Fréttablaðið - 22.12.2006, Síða 4
„Ég held því fram að
síðasta karlavígið sé fallið,“ segir
Valgerður Sverrisdóttir utanríkis-
ráðherra, spurð út í skipulags-
breytingar á utanríkisráðuneytinu
sem hún kynnti í ræðu fyrir starfs-
fólki ráðuneytisins í gær.
Samkvæmt nýju skipuriti ráðu-
neytisins verður faglegu starfi
þess skipt upp í tvö svið – alþjóða-
og öryggismálasvið og viðskipta-
svið – og yfir þeim verða sviðs-
stjórar sem taka sem slíkir yfir
hluta af þeim verkefnum sem
hingað til hafa verið á hendi ráðu-
neytisstjóra. Bergdís Ellertsdóttir
og Berglind Ásgeirsdóttir munu
gegna hinum nýju sviðsstjórastöð-
um, en Bergdís er skrifstofustjóri
alþjóðaskrifstofu og Berglind
skrifstofustjóri viðskiptaskrif-
stofu.
„Sviðsstjórarnir verða eins
konar verkstjórar og munu meðal
annars geta flutt starfsfólk til
hvor innan síns sviðs,“ útskýrir
Valgerður í samtali við Fréttablað-
ið. „Ég er alveg sannfærð um að sá
aukni sveigjanleiki, sem þetta
býður upp á, mun auka skilvirkni
og gera okkur færari um að takast
á við verkefni sem geta komið upp
skyndilega í utanríkisþjónustunni,
án þess að bæta við mannskap,“
segir hún.
Valgerður segir ráðuneytið
hafa stefnt í framúrakstur á fjár-
lögum á þessu ári, og því séu
breytingarnar ekki síst hugsaðar
til hagræðingar. „Með þessum
aðgerðum vonumst við til að vera
komin á rétt ról.“
Ráðherrann lýsti því yfir að
fjöldi sendiherra væri „nokkuð
umfram þarfir ráðuneytisins“.
Hún hygðist því ekki ráða fleiri
starfsmenn til ráðuneytisins það
sem eftir lifir kjörtímabilsins,
með þeirri einu undantekningu að
reynt verði að ráða bót á mann-
eklu Þýðingarþjónustu ráðuneyt-
isins með því að opna útibú hennar
á Akureyri.
Til að draga frekar úr kostnaði
hafa fjórir af bílum ráðuneytisins
verið seldir, leiguhúsnæði í Þver-
holti sagt upp og ákveðið að selja
sendiherrabústaðinn í Danmörku.
Með þessari síðastnefndu ráð-
stöfun og kaupum á ódýrara hús-
næði inni í miðborg Kaupmanna-
hafnar er gert ráð fyrir að fé losni
sem verja mætti til kaupa á aðal-
ræðismannsbústað í Þórshöfn í
Færeyjum. Í stað þess sendifull-
trúa sem tekur við þeirri nýju
stöðu verður staða í sendiráðinu í
Stokkhólmi lögð niður, að sögn
Valgerðar.
Hún segir þó einna markverð-
ustu breytingarnar felast í fram-
gangi kvenna innan ráðuneytisins.
Auk sviðsstjóranna tveggja eru
konur nú í stöðum prótókollstjóra
og umsjónarmanns Íslensku frið-
argæslunnar, og Sigríður Snævarr
sendiherra er staðgengill ráðu-
neytisstjóra. „Það eru tiltölulega
fá ár síðan utanríkisráðuneytið
var mikið karlaveldi,“ segir Val-
gerður. „Ég tel að með þessum
breytingum [...] séum við í raun að
losa okkur undan þeirri ímynd.“
Eitt síðasta karlavígið fallið
Valgerður Sverrisdóttir utanríkisráðherra kynnti í gær víðtækar breytingar á skipulagi utanríkisþjónustunn-
ar. Hún segir sendiherra vera of marga og ætlar ekki að ráða fleiri. Konur skipa lykilstöður í breyttu skipuriti.
Rannsókn á meintum
hlerunum á síma þáverandi utan-
ríkisráðherra, Jóns Baldvins
Hannibalssonar, og Árna Páls
Árnasonar, þáverandi starfsmanns
utanríkisráðuneytisins, verður
ekki framhaldið.
Bogi Nilsson ríkissaksóknari
fól Ólafi Haukssyni, lögreglu-
stjóra á Akranesi, að rannsaka
hvort símar Jóns Baldvins og Árna
Páls hefðu verið hleraðir á árun-
um 1992 til 1995 eins og þeir héldu
fram í fjölmiðlum.
Við rannsókn málsins voru
teknar skýrslur af opinberum
starfsmönnum sem unnu hjá
útlendingaeftirlitinu, tollgæslu,
lögreglunni og Pósti og síma á
þeim tíma sem meintar hleranir
áttu að hafa átt sér stað.
Í tilkynningu frá ríkissaksókn-
ara kom fram að ekkert hefði
komið fram við rannsókn málsins
sem styddi ummæli Jóns Baldvins
um að símar hefðu verið hleraðir í
ráðuneytinu.
Við rannsókn málsins greindi
Jón Baldvin frá því að hann hefði
fengið kunningja sinn á fjarskipta-
sviði til þess að kanna hvort símar
hefðu verið hleraðir í ráðuneytinu
og hann hefði lýst því yfir að svo
hefði verið. Þessar athuganir fóru
fram 1991, 1992 og 1993.
Í tilkynningu ríkissaksóknara
segir jafnframt að miklu skipti að
fá upplýsingar um það „hver þessi
kunnáttumaður er“ til að fá lýs-
ingar hans á þeim mælingum sem
hann gerði hvað þær sýndu. Jón
Baldvin vildi ekki upplýsa um það
við rannsókn málsins hver þessi
maður væri.
Rannsókn ekki haldið áfram
Geir H. Haarde
forsætisráðherra fer fyrir lista
Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík-
urkjördæmi suður og Guðlaugur
Þór Þórðarson alþingismaður
fyrir listanum í Reykjavíkurkjör-
dæmi norður.
Listar flokksins í kjördæmun-
um tveimur voru samþykktir á
fundi Fulltrúaráðs sjálfstæðisfé-
laganna í höfuðborginni í gær.
Skipan fólks í efstu sætum er í
samræmi við niðurstöður
prófkjörs flokksins í október.
Alþingismennirnir Guðmundur
Hallvarðsson og Sólveig Péturs-
dóttir, sem bæði láta af þing-
mennsku í vor, skipa heiðurssæti
listanna.
Geir efstur í
suður – Guð-
laugur í norður
„Vatnsyfirborðið hefur hækkað
töluvert og hér eru bátar notaðir
til þess að komast á milli bæja,“
segir Sigríður Pétursdóttir, bóndi
á Ólafsvöllum á Skeiðum.
Eins og fram kom í Fréttablað-
inu í gær rann Hvítá nánast upp
að bæjardyrum á Ólafsvöllum í
fyrradag og reynt var að koma
hrossum á þurrt land.
„Þetta er meira en hefur verið
hér nokkurn tímann áður. Það er
mjög sérkennilegt að sjá yfir
þetta. Stærstu traktorarnir hafa
komist eftir aðalveginum en það
er ekki meira en svo. Sem betur
fer hefur flestum gripum verið
komið í skjól,“ segir Sigríður.
Fara á bátum á
milli bæjanna