Fréttablaðið - 13.01.2007, Page 12

Fréttablaðið - 13.01.2007, Page 12
greinar@frettabladid.is Ekkert blað? 550 5600 Fyrst þú ert að lesa þetta þá hefurðu fengið Fréttablaðið. En til vonar og vara skaltu klippa þetta símanúmer út og hringja ef blaðið berst ekki. - mest lesið Rektor Háskóla Íslands og mennta-málaráðherra hafa undirritað samn- ing um kennslu og rannsóknir við skólann sem nær til 5 ára. Markmið samningsins er að tryggja gæði kennslu og rannsókna við háskólann og stuðla að metnaðarfullri framþróun í starfsemi skólans. Eins og kunnugt er kynnti rektor Háskóla Íslands það markmið skólans á síðasta ári að koma háskólanum í raðir bestu háskóla heims. Það er vissulega metnaðarfullt markmið en það að setja það fram hefur skapað mikilvæga umræðu um stöðu skólans og háskólanna almennt hér á landi. Í ályktun háskólaráðs þar sem samningnum er fagnað segir: ,,Samningurinn markar tímamót fyrir Háskóla Íslands og rennir traustum stoðum undir framkvæmd þeirrar metnaðarfullu framtíðarstefnu sem skólinn hefur markað. Með því er náð mikil- vægum áfanga að því langtímamarkmiði Háskóla Íslands að komast í hóp fremstu háskóla í heiminum og þar með að styrkja samkeppnishæfni íslensks samfélags til framtíðar.“ Á fjárlögum þessa árs voru framlög til Háskóla Íslands hækkuð um 300 milljónir króna og var það gert í tengslum við samninginn sem undir- ritaður var á dögunum. Framlög til Háskól- ans á Akureyri voru einnig hækkuð. Athygli mína vakti við afgreiðslu fjárlaga þessa árs að stjórnarandstaðan sat hjá í mörgum mikilvægum málum og þar með talið í þessum. Málefni háskólanna og þar með talið HÍ hafa verið stjórnarandstöð- unni tilefni til umræðna utan dagskrár marg oft, tilefni til að leggja fram tugi fyr- irspurna og tilefni til umræðna við upphaf þingfunda. Þegar kom svo að því að standa við stóru orðin og styðja við áframhald- andi þróun Háskóla Íslands þá sat stjórnarandstað- an hjá. Ég fagna þessu skrefi sem stigið hefur verið við áframhaldandi uppbyggingu háskólastigsins. Þar hefur orðið bylting á undanförnum árum ef við skoðum framboð náms, fjölda háskóla, fjölgun nem- enda og framlög hins opinbera til háskólastigsins. Við erum að fjárfesta í framtíð okkar með stórauk- inni fjárfestingu í háskólastiginu og menntakerfinu öllu og þar með í nýsköpun atvinnulífsins. Það er lykillinn að áframhaldandi velmegun og uppbygg- ingu þess velferðarsamfélags sem við viljum búa í. Höfundur er þingmaður Framsóknarflokksins og situr í menntamálanefnd Alþingis. Án hjálpar stjórnarandstöðu Mikill kosningaskjálfti virðist kominn í íslenska stjórn- málaflokka og ýmsum brögðum beitt til að marka sér sérstöðu. Allt er þetta brölt óskaplega klass- ískt og fyrirsjáanlegt sem er miður því að ýmis tíðindi gætu gerst í pólitíkinni á árinu 2007. Þar á ég ekki við stjórnmálatíð- indi sem eru vissulega merkileg í sjálfu sér – eins og þau að nokkur von er til þess að kjósendur nái beinlínis að fella sitjandi ríkis- stjórn í fyrsta sinn frá 1971. Það væru stórtíðindi en þó ekki merkari en hin sem blasa nú þegar við, að í fyrsta sinn frá lokum heimsstyrjaldarinnar síðari hafa kjósendur möguleika á að hafa áhrif á mótun nýrrar stefnu í utanríkismálum þjóðar- innar. Það er ekki hægt að deila um að sú utanríkisstefna sem fylgt hefur verið undanfarna áratugi er úr sér gengin. Hún hvíldi á nánu samstarfi við Bandaríkin á sviði utanríkismála sem hnitaðist um herstöðina á Miðnesheiði. Andstæðingum hersetunnar fannst fylgifiskur hennar vera ósjálfstæði í utanríkismálum en stuðningsflokkar hennar litu á hana sem „hornstein“ í utanríkis- stefnu Íslendinga – eins og var margítrekað í stjórnmálaályktun- um þeirra flokka. Núna er þessi hornsteinn horfinn og virðast margir eiga erfitt með að fóta sig við nýjar aðstæður. Ein skýrasta birtingarmynd hernaðarsamstarfsins á síðari árum fólst í stuðningi Íslendinga við árásir Bandaríkjanna og margvíslegra bandamanna á ýmis ríki – Júgóslavíu, Afganistan og Írak – í öllum tilvikum án nokkurs umboðs frá Sameinuðu þjóðunum. Hún birtist hins vegar í ýmsu öðru, til dæmis tregðu Íslendinga til að styðja tillögur um kjarn- orkuafvopnun á vettvangi Sameinuðu þjóðanna. Þar hafa Íslendingar tilheyrt þeim mikla minnihluta ríkja sem styður eindregið við bakið á tilraunum núverandi kjarnorkuvelda til að einoka gereyðingarvopn – þvert á ákvæði Sáttmála um takmörkun kjarnorkuvopna frá 1968. Þessi stefna nýtur lítilla vinsælda meðal almennings á Íslandi ef marka má skoðana- kannanir. Á hinn bóginn hafa utanríkismál aldrei verið kosningamál undanfarna áratugi og þeirri skoðun hefur markvisst verið haldið að fólkinu í landinu að enginn möguleiki sé á að knýja fram breytingar. Þessi deyfð náði líklega hámarki þegar hin nýja árásarstefna Bandaríkjanna hófst fyrir alvöru með loftárásum á Júgóslavíu 1999. Á því méli ákváðu einu flokkarnir sem höfðu haldið uppi andófi gegn ríkjandi utanríkisstefnu, Alþýðubandalag- ið og Kvennalistinn, að falla frá sinni fyrri stefnu og taka upp stuðning við NATO undir merkjum Samfylkingarinnar. Á þeim tíma var mikið rætt um „breytt eðli“ hernaðarbandalags- ins og reyndust það áhrínisorð, en breytingarnar gengu hins vegar þvert á væntingar þeirra bjartsýnismanna sem bundu vonir við þær. Sannast sagna hefur aldrei verið meiri þörf á andófi við bandaríska heims- valdastefnu heldur en frá þeim tíma – eftir að hin pólitíska andstaða á Íslandi veiktist með afgerandi hætti. Andstaða við bandaríska heimsvaldastefnu, og fylgisspekt íslenskra stjórnvalda við hana, er alls ekki úr sögunni á Íslandi. Hún hefur þvert á móti skerpst – og það meðal fylgismanna allra flokka. Brotthvarf Bandaríkja- hers frá Miðnesheiði kallar þar að auki sjálfkrafa á endurmat utanríkisstefnunnar. Mikilvæg- asta forsenda hennar er horfin án þess að íslensk stjórnvöld næðu að hafa nein áhrif á þá þróun. Ég geri mér hins vegar litlar vonir um að núverandi stjórnar- flokkar læri af reynslunni. Í röðum þeirra finnst varla nokkur maður sem áttar sig ekki á því að stuðningsyfirlýsingin við árásina á Írak 2003 var röng ákvörðun. Á hinn bóginn virðast þeir heldur ekki viljugir til að læra af mistökunum. Málflutningur stjórnarliða um að innrásin hafi verið „rétt miðað við forsendur þess tíma“ er ekki einungis villandi heldur bendir hann beinlínis til þess að þeir ætli sér ekki að læra af mistökunum. Þá er hætt við að þeir muni endurtaka þau næst þegar tilefni gefst til. Ætlum við Íslendingar þá að láta sömu menn fleyta okkur aftur sofandi að sama feigðarósinum? Þess vegna er mikilvægt að stjórnarandstöðuflokkarnir taki sig nú saman og bjóði upp á skýran valkost við þessa stefnu. Það kallar vissulega á endurskoð- un stefnumála hjá sumum þeirra. En það er ljóst að bera þarf í brestina ef stjórnarandstaðan vill verða trúverðugur valkostur við stjórnarflokkana og ein leið til þess er að bjóða upp á sameigin- legan valkost í utanríkismálum – nýja stefnu sem tekur mið af breyttum aðstæðum á Íslandi, en ekki síður í alþjóðamálum. Fangabúðirnar í Guantanamo hafa nú starfað í fimm ár. Einhvern tíma hlýtur mælirinn að verða fullur hjá Íslendingum. Utanríkismál á dagskráÁ síðasta ári komu fjórir að meðaltali dag hvern á slysa- og bráðamóttöku Landspítala - háskólasjúkrahúss vegna áverka sem þeir höfðu hlotið af völdum ofbeldis. Og á gamlárskvöld var met slegið á slysadeild þegar 64 komu þangað vegna ofbeldisáverka eða vegna einhvers konar ofneyslu. Um þriðjungur þessara ofbeldisverka á sér stað í miðbæ Reykja- víkur um helgar sem þýðir að hver helgi skilar nálægt tíu fórnar- lömbum ofbeldis úr miðbænum á slysadeild. Þetta er mikill fjöldi af ungu fólki og jafnvel börnum, allt niður í tólf ára aldur, eins og yngstu fórnarlömb ofbeldisáverka í miðbænum eru. Þar ríkir sem sagt skálmöld um helgar. Ófeigur Þorgeirsson, yfirlæknir á slysadeild, segir að drykkju- tengdu áverkarnir séu „hömlulausir og andstyggilegir, nær ein- ungis mjög slæmir höfuðáverkar, tannlos, nefbrot og höfuðkúpu- brot“. Þetta er ófögur lýsing. Fórnarlömbin eru í mörgum tilvikum blásaklaust fólk sem einungis er statt á vitlausum stað á vitlaus- um tíma. Hins vegar bendir yfirlæknirinn á að bæði gerendur og þolendur ofbeldisins séu að stærstum hluta sami hópur drengja á aldrinum 15 til 24 ára. Nýr lögreglustjóri höfuðborgarsvæðisins hefur boðað aukinn sýnileika lögreglunnar og vissulega má binda vonir við að aukin löggæsla geti dregið úr ofbeldi í miðbæ Reykjavíkur. Sjálf meinsemdin er hins vegar flóknari en svo að hún verði læknuð með aukinni löggæslu. Meinsemdin er fólgin í því að í sam- félaginu elst upp fólk við aðstæður sem eru til þess fallnar að leiða til þeirrar sjálfsmyndar og líðanar sem brýst fram í ofbeldi, upp- eldisaðstæður sem enginn ætti að búa við. Bragi Guðbrandsson sagði í samtali við Fréttablaðið í vikunni að nokkrir grundvallarþættir í uppeldi yrðu að vera í lagi. Í fyrsta lagi nefnir hann aga, þá umhyggju og ástúð, í þriðja lagi virðingu og í fjórða lagi samræðu. Ólíklegt verður að teljast að þessi hópur drengja sem læknirinn nefnir búi við þessa grundvallarþætti. Þessum ungu mönnum verður að koma til hjálpar og rjúfa þann vítahring sem þeir eru komnir í og það tafarlaust. Skaðinn er þegar allt of stór. Sömuleiðis verður að takast á við það agaleysi sem virðist smám saman vera að verða inngróið í íslenska menningu. Þetta agaleysi sem birtist í skólum og í umferðinni svo dæmi séu tekin en á upp- tök sín í uppeldismenningunni. Ofbeldi verður stöðugt grimmara og fjögur fórnarlömb á dag er mikill tollur. Hafa ber í huga að fórnarlamb ofbeldis er ekki einungis skrámað á skrokknum heldur einnig á sálinni og þau sár standa iðulega opin löngu eftir að hin sjáanlegu mein eru gróin. Skálmöld í miðbæ Reykjavíkur Um þriðjungur þessara ofbeldisverka á sér stað í miðbæ Reykjavíkur um helgar sem þýðir að hver helgi skilar nálægt tíu fórnarlömbum ofbeldis úr miðbæn- um á slysadeild.

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.