Fréttablaðið - 13.01.2007, Page 24

Fréttablaðið - 13.01.2007, Page 24
Fiðluleikarinn góðkunni Sigrún Eðvaldsdóttir heldur upp á fertugs- afmæli sitt í kvöld á veitingastaðnum Angelo á Laugaveginum. Veislan stendur yfir frá klukkan 19 til 21 og verður um „smart kokteilboð“ að ræða, eins og Sigrún orðar það. Sig- rún, sem hefur starfað sem kon-sert- meistari Sinfóníuhljómsveitar Íslands undanfarin níu ár, spilar á tónleikum fyrr um daginn og kemur síðan nánast beint í veisluna. Hún segist þó ekki ætla að taka fiðluna með sér og spila fyrir gestina, sem verða hátt í níutíu talsins. Engin önnur tónlistaratriði séu heldur plönuð. „Vonandi koma bara allir í góðu skapi og hafa það kósí. Ég hef aldrei gert svona áður og vonandi verður maður ekki stressaður,“ segir Sigrún, eldhress að vanda. Vonast hún að sjálfsögðu til að þessi fyrsta stóra afmælisveisla sín gangi snurðulaust fyrir sig. Hún segist ekki hafa óskað eftir neinni sérstakri afmælisjgöf. „Það er allt saman aukaatriði. Það er bara gaman þegar allir eru saman og léttir á því. Mér finnst það svo skemmtilegt,“ segir hún og bætir við: „Mér finnst voða gott að vera að nálg- ast þennan aldur. Ég finn rosamun á mér og finn fyrir meiri orku og sjálfs- öryggi. Það er eins og ég sé orðin lítil stelpa aftur og þegar ég lít til baka þá er ég líka nokkuð sátt.“ Aðspurð hvort hún hafi sett sér ein- hver markmið í lífinu, nú þegar þess- um merka áfanga sé náð, vill Sigrún lítið sem ekkert gefa upp og segir það „algjört leyndó“. Vinur Sigrúnar, klarinettuleikarinn Sigurður Ingvi Snorrason, er „gourmet listakokkur“ að hennar sögn og hefur hann veitt henni dygga hjálp við skipu- lagningu veislunnar í kvöld. „Við ætlum að hafa æðislega munn- bita og búa til ýmislegt saman. Svo er mamma, systir mín og frænka að hjálpa, en það er gott að hafa einhvern sem skipuleggur þetta með manni,“ segir Sigrún. Sovétmenn snupra öryggisráðið 80 ára Petrea Guðný Pálsdóttir frá Grundarfirði verður 80 ára 14. janúar 2007. Hún tekur á móti ætting jum og vinum í Góðtemplarahúsinu við Suðurgötu 7, Hafnarfirði, kl. 14.00 til 17.00 sunnudaginn 14. janúar. Eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, Haraldur Leó Hálfdánarson Hábæ 33, andaðist að heimili sínu miðvikudaginn 10. janúar. Jarðarförin auglýst síðar. Ragnhildur Oddný Guðbjörnsdóttir Jónína Haraldsdóttir Stefanía Halldóra Haraldsdóttir Sigurður Már Haraldsson tengdabörn, barnabörn og barnabarnabörn. 22 nýir ökukennarar voru brautskráðir við hátíðlega athöfn frá Kennaraháskóla Íslands hinn 9. desember. Flestir eru þeir af suðvest- urhorninu en 6 úr hópnum eru búsettir á Norður- landi. Símenntunarstofnun KHÍ hefur haft menntun ökukennara á sinni könn- um frá árinu 1993 og hafa nú alls verið brautskráðir 124 ökukennarar frá skól- anum. Þann tíma hefur nám ökukennara þróast og eflst og nú telst námið vera 30 einingar á háskólastigi, sem samsvarar fullu náms- ári en til inngöngu í námið er meðal annars krafist stúdentsprófs eða sam- bærilegrar menntunar. Sólrún B. Kristinsdóttir, forstöðumaður Símenntun- arstofnunar KHÍ, stjórnaði athöfninni en Arnaldur Árnason, verkefnastjóri ökukennaranáms, flutti ræðu þar sem hann gerði grein fyrir námi hinna nýju ökukennara og afhenti þeim síðan prófskírteini sín. Ökukennarar útskrifaðir AFMÆLI FÆDDUST ÞENNAN DAG

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.