Fréttablaðið - 22.12.2006, Blaðsíða 54

Fréttablaðið - 22.12.2006, Blaðsíða 54
SIRKUS22.12.06 6 stelpubögg með Siggu Dögg S enn líður að jólum. Þeim yndislega tíma árs þar sem gleðin yfir að gefa breytist í andhverfu sína. Jólagjöfin hefur ákveðið gildi sem oft er metið út frá hugsuninni sem var lögð í hana og hjá sumum, krónufjöld- anum. Ég eyði mörgum andvöku- stundum í að spá og spöglera hvað ég geti föndrað persónulegt frá hjartanu. Mér finnst hugurinn bak við gjöfina númer eitt, tvö og þrjú en alls ekki hversu dýr hún var. Ef hún er ekki „ekta ég“ þá getur þú alveg eins sleppt þessu. Mér finnst fólk oft tapa sér í jólagjafa- innkaupum. Það æðir um verslanirnar á Þorláksmessu með „verðmiða- blindu“ og kaupir það sem hendi er næst, „æ, hún verður örugglega ánægð með þetta, annars skiptir hún því bara“. Fallegustu gjafirnar eru þær sem lýsa einlægar en ekki þær sem kostuðu flestar krónurnar. Ég var nýverið í Bandaríkjunum þar sem ég varð vitni að þessari „verðmiðablindu“ í troðnum verslana- klasanum þar sem fólk var ókurteist og fýlt. Ekki beint stemningin sem ég var í. Það virtust allir keppast við að rumpa þessu af. Rumpa af þessari hátíð ljóss og friðar, fjölskyldustundar, frídegi frá vinnu og dóli frameftir í náttfötunum að borða góðan mat. Hér þarf að verða hugarfarsbreyting. Jólin eru eini tími ársins þar sem það er fullkomlega réttlætanlegt að vera sykursætur og væminn. Þetta er sá tími þar sem játningar líkt og „mér finnst þú æði“ mega flakka og fyrir vikið hljóma aðeins sætar en á nokkrum öðrum tíma. Við erum meyr fyrir svo þetta er kjörið tækifæri fyrir hvers kyns kærleikstjáningar og tilburði. Ég er með róttæka nýja hugmynd sem gæti gert jólin ögn ánægjulegri og einlægari. Auk þess að létta þrýstinginn á pyngjunni og hugar- angrinu sem fylgir því að standa í röð í verslun. Gefðu gjöf frá hjartanu. Brenndu geisladisk með lögunum „ykkar“. Þetta passar einnig fyrir foreldra, systkini og ömmu og afa, þú getur t.d. notað lögin sem voru vinsæl þegar þau voru upp á sitt besta. Ódýrt, skemmtilegt og einfalt. Það hlusta líka allir á tónlist. Keyptu þér fallegan pappír og skrifaðu eitthvað einlægt líkt og „Þú ert einstök, takk fyrir að vera til“. Ef hver einasta manneskja í þessum heimi vissi að hún væri metin að verðleikum þá væri heimurinn eflaust annar. Bakaðu smákökur eða lagaðu frægu sósuna þína og útbúðu körfu með tilheyrandi. Láttu framkalla mynd af ykkur saman og settu hana í ramma. Búðu til I.O.U. (ég skulda þér) inneignarmiða þar sem þú telur upp nokkur atriði líkt og ferð í bíó/sund/ keilu og ísbíltúr, viðkomandi á þessar stundir svo inni hjá þér. Í öllu gjafaflóðinu þá eru það „einföldustu“ gjafirnir sem standa upp úr og virkilega segja „mér þykir vænt um þig“. Gleðileg jól … Gefðu ást í jólagjöf … Sirkus býður lesendum sínum upp á heimasmíðað spil. Þetta er dæ migert ten- ingaspil, líkt og hið sígilda slönguspil. Það eina sem þarf er tenin gur og einhvern smáhlut sem gefur til kynna hvar hver og einn er staddur. Leikm enn eru í hlut- verki helgarpabba í 101 Reykjavík og lenda í ýmsum hremmingum sem árstíðinni fylgja. Markmiðið er að lifa af það amstur sem fylgir jólum og á ramótum. Þetta er eitt fárra spila sem menn geta lesið sér til ánægju. Góða skemm tun! Enn eitt jólaspilið Þú ert kallaður á húsfund af því að þú ert sá eini sem ert ekki með rauðar perur á svölunum. Þú stendur á rétti þínum til að hafa bláar perur og þegar nágranni þinn býðst til að borga nýjar perur handa þér sakar þú hann um jólaperufasisma. Um leið og þú rýkur á dyr heyrirðu að konan á móti segir: „Hann er búinn að eyðileggja blokkina þessi jólin.“ Situr hjá í eina umferð. 22. DES Annar í jólum er yfirleitt bara gott djamm hjá þér. Þú hringir í Capone bræður sem eru með jólaþátt og færð miða á ball með Magna um kvöldið. Hringir í gamlan drykkjufélaga og þið mætið eldhressir á Nasa. Áttið ykkur þó fljótt á því að Í Svörtum Fötum eru á sviðinu. Þú ferð upp á svið og tekur lagið „Það er ekkert mál“ við mikla hrifningu stelpnanna. Fram um einn reit. 26. DES Þér er boðið í árlegt jólapartí til Gísla Marteins. Húsið er orðið fullt og þú festist í fatahenginu því Ólafur Teitur heilsar þér með virktum, en réttir þér svo frakkann þinn og hinir gestirnir fylgja fordæmi hans. Þú kemst við illan leik inn í eldhús þar sem þú slærð í gegn meðal kvennanna með því að vera sá eini sem er búinn að lesa Margréti Frímanns og Ein til frásagn- ar. Færist fram um þrjá reiti. 27. DES Eina platan sem þú fékkst í jólagjöf var sólóplatan hans Bigga í Maus. Þú ákveður því að fara niður í Skífu til þess að skipta henni. Strákurinn í búðinni neitar þó að taka við plötunni þar sem það er ekki lengur pláss fyrir Biggaplötur í rekkanum. Þú sleppur þó með að taka aðra Biggaplötu í staðinn. Nærð að snúa upp á strákinn með því að taka plötu með Bigga Ármanns, eitthvað flipp sem hann gerði fyrir kosningarnar. Ferð samt aftur um tvo reiti. 28. DES Þú varst búinn að lofa að fara í kirkju með mömmu þinni og svo vill til að séra Hjálmar er að messa í Dómkirkjunni í kvöld. Þú bítur á jaxlinn og telur þig geta þolað við í klukkutíma. Vakan dregst hins vegar á langinn því séra Hjálmar syngur eins og engill og er sífellt klappað- ur upp. Þú missir úr eina umferð. 29. DES Blaðamaður frá DV hringir í þig og biður þig að minnast þess markverð- asta á árinu. Þú færist allur í aukana, talar eitthvað um frið fyrir botni Miðjarðarhafs og vanmátt Sameinuðu þjóðanna. Blaðamaður spyr þig þá hvort þú sért ekki örugglega Krummi í Mínus? Viðvarandi misskilngur því þú heitir Krummi og konurnar í bankanum kalla þig alltaf Krumma í Mínus. Þú lýsir skoðunum þínum á DV og óvandvirkni blaðamanna. Bíddu eina umferð. 30. DES Áramótaboðið fer allt til fjandans eftir skaupið. Móðursystir þín var ekki alveg að fíla húmorinn hjá Hugleiki og Þorsteini Guðmunds. Strákurinn neitar líka að skjóta upp rándýra fjölskyldupakk- anum sem þú keyptir og vill frekar horfa á Palla Magg. „Hann var svo fyndinn í Strákunum.“ Vonbrigði. Þú klárar viskíflösk- una og drepst uppi í rúmi hjá móður þinni. Aftur um tvo reiti. 31. DES Þegar þú sérð mynd af þér í Mogganum við grein um áramótaskaupið undir fyrirsöginni: „Hvað er fyndni?“ sérðu strax eftir því að hafa skrifað hana. Hún lítur út einsog umsókn um skaupið að ári. Það er hringt í þig frá þremur útvarpsstöðvum og þú beðinn um að segja betri brandara en voru í skaupinu. Á eftir er ljóst að þú verður ekki ráðinn. Farðu aftur um einn reit. 1. JAN Jóladagur er ömurlegasti dagur ársins hjá piparsvein- um í 101. Þú gerir þó alltaf góðverk á jóladag fyrir félaga þinn Guðmund Jónsson í Byrginu. Hangikjötið frá vinnunni fer yfirleitt til fyrrverandi fíkla. Þegar þú mætir á svæðið er fótbrotinn Guðmundur að láta stúlkur hjúkra sér svo hann komist á lappir. Þú lætur hann fá hangikjötið og færð að kíkja aðeins á internetið í staðinn. Stenst ekki mátið og sendir nokkra tölvupósta. Áfram um tvo reiti. 25. DES Það er Þorlákur sem þýðir skata á Óðinsvé í hádeginu. Fljótlega eftir hádegið færist smá brennivínsskjálfti í kallinn og ákavítið er drukkið grimmt. Strákurinn hringir í þig og rukkar þig um jólatré sem þú lofaðir að kaupa. Þú ferð í Blómaval en örfá tré eru eftir. Fljótlega sérðu fallegt tré en það er einhver fljótari að grípa það. Þú kannast við kauða og spyrð hvort þar fari ekki örugglega Siggi stormur. Að sjálfsögðu segistu ver mikill áhuga- maður um krakkaveðrið og ljós- myndasamkeppni NFS. Hann brosir og gefur þér tréð. Áfram um einn reit. 23. DES Aðfangadagur og þú átt eftir að kaupa gjöf handa barnsmóður þinni. Þú ferð í Mál og menningu fyrir hádegi og kaupir Ævisögu Hannesar Hólmsteins eftir Óttar Martin Norðfjörð. Einnig grípurðu nokkra reyfara eftir MacLean og Bagley. Þá rekstu á skólasystur þína sem þú varst skotinn í og fór í bókmenntafræði, losar þig snöggt við reyfarana og kaupir íslenska stílfræði og Tvílýsi eftir Thor Vilhjálmsson í staðinn. Hleypur síðan niður í Eymunds- son, skiptir bókunum aftur í reyfara og tefst eina umferð. 24. DES
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.