Fréttablaðið - 22.12.2006, Qupperneq 22
nær og fjær
„ORÐRÉTT“ Býr til jólagraut með konunni
Ekki nóg að vera í
góðri trú
Álið ekki málið
Hugleiðum
hvert stefnir
Ef til vill er það draumur margra
að losna við jólaundirbúninginn og
bruna beint inn í jólin sjálf. Á
heimasíðunni jolasveinn.is er
boðið upp á einmitt það. Er þar
auglýst alhliða jólaþjónusta fyrir
fyrirtæki og félagasamtök sem
felst meðal annars í að senda jóla-
tré og jólaskraut heim og pakka
inn gjafakörfum og koma þeim á
áfangastað. Einnig er hægt að fá
jólasveina til ýmissa nota.
„Þetta byrjaði árið 1984 þegar
ég og félagi minn fengum ekki
vinnu fyrir jólin í Miklagarði, svo
eitthvað urðum við að gera,“ segir
Ólafur Magnússon sem nú rekur
fyrirtækið Mjólku. „Þetta varð
brátt eins og jólasveinaverkstæði
og þegar mest var vorum við með
yfir 30 manns í vinnu. Það urðu
svo til fastir liðir eins og heim-
sóknir á Landspítalann og barna-
spítala Hringsins, sem gáfu þessu
gildi, og svo erum við búnir að
vera að skemmta í Kringlunni frá
upphafi. Margir leikarar sem nú
eru að hasla sér völl byrjuðu þarna
að skemmta sem jólasveinar. Einn
sem nú er að ljúka leiklistarnámi í
Danmörku hefur verið að skemmta
sem jólasveinn síðan hann var tólf
ára.“
En hefur aldrei verið boðið upp
á þjónustuna fyrir einstaklinga
sem vilja komast undan jólastress-
inu?
„Einstaklingar hafa haft sam-
band við okkur og við höfum
þjónustað þá. Það hefur komið
fyrir að við höfum aðstoðað fólk
endurgjaldslaust ef við vitum til
þess að það eigi í erfiðleikum.
Örlygur Atli Guðmundsson
organisti hefur nú tekið við rekstr-
inum og eru þetta fyrstu jólin
hans. „Hann er rífandi skemmti-
legur,“ segir Ólafur um eftirmann
sinn.
Fá jólin í heimsendingu
Þeir sem vakna um hádegi
á aðfangadag og komast
að því að þeir hafi gleymt
að kaupa jólagjafir handa
nánustu vinum og ættingj-
um þurfa ekki að örvænta,
að minnsta kosti ekki strax.
Bæði Kringlan og Smára-
lind hafa opið frá 10 til 13
og svo til allar búðir þar
ku vera opnar á þeim tíma.
Það sama gildir um flest-
ar búðir í miðbænum, svo
sem Mál og menningu og
Eymundsson.
Allt þetta er gott og blessað en sé
klukkan hins vegar orðin meira en
eitt eru enn nokkrir kostir í boði.
Select Shellstöðvarnar eru
opnar til klukkan 15 og er sú
stærsta á Vesturlandsvegi. Þar er
hægt að fá kaffi frá Te og kaffi,
mynddiska, jólastyttur eða reipi
og bensínbrúsa fyrir jeppakarl-
inn.
Sé klukkan komin yfir
þrjú fer valið að vandast.
Ekki er þó öll von úti enn,
því opið er í verslunum
Lyfju í Lágmúla og
Smáratorgi alveg
þangað til jólunum
er hringt inn klukk-
an 18. Þar er hægt
að fá Lamaze leik-
föng fyrir börnin,
sléttujárn með fjöl-
breyttum stilling-
um eða snyrtivöru-
gjafakassa fyrir
hana og hár og skegg-
snyrti eða herrailm
fyrir hann. Einnig lífs-
stíls- eða tónlistardiska,
að ógleymdum Microlife
blóðþrýstingsmæli eða
jurtapúða fyrir þá sem eldri
eru.
Það að aðfangadagur skuli
lenda á sunnudegi virðist
skipta litlu máli fyrir
flesta verslunarmenn
varðandi opnunartíma.
Ein búð er það þó
sem heldur sunnudag-
inn heilagan, en það
er Vínbúðin. Allir
sölustaðir ÁTVR
verða lokaðir á
aðfangadag. Þeir
sem ætla sér að eiga
gleðileg jól verða
því að gera sín inn-
kaup á Þorláks-
messu, en þá verður
opið til tíu um kvöldið.
Óþarfi að örvænta þótt sofið
sé til hádegis á aðfangadag
Morgunverður frá
kl. 9:00 - 11:00
195,-
2 rúnstykki, 1 egg, skinka, ostur,
smjör, sulta og heitur drykkur
Þú átt allt gott skilið!
mánudaga - laugardaga