Fréttablaðið - 22.12.2006, Side 32

Fréttablaðið - 22.12.2006, Side 32
[Hlutabréf] Festa - lífeyrissjóður er stærsti einstaki stofnfjáreigandinn í Spari- sjóðnum í Keflavík með tíu pró- senta hlut samkvæmt útboðslýs- ingu sem sparisjóðurinn birtir í tilefni stofnfjárútboðs. Lífeyris- sjóðurinn átti fimmtán prósent hinn 12. desember en hefur selt fimm prósent til SPV eins og Fréttablaðið greindi frá í gær. Sex aðrir stofnfjáreigendur fara með fimm prósent eða meira af stofnfé í SpKef, en hámarksat- kvæðisréttur í sparisjóðum miðast við fimm prósenta eignarhlut. Þeir eru: Kaupfélag Suðurnesja, Kaup- þing Luxembourg, Kaupþing banki, Hitaveita Suðurnesja, Frjálsi fjár- festingabankinn og SPV. Saman- lagður hlutur Kaupþings og Kaup- þings Luxembourg er rúm fjórtán prósent. Óvíst er hvort sá hlutur sem er skráður á nafni Kaupþings Luxembourg sé í eigu bankans. Átján stærstu stofnfjáreigend- urnir áttu rúmlega 65 prósent stofnfjár. Festa stærst í SpKef Svokallaðir Exista-sparisjóðir, hafa stofnað fjárfestingafélagið Kistuna utan um fjórðungshluta af bréfum sínum í Existu. Kista kaupir jafn- framt fjórðung af þeim bréfum sem Icebank átti í Existu. Heildarverð- mæti viðskiptanna nam 6,4 milljörð- um króna. SPRON, sem tekur stærst- an hlut í nýja félaginu, eða 41,56 prósent, leggur ekki inn hlutabréf sín í Existu heldur peninga. Guðmundur Hauksson, spari- sjóðsstjóri SPRON, segir að spari- sjóðirnir hafi átt farsælt samstarf í Existu og áður í Kaupþingi. Hugsun- in sé sú að sjóðirnir vinni áfram saman þótt eignarhlutföll meðal þeirra í Existu kunni að breytast. Skráning Existu á markað í haust hefur haft mikil áhrif á afkomu þeirra sparisjóða sem að Kistu koma. Hins vegar taka verðmætari eignarhlutir í við útreikninga eigin- fjárhlutfalla (CAD) sparisjóðanna sem dregur þar með úr slagkrafti þeirra, einkum hjá þeim minni. Með því að stofna hlutdeildarfélag utan um hluta bréfanna í Existu ættu eig- infjárútreikningar hjá sumum spari- sjóðanna að verða auðveldari. Sparisjóðir stofna Kistu Glitnir hefur gengið frá ramma- samningi um útgáfu svokallaðra sérvarinna skuldabréfa sem tengd eru húsnæðislánasafni bankans. Heildarupphæð samningsins nemur 100 milljörðum króna. Upp- setning rammasamningsins var í höndum Deutsche Bank. Útgáfan fær hæstu möguleiku lánshæfis- einkunn, Aaa, frá lánshæfismats- fyrirtækinu Moody’s. Þá hefur bankinn gengið frá samningi þar sem Citigroup skuld- bindur sig næstu fimm árin til þess að kaupa sérvarin skuldabréf Glitnis fyrir fjárhæð sem jafn- gildir allt að 550 milljónum evra, eða yfir 50 milljörðum króna. Ingvar H. Ragnarsson, for- stöðumaður alþjóðlegar fjármögn- unar Glitnis, segir samningana hluta af stefnu bankans að fjölga fjármögnunarleiðum og styrkja lausafjárstöðu hans. „Þessi rammasamningur um skulda- bréfaútgáfu veitir Glitni þann sveigjanleika að geta gefið út sér- varin skuldabréf hvenær sem hag- stæð tækifæri bjóðast og þar sem samningurinn við Citigroup felur ekki í sér skuldbindingu af hálfu Glitnis til að selja þeim skulda- bréf þá dregur sá samningur ekki úr þeim sveigjanleika sem fjár- mögnunarramminn býður upp á,“ segir Ingvar. Kjörin í samningunum við Citigroup eru trúnaðarmál, en Ingvar segir þau hagstæðari en bankinn hafi notið að undanförnu vegna tengingarinnar við húsnæð- islánasafn bankans. Ingvar segir fjármögnun Glitn- is hafa gengið vel á árinu, en hún nemur fimm milljörðum evra það sem af er ári. „Við höfum á árinu lagt áherslu á að greina frá mjög sterkri lausafjárstöðu bankans, en í lausum sjóðum eigum við fjár- hæðir sem nema meiru en endur- fjármögnun næsta árs,“ segir hann og bætir við að með ramma- samningunum nýju sé svo hægt að sýna fram á að bankinn hafi marg- ar leiðir færar í fjármögnun og hafi svigrúm til að leita bestu kjara hverju sinni. Glitnir semur um sérvarin skulda- bréf upp á 100 milljarða króna Útgáfan fær toppeinkunn. Samningur við Citigroup tryggir bankanum 50 milljarða. Peningaskápurinn... Verðbólguhorfur til lengri tíma hafa ekki batnað umfram það sem spáð var í byrjun nóvember, þrátt fyrir að verðbólga hafi verulega hjaðnað frá þeim tíma. Þótt úr verðbólgu dragi talsvert á kom- andi mánuðum eru enn horfur á að hún verði yfir markmiði Seðla- bankans næstu tvö árin, ekki síst ef horft er fram hjá beinum áhrif- um fyrirhugaðrar lækkunar neysluskatta á fyrri hluta árs. Þetta sagði Davíð Oddsson seðlabankastjóri í gær þegar ákvörðun Seðlabankans um að hækka stýrivexti um 25 punkta upp í 14,25 prósent var rökstudd. Í nóvember tók bankastjórn Seðlabankans ákvörðun um að halda stýrivöxtum óbreyttum í ljósi þess að stýrivextir væru orðnir töluvert háir og að verð- bólguhorfur hefðu batnað veru- lega frá því um miðbik ársins. Í staðinn var aukavaxtaákvörðunar- dagurinn í gær settur á. Davíð sagði bankastjórnina ekki geta útilokað frekari vaxta- hækkanir. Þó sagðist hann vonast til þess að ekki beri frekari nauð- syn til að hækka vexti umfram það sem nú hefur verið gert. Greiningardeildir Kaupþings og Landsbankans gagnrýndu ákvörðun bankans í gær. Bentu þær meðal annars á að skýrar vís- bendingar séu nú um að verulega sé að draga saman í hagkerfinu. Hækkunin skapi því hættu á mjög erfiðri aðlögun í hagkerfinu, enda komi áhrif vaxtahækkana ávallt fram með töf. Gengi krónunnar lækkaði um nærri 1,4 prósent í gær þrátt fyrir vaxtahækkun bankans. Seðlabankinn tilkynnti í gær að stýrivextir yrðu hækkaðir um 25 punkta, upp í 14,25 prósent. Greiningardeildir Kaupþings og Landsbankans telja hækkunina skapa hættu á erfiðri aðlögun hagkerfisins eftir væntan samdrátt.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.