Fréttablaðið - 22.12.2006, Blaðsíða 91

Fréttablaðið - 22.12.2006, Blaðsíða 91
Rauðhærðar og ákveðnar stúlkur hafa löngum verið vinsælt efni í barnabækur. Sú allra frægasta er auðvitað hin eina sanna Lína langsokkur en fyrir jólin núna koma svo út tvær bækur þar sem litlar rauðhærðar og vægast sagt skoðanafastar stúlkur eru í aðal- hlutverki. Bína bálreiða er dúkka sem er afar óþekk við dúkkumömmuna Guðrúnu Svövu sem er dóttir höfundarins, Ásthildar Bj. Snorradóttur og til í alvörunni. Bína er alltaf reið af því að hún getur ekki gert ýmsa hluti eins og að sitja kyrr og skiptast á svo Guðrún Svava þarf að kenna henni það. Og það gerir hún með nokkrum einföldum kennslu- aðferðum sem virka svo vel að von bráðar er Bína alveg hætt að vera reið og er eftirleiðis kölluð Bína brosmilda. Höfundurinn er talmeinafræðingur og vinnur við að styrkja boðskiptafærni og efla málþroska hjá ungum börnum og þetta er frábær bók til að kenna börnum alls konar grunnatriði í samskiptum og mannasiðum. Kennsluaðferðirnar eru svo vel útlistaðar að foreldrarnir eiga örugglega eftir að geta notað þær á hvað eina sem þarf að kenna barninu að gera. Sagan af undurfögru prinsess- unni og hugrakka prinsinum hennar er meinfyndin verðlauna- saga þar sem textinn og mynd- irnar segja mjög ólíka sögu sem kitlar hláturtaugarnar hjá bæði lesendum og áheyrendum. Litla rauðhærða prinsessan í þeirri sögu er vægast sagt ákveðin og ekkert lamb að leika sér við enda fáir prinsar sem ráða við hana og myndirnar tala sínu máli þó að textinn sé greinilega ritskoðaður af siðameistara hirðarinnar. Myndirnar eru frábærar og fá vel að njóta sín, einkum þar sem sagan er ekki í aðalhlutverki heldur styður við myndirnar með því að vera í algjörri andstöðu við þær. Kímnigáfa barna er oft van- metin og oft þroskaðri en foreldr- ar gera sér grein fyrir. Þessar bækur ættu að geta fengið flest börn á aldrinum 3-7 ára til að skella upp úr. Fyndnir rauðhausar Stór fyrirtæki ráðast stundum í að setja saman sögubækur um tilurð sína og þróun. Oftast gerist þetta á tímamótum. Slíkt reynast oft merkilegar heimildir, höfund- um er veittur aðgangur að eldri starfsmönnum, sögulegum skjöl- um, myndasafni ef til er og lykil- mönnum fyrirtækisins. Oft þarf að sigla milli skers og báru, höf- undar verða skyndilega trúnaðar- menn um innri átök, persónuleg- an fjandskap, það innra drama sem flest fyrirtæki búa yfir. Eins verða þeir á skömmum tíma að setja sig inn í flókin viðfangsefni, gjarna tæknilegs eðlis sem eru ekki nema á færi þeirra sem hafa staðið pliktina árum saman og sinnt af köllun hagsmunum eigenda. Seinni árin hafa slík komið út í nokkrum mæli: upp í hugann koma Eimskipafélagsbók Guð- mundar Magnússonar, Þeir létu dæluna ganga eftir Hall Halls- son. Og nú hafa þær Helga Guð- rún Johnson og Sigurveig Jóns- dóttir sett saman stóra bók og merkilega um sögu Símans þar sem rakin eru flókin viðfangs- efni Símans frá upphafi, tækni- nýjungar sem starfsmenn hans með tilstuðlan stjórnvalda komu fram. Bókin verður til í þann mund sem Síminn er orð- inn einkafyrirtæki og síma- þjónusta hér á landi telur öldina. Þetta er merkilegt rit um margt. Þar er rakin á auðskil- inn og frekar fjörlegan máta tækniþróun svo lesandi hrífst með: aragrúi manna kemur við sögu en nafna- runan tekur aldrei yfir og í gegnum tímans rás verður lesandinn kunnugur helstu forkólfum í því merkilega starfi, afreki sem Síminn og símamenn unnu. Þetta er ekki síst fyrir þá sök að höfundarnir ræða jafnharðan við marga sem taka þátt í því ævin- týri sem uppbygging símakerfis var hér í landi, hér voru háir og lágir að störfum og raddir margra hljóma i verkinu. Þessi alþýðlegi frásagnarhátt- ur er spunninn úr blaðamennsku- ferli þeirra beggja, Sigurveigar og Helgu, þeirri þraut sem sjónvarpsfréttamenn verða að temja sér, að koma flóknu efni til skila á áhugaverðan, innilegan og greinargóðan máta, gera flókin mál einföld og auðskilin. Bókin sem er í stóru broti er í sautján köflum sem stundum skarast lítillega í efni því Síminn vann á mörgum vígstöðvum og ókunnan rekur raunar í rogastans hversu víðfeðm starfsemin hefur verið. Það kemur sem sagt í ljós að verkefnin sem ríkisfyrirtækinu voru falin voru margbreytileg og tröllaukin, svo nánast er borin von að einkaaðilum hefði reynst það mögulegt að væða landið fjar- skiptum á svo breytilegan hátt sem raun varð á. Þannig kom það þessum lesanda á óvart að Ríkisútvarpið óx upp nánast í króknum hjá Símanum sem skýr- ir það að langt fram eftir síðustu öld litu verkfræðingar Símans nánast á dreifingu sjónvarps um landið sem mál sitt og Ríkis- útvarpsins. Það skýrir líka hversu vanmáttugir ráðherrar voru lengi vel að búa svo um hnútana að hér væri byggt upp eitt dreifikerfi og urðu á endanum of seinir. Bókin er glæsilega mynd- skreytt og hinn eigulegasti grip- ur. Hún hefur aftur farið lágt í flóði síðustu daga, rétt eins og fyrri ritin tvö fóru á sínum tíma. Sem er furðulegt: vitaskuld eiga stór- fyrirtæki á borð við Símann að koma svo yfirgripsmiklu verki á framfæri við almenning: öðru eins eyða menn þar á bæ í auglýsingar. Glóandi símalínur 19 20 21 22 23 24 25 FYRSTUR MEÐ FRÉTTIRNAR www.visir.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.