Fréttablaðið - 22.12.2006, Page 16

Fréttablaðið - 22.12.2006, Page 16
 Saparmurat Niyazov, forseti Túrkmenistans, lést í fyrrinótt af völdum hjarta- áfalls. Hann var 66 ára gamall og verður jarðaður á sunnudaginn í heimabæ sínum, Kipchak, þar sem hann hafði látið reisa stærstu mosku í Mið-Asíu. Niyazov var einráður í landinu, leyfði hvorki frjálsa fjölmiðla né neina stjórnarandstöðu. Hann lét kalla sig Turkmenbasi, sem þýðir faðir eða leiðtogi allra Túrkmena. Niyazov hafði stjórnað Túrk- menistan frá því árið 1985, þegar það var enn eitt af lýðveldum Sovétríkjanna. Eftir fall Sovétríkj- anna árið 1991 hélt hann áfram völdum og hefur jafnt og þétt hert tökin á öllu þjóðlífi. Hann lét reisa styttur af sjálf- um sér víða um land og skipaði svo fyrir að dagar vikunnar og mánuðir ársins skyldu nefndir í höfuðið á honum sjálfum og fjölskyldu hans. Bók eftir hann var skyldulesning í skólum landsins og nemendur hófu hvern skóladag á því að heita honum ævarandi tryggð sinni. Íbúar höfuðborgarinnar, Ashga- bat, voru þöglir í gær og virtust undrandi. Allar hátíðarskreytingar og nýárstré voru fjarlægð af götum borgarinnar strax í gær og verslunum sem selja áfengi var skipað að hafa lokað. Mikil óvissa ríkir um framtíð landsins eftir fráfall Niyazovs, sem hafði ekki valið neinn eftir- mann sinn. Ríkisöryggisráð landsins ákvað í gær að Kurbanguli Berdymuk- hamedov aðstoðarforsætis- ráðherra myndi gegna forseta- embætti til bráðabirga, jafnvel þótt stjórnarskrá landsins geri ráð fyrir því að þingforseti eigi að taka við ef forsetinn fellur frá. Þingforseti er Overzgeldy Atayev, en ríkisöryggisráðið sagði í gær að hafin væri rannsókn á glæpsamlegu atferli hans. Þetta bendir til þess að valdabarátta milli andstæðra afla geti sett svip sinn á nánustu framtíð Túrkmen- istans. Turkmenbasi er fallinn frá Framtíð Túrkmenistans er í óvissu eftir lát sérviturs einræðisherra. Hann leyfði enga stjórnarandstöðu og hafði ekki tilnefnt eftirmann sinn. Hátíðarskreytingar voru fjarlægðar í gær og bannað að selja áfengi. Annar mannanna sem komust lífs af úr banaslysi á Reykjanesbraut nærri IKEA í Garðabæ hinn 11. nóvember hefur viðurkennt að hafa ekið bílnum þegar slysið varð. Maðurinn, sem áður hafði neitað því að hafa setið undir stýri, viðurkenndi að hafa skömmu fyrir slysið ekið á mikilli ferð auk þess sem niðurstöður úr áfengisrannsókn á blóði allra mannanna sem í bílnum voru sýna að þeir hafi allir verið ölvaðir þegar slysið varð. Þrír pólskir karlmenn voru í bílnum þegar hann lenti á steypuklumpi við vegaframkvæmdir á veginum og lést einn þeirra. Hinir tveir reyndust lítið meiddir og voru úrskurðaðir í farbann þar sem þeim bar ekki saman um það hvor þeirra hefði ekið bílnum. Lögreglan í Hafnarfirði hefur yfirheyrt mennina og við skýrslutöku í fyrradag viðurkenndi annar maðurinn að hafa ekið bílnum. Að sögn lögreglu er gert ráð fyrir að rannsókn málsins ljúki um eða eftir áramót. Ekki fengust upplýsingar um það hjá lögreglunni í Hafnarfirði hvort ökumaðurinn verði kærður fyrir manndráp af gáleysi. Minningarskjöldur um þá sem látist hafa í umferðar- slysum á Suðurlandsvegi var afhjúpaður nú í vikunni. Minnis- varðanum hefur verið komið fyrir við þá 54 krossa sem reistir hafa verið til minningar um þá sem látist hafa í umferðarslysum á Suðurlandsvegi frá árinu 1972. Viðstaddir afhjúpun minnis- varðarins voru samgöngu- ráðherra, sýslumaðurinn á Selfossi, fulltrúar sveitarfélaga í byggðinni og fulltrúar áhugahóps um tvöföldun Suðurlandsvegar. Í máli þeirra sem fluttu ræðu af þessu tilefni kom meðal annars fram að brýnt væri að ökumenn minntust ábyrgðar sinnar í umferðinni og færu að lögum. Háværar raddir hafa komið fram um að nauðsynlegt sé að tvöfalda Suðurlandsveginn. Minnisvarði við Suðurlandsveg Fjölbrautaskólinn í Breiðholti útskrifaði í fyrradag 79 stúdenta. Þá útskrifuðust 39 sjúkraliðar svo og nemendur af snyrtibraut, húsasmíðabraut og rafvirkjabraut. Siv Friðleifsdóttir heilbrigðis- ráðherra ávarpaði samkomuna og afhenti dúx sjúkraliðabrautar, Bergþóru Viktorsdóttur, viður- kenningarskjal. Þá var nýútskrif- uðum sjúkraliðum færðar gjafir frá Reykjavíkurdeild Sjúkraliða- félagsins og Gideonfélaginu. Við útskriftina flutti Kristín Arnalds, rektor FB, ávarp ásamt fulltrúa nýstúdenta og kórar nemenda og kennara sungu. 79 nýstúdentar brautskráðir
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.