Fréttablaðið - 13.01.2007, Side 2

Fréttablaðið - 13.01.2007, Side 2
 Vísindamenn í einka- reknum háskólum eru margir ósáttir við að stóraukin framlög ríkisins til rannsókna skuli öll renna til Háskóla Íslands (HÍ) í stað þess að renna í sjóði sem allir vísindamenn geti sótt um úr á jafnréttisgrundvelli. Á fimmtu- dag var samþykkt að veita 640 milljónum króna til rannsókna innan HÍ á ári næstu árin. Í samtali við fjóra doktora við tækni- og verkfræðideild Háskól- ans í Reykjavík (HR) kemur fram að full þörf hafi verið á því að stórauka framlög til rannsókna á háskólastigi, en þeir telja að aðferðafræðin sé einkennileg. „Við teljum að það eigi að keppa um peningana, og þeir hæfustu eigi að keppa um að fá peninga í sínar rannsóknir. Þannig nýtist peningarnir best,“ segir Anna Ing- ólfsdóttir, prófessor við HR. „Við erum alls ekki að biðja um svona summu fyrir hina háskólana, við viljum að allir keppi á sama grundvelli um fjármagnið.“ Björn Þór Jónsson, dósent við Háskólann í Reykjavík, segir að besta vísindafólkið innan HÍ sé einnig hlynnt því að láta féð renna í samkeppnissjóði. Góðir vísindamenn græði meira á því að sækja um styrki í stað þess að fé sem rennur til HÍ sé dreift jafnt niður, eins og líklegt sé að verði gert. Eini stóri íslenski rannsókna- sjóðurinn er Rannís-sjóðurinn, sem veitir um 600 milljónum króna í styrki á ári. Til saman- burðar á að auka framlög ríkisins til rannsókna um 640 milljónir á ári á næstu árum. Björn segir að Rannís krefjist ávallt mótfram- lags þegar styrkir eru veittir úr sjóðnum, oft í formi launa og aðstöðu til rannsókna. Ef því fé sem veitt er til rannsókna HÍ væri veitt til Rannís í staðinn væri hægt að losna við mótfram- lagið. Eins og staðan sé eftir auka- fjárveitinguna eigi vísindamenn innan HÍ mun meiri möguleikja á styrkjum úr Rannís en aðrir vís- indamenn, þar sem þeir fái mót- framlagið tryggt frá ríkinu. Ármann Gylfason, lektor við HR, segir að þegar sú upphæð sem Rannís hefur úr að spila sé svo lág sem raun ber vitni reyni sjóðurinn að styrkja sem flesta, sem kalli á sem hæst mótfram- lag. „Því hærra mótframlag sem vísindamenn hafa með sér, því samkeppnishæfari eru þeir.“ Karl Ægir Karlsson, lektor við HR, bendir á að sú upphæð sem nú sé veitt til rannsókna innan HÍ sé svo há að reikna megi með því að erfitt verði fyrir Rannís að sækja fé til þess að auka sam- keppnisstyrki til vísindamanna. „Þarna er líka verið að gera skattgreiðendum óleik,“ segir Karl. Þegar upphæðin sé orðin svona há eigi skattgreiðendur kröfu til þess að féð sé notað sem best, og til þess þurfi að láta vís- indamenn keppa um það með því að láta það renna í samkeppnis- sjóði. Gagnrýna að rann- sóknarfé fari til HÍ Vísindamenn í einkareknum skólum segja að betra hefði verið að veita fé til rannsókna í rannsóknarsjóði frekar en að eyrnamerkja það Háskóla Íslands. Hæfustu vísindamennirnir eigi að keppa um fé á jafnréttisgrundvelli. Opið: Alla virka daga kl. 9:00-18:00 og laugardaga kl. 12:00-16:00. Sími: 525 8020. NOTAÐIR BÍLAR BÍLL DAGSINS SUBARU LEGACY GL Nýskr. 07.06 - Sjálfskiptur - Ekinn 6 þús. km. - Allt að 100% lán. Verð 2.420 .000. - Ekki er búið að taka ákvörðun um hvernig þremur milljörðum króna sem Háskóli Íslands fær í viðbótar- framlög til rannsókna verður varið. Kristín Ingólfsdóttir, rektor Háskóla Íslands, segir að það verði vandasamt. „Við þurfum að finna leið til að umbuna þeim sem standa sig vel en líka til að styrkja þær einingar sem í dag eru ekki nægilega öflugar.“ Tæplega 50 rannsóknastofnan- ir eru starfræktar innan vébanda Háskóla Íslands. Háskólinn fær 640 milljónir króna árlega á árunum 2008 til 2011 til rannsókna. Óljóst hver fær fé til rannsókna Frumvarpið um Ríkis- útvarpið ohf. var afgreitt út úr menntamálanefnd í gær, að ákvörðun meirihluta nefndarinn- ar, gegn vilja minnihlutans. Verð- ur það tekið til þriðju umræðu þingsins á mánudag. Sú breyting varð á frumvarp- inu að gildistaka laganna er áætluð 1. apríl í stað 1. febrúar áður. Sigurður Kári Kristjánsson, formaður menntamálanefndar, segir tíma til kominn að nefndin ljúki umfjöllun sinni. Frumvarpið hafi verið rætt á sextán fundum frá því það var lagt fram í haust og á alls 40 fundum síðan fyrsta frum- varpið um RÚV kom fram fyrir þremur árum. Á þessa fundi hafi komið 150 gestir. Sigurður getur þess líka að 74 klukkustundum hafi verið varið í þingumræður um RÚV á síðustu þremur árum. „Ég fullyrði að fá ef nokkurt mál hafi fengið jafnmikla og ítar- lega umfjöllun og þetta og vísa staðhæfingum um annað á bug,“ segir Sigurður Kári. Mörður Árnason mælir því ekki í mót að margir fundir hafi verið haldnir og segir nefndarstarfið hafa gengið vel. „En það eru atriði sem eru ekki útrædd,“ segir Mörð- ur og á þar við skjöl sem nefndar- mönnum bárust fyrr í vikunni um samskipti ráðuneyti fjármála og menntamála við Eftirlitsstofnun EFTA. „Við þurfum að kynna okkur efni þeirra betur og bera undir álit manna sem við treystum en það fengum við ekki. Þess vegna greiddum við atkvæði gegn því að málið færi úr nefndinni.“ RÚV-lögin taki gildi 1. apríl Tony Blair, forsætis- ráðherra Breta, segir að Bretar megi ekki hika við að berjast gegn hryðjuverkamönnum þótt það geti kostað fórnir. Í ræðu sem hann flutti fyrir breska hermenn um borð í her- skipinu Albion, sem lá bundið við bryggju í Plymouth, sagði Blair að útilokað væri að sigrast á hryðju- verkamönnum án þess að beita hervaldi, þótt það gæti kostað stjórnmálamenn vinsældir meðal almennings. Hættan er sú „að stjórnmála- menn komist að þeirri niðurstöðu að það sé alltof erfitt,“ sagði Blair. „Að gera hið rétta snúist nánast ómeðvitað yfir í að gera hið auð- velda.“ Stríðið í Írak hefur frá upphafi mætt andstöðu almennings í Bret- landi og valdið forsætisráðherr- anum verulegum pólitískum vandræðum. Hann sagðist þó enn þeirrar skoðunar að almenningur í Bretlandi yrði að átta sig á því að hernaðaraðgerðir á stöðum eins og Írak og Afganistan séu nauðsynlegar til þess að vernda öryggi Breta og styrkja stöðu þeirra í heiminum. Breska þjóðin þarf að vera „viljug að berjast gegn hryðju- verkum og gjalda kostnaðinn af þeim bardaga hvar svo sem hann er, rétt eins og við erum stolt af því að berjast fyrir friði í Mið-Austur- löndum, grípa til aðgerða gegn fátækt eða berjast fyrir að stöðva mengun umhverfisins.“ Nauðsynlegt að beita hervaldi Flutningabíll og jeppi skullu saman við Grafarkot, rétt norðan við Munaðarnes, laust fyrir klukkan fjögur í gær. Ökumaður jeppans, sem var einn í bílnum, var fluttur með þyrlu Landhelgis- gæslunnar á gjörgæsludeild Landspítalans. Að sögn svæf- ingalæknis er maðurinn alvarlega slasaður og fór hann í aðgerð í gærkvöldi. Ökumann og farþega flutn- ingabílsins sakaði ekki. Bílarnir eru báðir ónýtir og þurfti að flytja þá í burtu með kranabíl. Að sögn lögreglunnar í Borgarnesi var færð slæm og mikil hálka á veginum. Einn slasaðist al- varlega í árekstri „Það er útlit fyrir að verði nokkuð kalt áfram og mér sýnist á öllu að litlar breytingar verði á veðri næstu dagana,“ segir Sigurður Ragnarsson veðurfræð- ingur. „Á Norðausturlandi verður einna best, en nokkuð frost. Á suðvesturhorninu verður nokkur éljagangur og víðar um land.“ Sigurður vonast til að færð verði þolanleg. „Það mun myndast púðursnjór sem þarf lítið til að hreyfist, nánast ekki neitt, og því gæti orðið nokkuð blind færð. Um helgina verða þó engin læti í veðrinu og sjaldan hvasst. Þetta er ekkert annað en harðavetur,“ segir Sigurður. Éljagangur víða um landið Kínverjinn sem grunað- ur er um að hafa stungið ítalskan starfsmann Impregilo með hnífi á Kárahnjúkum á nýársdag verður í farbanni allt til 30. janúar. Þetta staðfesti Hæstiréttur í gær. Í gæsluvarðhaldsúrskurði Héraðsdóms Austurlands segir að líkamsárásin hafi verið mjög hrottaleg og að því er virðist tilefnislaus. Ítalski starfsmaður- inn hlaut tveggja sentimetra breiðan og þriggja sentimetra djúpan skurð á nýrnastæði á hægri síðu. Kínverjinn hefur verið rekinn úr starfi, en honum er gert að dvelja áfram hér á landi vegna rannsóknarhagsmuna. Kínverjinn er enn í farbanni Magni, ertu nokkuð gamall kommúnisti? Stríðsherrar ættbálk- anna í Sómalíu hafa samþykkt að ganga til liðs við nýjan þjóðar- her. Aðgerðum Bandaríkjahers í Sómalíu er annars hvergi nærri lokið, að sögn háttsetts banda- rísks embættismanns sem tók fram að aðgerðir beindust ein- ungis að því að hafa uppi á grun- uðum hryðjuverkamönnum. Talsmenn Bandaríkjastjórnar hafa borið til baka fregnir um að eftirlýstur al-Kaídaliði, grunaður um sprengjutilræði í bandarísk- um sendiráðum í Austur-Afríku, hafi fallið í loftárás sem gerð var í Sómalíu á miðvikudag. Ættbálkar ætla að afvopnast

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.