Fréttablaðið - 22.12.2006, Page 98

Fréttablaðið - 22.12.2006, Page 98
Meðalaldur íslenskra veitingahúsa er ekki hár. Til dæmis tók veitingastað- urinn Hornið í Hafnarstræti til starfa árið 1979 og er nú meðal elstu veitingahúsa í höfuðborginni þótt aldurinn sé innan við þrjátíu ár. Veitingarekstur hefur að sjálfsögðu verið stundaður á Íslandi um aldir (samanber fræga bændagistingu á Öxl í Breiðuvík um miðja 16. öld) þótt ekkert veitingahús á landinu eigi meira en um hálfrar aldar samfellda sögu. Ef maður svipast um í evrópskum borgum þykja þrjátíu ár ekki hár aldur. Péturskjallari (Peterskeller) í Salzburg tók til starfa árið 803. Þar hafa margir gestir notið veitinga og frægastir allra eru þeir Fást og Kölski sem mæltu sér þar mót endur fyrir löngu til að ræða viðskipti. Norður-Evrópa státar ekki af svona gömlum vertshúsum. Rules í Covent Garden í Lundúnum opnaði ekki fyrr en árið 1798. Þá hafði Le Procope í París verið starfandi frá árinu 1686. Þar voru Voltaire, Rousseau og Diterot fastagest- ir. Þar snæddu byltingarforingj- arnir Danton, Marat og Robespierre og þar skrifaði Benjamín Franklin hjá sér punkta sem seinna voru notaðir í sjálfstæðisyfirlýsingu Bandaríkjanna. Hinn gyllti friður (Den gyldene freden) er aldursforseti norrænna veitingahúsa og hefur státað af góðum veitingum síðan 1722. Næstelsta veitingahúsið á Norðurlöndum segja menn að sé Restaurant Allegade 10 í Kaupmannahöfn frá 1780 og í Osló hefur Gamla ráðhúsið verið starfrækt sem matsölustaður í 150 ár en Kasaniemi mun vera elsti veitingastaðurinn í Helsinki, frá 1836. Hvað sem því líður þá hefur Hornið í Hafnarstræti 15 notið vinsælda í langan tíma á íslenskan mælikvarða – og væri sjálfsagt elsta veitingahús veraldar ef miðað væri við höfðatölu. Hinar stöðugu vinsældir byggjast á því að staðurinn er rekinn af myndarskap og boðið upp á veitingar og þjón- ustu sem henta bæði ferðamönnum og heimamönnum. Aðaláhersla er á pítsur og pasta, en auk þess eru á matseðlinum fisk- og kjötréttir svo að allir ættu að geta fundið eitthvað við sitt hæfi. Afgreiðslan gengur fljótt og rösklega fyrir sig, hráefnið er gott og kokkarnir kunna til verka. Maturinn á Horninu er ágætur, stemningin er frjálsleg og notaleg og þernurnar snarar í snúningum. Þar er ekki lögð áhersla á að nema ný lönd í matargerðarlist, en það er líka kúnst út af fyrir sig að gera stórum og fjölbreyttum viðskiptamannahópi til hæfis daginn út og inn í næstum þrjátíu ár án þess að hægt sé að greina stöðnun eða þreytumerki. Hornið heimilislega Söknuður hefur að geyma nýjar upptökur af sextán þekktum lögum eftir Jóhann Helgason. Jóhann á ógrynni laga sem hafa náð miklum vinsældum ýmist í flutningi hans sjálfs og þeirra hljómsveita sem hann hefur verið meðlimur í eða í flutningi annarra. Hér syngur Jóhann lögin öll sjálf- ur við undirleik Jóns Ólafssonar píanóleikara, Guðmundar Péturs- sonar gítarleikara, Friðriks Sturlu- sonar bassaleikara og Jóhanns Hjörleifssonar trommuleikara. Útsetningar eru eftir Jón Ólafs- son. Það orkar oft tvímælis þegar tónlistarmenn gera heilar plötur með nýjum útgáfum af gömlum smellum. Oftar en ekki vantar neistann í nýju upptökurnar jafn- vel þó að öll vinna í kringum þær sé til fyrirmyndar og maður skilur ekki af hverju gömlu sígildu upp- tökunum var ekki frekar bara safnað saman til útgáfu. Söknuður fellur ekki í þennan flokk „óþarfa“ endurvinnsluplatna bæði vegna þess að hér eru nýjar útsetningar á ferðinni og vegna þess að mörg þessara laga hafa ekki komið út með Jóhanni sjálfum áður. Jóhann Helgason er einn af okkar fremstu lagasmiðum eins og heyrist glöggt þegar hlustað er á þessa plötu. Hún er stútfull af flott- um lagasmíðum. Á meðal laga eru Yaketty Yak Smacketty Smack, Poker, She’s Done It Again, Sail on, Ástin og lífið, Í Reykjavíkurborg, Ástin mín ein, Karen Karen og titil- lagið Söknuður. Allt frábær lög sem við þekkjum í flutningi jafn ólíkra flytjenda og Þú og ég, Vilhjálms Vilhjálmssonar, Björgvins Halldórs- sonar og Magnúsar og Jóhanns. Útsetningar Jóns Ólafssonar eru hættulega nálægt því að vera karakterlaust „easy-listening“ miðjumoð, en söngur Jóhanns lyftir þeim á hærra plan. Það er hrein unun að hlusta á þessa mjúku og viðkvæmnislegu en á sama tíma töffaralegu söngrödd og það verður að segjast Jóni til hróss að söngur- inn nýtur sín til fulls í þessum útsetningum. Blíður töffari Ferðamálafrömuðir á heimasíð- unni travelbites.co.uk hvetja nú fólk til þess að heimsækja Ísland í ljósi þess að sjálfir Clint East- wood og Steven Spielberg hafi valið landið sem tökustað í kvik- myndinni Flags of Our Fathers. Bretarnir segja að náttúru- fegurð Reykjanesskagans sé slík að stórmenni Hollywood eigi ekki aukatekið orð og að drengjaband- ið Take That hafi hreinlega orðið að nota sömu staðsetningu í mynd- bandi þeirra við lagið Patience. Á síðunni er enn fremur ritað um Reykjanesið: „Aðeins klukku- stund frá Reykjavík má finna Reykjanes, en fáir staðir eru jafn kjörnir til þess að með- taka grófa en stór- brotna náttúru lands- ins.“ Ísland hefur fengið mikla athygli í alls kyns miðlum undanfarið vegna Flags of Our Fathers en varla líður dagur án þess að viðtal birtist við Eastwood þar sem hann lofar landið í hástert. Í fæstum viðtölum kemur þó fram að landið hafi einungis verið staðgengill Iwo Jima, en Clint fékk ekki leyfi til þess að mynda þar, enda friðaðar og sögufrægar slóðir. Þess vegna þurfti hann að leita á Reykjanes, en svarti sandurinn er afar vand- fundinn. Íslandið hans Eastwood Ricky Gervais segist ekki lengur vera fyndnasti maður Bretlands en hann hefur verið ókrýndur konungur grínsins í heim- inum um nokkurt skeið. Arftakinn kemur hins vegar fáum á óvart. Gervais lýsti því yfir í viðtali við The Sun að Sascha Baron Cohen hlyti að bera þennan titil en þessa „þungu“ kórónu hefur Gervais mátt burðast með um nokkurt skeið. „Það er auðvelt að fá fólk til að hlæja en Cohen færir það upp á annað svið,“ sagði Gervais við The Sun. Cohen var nýverið tilefndur til tveggja Golden Globe verð- launa fyrir kvikmynd sína um blaðamanninn Borat og gladdist Gervais mikið yfir því en sjálfur á hann tvo gullhnetti fyrir Office- þáttaröðina. „Hann er mjög hug- rakkur og ég gæti aldrei gert það sem hann er að gera því ég myndi aldrei þola þessar morðhótanir sem hann hefur fengið,“ sagði Gervais við The Sun. Gamanleikarinn studdi líka við bakið á góðum vini sínum Jonathan Ross sem nýverið gerði risasamn- ing við BBC og hefur verið gagn- rýndur harðlega af öðrum bresk- um gamanleikurum fyrir að selja sálu sína. „Ross er þyngdar sinnar virði í gulli. Ef fólki finnst hann ekki fyndinn getur það bara skipt um stöð,“ sagði Gervais. Ricky er einn fárra breskra gamanleikara sem tekist hefur að rjúfa múrinn milli Bretlands og Bandaríkjanna enda hefur þáttur hans Extra slegið í gegn hjá elít- unni í Hollywood. Í vikunni er síðan komið að stóru stundinni hjá hinum knáa Gervais en þá verður stórmyndin Night at the Museum frumsýnd en hún skartar meðal annars Ben Stiller og Owen Wilson í aðalhlutverkum auk þess sem Stefán Karl Stefáns- son talar fyrir kolbrjál- aðan víking. Gervais viðurkenndi að hann hefði aldrei dreymt um að þetta yrði hans næsta skref, að leika í stórri Hollywood- mynd. „Ég fékk tölvu- póst frá Ben Stiller þar sem hann bað mig um að leika í myndinni. Ég var bara að endurgjalda honum greiðann fyrir að hafa leikið í Extras,“ útskýrði Gervais. „Ég var ekki viss um að þetta væri hið rétta fyrir mig en eftir því sem ég sagði oftar nei því meir átti ég að fá borgað,“ bætti gamanleikarinn við. Gervais taldi að breskir leikar- ar væru of fljótir á sér þegar gylli- boðin frá kvikmyndaborginni kæmu. Þeir fengju einn góðan dóm heima fyrir og væru síðan roknir vestur um haf. „Síðan mis- tekst þeim þar, koma heim og leika í kvikmynd sem fer beint á DVD,“ útskýrði Gerv- ais sem viðurkenndi að loksins hefði hann smit- ast af leiklistarbakterí- unni eftir þátttöku sína í Night at the Museum. „Þegar ég lék í síðasta atriðinu mínu leið mér eins og alvöru leikara,“ sagði Gervais og lýsti því yfir að aðdáendur hans mættu eiga von á fleira slíku frá honum. „Þetta er lífið handa mér.“
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.