Fréttablaðið - 22.12.2006, Page 110
„Þulirnir eru byrjaðir að lesa þær
inn á band en jólakveðjurnar hafa
aldrei verið fleiri,“ segir Lárus
Guðmundsson sem tekið hefur á
móti jólakveðjum landsmanna en
þær verða að venju fluttar á Rás 1 á
Þorláksmessu. „Ég hef reyndar
ekki nákvæma tölu en þetta eru í
kringum fjórtán til fimmtán
klukkustundir,“ útskýrir Lárus.
„Gæti giskað á að fjöldi þeirra væri
á bilinu átta til níu þúsund,“ bætir
hann við.
Jólakveðjurnar á gömlu gufunni
eru að margra mati stór hluti af
jólahaldinu og segir Lárus að starfs-
fólkið í Efstaleitinu finni vel fyrir
því hversu miklu máli þetta skipti
fyrir fólk. „Margir panta í gegnum
netið en þeir eru líka ófáir sem
koma hingað og skrifa jólakveðj-
una hjá starfsfólkinu hérna,“ segir
Lárus en lokað var fyrir móttöku á
miðvikudaginn. „Nokkrir hafa
hringt með kökkinn í hálsinum eftir
að við hættum að taka við og grát-
beðið okkur um að taka við kveðju,“
segir Lárus og flestir hafa fengið
ósk sína uppfyllta.
Lárus segist bera mikla virðingu
fyrir þulunum sem lesa jólakveðj-
urnar og vildi óska þess að hann
væri gæddur sömu þolinmæði og
þeir. Landsmenn eiga hins
vegar örugglega eftir að
sakna Ragnheiðar Ástu
Pétursdóttur sem for-
fallast í ár sökum veik-
inda. „Hún hefur lengi
verið stór hluti af þess-
ari hefð en við vonumst
til að sjá hana aftur á
næsta ári,“ segir Lárus
en meðal þeirra sem
lesa jólakveðjurnar
í ár eru þau Gerð-
ur G. Bjarklind
og Sigvaldi
Júlíusson.
1
6 7 8
10
13
119
12
15
16
18
21
20
17
14
19
2 3 4 5
„Þetta var ekki alveg sanngjarnt
að mínu mati,“ segir Harold Burr,
fyrrum söngvari hljómsveitarinn-
ar The Platters. Á föstudaginn síð-
asta datt Harold úr sjónvarps-
þættinum X-factor. Einar
Bárðarson setti hann ekki í hóp
þeirra sem komust áfram, en Har-
old segir að einhver vafi hafi þó
blundað í mönnum. „Ég var í hópi
þeirra tólf sem komust áfram
fyrst, en svo var ég beðinn um að
koma og mér sagt að mistök hefðu
átt sér stað. Eftir það var ég keyrð-
ur þangað sem hinir voru og okkur
sagt að við hefðum ekki komist
áfram,“ segir söngvarinn.
Harold hefur getið sér gott orð
í Reykjavík sem hrífandi djass-
söngvari. Undanfarin ár hefur
hann spilað út um alla borg og
vekur það mikla lukku þegar hann
flytur gömul lög frá Platters-árum
sínum. „Ég hef sungið lengi og
verið mikið í kringum tónlist
og aðra söngvara. Ég var
alveg viss að minn flutningur
hefði dugað til þess að koma
mér áfram, því ég heyrði
marga söngvara sem voru
síðri,“ segir Harold án þess
að hljóma hrokafullur.
En að mörgu þarf að
huga við gerð
sjónvarpsþáttar
eins og X-factor
og segir Har-
old að það hafi
hugsanlega
verið sinn
banabiti.
„Þeir vilja
auðvitað
gera góðan
sjónvarps-
þátt og þess
vegna er ekki
alltaf hægt að leggja
mestu áhersluna á söng-
inn sjálfan. Því það
eina sem ég gat séð
verulega að
mínum flutn-
ingi var
sviðsfram-
koman og
kannski
aldurinn
ef því er
að
skipta.“
Fyr-
irkomu-
lag X-
factor er
ólíkt því
sem við
þekkjum úr
Idol. Nú er það
þannig að fólki er
skipt í þrjá hópa
eftir dómurum, og
var Harold látinn fylgja Einari
Bárðarsyni eins og aðrir eldri
keppendur í þættinum. „Harold
Burr er náttúrlega góður söngv-
ari, eins og allir þarna, það var
enginn lélegur,“ segir Einar og
bætir því við að hann hafi látið
sviðsframkomu keppenda spila
stóra rullu í vali sínu, vegna þess
hve leikar voru annars jafnir. „Það
sem stóð í mér er að Harold horfði
í gólfið í þau þrjú skipti sem hann
söng fyrir mig. Ég lagði það saman
við reynslu hans og tók heldur
sénsinn á einhverjum öðrum,“
segir Einar að lokum.
Harold er ekki af baki dottinn
og segist ekki bitur eftir reynsl-
una í X-factor, þvert á móti gæti
hún heldur gert honum gott. Á
nýju ári stefnir Harold á stórræði
og hyggst ætla að byrja aftur með
The Platters-kvöld sín sem vöktu
mikla lukku hér áður fyrr.
… fær Garðar Thór Cortes sem
troðfyllir tónleikasali Englands
og var nú síðast líkt við
hetjutenórinn Luciano Pava-
rotti af gagnrýnanda.
Aldrei fleiri jólakveðjur á RÚV
„Þetta er í fyrsta skiptið sem ég fer
með Bubba, jú það er rétt,“ segir
Jón Atli Jónasson rithöfundur. Jón
Atli verður í föruneyti Bubba Mort-
hens þegar hann heimsækir fanga á
Litla-Hrauni á aðfangadag,
skemmtir þeim og messar yfir.
Þetta mun vera í 23. skiptið sem
Bubbi skemmtir á Litla-Hrauni á
aðfangadag, einstök hefð og til
stökustu fyrirmyndar.
Jón Atli segist ekki vera búinn
að ákveða nákvæmlega hvað hann
muni lesa fyrir fangana, víst er þó
að hann muni grípa eitthvað niður í
Ballöðuna um Bubba Morthens,
skáldævisögu sína um kónginn
sjálfan. „Svo er aldrei að vita nema
ég skrifi jólasögu og lesi, það verð-
ur þá glæpasaga sem gerist á
jólum,“ segir Jón Atli sem er spennt-
ur fyrir ferðinni. „Já, ég les sjaldan
upp en þetta verður alveg glæsi-
legt.“
Þetta árið verður föruneyti
Bubba í yngri kantinum. Auk
Bubba og Jóns Atla verða í hópn-
um tónlistarkonan Lovísa Elísa-
bet Sigrúnardóttir, Lay Low, og
tónlistarmaðurinn Toggi. Bæði
gáfu þau út fyrstu plöt-
ur sínar á þessu ári
og hafa fengið frá-
bærar viðtökur.
Þetta er sömuleið-
is í fyrsta skipti sem þau koma á
Litla-Hraun. „Ég hefði nú ekki
boðið mig fram ef mér hefði litist
ekki
vel á þetta,“ segir Toggi. „Annars
geri ég bara það sem mér er sagt,
mæti með gítarinn og jóla-
skapið.“
Ungt föruneyti Bubba á Litla-Hraun í ár