Fréttablaðið - 22.12.2006, Side 106

Fréttablaðið - 22.12.2006, Side 106
Finnski ökuþórinn Heikki Kovalainen mun aka fyrir Renault-liðið í formúlu 1 á næsta keppnistímabili, í stað Fernando Alonso sem skipti yfir til McLaren. Kovalainen var tilraunaökumaður hjá Renault á síðasta keppnistímabili en keppti þar áður í GP2-mótaröðinni. Hann hefur þó verið hjá Renault síðan 2002 sem hluti af ökuþóra- teymi liðsins. „Mér finnst eins og Renault sé eins og fjölskyldan mín. Ég fer oft í verksmiðjuna og þar þekki ég alla með fornafni,“ sagði Kovalainen. „Allt liðið styður mig heils- hugar og sjálfstraustið er mikið hjá okkur. Við teljum okkur geta endurtekið afrek síðustu ára.“ Alonso hefur tvö síðustu ár unnið heimsmeistaratitil öku- þóra hjá Renault og voru félaga- skipti hans afar umtöluð og áberandi. Kovalainen mun því aka við hlið Ítalans Giancarlo Fisichella sem hann lofar í hástert. „Ég hef alltaf litið á hann sem minn liðsfélaga. Hann stóð sig vel á síðasta tímabili og var stundum fljótari en Alonso í tímatökunum en Alonso var yfirleitt alltaf skrefinu á undan í sjálfum keppnunum.“ Spurður hver markmið hans væru fyrir næsta tímabil sagði hann: „Einfaldlega að komast í mark í fyrstu keppninni og ná í einhver stig fyrir Renault. Það eru allar forsendur til staðar til að við getum staðið okkur vel. En ég vil ekki byggja upp mikl- ar væntingar fyrir fyrstu keppn- ina því það er tilgangslaust. Við munum taka eina keppni fyrir í einu.“ Renault er mín fjölskylda í formúlu 1 Í DHL-deild karla eru hlutir að þróast nokkurn veginn í samræmi við spá liðanna sjálfra og eru Vals- menn, sem spáð var Íslands- meistaratitlinum, efstir þegar deildin er hálfnuð. Valsliðið hefur engu að síður ekki verið nægjan- lega sannfærandi og leikur liðsins of sveiflukenndur. Liðið hefur verið að missa leiki niður og oft á tíðum ekki klárað leiki sem sönn- um meistaraefnum sæmir. HK, sem kemur fast á hæla Vals, hefur hins vegar sýnt ágætis tilburði og að mörgu leyti komið á óvart. Hins vegar ef mannskapur- inn er skoðaður nánar auk þess sem liðið fékk til liðs við sig einn efnilegasta þjálfara landsins, Gunnar Magnússon, þarf staða liðsins ekki að koma svo á óvart. Hið sameinaða lið Þórs og KA Akureyri kemur í þriðja sæti og kemur það mér lítið á óvart. Þar eru saman komnir leikmenn með mikla reynslu og þyngd (í orðsins fyllstu!). Varnarleikur er þeirra aðalsmerki en sóknarleikur liðs- ins hefur ekki verið nægjanlega sannfærandi og virkar hann oft á tíðum mjög tilviljanakenndur og þunglamalegur. Stjarnan sem kemur í 4. sæti hefur verið að rétta úr kútnum eftir þjálfara- skipti og verið að mjaka sér þangað sem liðið á klárlega heima. Haukar sem eru í fimmta sæti hafa valdið vonbrigðum og engan veginn staðið undir þeim vænting- um sem gerðar voru í upphafi. Fróðlegt verður hins vegar að sjá hvernig þeir koma undan hléinu. Þær fréttir hafa borist að Aron Kristjánsson sé á heimleið frá Danmörku til að taka við Hauk- um. Með fullri virðingu fyrir Páli Ólafssyni og því góða starfi sem hann hefur skilað þá er það hár- rétt ákvörðun hjá Haukum að næla sér í Aron því þar er á ferð- inni mjög svo áhugaverður þjálf- ari sem hefur náð sér í fína reynslu í Danmörku og á eflaust eftir að koma með ferskar áherslur inn í íslenskan handbolta. Jafnir Haukum að stigum í sjötta sæti koma Íslandsmeist- arar Fram. Fram var spáð öðru sæti og er staða liðsins því eflaust nokkur vonbrigði. Hins vegar virðist þátttaka Fram í Meistarakeppninni hafa tekið sinn toll og því verður fróðlegt að sjá hvort þátttaka þjálfara liðsins í HM 2007 í janúar nk. muni taka sinn toll. Í tveimur neðstu sætun- um koma síðan Fylkir og ÍR. Fylkir gerði nýlega það sama og Stjarnan og skipti um þjálfara. Er það frekar óvanalegt að tvö lið séu búin að skipta um þjálfara fyrir jól en þar ræður eflaust miklu um að lið eiga það nú á hættu að geta fallið um deild. Hvort sú skipting hafi verið rétt get ég ekkert sagt um en það er spurning engu að síður hvort Sigurður hefði ekki átt að fá að klára leikina fram að áramótum því liðið á von á góðum liðsauka. Ekki nema þessi skipting hafi á einhvern hátt tengst heimkomu Heimis Arnar Árnasonar. Staða Fylkis er í samræmi við spá liðanna en engu að síður hefur liðið verið frekar óheppið hvað meiðsl leik- manna varðar auk þess sem liðið leigði sinn besta varnarmann fram að ára- mótum til Gummersbach í Þýskalandi. Fylkir gat einfaldlega ekki hafnað því leigutilboði sem kom í Guðlaug enda um dágóða upphæð að ræða og var sú upphæð mun hærri en Fram fékk frá Gummersbach fyrir söluna á Sverre Jakobssyni. Það hlýtur að vera súrt fyrir Fram og sérstaklega í ljósi þeirra leiðinda sem upp komu sl. sumar í kringum félagaskipti Sverres. Með tilkomu Heimis og endurkomu Guðlaugs hefur Fylkir því fína möguleika til að gera mun betur. Lestina rekur síðan ÍR sem í sjálfu sér kemur ekki á óvart. Liðið varð fyrir mikilli blóðtöku fyrir þetta keppnistímabil en engu að síður hefur liðið náð sér í fjög- ur stig, m.a. með sigri á Haukum, auk þess sem liðið hefur verið mjög nálægt því að landa fleiri stigum. Það verður því fróðlegt að fylgjast með eftir áramót því spennan á eflaust eftir að haldast fram í síðustu umferð. Haukar og Fram hafa ekki staðið undir væntingum Bandaríska íþrótta- blaðið Sports Illustrated komst á dögunum yfir skjöl sem sýna laun allra leikmanna í NBA-deildinni. Í raun sýna gögnin sem blaðið komst yfir laun fram til ársins 2012. Einnig kemur fram í gögn- unum hvaða sérákvæði eru í samn- ingum leikmannanna og hvaða laun leikmenn fá frá liðum sem þeir hafa yfirgefið. Þar kemur til að mynda fram að Dallas greiðir Michael Finley fáránleg laun þótt hann sé ekki lengur á leikmanna- skrá félagsins. Launin sem um ræðir eru ein- göngu þau laun sem félögin greiða leikmönnunum og auglýsinga- samningar eða aðrar aukatekjur koma ekki fram í þessum tölum. SI hefur búið til sinn eigin lista yfir þá leikmenn sem fá greitt of mikið að þeirra mati og leikmenn sem fá greitt of lítið miðað við getu. Efstir á listanum yfir þá leik- menn sem fá greitt of mikið að mati SI er bakvarðapar New York Knicks, Stephon Marbury og Steve Francis, en þeir eru samtals með rúmar 32 milljónir dollara í laun á þessu leiktímabili. Tímabilið hjá Marbury er hans versta á ellefu ára ferli og Francis hefur einnig lítið getað. Chris Webber er í öðru sæti með sínar 20 milljónir dollara en hann er nú að skjóta í fyrsta skipti undir 40 prósentum. Laun hans hækka í rúmar 22 milljónir doll- ara á næsta ári. Bronsverðlaun SI fær síðan Michael Finley en Dall- as mun greiða honum rúmar 16 milljónir dollara í ár og 18 milljónir dollara á næsta ári á meðan hann leikur með San Antonio. Jalen Rose er í svipaðri stöðu en NY greiðir stærstan hluta launa hans þótt hann spili með Phoenix. Sá leikmaður sem fær minnst greitt miðað við getu að mati SI er stórstjarnan LeBron James en hann er enn á nýliðalaunum sem eru tæpar sex milljónir dollara fyrir árið. Hann má ekki fá „almennileg“ laun fyrr en á næsta tímabili samkvæmt reglum NBA. Næstur á þessum lista er Monta Ellis hjá Golden State en hann er næststigahæsti leikmaður liðsins og hefur slegið í gegn frekar óvænt. Hann þénar ekki nema tæplega 700 þúsund dollara fyrir árið. Þriðji er síðan DeShawn Stevenson hjá Waizards en hann er á lágmarkslaunum leikmanna sem hafa verið sex ár í deildinni, sem er tæp milljón dollara. Hann er einn af þremur byrjunarliðs- mönnum í deildinni á svo lágum launum. New York Knicks er með lang- hæsta launaliðinn í deildinni en Knicks greiðir leikmönnum sínum rúmar 117 milljónir dollara í laun á árinu. Það er langt í næsta lið sem er Dallas en leikmenn Mavericks munu kosta félagið rúmlega 91 milljón dollara á árinu. Kevin Garnett, leikmaður Minnesota Timberwolves, fær hæst laun allra leikmanna í NBA-deildinni á þess- ari leiktíð eða 21 milljón dollara sem er tæplega einn og hálfur milljarður íslenskra króna. Hið slaka lið New York Knicks er aftur á móti það félag sem er með langmestu launabyrðina eða 117 milljónir dollara. Það er líf og fjör í kringum José Mourinho, stjóra Chelsea, eins og venjulega. Á miðvikudag bað hann Andy Johnson, framherja Everton, afsökunar vegna ásakana um að hann hefði kastað sér viljandi niður í grasið í leik Everton og Chelsea á dögunum. Aðeins nokkrum klukkutímum síðar gekk mikið á þegar Chelsea sótti Newcastle heim í enska deildar- bikarnum. Chelsea vann 1-0 en Mourinho lenti saman við Glenn Roeder, stjóra Newcastle, eftir sigur- markið. Ástæðan var að Mourinho sýndi Nicky Butt, leikmanni Newcastle, ímyndað gult spjald eftir brot hans, sem leiddi til marksins. Roeder gerði lítið úr atvikinu eftir leikinn og sagði þá aðeins hafa verið að skiptast á skoðunum og meira væri ekki um málið að segja. Roeder sagðist heldur ekki hafa séð handabendingar Mourinho til Butt. „Ég skil ekki af hverju fólk þarf alltaf að vita nákvæmlega hvað var sagt þegar stjórar skiptast á skoðunum á hliðarlínunni,“ sagði Roeder frekar fúll en hann var einnig óánægður með hvar aukaspyrnan var tekin. Roeder segir það ekki vera spurningu að um aukaspyrnu hafi verið að ræða en var pirraður á því hvar dómarinn setti boltann niður. Hann sagði enn fremur að hans lið hefði ekki beint verið óheppið í leiknum en hefði skot Obafemi Martins fyrr í leiknum farið inn hefði leikurinn kannski endað öðruvísi. „Sýndi“ Butt gula spjaldið
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.