Fréttablaðið - 22.12.2006, Page 22

Fréttablaðið - 22.12.2006, Page 22
nær og fjær „ORÐRÉTT“ Býr til jólagraut með konunni Ekki nóg að vera í góðri trú Álið ekki málið Hugleiðum hvert stefnir Ef til vill er það draumur margra að losna við jólaundirbúninginn og bruna beint inn í jólin sjálf. Á heimasíðunni jolasveinn.is er boðið upp á einmitt það. Er þar auglýst alhliða jólaþjónusta fyrir fyrirtæki og félagasamtök sem felst meðal annars í að senda jóla- tré og jólaskraut heim og pakka inn gjafakörfum og koma þeim á áfangastað. Einnig er hægt að fá jólasveina til ýmissa nota. „Þetta byrjaði árið 1984 þegar ég og félagi minn fengum ekki vinnu fyrir jólin í Miklagarði, svo eitthvað urðum við að gera,“ segir Ólafur Magnússon sem nú rekur fyrirtækið Mjólku. „Þetta varð brátt eins og jólasveinaverkstæði og þegar mest var vorum við með yfir 30 manns í vinnu. Það urðu svo til fastir liðir eins og heim- sóknir á Landspítalann og barna- spítala Hringsins, sem gáfu þessu gildi, og svo erum við búnir að vera að skemmta í Kringlunni frá upphafi. Margir leikarar sem nú eru að hasla sér völl byrjuðu þarna að skemmta sem jólasveinar. Einn sem nú er að ljúka leiklistarnámi í Danmörku hefur verið að skemmta sem jólasveinn síðan hann var tólf ára.“ En hefur aldrei verið boðið upp á þjónustuna fyrir einstaklinga sem vilja komast undan jólastress- inu? „Einstaklingar hafa haft sam- band við okkur og við höfum þjónustað þá. Það hefur komið fyrir að við höfum aðstoðað fólk endurgjaldslaust ef við vitum til þess að það eigi í erfiðleikum. Örlygur Atli Guðmundsson organisti hefur nú tekið við rekstr- inum og eru þetta fyrstu jólin hans. „Hann er rífandi skemmti- legur,“ segir Ólafur um eftirmann sinn. Fá jólin í heimsendingu Þeir sem vakna um hádegi á aðfangadag og komast að því að þeir hafi gleymt að kaupa jólagjafir handa nánustu vinum og ættingj- um þurfa ekki að örvænta, að minnsta kosti ekki strax. Bæði Kringlan og Smára- lind hafa opið frá 10 til 13 og svo til allar búðir þar ku vera opnar á þeim tíma. Það sama gildir um flest- ar búðir í miðbænum, svo sem Mál og menningu og Eymundsson. Allt þetta er gott og blessað en sé klukkan hins vegar orðin meira en eitt eru enn nokkrir kostir í boði. Select Shellstöðvarnar eru opnar til klukkan 15 og er sú stærsta á Vesturlandsvegi. Þar er hægt að fá kaffi frá Te og kaffi, mynddiska, jólastyttur eða reipi og bensínbrúsa fyrir jeppakarl- inn. Sé klukkan komin yfir þrjú fer valið að vandast. Ekki er þó öll von úti enn, því opið er í verslunum Lyfju í Lágmúla og Smáratorgi alveg þangað til jólunum er hringt inn klukk- an 18. Þar er hægt að fá Lamaze leik- föng fyrir börnin, sléttujárn með fjöl- breyttum stilling- um eða snyrtivöru- gjafakassa fyrir hana og hár og skegg- snyrti eða herrailm fyrir hann. Einnig lífs- stíls- eða tónlistardiska, að ógleymdum Microlife blóðþrýstingsmæli eða jurtapúða fyrir þá sem eldri eru. Það að aðfangadagur skuli lenda á sunnudegi virðist skipta litlu máli fyrir flesta verslunarmenn varðandi opnunartíma. Ein búð er það þó sem heldur sunnudag- inn heilagan, en það er Vínbúðin. Allir sölustaðir ÁTVR verða lokaðir á aðfangadag. Þeir sem ætla sér að eiga gleðileg jól verða því að gera sín inn- kaup á Þorláks- messu, en þá verður opið til tíu um kvöldið. Óþarfi að örvænta þótt sofið sé til hádegis á aðfangadag Morgunverður frá kl. 9:00 - 11:00 195,- 2 rúnstykki, 1 egg, skinka, ostur, smjör, sulta og heitur drykkur Þú átt allt gott skilið! mánudaga - laugardaga
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.