Fréttablaðið - 22.12.2006, Side 2
Opið: Alla virka daga kl. 9:00-18:00 og laugardaga kl. 12:00-16:00. Sími: 525 8020.
NOTAÐIR BÍLAR
BÍLL DAGSINS
OPEL ASTRA 1.6GL
Nýskr. 02.00 - Sjálfskiptur - Ekinn 90 þús. km. - Allt að 100% lán.
Verð
660.0
00.-
Ólafur, er syndaflóð á Selfossi?
Slæmt veður, rok og
rigning var á landinu í gær.
Herjólfur var bundinn við
bryggju í Vestmannaeyjum
síðdegis í gær og fór ekki seinni
ferð sína til lands vegna veðurs.
Samkvæmt skrifstofu
Herjólfs í Vestmannaeyjum olli
þetta ekki teljanlegum óþægind-
um fyrir þá sem áttu bókað far.
Vitað hafi verið af því með
talsverðum fyrirvara að svo færi
og því hefði verið hægt að bjóða
fólki að fara með ferjunni um
morguninn í staðinn, eða bíða til
morguns, en í gærkvöld var gert
ráð fyrir því að siglt yrði strax í
morgun.
Fólki var boðið
að fara fyrr
26 ára karlmaður, Ívar
Smári Guðmundsson, var dæmdur
í fjögurra ára fangelsi í gær fyrir
tvö rán, fjársvik, þjófnaði, hús-
brot, eignarspjöll, fíkniefna- og
umferðarlagabrot.
Ránin voru framin með stuttu
millibili í júlí á þessu ári. Í því
fyrra ruddist Ívar inn í skóverslun
við Fiskislóð í Reykjavík, tók tólf
þúsund krónur úr afgreiðslukassa
verslunarinnar og nefbraut starfs-
mann hennar á flótta sínum. Hann
var handtekinn samdægurs.
Rúmum tveimur vikum síðar
fór hann inn í verslun Bónusvídeó
í Hafnarfirði og réðst að tveimur
starfsstúlkum. Annarri stúlkunni
tókst að læsa hann inni á skrif-
stofu á annarri hæð verslunarinn-
ar en hann braut þá glugga og
stökk út. Hafði honum þá tekist að
komast yfir um eina og hálfa milljón
króna. Árvökulir vegfarendur sáu
til Ívars og náðu honum þar sem
hann reyndi að komast inn í bif-
reið skammt frá. Tókst vegfarend-
unum að draga Ívar Smára út úr
bifreiðinni og halda honum þar til
lögreglu bar að. Ökumaður bif-
reiðarinnar komst þó undan með
ránsfenginn og er enn ófundinn.
Við handtökuna reyndist Ívar
Smári vera í annarlegu ástandi
vegna fíkniefnaneyslu og sagðist
síðar ekki muna eftir ráninu.
Ívar Smári afplánar nú þegar
dóm á Litla Hrauni. Hann flúði úr
haldi lögreglunnar í síðasta mán-
uði þegar leiða átti hann fyrir dóm
og kom ekki í leitirnar fyrr en
tveimur sólarhringum síðar.
Strokufanginn í 4 ára fangelsi
Borgarráð samþykkti á
fundi sínum í gær að óska eftir
formlegum viðræðum við
ríkisstjórnina um aðstöðu fyrir
náttúrugripa- og vísindasafn í
Reykjavík auk starfsemi Náttúru-
fræðistofnunar.
Borgarráð minnir á vilyrði
fyrir lóð fyrir slíkt safn á svæði
Háskóla Íslands í Vatnsmýri sem
veitt var fyrir meira en áratug.
Enn fremur minnir borgarráð
áform um fræðslu- og fjölskyldu-
garð í Laugardal þar sem mætti
staðsetja náttúrugripa- og
vísindasafn í tengslum við
rekstur Fjölskyldugarðsins og
hugsanlegt sjávardýrasafn.
Náttúrugripir í
Laugardalinn
Mál ákæruvaldsins gegn
Einar Benediktssyni, Geir
Magnússyni og Kristni Björns-
syni, forstjórum olíufélaganna á
árunum 1993 til og með 2001, verð-
ur þingfest í Héraðsdómi Reykja-
víkur 9. janúar á komandi ári.
Einar er enn forstjóri Olíu-
verslunar Íslands, Olís, en Geir
og Kristinn eru hættir sem
forstjórar Olíufélagsins hf., nú
Kers, og Skeljungs.
Forstjórarnir hafa verið
ákærðir meðal annars fyrir
samráð við gerð tilboða fyrir
útboð, skiptingu markaða og
samráð um verð á söluvörum og
ákvörðun afslátta. Ákæran á
hendur þeim er í 27 liðum.
Þingfesting í
byrjun janúar
Lögreglan í San
Salvador, höfuðborg El Salvador
hefur handtekið morðingja Jóns
Þór Ólafssonar og kærustu hans
Brendu Salinas. Þau fundust látin
við þjóðveginn á milli San Salvad-
or og borgarinnar Santa Ana
aðfaranótt 13. febrúar síðastlið-
inn. Í samtali við Fréttablaðið á
miðvikudag staðfesti yfirlög-
reglumaðurinn Tobar Prieto hjá
lögreglunni í San Salvador að
málið teldist upplýst.
Mennirnir sitja allir í fangelsi
og að sögn Juans Carlos Bara-
hona, sem skrifað hefur um málið
í dagblaðið La Prensa Gráfica,
mun ákæruvaldið væntanlega
höfða mál á hendur þeim í byrjun
næsta árs. Juan Carlos segir að
lögreglan hafi mjög góðar sann-
anir gegn mönnunum.
Fimmmenningarnir tilheyra
gengi í hverfinu Zona Rosa í San
Salvador og eru á aldrinum 24 ára
til 31 árs. Að sögn Juan Carlosar
sátu mennirnir fimm allir í fang-
elsi fyrir aðra glæpi þegar dómari
kvað upp gæsluvarðhaldsúrskurð
yfir þeim fyrir morðið á Jóni og
Brendu í byrjun október og voru
þeir því ekki viðstaddir þegar
hann var kveðinn upp. Juan Carlos
segir að lögreglan útiloki ekki að
fleiri menn hafi komið að morðun-
um.
Það sem leiddi til þess að morð-
ingjarnir fundust var byssa sem
lögreglan lagði hald á í Zona Rosa
í lok mars á þessu ári eftir að lög-
reglumenn höfðu lent í skotbar-
daga við fjóra af mönnunum. Við
rannsókn á byssunni kom í ljós að
um sömu byssu var að ræða og
notuð var til að myrða Jón og
Brendu. Glæpamennirnir drápu
einn lögreglumann í skot-
bardaganum.
Juan Carlos segir að ástæðan
fyrir morðunum hafi verið að
kærasta Jóns Þórs hafi átt í ástar-
sambandi við einn af morðingjun-
um. Hann segir að tilgangurinn
með morðunum hafi verið að
hefna sín á Brendu og Jóni Þór.
Lárus Hjálmarsson, fram-
kvæmdastjóri hjá orkutækni-
fyrirtækinu Enex, sem Jón Þór
starfaði hjá í El Salvador, segir
ánægjulegt að morðingjarnir hafi
náðst og að þeir muni þurfa að
svara til saka fyrir dómi. Hann
segir jafnframt að ekkert geti
bætt fyrir þann missi sem aðstand-
endur Jóns Þórs og vinir urðu
fyrir þegar hann myrtur.
Morðingjar Jóns
Þórs sitja í fangelsi
Fimm menn í gengi drápu Jón Þór Ólafsson og Brendu Salinas. Morðin teljast upp-
lýst segir lögreglumaður. Einn morðingjanna átti í ástarsambandi við Brendu.
Tuttugu beiðnir um aðstoð
hjálparsveita bárust milli klukkan
hálf fimm og hálf sex þegar veður
snöggversnaði í gær að sögn
Jónasar Guðmundssonar sem er í
svæðisstjórn höfuðborgarsvæðis-
ins. „Við vorum með um 50 manns
að störfum í nokkrum hópum í
verkefnum úti um allan bæ.“
Hjálparsveitirnar voru mest-
megnis í að festa niður þakplötur
og tryggja skúra sem fuku til.
Um var að ræða snarpan hvell
sem gekk hratt yfir og var vind-
hraði á höfuðborgarsvæðinu um
20 metrar á sekúndu þegar mest
var en fór upp í 35 metra á sek-
úndu í vindhviðum, samkvæmt
upplýsingum frá Veðurstofu
Íslands.
Jónas sagði hugsanlegt að
hjálparsveitir yrðu með sérstakan
viðbúnað í kvöld þar sem álíka
snörpum hvelli væri spáð um mið-
nætti. „Mikið af okkar fólki er í
jólatréssölu og flugeldasölu og við
erum að dansa í kringum það að
tvinna þetta allt saman. En við
leysum svona fyrst, það er frum-
skilyrði.“
Allt innanlandsflug lá niðri
eftir hádegi í gær. Morguninn fór
að mestu í að vinna upp tafir dags-
ins á undan. Miklar tafir urðu á
millilandaflugi vegna hvassviðris
á Keflavíkurflugvelli.
Öðrum snörpum hvelli spáð í kvöld
Skólanefndir Álftaness,
Garðabæjar og Mosfellsbæjar
hafa enn ekki svarað fyrirspurn
landssamtaka foreldra um
Vinaleið Þjóðkirkjunnar og
„sálgæsluviðtöl“ sem henni
tengjast. Fyrirspurnin var send
þann 13. nóvember.
María Kristín Gylfadóttir,
formaður landssamtaka Heimilis
og skóla, segir fyrirkomulag
Vinaleiðarinnar óljóst og brýnt að
vita um hvað hún snúist. „Þetta er
sama og með markaðssetningu og
kostun í skólum. Ég held að hvert
skólasamfélag eigi að ráða því
hvort það velji þessa þjónustu eða
aðra og að við þurfum engin lög
yfir það. En fólk verður samt að
vera upplýst um þetta áður en
þjónustan er veitt.“
Skólanefndir
ekki enn svarað