Fréttablaðið - 22.12.2006, Page 12

Fréttablaðið - 22.12.2006, Page 12
„Það er óhugur í okkur. Maður verður mjög lítill í sér þegar maður sér þessi náttúruöfl að verki. Maður hefur engin áhrif og enga möguleika á að breyta atburðarásinni,“ segir Jón Eiríksson, en hann þurfti að yfirgefa heimili sitt á bænum Arnarfelli í Eyjafirði ásamt konu sinni, Unni Harðardóttur. Íbúar fjögurra annarra bæja innst í Eyjafirði þurftu einnig að yfirgefa heimili sín í fyrradag vegna hættu á aurskriðum. Eins og fram kom í Fréttablaðinu í gær féllu skrið- ur í Eyjafjarðarsveit á miðvikudag og ollu miklum skemmdum á vegum og mannvirkjum. Íbúðar- og gripahús í Grænuhlíð voru nánast ónýt eftir atganginn en húsráðendur sluppu undan skriðunni á dráttarvél. Tólf kálfar drápust þegar fjósið hrundi. Í gærmorgun höfðu nokkrar skriður fallið í Eyja- firði um nóttina en engin þeirra lenti á húsum eða öðrum mannvirkjum. „Við gerðum þetta svona af öryggisástæðum, við búum nú bara á næsta bæ við Grænuhlíð. Ég var þar mestallan daginn í fyrradag en þegar kvölda tók töld- um við ekki ráðlegt að sofa heima hjá okkur yfir nótt- ina.“ Jón segist fæddur og uppalinn í Eyjafjarðarsveit og hann muni ekki eftir því að hafa þurft að yfirgefa heimilið yfir nótt vegna hættu á skriðuföllum. „Það er mjög óvenjulegt að það sé svona mikill vatnsgangur í fjallinu. Ég held að jarðvegsmyndun í hlíðinni, sem hefur verið mjög mikil allt síðan hætt var að beita fé þar, ásamt veðurfarinu hafi komið þessu af stað. Það var óhugnanlegt að sjá hvernig þetta fór í Grænuhlíð, skriðan fór bara inn í húsin og drap skepnur,“ segir hann. „Við gistum núna hjá vinafólki á Akureyri, við höfum bæði stundað atvinnu þar. Þegar það fer að kólna ættum við að geta snúið heim aftur, en því miður er spáð áframhaldandi hlýindum. Ég er bara ekki viss hvar við verðum um jólin.“ Vanmáttugur and- spænis náttúrunni Íbúar fimm bæja í Eyjafirði yfirgáfu heimili sín vegna skriðufallshættu í fyrradag. Aurskriður ollu miklu tjóni þar í fyrradag. Maður verður lítill í sér andspænis náttúruöflunum, segir Jón Eiríksson, einn þeirra sem þurftu að flýja heimili sitt. „Við förum ekki heim á þessu ári, ég held að það sé nokkuð ljóst,” segir Óskar Kristjánsson, bóndi í Grænuhlíð í Eyjafjarðarsveit. „Við gistum hjá vinafólki á nálægum bæ, Hrísum. Hvar jólin verða er ekki víst, við lifum í núinu,“ segir hann. „Það rann eitthvað meira á þessu svæði í gær- kvöldi en ég held að ekkert hafi farið á bæinn. Hlíð- in er enn öll á hreyfingu.“ Óskar segist enga tölu hafa á tjóninu sem skrið- urnar hafa valdið en það sé mjög mikið. „Það drápust hjá mér tólf gripir og íbúðarhúsið ásamt öðrum húsum er ónýtt. Það eina sem hægt er að gera núna er að koma kúnum í burtu.“ Hann segir að mjög líklega þurfi þau að skipta um allar innréttingar í þeim húsum sem eftir standa. „Mér hefur alltaf verið mjög illa við fjallið, sér- staklega í svona tíðarfari.“ Hefur alltaf verið illa við fjallið Flóðin í Ölfusá voru enn í hægum vexti í gær en reiknað var með að draga myndi úr með kvöld- inu. Fara þarf aftur til ársins 1948 til að finna sambærilegt vatns- magn í ánni að sögn lögreglunnar á Selfossi. Vatn flæddi inn í kjall- ara verslunarmiðstöðvarinnar Kjarnans og í kjallara Hótels Sel- foss. Björgunarsveitaliðar höfðu eftirlit með árbakkanum til að gæta þess að fólk færi sér ekki að voða. Um 60 meðlimir björgunar- sveita í Árnessýslu voru að störf- um við að aðstoða fólk í sýslunni og eru þetta umfangmestu aðgerð- ir sem þeir hafa farið í vegna flóða að sögn Ingvars Guðmundssonar, formanns Björgunarfélags Árborgar. „Í gær var 70 hrossum bjargað á þurrt við Vorsabæ á Skeiðum og á miðvikudag var 100 hrossum bjargað við Auðsholt á Flúðum. Aðfaranótt fimmtudags fóru björgunarsveitaliðar til að bjarga kindum á þurrt við Björnskot á Skeiðum.“ Fimm til sex bátar voru í aðgerðum í gær á öllu svæðinu að sögn Ingvars. Mjög hafði dregið úr vatns- magni í uppsveitum Árnessýslu í gærdag. Ingvar gerði ráð fyrir að þeir myndu fylgjast með ánni fram eftir nóttu. Ölfusá ekki verið vatnsmeiri í 58 ár Tugum hrossa var bjargað á þurrt við Héraðsvötn í Skagafirði í gær þegar vötnin bólgnuðu vegna klakastíflna og flæddu yfir stórt landsvæði. Björgunarsveitarmenn frá björgunarsveitinni Gretti, Skagfirðingasveit og Flugbjörg- unarsveitinni í Varmahlíð unnu á nokkrum bátum við að reka hrossin á þurrt og gengu aðgerðir vel að sögn Ingimundar Ingvars- sonar í svæðisstjórn. „Það er lítill hæðarmunur við vötnin og mikill flati þarna. Þetta er bara á að líta eins og stórt vatn.“ Tugum hrossa bjargað á þurrt
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.