Fréttablaðið - 22.12.2006, Page 65
Ingu Eydal finnst hver jól
sérstök.
„Góðar endurminningar og fal-
leg jólatónlist er það sem helst
kemur mér í jólaskapið,“ segir
Inga Eydal söngkona en hún er
nýlega flutt á Selfoss og heldur
sín fyrstu jól þar í ár.
Inga vill prófa eitthvað nýtt
um hver jól, hvort sem það er í
mat eða skreytingum. „Hefðir
eru fínar svo lengi sem þær
trufla mann ekki. Ég er svo hepp-
in að búa með fólki sem er tilbúið
að prófa nýja hluti og við breyt-
um reglulega til.“
Inga er komin af miklu tón-
listarfólki og hefur sjálf sungið
lengi, fyrst með Ingimar Eydal,
föður sínum, og núna undanfarið
hefur hún sungið með Ingimari
syni sínum.
„Jólin voru eini tíminn í minni
barnæsku sem við sungum öll
saman inni á heimilinu. Pabbi
spilaði alltaf á píanóið um jólin
og við sungum öll saman jólalög.
Ég á margar fallegar minningar
frá jólum þegar ég var yngri. Afi
minn var mikið jólabarn og
fyrsta desember fórum við alltaf
til hans og ömmu og skreyttum
allt húsið. Sjálf skreyti ég tölu-
vert en er dugleg að breyta til.“
Prófar eitthvað nýtt
á hverjum jólum
Jólaskraut þarf alls ekki allt
að vera til punts.
Það vill oft brenna við að jóla-
skraut er viðkvæmt og brot-
hætt. Þá þarf að forða fallegu
glerkúlunum úr greipum lítilla
grallara sem heillast af falleg-
um litum og styttum sem end-
urkasta ljósinu úr ljósaseríum.
Til að ekki þurfi stöðugt að
vera að skammast í börnunum
að passa sig í kringum dýrmætt
jólaskrautið er sniðugt að fjár-
festa í skrauti sem börnin geta
leikið sér með og komið við án
þess að hætta sé á að það
skemmist. Slíkt skraut fæst til
dæmis í Accessor-
ize í Kringlunni
þar sem þessar
skemmtilegu fíg-
úrur búa.
Barnvænt
og fjörlegt
Stórhöfða 25 • 110 Reykjavík • sími 569 3100 • www.eirberg.is
Góðan dag!
Við gerum okkur grein fyrir því að góður svefn er ein mikilvægasta for-
senda vellíðunar og góðrar heilsu. Þess vegna höfum við nú ákveðið að
bjóða til sölu Winx 300 heilsurúm frá Lattoflex í Þýskalandi. Lattoflex
hefur verið í fararbroddi í þróun heilsurúma í hálfa öld og eiga Winx 300
rúmin sér enga hliðstæðu.
Winx 300 heilsurúmin sóma sér vel í
fallegum og vönduðum svefnherbergis-
húsgögnum frá Zack.
• Þau bæta blóðflæði með vöðva-
slakandi örhreyfingum. Winx virkjar
eðlilegar hreyfingar í svefni og skilar
hreyfiorkunni mjúklega til líkamans
ólíkt mörgum öðrum rúmum sem draga
í sig orkuna.
• Axla- og mjaðmasvæði eru mýkri til
að halda bakinu beinu og losa spennu.
Þrískipt fjöðrunarkerfi stuðlar að endur-
nærandi svefni. Að auki veitir næmni
sérhannaðra vængja líkamanum breyti-
legan stuðning óháð þyngd.
• Álagspunktar eru hverfandi vegna
vængjanna sem Lattoflex hefur þróað
ásamt Evo dýnunum sem eru hannaðar
með tilliti til lögunar líkamans.
• Rúmin eru að auki stillanleg undir
baki og öxlum eftir breytilegum þörfum
hvers og eins, og þau fást einnig með
slakandi nuddkerfi.
Winx heilsurúmin uppfylla fjögur skilyrði sem eru forsenda rétts stuðnings við bak og þess að vakna endurnærð og úthvíld að morgni:
Fjárfestu í betri líðan!
Skoðaðu vefsetur okkar www.eirberg.is til að fá nánari upplýsingar um Winx 300 heilsurúmin
eða komdu í verslun Eirbergs að Stórhöfða 25 (gulu húsin). Í desember er verslunin opin
á laugardögum kl. 11:00 - 16:00 og á virkum dögum kl. 9:00 - 18:00.