Fréttablaðið - 22.12.2006, Síða 86

Fréttablaðið - 22.12.2006, Síða 86
Kl. 20.00 Balzamerhljómsveitin Bardukha heldur útgáfutónleika á Súfistanum í Reykjavík. Sveitin leikur tónlist sem einkennist af sterkum þjóðleg- um áhrifum, auk spuna í ríkulegu magni. Ekki er óalgengt að þeim hlaupi kapp í kinn sem getur leitt tónlistina á óvæntar brautir og á stundum eiga þeir til að bresta í söng á erlendum þjóðtungum af slíku listfengi að eftir er tekið. Hinn sanni andi jólanna Jólatónleikar sönghópsins VoxFox verða haldnir í Fríkirkjunni í Reykjavík í kvöld kl. 20. Tónleik- arnir bera yfirskriftina „Hin fyrstu jól“ og mun hópurinn flytja jólalög úr mörgum áttum og skapa huggulega stemningu við kerta- ljós. Á efnisdagskránni eru bæði innlendar og erlendar jólaperlur sem allir þekkja. VoxFox er sex manna sönghóp- ur sem sérhæfir sig í flutningi verka a cappella, eða án undirleiks en hópurinn hefur víða troðið upp á undanförnum árum, t.d. í brúð- kaupum og á Listahátíð. Hópurinn leggur mikið upp úr vönduðum og krefjandi útsetningum. Efnisdag- skrá kvöldsins er afar fjölbreytt, popp, rokk, djass og klassík tónlist í bland. Tónleikarnir eru öllum opnir og allir hjartanlega velkomnir. Hin fyrstu jól Í tilefni af vetrarsólstöðum 21. desember verður hátíð haldin í Tónlistarþróunarmiðstöðinni við Hólmaslóð í kvöld. Þetta er í sjö- unda sinn sem þessi árlega hátíð groddalegu grasrótartónlistarinn- ar er haldin og er búist við fjöl- menni þar sem hlutur metal- tónlistar fer mjög vaxandi. Sólstöðuhátíðin í ár hefur á sínum snærum fulltrúa allra geira innan metaltónlistar – dauðarokk, black- metal, thrash, grindcore, metal- core og dark ambient. Í ár verður leikið á tveimur sviðum innan miðstöðvarinnar og tekur ein sveit við af annarri svo að tónlistin þagnar aldrei. Meðal þátttakenda verða sveitirnar Changer, Forgarður Helvítis, Den- ver, Gjöll og Sólstafir. Fyrsta hljómsveit byrjar kl. 19 og verður spilað stanslaust til klukkan 23. Aðgangseyrir er 700 kr. en Tónlistar- þróunarmiðstöðin er til húsa við Hólmaslóð 2, úti á Granda. Sólstöðurokk Það bætist við ljósadýrðina á Laugaveginum í dag en þá opnar sýning í gallerí- inu Kling & bang. Fjórir listamenn sýna þar undir yfirskriftinni „Ljósaskipti – Jólasýning Kling og Bang“ enda eru vetrarsól- stöður í dag. Myndlistarmennirnir Hekla Dögg Jónsdóttir, Daníel Björnsson, Sirra Sigrún Sigurðardóttir og Ásdís Sif Gunnarsdóttir lýsa upp galleríið sem hefur staðið fyrir margs konar sýningarhaldi og uppákomum á þessum árstíma. „Þetta er hugmynd sem kom upp fyrir löngu síðan að við fjögur myndum sýna saman því við höfum öll notað ljós sem virkan þátt í okkar verkum en öll á mismunandi hátt,“ útskýrir Sigrún Sirra. Listamennirnir hrífast af verkum hvert annars af því að þau tengjast í sameiginlegu sjón- rænu tungumáli, skærum litum og dularfullum atburðarásum í daglegu lífi. Þau hrífast af við- kvæmum efnum, sjá gersemar og galdur í hlutum sem öðrum er oft ekki sýnilegt. „Okkur fannst vera ákveðin harmonía milli verkanna okkar og þá fæddist þessi hug- mynd að gera sýningu á myrkasta tíma ársins.“ Sýningunni er líkt við aldingarð sem fylltur er hand- verki byggðu á vísindakerfi, gos- brunnum, varðeldi, sykri, blikk- andi ljósum, rjómtertum, frosti, hvirfilbyl og sólkerfi. Verk Sirru er að hennar sögn unnið í beinu framhaldi af verki sem hún sýndi á sýningunni Pakk- hús postulanna í Hafnarhúsinu í haust. „Þá sýndi ég einmitt í sama rými og Ásdís Sif en þetta verk er dálítill viðsnúningur. Þá var ég með tjald sem áhorfendur komust ekki inn í en þar var sýnd kvik- mynd og ákveðið ljósaflökt. Nú verða áhorfendur inni í tjaldinu og birtan kemur utan frá.“ Hekla Dögg Jónsdóttir kveðst einnig á kunnuglegum slóðum í sínum verkum en hún sýnir tvö vídeóverk sem varpað verður í sýningarrýminu. „Þetta eru nokk- urs konar glansmyndir þar sem stjörnur myndast í vatni, svo er þarna svanur líka svo þetta verð- ur dálítið ævintýralegt.“ Hún seg- ist vinna dálítið með brellur sem gera hið efnislega andlegt. „Þetta eru svona áhugamanna-tækni- brellur sem maður beitir til þess að gera hlutina huglæga. Ef eitt- hvað lítur út fyrir að vera ofboðs- lega sætt, til dæmis glansmyndir, þá getur það samt verið ekta stað- ur eða hlutur og ekkert sérstakt í gangi.“ Listafólkið þekkist vel og ekki síst í gegnum galleríið en Sirra útskýrir að algjör tilviljun hafi ráðið því að sýningunni var valinn staður þar. „Við höfðum annað sýningarrými í huga en svo bauðst okkur þetta tækifæri á þessum árstíma og því gátum við ekki neitað,“ segir Sirra. Verkin á sýningunni eru öll ný af nálinni og á sýningartímanum verður einnig skipulagður gjörn- ingur í tengslum við hana og munu Daníel Björnsson, Hildur Björg Yeoman, Valdimar Jóhannsson, Ásdís Sif og listamaðurinn Aux- pan þá framkvæma „Turbulence Chamber“. Sýningin stendur til 28. janúar og verður galleríið opið fimmtu- daga til sunnudaga milli kl. 14-18 nema að lokað verður á gamlárs- dag. !
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.