Tíminn - 06.07.1979, Qupperneq 1

Tíminn - 06.07.1979, Qupperneq 1
Síðumúla 15 • Pósthólf 370 • Reykjavík • Ritstjórn 86300 • Auglýsingar 18300 • Afgreiðsla og áskrift 86300 • Kvöldsímar 86387 & 86392 Strandar á þingmönnum Alþýðuflokksins: Ekkert borað við Kröflu í ár KEJ — Samkvæmt þeim heimild- um sem blaðið hefur aflað sér er nú allt útlit fyrir að ekkert verði af borun við Kröflu þetta árið. Væntanleg eru innan skamms bráðabirgðalög frá rikisstjörn- inni um lántökuheimildir til fjár- mögnunar framkvæmda á sviði orkumála sem ekki hafði verið ráð fyrir gert i fjárlögum og láns- Líklegt að norska stjórnin falUst á samstarfsnefnd um loðnuveiðarnar AM — Norska stjórnin ræddi loðnuveiðimálin á svæðinu milli islensku efnahagslögsögunnar og Jan Mayen á fundi sinum i gær, en sem kunnugt er hafnaði utanrikisráðherra lslands hug- myndum þeim sem Knut Fryd- enlund sendi simleiðis á mið- vikudag. Þegar Timinn fór I prentun höfðunorskstjórnvöldekki sent frá sér tilkynningu um niður- stöður rikisstjórnarfundarins, en búist við tilkynningu um þær i dag. Spáðu fréttamenn þvi að stjórnin mundi leggja til að við- ræðum við íslendinga yrði hald- ið áf ram og samstarfsnefnd sett á laggirnar sem fyrst. Þá var reiknað með þvl að stjórnin myndi samþykkja að veiðar Norðmanna byrjuðu ekki fyrr en 23. júli. Loks var talið að stjórnin samþykkti að láta fylgjast mef þvi að loðnustofninum yrði ekki stefnt I hættu með ofveiði og aC hún mundi áskilja sér rétt til aC grip a inn I ef nauðsyn þætti. Svo sem kunnugt er strönduðu viðræðurnar i Reykjavik helstá rétti Islendinga til að hafa af- skipti af hugsanlegum loðnu- veiðum þriöju þjóðar á svæðinu, en sllk afskipti vildu Norðmenn einir hafa rétt til og halda þann- ig uppi norskri löggæslu á svæði, sem enn er ágreiningur um. Þar með ónýttist og að úr samkomulagi yrðium 90 þúsund tonna hámarksafla Islendinga og Norðmanna á svæðinu sem viöræðunefndunum hafði komiö ásamt um. Norski loönuflotinn er þess al- búinn að halda til veiöa, en for- stöðumenn Norsk Fiskerlag hafa sagt að þeir muni ekki sætta sig við neinar aflatak- markanir, fyrr en norsk efna- hagslögsaga hefur tekið gildi. Með þvi að fresta að hefja veiðarnar til 23. júli mun norska stjórnin væntanlega vilja gefá ráðrúm til frekari samkomu- lagsviðræðna. r-------------------------------------■ — Bráðabirgðalög væntanleg um dreifikerfi, hitaveitur og fjarvarma- v veitur en ekkert um Kröflu_________ fjáráætlun ársins. Áætlað hafði verið að meðal þessara fram- kvæmda yrði borun nýrra hola við Kröftu en þar sem þingmenn Alþýðuflokksins setja sig á móti þeirri framkvæmd verður vænt- anlega hætt við hana. Er þetta i samræmi við yfirlýs- ingu rikisstjórnarinnar þess efnis að engin bráðabirgðalög verði gefin út sem ekki er fyrirfram - tryggt að njóti fulls meirihluta á Alþingi. Þessar umframframkvæmdir i orkumálum sem bráðabirgðalög eru nú væntanleg um eru til- komnar vegna breyttra aðstæðna i orkumálum eða hinnar gifurlegu hækkunar á oliu sem orðið hefur og væntanleg er siðar á árinu. Var upphafleg áætlun rikis- stjórnarinnar að taka 2,6 mill- jarða króna lán i þessu skyni samkvæmt þeim upplýsingum er blaðið hefur aflað sér en þar sem nú er ekki útlit fyrir að neitt verði af Kröfluframkvæmdum mun sú lánsfjárhæð væntanlega lækka um rúmanhálfanmilljarö. Helstu framkvæmdirnar veröa væntan- lega i linulögnum á Austur og Norðurlandi, styrkingu dreifi- kerfa i sveitum og ýmsum fram- kvæmdum við hitaveitur og f jar- varmaveitur. Er reiknað meö að þessar framkvæmdir muni skjót- lega borga sig vegna oliusparnað- arins sem af þeim hlýst. Dómsmálaráðuneytið setur nýjar reglur um veitingatíma áfengis: Miðvikudagur ekki lengur „þurr”-dagur — Veitíngaliús opin tíl kL 3 að nóttu um helgar Kás — Frá og með öðrum mánu- degi héðan i frá taka gQdi nýjar reglur um veitingatima áfengis, þ.e. 16. júli nk. Heimilt verður að láta skemmtanir um helgar, eöa kvöldið fyrir almennan fridag, standa til kl. 03 eftir miðnætti. Veitingahúsum veröur heimilt að hafa opið svo lengi sem húsrúm leyfir, en verða ekki að loka 23.30, eins ogskilyrt hefur verið hingað tO. Þá verður heimilt að veita á- fengi á miðvikudögum jafnt sem virka daga. Steingrimur Hermannsson, dómsmálaráðherra, kynnti hinar nýju reglur á fundi með blaða- mönnum I gær, en af þeim hefur verið unniö siðan hann tók við embætti. Sagði hann að meö þess- um breytingum væristefnt aö þvi að færa áfengislöggjöfina i frjáls- ara form, en þó án þess að það leiddi til aukinnar áfengis- drykkju. Tók hann það skýrt fram, að hann væri fylgjandi þvi að sporna við óhóflegri neyslu á- fengra drykkja. Hér væri um til- raun að ræða, og færi hún úr- skeiðis væri hann tilbúinn að endurskoða afstöðu sina. Helstu nýmæli sem felast I hin- um nýju reglum auk þeirra sem nefndarvoruiupphafi, eru þauað hér eftir má aðeins veita áfengi til matargesta i hádeginu miQi kl. 12 — 14.30. Vínstúkur mega þó að- eins vera opnar á milli 12 og 13. Aður var heimilt að veita áfengi I hádegi án sérstakra takmark- ana. Sá háttur verður framvegis aðeins leyfður laugardaga, sunnudaga og almenna fridaga. Afengisveitingar verða sem fyrr bannaðar siðdegis að öðru Framhald á bls 19 Nú verður hægt að sitja á barnum frá kl. 18 til 3 á föstudögum og laug- ardögum en hádegisbarinn veröur aðeins opinn i klukkutima á virkum dögum. (Ljósm.: eik) H. McCartan frá Bel- fast á N-írlandi kvaðst vera orðinn leiður á rigningunni en lét sig þó hafa það að drekka kaffi sitt við fótstall Kristjáns konungs niunda fyrir framan Stjórnarráð- ið. Timamynd: yjryggvi- J Borgarstarfsmenn á eftirlaunaaldri: Engum sagt upp Kás — t gær urðu nokkuð snarp- ar umræður f borgarstjórn um tillögu fulltrúa Sjálfstæðis- flokksins i borgarstjórn um hvort framfylgja eigi reglum um uppsagnir aldraðra starfs- manna borgarinnar, sem náð hafa eftiriaunaaldri. Nú vinnur nefnd á vegum borgarinnar að endurskoðun á reglum um ald- urstakmörk borgarstarfs- manna. Borgarráð visaði tillögu Sjálf- stæðisflokksins frá i borgarráði sl. þriðjudag á þeirri forsendu að óhjákvæmilegt sé að hafa mótaðar reglur um starfslok fastráðinna starfsmanna borg- Framhald á bls 19

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.