast, aö borgarráð hefur samþykkt aö Hitaveitu Reykjavikur veröi faliö aö leggja hitaveitu 1 hús á Laugarnestanga, sem hingaö til hafa verið kynnt upp meö oliu Aðalfundur Sambands íslenskra sparisjóða Stórefling sparisjóð- anna er framundan GP — Nú fyrir skömmu lauk þingi sambands isl. sparisjóöa en þaö var haldiö aö Bifröst i Borg- arfiröi. A fundi sem stjórn Sam- bands Isl. sparisjóöa boöaöi til meö fréttamönnum eftir þingiö kom fram aö starfsemi sparisjóö- anna gekk mjög vel á liðnu ári og hlutfalislega mun betur en viö- skiptabankarnir stóru. Innláns- aukning varö meiri en nokkru sinni eöa um 49.3% og eru spari- sjóöirnir sameinaöir orönir þriöja stærsta innlánsstofnun landsins. Formaður Sambands Isl. spari- sjóða Baldvin Tryggvason gat þess að nokkrir sparisjóöanna hafa átt i vök aö verjast þar sem bankar hafa sótt fast á aö stofna útibú i samkeppni við einstaka sparisjóði. Landsþjónusta sparisjóöanna A fundinum að Bifröst var ákveðið aö vinna að þvi aö koma á svokallaðri Landsþjónustu spari- sjóðanna, en hún felur i sér þá auknu þjónustu aö viðskiptavinur sem á sparisjóðsbók, útgefna af sparisjóði, geti lagt inn eöa tekiö út úr bókinni i hvaða sparisjóöi sem er. Þá mun hið sama gilda um innborganir á veltureikninga (ávisanareikninga, hlaupareikn- inga). Gert er ráð fyrir að þessi þjónusta taki gildi 1. ágúst n.k. Stærsti draumurinn, sameiginieg lánastofnun Baldvin sagöi að nú væri unniö aö þvi leynt og ljóst að efla samstöðu sparisjóö- anna enda bæri brýna nauðsyn til. T.d. ala sparisjóðsmenn meö sér þá von aö innan ekki langs tima verði stofnuð sameiginleg lána- stofnun sparisjóöanna svipaö og gert hefur verið á Noröurlöndum og viöar. Með þvi móti verður hægt að styrkja stööu minni sparisjóðanna til muna. Sagöi Baldvin að hugsanlega gætu viö- skiptareikningar sparisjóöanna hjá Seðlabankanum veriö i þess- um banka en þessir reikningar stóöu með um 2.7 milljarða króna um siðustu áramót. bá var á fundinum samþykkt tillaga þess efnis aö komiö veröi á fót þjónustu fyrir þá sparisjóöi sem ekki eru tengdir Reiknistofu bankanna og á hún aö annast tölvuskráningu á skuldabréfum með verðbótaþætti og visitölulán- um. 1 stjórn Sambands fslenskra sparisjóöa eru: Baldvin Tryggvason, Sparisjóði Reykjavikur og nágr., formaður Guðmundur Guðmundsson, Sparisjóði Hafnarfjaröar, Páll Jónsson, Sparisjóönum i Kefla- vik, Ingi Tryggvason, Sparisjóöi Reykdæla og Sólberg Jónsson, Sparisjóöi Bolungarvikur. Fákur kaupir Ragn heiðarstaði i Flóa — Góð aðstaða fyrir hross og menn Hestamannafelagið Fákur hef- ur keypt jörðina Ragnheiðarstaði I Gaulverjabæjarhreppi i Arnes- sýslu oger ætlunin að jöröin veröi nýtt sem beitiland fyrir hross fé- lagsmanna Fáks og einnig verði þar aðstaða fyrir tamningastöð og hugsanlega reiðskóla og nám- skeiðahald á vegum félagsins. Kaupverö Ragnheiöarstaöa er 37 milljónir og veröa kaupin f jár- mögnuö meö sameiginlegu átaki félagsmanna. Ragnheiöarstaðir eru 800 hektarar, bæöi tún og val- lendi og kjöriö beitiland fyrir hross. Er ætlunin aö gefa félags- mönnum kost á að taka á leigu giröingarhólf fyrir hross sin og skapa aöstöðu fyrir tjöld og 'hjól- hýsi. Þess má geta aö Reykjavikur- borg he fur nú heimilaö Fáki afnot af auknu landi jaröanna Saltvik- ur og Arnarholtó á Kjalarnesi til hrossabeitar. ----------------------------- Hestasportinu virðist stöðugt vaxa fylgi og ekkert útlit fyrir að dragi úr vinsældum þess. Þessi skemmtilega mynd var tekin af einu hestasports-,,idjótinu” á blaðinu.

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.