Fréttablaðið - 13.01.2007, Blaðsíða 36

Fréttablaðið - 13.01.2007, Blaðsíða 36
Hjónin Ásgeir Jón Ásgeirsson og Berglind Björg Harðardóttir hafa ásamt sonum sínum tveimur komið sér upp fallegu og hlýlegu heimili í Kópavogi og ljóst við fyrstu sýn að heimilisfókið er tónelskt. Til marks um það er að fjöldann allan af hljóðfærum er að finna þar á bæ, bæði gítara og tambúrín, sem heimilisfaðirinn hefur verið dug- legur að safna síðan hann hóf tón- listarferil fyrir tuttugu árum. Rauðleitur gítar tekur sig vel út í stofunni en Ásgeir komst yfir hann í New York fyrir tveim- ur árum. „Þetta er djassgítar og jafnframt mitt helsta hljóðfæri,“ útskýrir hann. „Farið var eftir gít- arsmíðum hins heimsþekkta hljóð- færasmiðs D´Angelico við gerð hans, en gítarar hans nutu mikilla vinsælda á sjötta áratugnum og voru rándýrir þar sem þeir fengust í mjög takmörkuðu upplagi. Þegar framleiðsla hófst á sams konar gítörum í Japan, fengust þeir loks á viðráðanlegu verði og er þessi einn slíkra,“ segir hann um gítar- inn rauða. Ásgeir á einnig tvær tambúrur í safninu, sem hann lýsir sem búlg- verskri útgáfu af gítar, sem er upp- runnin í Pirin, og mikið notaðar í Balkanlöndunum. „Aðra þeirra, þá ljósbrúnu, keypti ég af búlgörskum tambúruspilara, sem kom hingað til lands síðasta sumar og er afar ánægður með þau viðskipti. Tam- búran hefur komið víða við og á þar af leiðandi sína sögu eins og flest hljóðfærin á heimilinu.“ Hjónin virðast deila ástríðunni fyrir gömlum hlutum, sem sést af því hvernig erfðagripum, til að mynda fallegum tveggja manna sófa, hefur verið blandað saman við hlýleg viðarhúsgögn. „Eina undantekningin þar á er eldhúsið sem við gerðum upp fyrir tveimur árum og er tiltölulega nýtískulegt eftir breytinguna,“ útskýrir Ásgeir. „Allt annað er í fyrrnefndum stíl með það fyrir augum að skapa hlýlega og ef til vill svolítið gam- aldags stemningu. Við reyndum að velja húsgögnin með það í huga. Ætli hljóðfærin hjálpi síðan bara ekki til við að fullkomna ætlunar- verkið.“ - rve 2 Tónelsk með tambúrur Litið í heimsókn til fjölskyldu með ástríðu fyrir hljóðfærum og gömlum munum. { heimilið }
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.